4.11.2013 | 18:52
Á hvaða leið er Morgunblaðið á hundrað ára afmæli sínu??
Er það borgarlegt íhaldsblað sem á rætur sínar í kristilegri íhaldsstefnu eða er það pestarsnepill frjálshyggjunnar??
Sækir það styrk sinn til almennings eða til gjörspilltrar klíku auðmanna sem rændu þjóð sína öllu steini léttara, en létu hana sitja uppi með skuldir sínar.
Morgunblaðið verður að fara að gera það upp við sig því á allri fávisku eru takmörk.
Fyrir nokkrum dögum síðan las ég umfjöllun stráklings í viðskiptakálfi Morgunblaðsins þar sem hann taldi sig umkominn til að setja ofan í Alan Greenspan í tilefni af nýkominni bók hans sem fjallaði um upplifun Greenspan á fjármálahruninu haustið 2008, orsakir þess og afleiðingar. Stráksi fann það út að Greenspan væri ólesinn í peningafræðum, þekkti ekki algengastar kenningar um vexti og áhrif þeirra.
Mistök sem öllum stráklingum getur orðið á, að afhjúpa vanþekkingu sína og reynsluleysi, og fá þá í kjölfarið hirtingu frá sér eldri og reyndari mönnum. Sem nóg er af á viðskiptablaði Morgunblaðsins.
En þessi frétt sýnir að ekki var um mistök að ræða.
Trúboð í þágu hinna ofurríku hefur yfirtekið blaðið.
Það má endalaust deila um kosti og galla hárra skatta.
Ég persónulega tek undir með Göran Person, fyrrum fjármálaráðherra og síðan forsætisráðherra Svíþjóðar þar sem hann lækkaði hæstu skattprósentuna með þeim orðum að þjóðin hefði meira uppúr að nýta hæfileika ungs vel menntað fólks í þágu atvinnusköpunar en ekki í þágu skattaundanskota auðmanna.
Of há skattprósenta gagnast í raun mest þeim sem hafa efni á annars vegar að fá stjórnmálamenn til að setja lög um allskonar undanþágur, sem og að nýta sér þjónustu skattalögfræðinga, skattaendurskoðanda eða hvað sem þeir heita sem sérhæfa sig í löglegum skattsvikum.
En það er mín skoðun sem svo sem engin fræðileg úttekt liggur að baki.
En það er ekki sama hvernig sjónarmið eru sett fram.
Ef að baki er bull og bábiljur, þá setur fjölmiðill niður við að lepja vitleysuna hráa upp.
Sem Morgunblaðið sannarlega gerir í þessari frétt með tilvitnun sínum í þetta kostaða fyrirbrigði sem Cato stofnunin er.
Jafnvel maður sem myndi sérmennta sig í fávitafræðum myndi ekki láta þessi orð út úr sér.
"Ríkisútgjöld, í flestum tilvikum, draga úr hagvexti. Flestar rannsóknir sýna að ríkisútgjöld sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eigi að vera í kringum 20% en mín persónulega skoðun er sú að hlutfallið ætti að vera enn lægra,".
Því jafnvel hvaða fáviti sem er sæi að ef þetta væri satt að þá væru þau þjóðfélög sem juku ríkisútgjöld sín umfram 20% löngu liðin undir lok.
Samkeppni þjóðanna sæi til þess.
Þetta er of heimskt til að alvöru blaðamenn á Morgunblaðinu geti setið þegjandi undir þessu trúboði.
Æra þeirra og starfsheiður er í húfi.
Auk þess að þetta eyðileggur Moggann minn, blaðið sem ég hef núna lesið í rúmlega 40 ár.
Hvar er Styrmir, hvar er Matthías??
Núna er tími til kominn að hirta þann sem ábyrgðina ber.
Ritstjórann sjálfann.
Sumt einfaldlega má ekki.
Kveðja að austan.
Háir skattar á ríkt fólk skaðlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar,
Það er allnokkuð síðan ég var í Neskaupstað síðast. Mér alltaf minnistætt að ég spilaði alltaf spóluna hans Bubba Morthens, stál og hnífur o.s.frv. þegar ég sótti bæinn heim. Þá voru sumar Lödur með hamar og sigð á húddinu. Mér líður eins og það hafi verið í gær. Get annars ekki verið meira ósammála þér. Ég skil heldur ekki það að spyrða blaðamenn Morgunblaðsins við trúboð. Það sem aðalskattasérfræðurinn Cato stofnunarinnar Daniel Mitchell er að segja er að áhrifin eru tvíþætt þ.e. reikningsleg áhrif og síðan hagfræðileg áhrif. Þetta þýðir með öðrum orðum að ef skattaprósentan er lækkuð þá skilar það færri krónum í kassann í samræmi við prósentu lækkunina og svo öfugt miðað við hærri skattaprósentu t.d. þýðir að 10% skattur af milljón kr. 100.000 og svo gefa menn sér að 20% skattur gefi kr. 200.000 o.s.frv. Ef menn halda síðan að stighækkandi skattprósenta virki hvetjandi á hinn almenna launamenn þá segir það sig sjálft að það eru þolmörk. Þetta eru svokölluð hagfræðileg áhrif sem að segja okkur að það er jákvæð fylgni á milli skatta og vilja manna til að vinna þ.e. lægri skattar skapa hvata og vilja manna til þess að vinna á markaðnum sem þýðir auknar skatttekjur.
Ég held reyndar að fólk rugli oft saman eignasköttum og tekjusköttum en þar er mikill greinarmunur á. Í forsetatíð Ronald Regan þá margfölduðust skatttekjur og ríka fólkið skilaði mun fleiri milljörðum til alríksins í USA vegna þess eins að skattstofnar voru hóflegir. í Sovétríkjunum sálugu var enginn markaður sem að talist gat, engin verðmætamyndun og engin hvati til þekkingar- eða nýsköpunar og hvað þá skilningur á því að skattar verða vera hóflegir til þess að virka. Skattastefna íslenska ríkisins er því miður dæmi um annað og því miður þrífst neðanjarðarhagkerfi við góðan orðstír eins og menn þekkja og engin er rentan af slíkri starfssemi. Er þetta það sem við viljum Ómar?
Guðmundur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 22:42
Blessaður Guðmundur.
Ég ætla að telja það þér til tekna að hafa komið hingað í fjörðinn minn fagra, það verður enginn verri af þeirri heimsókn. En ef þú hefur hlustað á breimið í Bubba þá held ég að það sé ljóst að það sé misminni að þú hafir séð margar Lödur með hamar og sigð.
Á þessum tíma var aðeins einn Stalínisti eftir í bænum, og hann átti ekki Lödu. Eða bíl yfir höfuð, fór allar sínar ferðar fótgangandi.
En þar með er tekjuhlið þín búin.
