5.11.2013 | 10:30
Á maður að hlæja??
Eða gráta??
Á þessari tölfræðilegri nauðgun á hlutskiptum fátækra á Íslandi.
Ég bara spyr.
Ekki að ég hafi ekki lesið svona tölfræði áður.
Neistinn (blað Fylkingarinnar) og Stéttabaráttan (Einingarsamtök kommúnista, skammstafað EIK) birtu iðulega svona tölfræði, Neistinn frá sælunni í Albaníu, en Stéttabaráttan tók frekar dæmi frá Menningarbyltingu Maó formanns.
Sammerkt var algjör veruleikafirring á hið raunverulega ástand sem var í viðkomandi löndum.
Heimamenn vissu betur en urðu að sætta sig við lygina.
Í dag fáum við svona tölfræði frá Norður Kóreu.
Og Hagstofu Íslands.
Tölfræði sem segir að við höfum það hlutfallslega gott.
Og segir þar með að sætta okkur við ástandið.
Göbbel var brautryðjandi þessarar tölfræði.
Hann notaði hana meira að segja í vissum búðum sem voru kenndar við göfgi vinnunnar.
Tölfræðilega var þar allt í sómanum.
Því tölfræðin þekkir ekki mannleg mörk.
Í röngum höndum er hún áróðurstæki siðblindra manna.
Höfum það bak við eyrað þegar við lesum svona fréttir.
Næsta frétt verður frá formanni Sjálfstæðisflokksins að því miður geti hann ekki staðið við loforð flokksins um aðstoð við skuldara því hann eigi ekki pening til þess.
Þeir sem hann átti fóru til virkilegra bágstaddra, stórskuldugra auðmanna.
En hann biður almenning um skilning, því tölfræðilega er jöfnuður óvíða meiri en á Íslandi.
Allt á sínar skýringar.
Allt þjónar sínum tilgangi.
Kveðja að austan.
Jöfnuður óvíða meiri en á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 469
- Sl. sólarhring: 715
- Sl. viku: 6200
- Frá upphafi: 1399368
Annað
- Innlit í dag: 397
- Innlit sl. viku: 5252
- Gestir í dag: 365
- IP-tölur í dag: 360
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta lyktar eins og uppskrift úr bókinni How to lie with statistics - eftir Darrell Huff... Hins vegar gæti ég trúað að amk. þriðjungur heimila hangi á bjargbrúninni og bíði eftir að reykur liðist upp frá stjórnarráðinu. Allt veltur á úr hvorum endanum sá reykur kemur. Verður hann hvítur eða....? En er ekki best að glugga nánar í rit Hagstofunnar. Skyldi eitthvað finnast það sem máli skiptir. Þ.e.a.s. um skuldastöðu heimila. Spennandi að vita....
Almenningur (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 10:54
Ekkert um skuldastöðu að finna í hundalógík Hagstofunnar. En trixið er að lágtekjumörk eru skilgreind nógu helvíti lágt a la ESB skilgreiningu - sem er út úr öllu korti í samanburði við Ísland, en þjónar lygamyllunni. Þannig eru lágtekjumörk "skilgreind" 2012 (eftir skatta, með bótum):
Einstaklingur: 156 þús.kr. á mánuði
Tveir fullorðnir og tvö born í heimili: 326 þús.kr. á mánuði
Og til að falsa bilið milli silkihúfanna í fílabeinsturnunum annars vegar og öreiganna hins vegar er krumpaða rúsínan í rassgarnarendanum:
"Samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins telst hagnaður af sölu hlutabréfa og verðbréfa ekki til ráðstöfunartekna í þessari rannsókn."
Þjóðólfur bóndi (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 11:34
Einnig eru alltaf fréttir af þessum eilífu könnunum með þeim niðurstöðum, að Íslendingar séu svo hamingjusamir, það sé svo gott að búa hér, bla bla bla. Það er augljóst að í þessum könnunum er alltaf verið að spyrja sama hóp fyrirfram valins hóps. Ég er aldrei spurður, enda myndi ég svara að lífið hér á Íslandi er hreint helvíti. Mikil fátækt, landlæg spilling á öllum stigum, duglausir og vitgrannir stjórnmála- og embættismenn, gríðarleg forræðishyggja og tilsvarandi skortur á lýðræði.
.
