Þar sprakk blaðran.

 

Og ekki heyrðist einu sinni;  Búmm, eða flurrssssssss.

Aðeins einn eitt almenna kjaftæðið.

 

Nema jú, það á að fækka störfum á landsbyggðinni, hún er eins og hver önnur nýlenda sem greiðir skatt til hins miðstýrða valds höfuðborgarinnar.

Og það á að skera niður í þróunarmálum.

Sem varla kemur á óvart því Sjálfstæðisflokkurinn ræður þessari ríkisstjórn. 

 

Ný sýn, ný vinnubrögð, ný nálgun.

Jafn fjarlægt eins og HM draumur Íslendinga.

 

Enda við hverju var að búast af flokkunum sem innleiddu EES samninginn og hafa leyft hinu evrópsku skrifræði að taka yfir heilbrigða stjórnsýslu.

Að þeir ynnu gegn sinni eigin stefnu, réðust á sín fyrri verk??

Er ekki EES samningurinn hornsteinn stefnu þessarar ríkisstjórnar, auk þess að skilgreina samningsmarkmið Íslands við ESB??

 

En þó ekkert loft hafi verið í hagræðingarblöðru ríkisstjórnarinnar og fátt sem stenst vitræna skoðun, þá er passað uppá lýðskrumið og frasana, og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar munu taka ofan og þakka pent fyrir sig.

Taka með bros á vör við nýjum og nýjum evrópskum reglugerðum líkt og hækkun eldsneytisverðs um áramótin eða nýjum hindrunum kringum rekstur smáfyrirtækja og einyrkja.

Þeir fá útrás fyrir fordóma sína og það er í raun sem skiptir þá mestu máli.

 

Innlimunin í ESB heldur áfram, verðtryggingin  rænir almenning, Már í Seðlabankanum fer með kjarasamningana.

Allt í góðu.

Við hagræðum þjóðina út úr vandanum með því að skera niður þróunaraðstoð og reka óþurftarríkisstarfsmenn.

Það þarf ekki mikið til að gleðja flokkshestinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Hagræða í utanríkisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ekki sammála því að þessar hagræðingartillögur séu sérstaklega settar fram til höfuðs landsbyggðinni. Þarna virðist vera lagt til að sameina ríkisstofnanir og fækka stjórnunarstöðum, draga saman í utanríkisþjónustu og sameina menntastofnanir. Ef þessar tillögur ná fram að ganga þá munum við að sjálfsögðu finna fyrir þeim úti á landi rétt eins og á höfuðborgarsvæðinu, enda ætluðust víst fáir til annars en að þessar tillögur yrðu almennar.

Guðrún (IP-tala skráð) 11.11.2013 kl. 16:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er sammála Guðrúnu, sjálfur er ég af landsbyggðinni og ég er orðinn afskaplega þreyttur á því að það er afskaplega mikið í umræðunni höfuðborgarsvæðið gegn landsbyggðinni.  Við erum öll Íslendingar og eigum að vinna saman sem slíkir en ekki að ala á sundrung og leiðindum.  Ég get bara ekki séð nokkurn skapaðan hlut (í fljótu bragði), sem er frekar beint gegn landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu...........

Jóhann Elíasson, 11.11.2013 kl. 16:34

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Guðrún.

Það þarf mikinn lesskilning, og það skapandi til að lesa út úr þessum pistli að hagræðingartillögurnar séu sérstaklega beint gegn landsbyggðinni.

Ég vek athygli á að ríkisstjórnin hafði ekki kjark til að leggja í skrifræðið báknið, sem er bein afurð EES samningsins.

Hin meinta hagræðing hennar, ef ekki er ráðist á reglubáknið, er að fækka fólki sem á að sinna sömu störfum.  Sem mun auka skaðann sem þegar er orðinn af hinu evrópska reglubákni.  

Óskilvirkni, seinagangur, tafir.

Vont gert verra.

En eins og ég sagði í pistli mínum, þá var vart við öðru að búast af höfundum báknsins, að þeir réðust gegn sínu eigin afkvæmi.

Þá hefði maður getað átt von á ákveðnum tillögum, miðað við þá umræðu sem stjórnarflokkarnir sjálfir hafa borið ábyrgð á, að þessa blessaða bitlinganefnd kæmi með eitthvað ákveðið.

Eitthvað sem Morgunblaðið gæti slegið upp með stríðsletri, og starfsmenn þess síðan haldið uppí sveit og keypt sauði til að slátra.

Að loksins væri skorið niður.

En gat ekki nema nema með þessari aumu fyrirsögn af öllum aumu, "Hagræða í utanríkisþjónustunni".

Eins og blaðamenn Morgunblaðsins hafi gleymt því að í núverandi frumvarpi er lagt til aukningu á framlögum til utanríkisþjónustunnar.