Ég tók á mig sérstakan krók í pistli mínum að taka fram að ég væri á móti of háum sköttum, og benti á rökin þar að baki. Tók það fram til að losna við heyra réttlætingu á bullinu í hinum meinta skattasérfræðingi hinnar kostuðu Cato stofnunar með þeim rökum sem þú notar.
En það virðist ekki hafa dugað svo ég vil benda þér á að rannsóknir eru afar misvísandi á hvar mörkin á Laffer körfunni eru. Inka ríkið var til dæmis með 100% skattheimtu og það blómstraði ágætlega miðað við nágrannaríkin sín voru ekki með eins háa skatta.
Mörkin eru samt einhvers staðar kringum 70% og eftir að sænski kratisminn dó út, þá held ég að slík skattprósenta sé ekki lengur í umræðunni.
En langtíma mörkin eru lægri og á því er sú skýring sem Göran Persson benti á. Fólk hættir auðvitað ekki að vinna og afla sér tekna, það leitar leiða framhjá skattkerfinu. Og ríka fólkið sem skatturinn beinist gegn, finnur þær leiðir.
Þess vegna er ég á móti háum skattprósentum, þær hámarka ekki skatttekjur ríkissjóðs. Og rífst um það við vinstri menn en glotti af rökleiðslu ykkar hægri manna sem látið mata ykkur eins og þið séuð af kynstofni kalkúna.
Þið étið upp frasa, en spáið ekki í rökin að baki.
Fréttamaður Mbl.is náði ykkar aumasta frasa og át hann upp sem einhverja staðreynd.
Ef þú sérð ekki rökvillurnar og hinn dulda áróður í þessu Guðmundur, þá skaltu virkilega athuga þinn gang.
En fjölmiðill sem ætlar að taka sig alvarlega, hann étur ekki upp bull og bábiljur kostaðra öfgaafla, ekki nema hann ætli sér í stríð við þjóð sína.
Það eru svona frjálshyggjusneplar gefnir út, en þeir hafa enga skírskotun. Ekki frekar en blöð nýnasista eða kynþáttahatara, það les enginn ruglið nema jaðarhópar.
Á bak við svona áróður í þágu ákveðinna hagsmuna, eru vissulega ákveðnar staðreyndir.
Það er vissulega rétt að einföldun á reglum skilar sér í skilvirkara skattkerfi, en í þágu hverra er hið flókna kerfi?? Í þjónustu hverra eru þeir stjórnmálamenn sem setja það?? Hverjir hafa efni á þjónustu þeirra sérfræðinga sem kunna á regluverkið?? Og hverjar eru skattgreiðslur þeirra þegar þeir hafa nýtt sér regluverkið??
Það er oft talað um tengsl sænskra krata við verkalýðshreyfinguna en í raun höfðu kratarnir ennþá sterkari tengsl við stórauðvaldið. Og þess var vel gætt að þegar skattar voru hækkaðir, þá voru glufurnar útbúnar jafnhliða fyrir hina stóru til að sleppa við þær hækkanir. En eftir sat almenningur í súpu hins kratíska lýðskrums.
En algengasti áróðurinn er að setja þekktar staðreyndir í rangt samhengi. Auknar skatttekjur af ríku fólki í stjórnartíð Regans á sér meginskýring í aukinni samþjöppun auðs, rauntekjur vinnandi fólks stóðu í stað eða drógust saman, en hinir ofsaríku hirtu til sín síaukinn hlut af þjóðarkökunni.
Þeir ríku borguðu vissulega meira, því þeir urðu miklu ríkari, en fjárlagagatið jókst, misskipting jókst, undirstöðu samfélagsins byrjuðu að gliðna.
Og eru orðin af óbrúanlegri gjá í dag.
Ég var ekki á þessum fyrirlestri, svo hugsanlega get ég ekki útilokað að þessi meinti skattasérfræðingur hafi sagt einhvern hlut rétt, í réttu samhengi. En ég dreg það stórlega í efa.
Því jafnvel maður af kyni kalkúna lætur ekki þessa vitleysu út úr sér;
Og þeir sem láta platast, geta haldið því fram að þeir hafi látið platast, að þeir hafi ekki vitað betur, eða gleypt vitleysunni án þess að hugsa.
En hvort kalkúnar taki þau rök gild, það er annað mál.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2013 kl. 10:13
Sæll Ómar,
Alltaf gaman af því að skrifast á við hugsjónamenn í Neskaupstað. Ég man líka þá tíð er maður kom með rútunni frá Egilsstöðum og þurfti að fara í gegnum göngin og síðan að glíma við niðurferðina það gat tekið á eins og þú þekkir. Allavega sé ég eina Lödu málaða ef ekki tvær. Kann að vera að ég fegri málin en það er allavega fallegt í minningunni eins og þessi fallegi fjörður.
Það er gott mál að við séum sammála um skattana og sérstakt að þú vitnir i Inkaríkið. Á þeim tíma var forystumönnunum refsað ef fólk þeirra hafði ekki til hnífs og skeiðar. Að auki greiddu menn mjög háa skatta á þeim tímum og lifðu fábrotnu lífi, sváfu meðal annars á gólfinu og bjuggu í stráhúsum þar sem lítil voru lífsins gæði. Það var helst að kakóbaunir sem gáfu lífinu lit. Svo einfalt var það.
Aðalatriðið í mínum huga er að fólk sjái sér hag í því að stunda störf sín á markaði og skili af þeim tilskildum gjöldum. Of háir skattar hafa fælingamátt og fá fólk til þess að færa sig yfir í neðanjarðarhagkerfið. Þú gefur þér líka þá forsendu að ég sé hægri maður. Ég er fyrst og fremst maður skynseminnar og hef alltaf verið svo það sé á hreinu. Ég hef ekkert á móti frjálshyggjumönnum né vinstri öfgamönnum en segi að menn verða að ræða málin og skiptast á skoðunum.
Fullyrðingar þínar um Regan verður að skoða í samhengi hlutanna. Á þeim tíma glímdi hagkerfi BNA við algera stöðnun og það sem menn voru að gera var að fá fjármagnið til þess að flæða inn í nýsköpun og þátttöku í atvinnulífinu. Ég ætla ekki að segja þá sögu í smáatriðum en áhrif lægri skatta og flatari skattprósentur skiluðu mikla á þeim tíma og urðu kennslubókardæmi í nýhagfræðinni. Mörg ríki í Vestur Evrópu fylgdu fordæminu til þess einmitt að varna því að menn færu í burt með fjármagnið. Fjármagn er ekki bundið landmærum Ómar, en fólk kann að vera bundið átthagafjötrum sem er önnur saga. Það er rétt að þeir ríku urðu ríkari en þær lögðu líka mun meira fram til samneyslunnar.
Á bankaræninginn alltaf að ræna bankann af því að peningarnir eru þar? Hvað hefur verið að gerast á Vesturlöndum? Jú auðmenn hafa flúið í stórum stíl lönd eins og Frakkland, Bretland o.s.frv. Menn hafa líka áttað sig á því að þeir eru í samkeppni við nágrannalöndin um fjármagn og þess vegna eru skattar líka samkeppnistæki. Það er ljóst að mörg Evrópuríki treysta sem fyrr á hátekjufólk og þá ríku til þess að leggja meira til samneyslunnar og í sögulegu samhengi hefur skattbyrði þessa fólk meira en tvöfaldast í sumum ríkjum OECD. Það sem skiptir máli er að skattkerfið sé skilvirkt og tryggi jafnvægi á milli allra aðila.Grundvallaratriðið í rekstri ríkisins er að forgangsraða og ávísa ekki til framtíðar eins og við höfum gert á Íslandi hinu góða.Spurningin er hvort að við viljum stærri köku eður ei. Lifðu heill.
Guðmundur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 00:21
Sæll.
Ég sá einhvers staðar á blogginu þínu að fleiri en ég hafa tekið eftir því að þú notar hugtök ekki rétt.
Það eru til ýmis dæmi þess að lækkun skatta stækki kökuna. Hið opinbera notar fjármuni með óhagkvæmari hætti en einkaaðilar og því verða til minni verðmæti en ella þegar hið opinbera útdeilir fjármunum eftir að hafa tekið þá af einkaaðilum. Það er líka samhengi milli skuldastöðu hins opinbera og hagvaxtar - hærri opinberar skuldir jafngilda litlum hagvexti. Það sjáum við nú víða.
Þegar skattar á fyrirtæki hérlendis voru lækkaðir úr 45% í 18% í þrepum frá 1991-2001 þrefölduðust tekjur hins opinbera af þessum skattstofni. Þú útskýrir ekki í burtu staðreyndir sem þessar. Í USA greiðir ríkasta 1% 37% allra skatta og ríkustu 5% greiða 59% allra skatta. Hversu langt má ganga í því að refsa fólki fyrir að ganga vel? Af hverju halda menn að yfirvöld víða séu pirruð út í svokölluð skattaskjól?
Komdu svo með rök og konkret dæmi sem eiga við - ekki fullyrða stöðugt út í loftið.
@1 og 3: Flott hjá þér - það er greinilegt að þú skilur efnið og hefur haft fyrir því að setja þig inn í það. Alltof margir sleppa því.
Helgi (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 04:07
Jú, jú Guðmundur, það er rétt að það var máluð Lada, en mig minnir að það hafi verið local húmor hjá strákum á vélaverkstæðinu.
Þeir héldu að Stalín væri Gvendur Stalín, og höfðu örugglega ekki hugmynd um hvar Sovétið var á landakortinu.
Það má svo sem alveg kalla það hugsjón að vilja að lífi lifi af en það eru hlálegir tímar þegar vörn fyrir borgarlegt samfélag, byggt á kristilegum gildum sé kennt við hugsjónastarf.
Varðandi Inkana þá verður þú að hafa í huga rauntíma þeirra, svona var lífið í Suður Ameríku, þetta voru steinaldarþjóðfélög. En Inkaríkið var öflugasta ríkið í álfunni og það gekk ágætlega þrátt fyrir hina miðlægu skattheimtu.
Án þess að nenni að fletta því upp, kláraði þann skammt í gær á öðrum þræði, þá minnir mig að fyrstu ríkin í Mesópótamíu hefðu haft eitthvað svipað fyrirkomulag. Miðstýrt vald sem stýrði matvælaframleiðslu og útdeildi síðan gæðum.
Skattar (afgjald af jörðum flokka ég með sköttum, þó það hafi sjaldnast runnið í vasa yfirríkisins) voru almennt háir í fornöld, þó blómstraði allt mannlíf þar. Ríki hrundu þegar misbrestur var á skattheimtu, ekki öfugt.
Og sá þráður er gegnum gangandi í gegnum söguna, undantekningarnar eru að þau hrynji vegna of mikillar skattheimtu og miðstýringar. Qin veldið hrundi af þeim sökum, en ef sonur fyrsta keisarans hefði haft bein í nefinu, þá hefði það líklega ekki gerst. Og það kúgunarríki hefði getað haldið út í hið óendanlega.
Köllum það Galdur lífsins að það var stöðvað í tíma.
Fyrsta dæmið sem ég man um skynsemi í skattlagningu, var þegar Persakóngar samræmdu skatta/afgjaldkerfið og gengu út frá hófsemd og skilvirkni.
Það kerfi virkað mun betur en gamla píningarkerfið.
Og gerir enn í dag að ég held.
Og kippum okkur þá inn í nútímann.
Ég sé að við nánari skoðun hefur þú áttað þig á að þú værir ekki af kalkúnakyni, þegar þú áttaðir þig á eðli gagnrýnar minnar á þessa frétt sem pistillinn er tengdur við.
Bæði gerir þú ekki tilraun til að verja þessa vitleysu, og ástundar sjálfur þau vinnubrögð að reyna setja rétta hluti í rétt samhengi. Að rökræða með rökum en ekki frösum.
Ég ætla samt góðfúslega að benda þér á að þessi svokallað Nýhagfræði sem þú talar um hefur á um 30 árum tekist það sem Stalín reyndi, en tókst ekki, að eyðileggja Vesturlönd.
Fjármálakerfið er ein rjúkandi rúst, stór hluti af raunframleiðslu hefur verið fluttur til Asíu ríkja, stéttarátök sem héldu Evrópu í heljargreipum í rúm hundrað ár, eru aftur að blossa upp, og Bandaríkin eru risi á brauðfótum.
Evrópa er svo aum að hún gæti ekki varið sig ef einhverjum dytti í hug að ráðast á hana.
Þess vegna ættu þeir sem eru fylgjandi borgarlegum gildum að staldra við og íhuga innihald þeirra fullyrðinga sem þú setur fram hér að ofan, sem eru viðteknar í hugmyndarheimi ykkar nýaldarsinna, en standast enga skoðun því þær eru alltaf hluti af öðru samhengi sem þið spáið ekki í.
Ég get tekið hverja einustu setningu hjá þér að ofan og sett hana í annað samhengi, með rökum, og þú þyrftir rök til að glíma við mig. Frasarnir myndu strax afhjúpa þig.
Ég ætla samt ekki að gera það því það kemur efni þessa þráðar ekkert við, og í augnablikinu er ég afhuga að reyna að verja þetta samfélag mitt sem mér þykir annars svo vænt um.
Ég ætla samt að gefa þér 2 hint svo þú skiljir mig.
Há skattprósenta segir ekkert til um skilvirkni skattkerfisins, og þekkt er dæmið frá Frakklandi þar sem lénsaðallinn féll vegna þess að hann var tilbúinn að hækka skatta þegar ríkinu vantaði pening í stríðsrekstur, en það hvarflaði ekki að honum að borga krónu sjálfur. Spáðu í skattgreiðslur hinna sívælandi stórfyrirtækja og spáðu í hverjir fjármagna þá stjórnmálamenn sem gera öll hin löglegu undanskot kleyft. Skoðaðu gjörðir en ekki orð.
Annað, þú þarft ekki að segja mér sögu Regan tímabilsins, ég kann hana. Ég veit hvað gerðist, og það hefur ekkert með skattastefnu Regans að gera. hvort hún var til góðs eða ills má guð einn vita, og sá sem rannsakar báða þættina, hin neikvæðu áhrif og hin jákvæðu.
Þegar menn benda bara á hin jákvæðu, þá afhjúpa menn sjálfan sig sem rökleysingja, þeir stunda þá áróður eða trúboð ef þeir trúa sinni eigin vitleysu.
Stöðnunina í USA á áttunda áratugnum má í megindráttum rekja til tvenna þátta, annars vegar hroka bandarískra stjórnenda sem drógust aftur úr keppinautum sínum í stjórnun og framleiðslu. Svona svipað og þegar breskir og franskir herforingjar stöðnuðu í hertækni fyrri heimsstyrjaldar og áttu ekkert svar við nútímahernaði Þjóðverja.
Hins vegar var það olíukreppan sem dró mátt úr bandarísku efnahagslífi. Það var of háð innfluttri olíu og þoldi ekki hinar miklu verðhækkanir sem urðu 1973 og 1978, ártöl reyndar sett fram eftir minni, en meginhækkanirnar voru tvær á þessum tíma.
Það voru viðbrögð bandarískra stjórnenda sem rifu efnahagslífið í gang. Þeir drógu úr olíunotkun með innleiðingu nýrrar tækni, og þeir nútímavæddu stjórnunar og framleiðsluhætti sína.
Það var aðeins tilviljun að stjórnartími Regans skyldi bera uppá þann tíma sem árangur af starfi þeirra kom í ljós.
Ef þú sérð ekki hnignun Vesturlanda Guðmundur þá ert þú aðeins einn af læmingjahjörðinni sem labbar fyrir björgin og ekkert meir um það að segja.
Ef þú sérð hana þá skaltu íhuga hvað margar af viðteknum skoðunum þínum byggjast á loftinu einu, standast ekki þegar þær eru settar í rétt samhengi.
Þá kannski fattar þú það til dæmis að ríkisvald getur aðeins ávísað á framtíðina með því að taka lán í erlendri mynt. Ef þú trúir mér ekki þá skaltu hringja í Laffer og hann mun örugglega gefa sér tíma í að útskýra þessa einföldu staðreynd fyrir þér.
Eða kannski Helgi hér að ofan, ég er búinn að útskýra þetta svo oft fyrir honum, að hann er kannski farinn að skilja.
En nú þarf ég víst að útskýra annað fyrir honum.
Lifðu sömu leiðis heill.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2013 kl. 10:31
Blessaður Helgi.
Það er mikil framför hjá þér að vísa núna í aðra í stað þess að spila alltaf sömu plötuna. Lestu líka svar mitt til Bara spyr, hann virðist hafa skilið það alveg ágætlega, og ég vona að þú gerir heiðarlega tilraun til þess líka.
Lestu annars spjall okkar Guðmundar, og reyndu líka að skilja það.
Þá tækir þú til dæmis eftir því að ég er talsmaður hárra skatta, en ekki hárra skattprósenta.
Flókið regluverk, sem og skattaskjól, eru fylgifiskur velferðarkerfi auðmanna, sett af stjórnmálamönnum sem gista vasa þeirra.
Það eru margar skýringar á því að fyrirtækjaskattar hækkuðu á þessu tímabili Íslandssögunnar sem þú nefnir, meginskýring þess er að vegna kerfisbreytinga í sjávarútveginum þá fór hann að skila arði, og á þessum tíma var hann búinn að nýta sér uppsafnað skattatap.
Hann hefði greitt þessa skatta hvort sem fyrirtækjaskatturinn var 18% eða 45%, nema að þú sért að gefa í skyn að hann hafi almennt verið rekinn af skattsvikurum.
Önnur kerfisbreyting var umbætur í stjórnun fyrirtækja, þau voru nútímavædd, og það var í takt við breytingar erlendis. Betur rekin fyrirtæki skila hagnaði.
Þriðja skýringin er fjármálabólan sem hafin var á þessum tíma. Hún var ósjálfbær, byggðist á braski sýndarfjármuna. En skilaði sér vissulega í ríkiskassann, eða þar til að þjóðfélagið hrundi 2008.
Síðan má spyrja hvað mikið af aukningu fyrirtækjaskatta stafaði af lækkun tekjuskatts, það er þess misræmis sem myndaðist milli ehf, og einstaklings.
Það sem ég er að reyna að segja þér Helgi að samspil er flókið, og það eina sem menn græða á alhæfingum, er að gera sig að bjánum.
Þú getur rifist með alhæfingum, sem er mjög gaman, en þú rökræðir ekki með þeim.
Varðandi þetta rosalega hlutfall ríka fólksins í USA, þá vil ég benda þér á að þú færð ennþá flottara hlutfall ef þú skoðar skattgreiðslu ríkasta 0,0001% í Chihuahua fylki í Mexíkó, þar eiga innan við 20 fjölskyldur næstum allt land. En það er líka fátækasta fylki Mexíkó.
Og ennþá flottar hlutfall ef þú skoðar Barðastrandasýslu á dögum Guðmundar ríka Arasonar. Hann átti sýsluna. Næstum allir voru leiguliðar hans.
Þessar tölur sem þú vitnar í Helgi segja mér frá þjóð sem er að hrynja saman innan frá vegna óeðlilegar misskiptingar auðs.
Ekkert annað Helgi minn, ekkert annað.
Frjálst fólk mærir ekki ánauð fjöldans.
Spáðu í það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2013 kl. 11:23
Sæll.
Þú lætur staðreyndir sem vind um eyru þjóta ef þær hrófla við þinni heimsmynd. Það er mjög merkileg afstaða.
Skýringarnar sem þú nefnir á hækkuðum fyrirtækjasköttum eru í besta falli afar veikar og þá afleiðing skattalækkunar. Kostar nútímavæðing fyrirtækja ekki eitthvað? Hvernig voru þau nútímavædd? Ákváðu öll fyrirtæki landsins að nútímavæða sig á þessu tímabili? Hvaða heimild hefur þú fyrir því?
Heldur þú virkilega að ekki skipti máli fyrir rekstur fyrirtækja þegar þau hafa úr meiru að spila? Þá fjármuni geta þau notað í fjárfestingar, markaðsstarf eða eitthvað annað. Auðvitað skiptir það máli!!
Þú nefnir fjármálabóluna. Sú skýring heldur ekki vatni frekar annað í málflutningi þínum. Síðasta bóla var bóla í húsnæðisverði og það fór ekki að stíga af alvöru fyrr en eftir tímabilið sem ég nefni. Það er auðvelt að sannreyna þetta, þú ættir að prófa.
Helgi (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 12:19
Blessaður Helgi.
Ég verð að hrósa þér fyrir að reyna að mæta rökum með rökum, og það er svo sem ekki þér að kenna að þú ert ungur og manst ekki tíma sem ég man.
Í það fyrsta þarf ég að leiðrétta mig með sjávarútveginn, hann reiknaði sér tekjuskatt en átti aðeins um milljarð í tekjuskattinum 2001. Skýringin er uppsafnað tap í greininni og sameiningar sem voru eingöngu vegna skattalegs ávinnings.
Og furðulegt, lækkun skattaprósentu hafði ekkert að segja með nýtingu á þessari undanskotsreglu.
Skýringarnar sem ég taldi hér upp að ofan, eru eftir minni, rök færð fyrir hlutum, bæði til að benda á að skýringar séu ekki einhlítar, og til að kveða á um þarf rannsóknir.
Á meðan ekki er rannsakað, þá fullyrða menn, en ef þeir meta ekki alla hugsanlega áhrifavalda, þá kallast það einfaldlega að bulla.
Þér er svo sem fyrirgefið því þú étur bullið upp eftir öðrum.
Áður en ég bendi þér á raunverulega stöðu mála á þessu tímabili, þá ætla ég fyrst að fara yfir rökleiðslu þína, þú ég hef fulla trú á þínum batnandi manni.
Þetta er reyndar ágætis orð hjá þér nútímavæðing, og ég man ekki hvort það var notað þegar einmitt stjórn og framleiðsluaðferðir voru nútímavæddar, en ég ætla að nota orðið.
Þessar hræringar urðu á níunda áratugnum og skiluðu sér á þeim tíunda, og framá þennan tíma.
Stjórnunarfélag Íslands beitti sér fyrir ráðstefnum og námskeiðum, áhugamenn um gæðastjórnun stofnuðu Gæðastjórnunarfélag Íslands um miðjan áratuginn, bæði viðskiptadeild HÍ og verkfræðideild HÍ lögðu síaukna áherslu á nám tengt þessum atriðum, það er stjórnun, og framleiðslu, rannsóknarsjóðir voru stórefldir, og svo framvegis.
Það voru ákveðnir einstaklingar sem drifu þetta starf áfram, einn af fremstur meðal jafningja var prófessor Ingjaldur Hannibalsson sem rak mikinn áróður fyrir japönskum stjórnunaraðferðum og það væri fróðlegt fyrir þig að kynna þér starf hans. Þá kæmist þú til dæmis að því að lækkun tekjuskattsprósentu fyrirtækja dreif hann ekki áfram.
Heimildin er jú að ég lifði þessa tíma, og las töluvert um stjórnun, hafði mikinn áhuga á henni á tímabili.
Stjórnun var talin mjög mikilvæg því talið var að japanskar stjórnunaraðferðir, og framleiðsluaðferðir væru meginskýring á þeim skyndilegum yfirburðum sem japönsk stórfyrirtæki náðu á heimsmörkuðum uppúr 1970.
Og í hreinskilni sagt Helgi þá held ég að ekki nokkur maður hafi talað um tekjuskattslækkun í þessu samhengi. Sú umræða kom seinna. Og í kjölfar hennar var síðan skattprósentan lækkuð.
Löngu eftir að fyrirtækin hófu að nútímavæða sig.
En næsta atriði kemur í næstu athugasemd.
Á meðan,
kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2013 kl. 21:45
Ég skal svo sem játa Helgi að orðið fjármálabóla var frekar ónákvæmt orðalag yfir fyrsta þensluskeiðið á hlutabréfamarkaði sem sprakk svo með látum 2001, eða svo.
Kauphöll Íslands var stofnuð 1985, og fór rólega af stað. En svo byrjuðu hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum að hækka og hækka, til dæmis náði Síldarvinnslan að slaga hátt uppi í Eimskip, og fór jafnvel upp fyrir það á smá tíma. Eimskip hækkaði svo líka, í kjölfar komu skrýtin fyrirtæki kennd við dot.com, og sú blaðra sprakk 2001 minnir mig.
Þannig að ég þarf eiginlega ekki að sannreyna það sem ég veit.
Ástæða þess að ég nefndi þetta sem hugsanlegan orsakavald er að einhvers staðar kemur reiknaður hagnaður af hlutabréfaeign fram, og söluhagnað þarf að tekjufæra.
Eins er væntur eignaauki þensluhvetjandi, fólk tekur lán út á hann, eða eyðir hreinlega hagnaði sínum í neyslu eða fjárfestingar, en hvorutveggja skilar sér í auknum hagnaði fyrirtækja, það er ef aðrar rekstraraðstæður eru í lagi.
Það sem mig vantaði að telja með, er aukning í hagnaði viðskiptabankana, sem græddu á öllu þessu braski.
Eins má nefna áhrifa af EES samningnum, og eitthvað fleira ef ég hugsaði málið vel.
En áður en ég greini þetta endanlega, þá er þriðja málsgrein þín tekin fyrir.
Kveðja á meðan.
Ómar Geirsson, 6.11.2013 kl. 22:06
Ég held að þú sért að reyna að segja að fyrirtæki hafi meir á milli handa ef þau greiði lægri skatta, og þeir fjármunir fari í fjárfestingar og markaðsstarf.
En hvað hefur þú fyrir þér í því Helgi??
Það er til dæmis ekkert sem segir að þau fjárfesti í heimahagkerfinu, og hagnaður af fjarlægum fjárfestingum vill oft týnast á heimleiðinni.
Og þetta hefur gerst um allan hinn vestræna heim, í mjög miklu mæli, svona síðastliðin 20-30 ár.
Ef fjárfestingar og markaðsstarf er markmið stjórnvalda, sem þeim reyndar kemur ekkert við samkvæmt frjálshyggjunni (laize fair), þá er mun augljósara að hækka skattprósentuna og veita síðan undanþágu vegna slíkra hluta.
Sem hefur náttúrlega verið gert í áratugi, því kostnaður við fjárfestingar, og markaðsstarf, er frádráttarbært frá skatti.
Hér og þar og alls staðar. En eins og að þú hafir bara ekki vitað af því.
Síðan eru engin tengsl á milli þessarar fullyrðingar og raunveruleikans.
Sænsk fyrirtæki fjárfestu og fjárfestu í áratugi þrátt fyrir háa fyrirtækjaskatta. Og ýmsar iðngreinar þar í fremstu röð. Sænskum iðnaði fór ekki að hnigna fyrr en útvistun hans hófst.
Þýsk fyrirtæki fjárfesta og fjárfesta, og þar eru fyrirtækjaskattar háir.
Þeir eru hins vegar lágir í Svartfjallalandi, en hvað hagsæld er þar??
Engir á Möltu, en sú ágæta eyja er ekki beint að yfirfyllast af fjárfestingum eða markaðsstarfi.
Svona má lengi tína til dæmi sem eiga það öll sammerkt að hlutirnir eru miklu flóknari en þetta einfalda samband sem frjálshyggjubullararnir hafa haldið að fólki.
Enda styðst frjálshyggjan ekki við vísindi, heldur trúarsetningar.
Er hagtrú, en ekki hagfræði.
Enda kunni Adam Smith ekki hagfræði, hann kunni aðeins að segja sögur.
Og það er einfalt að sannreyna.
En lokahnykkurinn er eftir.
Staðreyndirnar.
Kveðja á meðan.
Ómar Geirsson, 6.11.2013 kl. 22:24
Þetta er staðreyndin.
Þetta kemur svona illa út hjá mér vegna þess að ég peistaði þetta upp úr einhverju PDF skjali.
En fyrstu árin lækkaði tekjuskatturinn, fór síðan hægt vaxandi en tók svo við sér síðustu 4 árin, en tvöfaldaðist, ekki þrefaldaðist.
Það er þensla þarna á árunum fyrir 2000, og svona það sem var kallað almennt góðæri. Það er ákaflega líklegt að skattar hafi hækkað þó skatthlutfallið hafi ekki verið lækkað.
Og það þarf ítarlega rannsókn til að skera úr um hvort hefði verið betra.
Var skattprósentan forsenda hagnaðar fjármálafyrirtækja?? Högnuðust þau til dæmis ekkert í Þýskalandi á sama tíma þar sem skatturinn var mun hærri??
Hver er áhrif ehf væðingarinnar?'
Og svo framvegis.
En höfum eitt á hreinu Helgi, að há prósenta með mörgum glufum skilar minna en lægri prósenta með færri glufum.
Og glufunum var fækkað þegar prósentan var lækkuð.
Kannski var þetta eftir allt saman dulbúinn raun skattahækkun??
Ég hallast nefnilega að því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2013 kl. 22:37
Sæll.
Ég get nú ekki tæklað allt sem þú nefnir en þú ert að horfa á afleiðingar skattalækkunar eins og ég nefndi að ofan. Sumt af því sem þú nefnir er ekki svaravert. Best er að halda sig við staðreyndir:
Dæmi um auknar skatttekjur með lækkun álagningarprósentu eru mörg þannig að ekki er hér um tilviljun að ræða. Laffer kúrfan er gott tæki til að skilja þetta fyrirbæri en ekki er um línulegt samband að ræða. Hvort skattalækkun/skattahækkun skilar auknum/minni skatttekjum fer eftir því hvar viðkomandi land er á Laffer kúrfunni. Laffer kúrfan er ekki eins á milli landa og mjög auðvelt er að misskilja hana og raunar flestir sem misskilja hana.
Tökum ímyndað dæmi til útskýringar: Í landi A er 35% skattur á fyrirtæki. Skattprósentan er hækkuð upp í 40% og þá dragast skatttekjur hins opinbera örlítið saman við þessa hækkun. Í landi B er líka 35% skattur á fyrirtæki og er skattprósentan hækkuð upp í 40%. Í landi B skilar þessi hækkun meiri tekjum til hins opinbera. Þessi lönd voru ekki á sama stað á Laffer kúrfunni.
Á 7. áratugnum lækkaði Kennedy forseti hæstu skatta úr 91% í 70%. Á árunum 1961-68 stækkaði bandaríska efnahagskerfið um 42% og hlutdeild hinna ríku í skattgreiðslum fór úr 11,6% í 15,1%. Er þetta tilviljun?
Í forsetatíð Reagan var hæsta skattþrepið lækkað (1981) í 28% úr 70% í þrepum. Þetta olli því að bandaríska efnahagskerfið stækkaði og skatttekjur snarjukust. Skatttekjur af tekjuskatti einstaklinga voru 28% hærri 1989 en 1981. Á árunum 1978-1982 stækkaði bandaríska efnahagskerfið um 0,9% að meðaltali á ári. Skattalækkanir Reagan voru samþykktar 1981 eins og ég gat um að ofan. Á árunum 1983-86 stækkaði bandaríska efnahagskerfið um 4,8% að meðaltali á ári. Tilviljun?
Ég sjálfur vil ekki hafa frádráttarliði marga í skattkerfinu, held að slíkt geti mismunað. Af hverju á ferðaþjónustan að greiða annan vsk en annar geiri? Réttlætið er mest ef allir greiða sömu lágu prósentuna. Draga þarf saman í opinbera geiranum og ég held að vsk og tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja ætti ekki að vera meira en 10%. Slíkt myndi laða fjárfesta hingað og bæta verulega samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja. Atvinnuleysi myndi nánast hverfa við slíka lækkun skattprósentu.
Meinið er að þeir sem stjórna vilja hafa opinbera geirann stóran og er það sem dragbítur á verðmætasköpun bæði hér og erlendis :-(
Helgi (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 06:56
Blessaður Helgi.
Taktu það ekki nærri þér að þú getir ekki tæklað mig, í umróti 19. aldar, í kjölfar falls hins gamla aristókrataveldis, komu margar stefnur fram.
Anarkisminn, frjálshyggjupestin, kommúnisminn, sósíalisminn, einræði, og fyrsti vísir af fasisma og kynþáttahyggju.
Sem og borgarlegur kapítalismi með skírskotun í kristin gildi og kristna siðfræði. Oft kenndur við kristilega íhaldssemi og flokkar sem hennar kallaðir kristilegir íhaldsflokkar.
Borgarleg íhaldssemi hefur lifað af allt þetta umrót, á meðan hitt hefur komið og farið.
Borgarleg íhaldssemi hefur alltaf tæklað alla isma, því hún hefur tvennan kjarna, raunveruleikann, og siðfræði sem játar sjálft lögmál lífsins, að þú eigir að gæta bróður þíns.
Málflutningur þinn á rætur í isma þar sem staðreyndum er hagrætt í þágu boðunar og boðaskapar, og boðunin og boðskapurinn þjónar ákveðnum hagsmunum.
Það sem þú áttar þig ekki á Helgi er að ég hef áður þurft að verja borgarleg gildi fyrir ungum hrekklausum krökkum, sem trúa frösum eins og nýju neti. Sem eru ófær um að setja hlutina í samhengi raunveruleikans.
Í þeirra huga eru fyrirfram skoðanir þeirra ígildi staðreynda, því fólki sem þau trúðu, sem þau litu upp til, héldu þeim fram.
Það er ekki erfitt að tækla svoleiðis, maður heldur sig bara við staðreyndir.
Það er það sem pirrar þig, fær þig til að segja að sumt sé ekki svaravert, því þér finnst það svo vitlaust, því þú átt ekki rökin á móti. Þú heldur að þau séu til en þú þekkir þau ekki.
Grípur síðan það sem þú telur þig geta rökstutt.
Gott og vel, við skulum halda okkur við hálmstrá þín.
Meinloka þín við Laffer kúrfuna er að halda að hún gildi afturá bak. Hún segir aðeins til um hvað gerist við skattahækkun, og það sem þú virðist ekki kveikja á perunni með er að hún er vopn skattasjúklinga, það er þeirra sem vilja skattleggja allt upp úr öllu valdi.
Því til skamms tíma bregst hagkerfið við með því að bíta á jaxlinn, menn hætta ekki rekstri eða hætta ekki að vinna þó skattar hækki.
Laffer kúrfan réttlætir skattlagningu uppí allt að 80%, þar virðast þolmörkin vera í háþróuðu borgarlegum samfélögum.
En raunveruleikinn er ekki skammur tími, og hann er ekki tvívíður. Laffer kúrfan er þess vegna djók en ekki vísindi, enda aldrei hugsuð öðruvísi.
Ferlarnir sem takast á eru margslungnir, margvíðir og taka bæði yfir hið efnahagslega samfélag og hið félagslega samfélag.
Skattar voru lágir á miðöldum, og mikil andstaða við skattahækkanir hins miðstýra valds. En þar sem hinu miðstýrða valdi tókst að hækka skattana, og nýta peningana til að efla innviði sína, þá lagði það undir sig önnur lönd sem sáu ekki tilgang í öflugu ríkisvaldi.
Þess vegna stækkaði hið miðstýrða vald og þess vegna urðu þau ríki sem kunnu að beita því, að voldugustu ríkjum heims. Sama lögmál ríkti í fornöld og svo framvegis.
Skattar eiga sér sín takmörk, fólk nennir ekki að lifa í skattsjúkum þjóðfélögum, það reynir að forða sér, ef það nær ekki að breyta skattlagningunni.
Þess vegna næst jafnvægi, og það er ólíkt milli þjóða, og milli tímabila.
En trendið er sterkt milli skatta og þess að komast af í samkeppni þjóðanna. Til eru sníkjusamfélög sem komast af með lága skatta því þau sækja tekjur sínar til stærri heildar. En þessi samfélög eru yfirleitt skammlíf, lifa aðeins meðan það hentar hagsmunum hinna stóru.
Persónulega finnst mér þetta trend líka vera sterkt, og ég kalla það að hámarka skatttekjur til lengri tíma.
"Fyrsta dæmið sem ég man um skynsemi í skattlagningu, var þegar Persakóngar samræmdu skatta/afgjaldkerfið og gengu út frá hófsemd og skilvirkni."
Öll menningarsamfélög eiga svona tímabil og það voru gæfutímabil.
En víkjum aftur að Laffer.
Skattalækkun þarf ekki að vera keynismi, það er að hún örvi hagkerfið. Það fer náttúrulega í hvað peningum er varið. Séu þeir lagðir inn á bók, fari í fjárfestingar erlendis, eða greiða niður skuldir, þá eykur skattalækkun vanda efnahagslífsins því hún tekur fjármuni úr umferð. En fari þeir í fjárfestingu eða eyðslu, þá virkar skattlækkun eins og þú lýsir.
Það er hún er Keynismi.
Skattahækkun í upphafi kreppu er alltaf öfugur Keynismi, dregur fé úr hagkerfinu, og þó því sé endurúthlutað (en oftast notað til að greiða niður meintar skuldir), þá skilar sú endurúthlutun sér sjaldnast þar sem fyrirtæki berjast í bökkum.
Varðandi Regan tímabilið þá gætir þú ekki alveg að þér í rökfærslu þinni.
Vil aðeins minna þig á það sem ég benti Guðmundi á;
Síðan vil ég benda þér á að árangur Regans var mestur á fyrsta árinu en þá beitti hann fyrir sig öflugum Keynisma, hann fór í Stjörnu stríð við Rússa.
Síðan er tímabil Keynismans miklu öflugra en tímabil Friedmanismans sem var innleiddur í lok Regans tímabilsins, það er stjórnvaldið hætti að beita Macro, og beitt micro aðferðum Friedmans.
En lestu sjálfur, ég skal peista til þín töflu yfir hagvöxt í USA frá 1929.
Þar sérðu til dæmis að Carter stóð sig ekki verr en Regan, og ekki þurfti Regan að glíma við olíuhækkunina miklu 1978.
Lestu Helgi og lærðu nú einu sinni tölurnar rétt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.11.2013 kl. 09:06
U.S. GDP by Year Since 1929 Compared to Major Events
Ómar Geirsson, 7.11.2013 kl. 09:07
Sæll.
Ég held að þú sért að misskilja það sem ég sagði varðandi það að tækla, ég hef ekki tíma til að tækla allt. Ég á rök og staðreyndir en ekki tíma.
Þær tölur sem ég hef nefnt eru ekki tilbúnar og ef þeim ber ekki saman við þínar er það frekar furðulegt en jafnframt leiðinlegt að tölum skuli ekki bera saman um það sem við erum að ræða. Ég skálda ekki upp tölur þær sem ég nefni.
Þú segir að ofan að "Það voru viðbrögð bandarískra stjórnenda sem rifu efnahagslífið í gang. Þeir drógu úr olíunotkun með innleiðingu nýrrar tækni, og þeir nútímavæddu stjórnunar og framleiðsluhætti sína." Þetta er ekki rétt, olíunotkun í USA hefur farið vaxandi frá 1980.
Þú talar um að Laffer kúrfan sé djók en ekki vísindi. Hún er hvorugt, hún er ekki djók því menn hafa séð að hún stenst nokkuð vel. Hún er heldur ekki vísindi vegna þess að ekki er hægt að beita henni eins og hverri annarri formúlu eins og gert er í vísindum. Það er augljóst að þú hefur ekki haft fyrir því að setja þig almennilega inn í hana. Laffer kúrfan réttlætir ekki skattlagningu upp í 80% - hún gengur ekki út á það!
Annars sá ég aðrar tölur en þær sem þú vitnar í hér að ofan varðandi hagvöxt í USA.
Helgi (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 16:31
Blessaður Helgi.
Einn besti brandari sem ég hef heyrt var í partíi í den þar sem ágætur sögumaður var búinn að segja nokkra góða, við góðar undirtektir, að ágætis náungi fékk orðið, og sagði þennan.
"Ég heyrði einn alveg djöful góðan brandara. Hann var sko, uh, uh sko, ofsalega fyndin, það hlógu allir þegar X sagði hann".
Get svo sem ekki að því gert að þessi minning flaug um huga mér þegar ég las þig hér að ofan. Einu tölurnar sem ég minntist á er peist á tveimur töflum, annars vegar um tekjuskatt fyrirtækja á því árabili sem þú ræddir um, svona aðeins til að skerpa á nákvæmninni hjá þér, að þær hefðu tvöfaldast, en ekki þrefaldast, og það hefði ekki verið jafn stígandi í þeirri hækkun.