Þetta sem þú skrifar um að heimamenn vissu betur, en þurftu að sætta sig við það, á líka við um íslenzkan almenning. Ár eftir ár staðhæfði Transparency Organization, að Ísland væri með óspilltustu löndum í heimi, þegar við vissum, að landið var það spilltasta í allri Evrópu. Þar hefði transparency.org alveg eins getað spurt íslenzk yfirvöld, sem ekki þekkja spillingu frá rassgatinu á sér, hvort væri spilling hér og fengið svarið: "Hér? Spilling? Aldrei" og trúað því. Vandamálið með svona spillingamælingar erlendra aðila, að það er einblínt á hvort kosningasvindl séu reglulega í gangi, eða hvort BEINAR, ólöglegar mútugreiðslur í séu til stjórnmálamann (og -kvenna), lögreglumanna eða dómara. Þetta er ekki til staðar hér á landi og þá er ályktað að engin spilling sé. Ekkert er athugað með einkavinavæðingu, pólítískar og óeðlilegar ráðningar, óbeinar mútur, hagsmunaárekstra eða valdníðslu opinberra stofnana gegn borgurunum. Duh.
.
Ef ég væri útlendingur og yrði spurður: "How do you like Iceland?", þá myndi ég svara: "I don't like it at all. It sucks big time. The landscape is repulsive, the climate is apalling and the population consists mainly of corrupt, ignorant gits".
.
My 10 cents.
Pétur D. (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 12:19
Takk fyrir innlitið félagar.
Aldrei þessu vant ætla ég að halda mig á hliðarlínunni og leifa umræðunni að fljóta.
Ánægður með að þið skulið grípa punktinn, þó vissulega er margt til í því að þrátt fyrir allt gæti margt verið verra hér á landi.
Það er misnotkunin á þeirri staðreynd sem pirrar mig.
En eiginlega er ég laus við allan pirring eftir núningspistla mína við frjálshyggjuna í gær.
Hér fyrir austan er fínt veður og sól í heiði á bak við skýin.
Með fínustu kveðju.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2013 kl. 13:30
Tölfræðin segir að maður sem er með annan fótinn ofan í 74 stiga heitu vatni og hinn fótinn í 0 stiga heitu vatni hafi það bara býsna gott, af því að meðalhitinn á vatninu sem hann er ofan í sé 37 stig.
"Jöfnuður er hvergi meiri" er dæmi um ranga notkun orða. Réttara væri að segja að misrétti væri hvergi minna, því að með engri þjóð ríkir fullur jöfnuður á milli þegnanna.
Ómar Ragnarsson, 5.11.2013 kl. 14:48
"Mældu rétt strákur" var kallað til Skúla fótgeta þegar hann var strákur á Húsavík, og þýddi að hann átti að svindla á bændum fyrir einokunarkaupmanninn. Það bergmálar enn í dag.
Tímóteus (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 17:17
eg sem helt að RÚSSNESKA rullettan hefði horfið með Svavari ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 5.11.2013 kl. 17:58
Ephesians 6:10-12:
“Finally, my brethren, be strong in the Lord, and in the power of his might.
Put on the whole armour of God, that ye may be able to stand against the wiles of the devil.
For we wrestle not against flesh and blood,
but against principalities, against powers,
against the rulers of the darkness of this world,
against spiritual wickedness in high places.”
Sjáandinn (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 19:45
É segi eins og Ómar nafni þinn þetta er þvi miður alstaðar í heiminum,nema kannski fyrir austan!!!En kær kveða að sunnan
Haraldur Haraldsson, 5.11.2013 kl. 20:35
Blessaður Haraldur.
Skildi ekki nafna minn svona en það skiptir svo sem engu máli.
Sjálfsagt hafa menn einhvern tímann logið með tölfræðinni hér fyrir austan, en yfirleitt láta menn mannamál duga, bæði til að tjá sig, sem og ljúga ef þess þarf.
Ég vona að þetta sé ekki svona allsstaðar í heiminum.
Allavega þegar ég var að alast upp þá var afbökun staðreynd að mestu bundin við kommúnista ríki, sem og jú nokkur önnur einræðisríki.
Lýðræðisríki þekktust á því að svona vinnubrögð voru ekki liðin.
Svo komu Regan og Tatcher, og hlutirnir urðu eins og þeir urðu.
Takk fyrir innlitið Haraldur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2013 kl. 23:29
Annars þakka ég hér öllum fyrir innlitið.
Það hafa margir komið hér við í dag, þó mér sé fyrirmunað að skilja af hverju, því hér hefur verið friður og ró.
Annað en í gær, þá voru læti.
Á morgun og næstu daga smá hvíld.
Bið að heilsa á meðan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2013 kl. 23:33
Þú ferð nú ekki að hvílast núna Ómar minn, þú sem ert bara rétt að hitna :-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 00:27
Er þessi "Hagstofa" á vegum búrakratanna?
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 00:36
Þetta er alveg samkvæmt Gini stuðli Stefáns Ólafssonar, júgur-búrakrata, í öllu sínu veldi.
Engir eru skinhelgari en júgur-búrakratar allrar 6 spena gyltunnar á þingi og í HÍ og TR.
The Deep Throat (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.