Eftir stendur þá það sem ég taldi upp, sem er í hendi.

Siðleysi og nýlendustefna.

En ég vissi vel að það er gott fóður handa trúgjörnum flokkshestum.

Og tók það fram.

En ég átti ekki von á sérstöku uppklappi frá landsbyggðarfólki, ekki svona 5 mínútum eftir að pistill minn birtist.  

En það er þetta með að kvelja klárinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2013 kl. 17:01

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Hvað getur maður sagt um svona meðvirkni?

Hefðu Bretar átt að fóðra hana í stað þess að elta skemlana sem hentu tefarminum í sjóinn, út um alla Boston??  Væri þá USA ekki til í dag??

Maður veit það ekki en það virðist ekki vera vandi að teyma fólk að höggstokknum hér á Íslandi, menn teyma sig sjálfir.

Hingað til hefur meint hagræðing í ríkisrekstri verið þannig að það er kostnaður að reka opinbera þjónustu á landsbyggðinni en útgjöld sem ekki er hægt að komast hjá þegar báknið á höfuðborgarsvæðinu er skoðað.

Það liggur í hlutarins eðli að það eru minni einingar á landsbyggðinni, en það liggur ekki í hlutarins eðli að það eigi þar með að loka þeim þegar ríkið ætlar að spara.

Nú þegar skilar stór hluti af skatttekjum landsbyggðarinnar sér ekki til baka heim í hérað, og það litla sem er, er sérstaklega undir hnífnum.

Og það vill svo bara til að fækkun um til dæmis 50 störf af heild sem telur aðeins nokkur þúsund störf er mun stærri biti en ef heildin er tugþúsundir starfa.

Og að benda á þessa staðreynd Jóhann kallast ekki að "ala á sundrungu eða leiðindum".

Að verja samfélag sitt kallast allt annað, nema auðvitað hjá þeim sem hafa hag af nýlenduisma, líkt og að kalla það væl og neikvæðni þegar tugþúsunda heimila ákalla stjórnvöld um réttlæti í skuldamálum.

Slíkt gera aðeins þeir sem græða á arðráninu, og jú auðvitað þjónar þeirra.

En það er alltaf leiðinlegt að eina þjónustan út á landi, sé einmitt svoleiðis þjónusta.

 Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2013 kl. 17:22

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar,

ef ég þekki þetta lið rétt þá á það eftir að skipa meira en eina nefnd um hverja einustu tillögu, en þær eru um 111 ef mér telst rétt til. Þetta gætu því verið vel á þriðja hundrað nefndir og starfsópar. Samkvæmt textanum þá á "að vinna að heildrænni endurskoðun með því að skipa starfshópa" og þar fram eftir götunum.

Þarna er því um tímamóta tillögur í atvinnusköpun að ræða sem gætu skapað vel á þriðja þúsund störf á vegum ríkisins auk þess sem gósentíð er í vændum hjá einkareknum ráðgjafafyrirtækjum. Ekki einu sinni helferðarhyski þeirra Jóhönnu og Steingríms hugkvæmdist önnur eins tímamóta uppbygging í íslenskri stjórnsýslu.

Með bestu kveðju enn þá lengra að austan.

Magnús Sigurðsson, 11.11.2013 kl. 20:07

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Ofsalega ertu því miður nærri kjarnanum Magnús.

Það er ekki einu sinni lengur hægt að hrista hausinn yfir íslenskum stjórnmálamönnum.

En þetta er ekki tilviljun Magnús.

Það var ljóst í hvað stefndi þegar fyrsta og eina verk Hönnu Birnu var að opna aftur fyrir möguleika útlendinga að kaupa upp landið okkar, en ekki að stöðva útburð barna og mæðra.

Frumleikinn er hins vegar enginn, hinn meinti stjórnunarráðgjafi sem lagði á ráðin um hvernig ætti að svíkja kosningaloforðin, og þiggur stórfé fyrir, hann labbaði aðeins uppí Borgarbókasafn og tók Furstann að láni.

Og það eina sem hann gerir er að staðfæra ráð Machiavellis yfir á íslenskan raunveruleika.

Meira að segja hin meinta stjórnviska svikanna er fölsk.

Í alvöru er ég farinn að spá í hvort heilmyndavél sé ekki staðsett einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu.  

Sýndin er slík að ég efa stórlega að fólk af holdi og blóði sé treyst fyrir hlutverkum í því leikriti sem nú er leikið á Alþingi.  Að aðeins almyndir ráði við það.

Að ég sé að upplifa mitt Star Trek.

Veit ekki, en ég allavega er hættur að hrista hausinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2013 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 1237
  • Frá upphafi: 1412791

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1087
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband