5.11.2013 | 09:13
Spörkum í fanga.
Þetta eru jú fangar, afbrotamenn, eiga ekkert annað betra skilið.
En án allrar kaldhæðni og ég tek það fram að á öllum málum eru tvær hliðar og Moggans vegna vona ég að hann leyfi hinni hliðinni að komast að, að þá er þessi umkvörtun þess eðlis að samfélagið verður að leggja við hlustir.
Því framkoma okkar við bandingja segir töluvert um okkur sjálf.
Það má færa rök fyrir því að fyrstu mælanleg merki um yfirtöku frjálshyggjunnar í bandarísku samfélagi hafi verið endurupptaka dauðarefsingar í þeim ríkjum sem hægrisinnaðir stjórnmálamenn stjórnuðu.
Sú afsiðun samfélagsins braut múra sem siðleysi flæddi um.
Þegar fólk getur ekki virt fyrsta boðorðið, þá virðir það ekki önnur.
Ástæða þess að ég bendi á vítin sem ber að varast er sú að íslensk lögregluyfirvöld hafa sótt mjög í að læra "rétt" vinnubrögð af kollegum sínum í Bandaríkjunum.
Frægasta dæmið er samskipti við lögreglu í ákveðinni sýslu í Flórída, sem hafði helst unnið sér það til frægðar í heimspressunni að handjárna 5 ára gömul leikskólabörn fyrir að ulla framan í leiksskólakennara sinn. Viðkomandi lögregluyfirvöld skildu ekki athyglina eða gagnrýnina á vinnubrögð sín, viðkomandi krakkar voru jú svartir, og óþægir í þokkabót.
Og ekki hefur þetta pirrað íslenska lögreglumenn því þeir eru jú vanir sögunni af Grýlu og uppeldisaðferðum hennar.
Og því miður virðast hin bandarísku vinnubrögð hafa smitast út í fangelsin, harkan sex á þar að leysa öll vandamál.
Sem hún gerir ekki, hún býr aðeins til fleiri vandamál en hún leysir.
Það kennir sagan og menn rífast ekki við hana.
Margir rugla saman sparki í fanga við aga. Halda að spörk og skammir séu einu meðulin sem fangar skilji. Vísa oft í sérstaka menningu sem tíðkast meðal undirheimalýðs.
En sú menning er jú skýring þess að þetta fólk gistir reglulega fangaklefa, því samfélaginu telur þessa samskiptahætti ranga.
Og ef þeir er rangir, þá beitir samfélagið ekki slíkum samskiptaháttum.
Það eru ekki rök í málinu að það eigi að koma eins fram við ofbeldismenn eins og þeir koma fram við aðra.
Það eru órök í málinu.
Gleymum því heldur aldrei að ofbeldismenn sækja ekki aðeins í störf sem tengjast börnum, þeir sækja líka í lögregluna, og þeir sækja líka í starf fangavarða.
Og þeir þekkjast á starfsaðferðum sínum.
Fórnarlömbin eru til vitnis um þær aðferðir.
Munum að Breiðavík var réttlæt á sínum tíma með þeim rökum að þar væru hýstir óknyttadrengir og vandræðaunglingar.
Sem var engin afsökun þó rétt væri.
Síðan er hlutir aldrei svo einfaldir, það eru margbrotnar ástæður fyrir því að fólk fetar refilstíga, og fæstar hafa með slæmt innræti að gera.
Vissulega gista nokkrir siðblindingjar fangelsi en flestir hafa fundið sér lögleg fórnarlömb í skjóli frjálshyggjunnar.
Flestir sem fangelsi gista, væru þar ekki ef þeir hefðu fengið rétta aðstoð og hjálp í æsku.
Það er heldur engin tilviljun að listaheimurinn geymir margar myndir þar sem listamaðurinn teiknar mynd af Jesús að vitja bandingja í fangelsum, á öllum tímum, hjá öllum kristnum þjóðum.
Það er heldur engin tilviljun að umbætur í fangelsum hins vestræna heims voru knúnar áfram af kristnu hugsjónarfólki sem tók trú sína alvarlega.
Í dag monta sig flestir af því að vera trúlausir, en trúleysi afsakar ekki afsiðun.
Gætum að okkur, hlustum á umkvartanir sem berast af Hrauninu.
Lærum af þeim.
Breytum rétt.
Kveðja að austan.
Mikil reiði ríkir meðal fanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.