Hins vegar birti ég ósköp saklausa töflu yfir USA %GDP, þar sem meðal annars mátti lesa út að meðal hagvöxtur Regans 1983-1986 hefði verið 4,9%, og það er varla hægt að skamma þig fyrir að draga úr.
Hinsvegar féll 1 út úr hjá þér þegar þú slóst inn meðaltalið fyrir 1978-1982, átti að vera 1,9% í stað 0,9%. Hvarflar ekki að mér að gera máli úr því, tölur eru eitthvað sem maður leiðréttir, ef ekki farið rétt með. En maður segir ekki að það séu til einhverjar aðrar tölur, nema þá að sýna þær og láta síðan viðmælanda sinn taka afstöðu til þeirra.
Ég er ekki að ræða við þig talnaspeki, ég er að ræða við þig rökleiðslu, í því felst ánægja mín úr þessum spjöllum mínum við þig. Þú hefur þann góða kost að þú reynir að rökstyðja þitt mál, og þér fer óðum fram í að forðast frasa, og eins grunar mig að þú teljir ekki margt jafn heilagt og áður, í þeim heimildum sem þú hefur hingað til sótt í.
En það hefur aldrei eina einustu mínútu hvarflað að mér að þú vísvitandi skáldir upp tölur. Ég væri ekki að ræða við þig ef ég teldi þig slíkan náunga.
Víkjum þá að rökleiðslu þinni.
Hafðu það bak við eyrað að menn afhjúpa sig alltaf í rökræðum, ef þeir vísvitandi velja tímabil sem hentar þeim. Það er ekki rétt að kippa versta ári Regans út til að fegra samanburðinn.
Og þú þarft líka að átta þig á að það tímabil Regans sem þú tekur er Keynisma tímabil hans, honum gekk ekki eins vel á Friedman timabilinu. Bush hélt því áfram, og honum gekk alveg skelfilega í sögulegu samhengi.
En þetta er kannski sök sér, og fékk mig svo sem ekki mikið til að brosa út í annað, en þegar þú segist eiga rök og staðreyndir, en hafi ekki tíma, en kýst síðan að taka eitthvað út, sem maður skyldi þá ætla að væru þín bestu rök gegn veikustu rökum mínum, sem ætti að vera auðvelt því að ég skrifa allt eftir minni, og geri mér fulla grein fyrir að bæði getur minnið verið skeikult, og síðan þarf maður ekki alltaf að hafa "réttast" fyrir sér, að þá áttu ekki að skjóta þig í fótinn með því að skilja ekki það sem um er rætt.
Þín bestu rök gegn mínum veikustu rökum hljóta að vera betri en þetta; "Þetta er ekki rétt, olíunotkun í USA hefur farið vaxandi frá 1980. "
Það liggur við að ég haldi að ég sé gamall þegar ég lendi í að lesa svona. Ég hélt að allir hefðu heyrt um olíukreppurnar á áttunda áratugnum og afleiðingar þeirra. Svona svipað og menn hefðu heyrt um Víetnam stríðið, Kóreu stríðið eða Sex daga stríðið. Vissu af hverju King átti sér draum eða Kennedy sagðist vera Berlínarbúi. Eða heyrt um Kúbudeiluna eða Biafra börnin.
Eina sem ég gert Helgi er að ráðleggja þér að lesa um þessar kreppur, veit ekki hvað stendur í Wikipediu, en Ketill Sigurjónsson á allavega 2 mjög góð blogg um þetta tímabil, forsendur olíukreppunnar, áhrif hennar og eftirmál.
En jú það er rétt hjá þér að olíunotkun hefur aukist frá 1980, eitthvað hefur það að gera með aukna þjóðarframleiðslu, sem og aukinni fjölbreytni í nýtingu olíu sem hráefnis í iðnaði.
En það er ekki bara það sem ég er að tala um Helgi, smá hint, "sparneytnari", "aðrir orkugjafar", og ekki lengur heljargreip OPEC á efnahagslífi heimsins.
Smá heimavinna, annars getur sagt, "úps, æ já, hljóp á mig".
Varðandi Laffer þá notum við greinilega ekki orðið djók í sama samhengi, hún er hagfræðilegt djók, Laffer rissaði hana upp á sérvéttu í veitingasal til að útskýra ákveðið orsakasamhengi, en engar rannsóknir lágu að baki hjá honum.
Ég nota ekki orðið djók sem að hún sé bull eða ímyndun, heldur vísa í bakgrunn hennar og alvöruleysið hjá Laffer. En kúrfan er góð, og hún varð fræg.
En tvívíð mynd lýsir ekki öllum ferlum sem að baki búa, málið er einfaldlega miklu flóknara eins og ég var að reyna að benda þér á.
Hagfræðingar nota ekki Laffer nema þeir stundi áróður.
Sem betur fer því skammtímateygni hennar áður en hún fellur getur farið upp undir 80%, sem er náttúrlega algjör geðveiki, og skattasjúklingar nota það sem rök, að fyrst að skatttekjur aukist, þá megi hækka.
Reyndar algeng hugsun hér á öldum áður þegar skattar voru innheimtir með valdi og Disney gerir svo góð skil í mynd sinni um Hróa Hött. Menn vissu þetta þó þeir hefðu ekki Laffer kúrfuna, að fólk tekur ekki uppá því að deyja, bara þó skattar séu hækkaðir.
Og það sýnir Laffer kúrfan.
Og Helgi, ég kann að lesa tvívítt graf, lærði það 13 ára og lærði stærðfræði í þó nokkur ár í viðbót, svo hættu að segja mér til um hvað stendur í slíkum gröfum. Reyndu frekar að finna gröf eða rök sem styðja þitt mál.
Mundu að frasar manna sem er kostaðir til að vera heimskir í þágu hagsmuna hinna ofurríku, eru ekki rök.
Og ég ítreka við þig, Laffer kúrfan gildir ekki um skattalækkanir. Segir ekkert til um þær.
Gangi þér svo vel að finna rök og staðreyndir sem virka.
Mér liggur ekkert á.
Spjallið við þig er það eina sem ég sinni á blogginu þessa dagana, og ég fæ tilkynningu í póstinum þegar ný athugasemd birtist.
Hafðu það sem best.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.11.2013 kl. 21:42
Sæll Ómar,
Það er alltaf gaman að skiptast á skoðunum og ræða málin. Ég man þegar að Flugfélagið Vængir var við lýði og ég flaug úr Reykjavík austur í Neskaupstað, oftar en einu sinni. Það var oft sérstakt að renna sér niður á flugbrautina og stundum þurfti meira en eitt aðflug vegna mikilla vinda og stundum lenti maður í því að lenda á Egilsstöðum. Það er nú ekki svo að ég ætli mér að setjast að í Neskaupstað þrátt fyrir margar ágætar minningar þaðan. Það má ekki heldur gleyma öllum vinunum þaðan.
Þú segist vilja verja samfélagið þitt og verja borgarleg gildi. Þar er ég þér innilega sammála. Held reyndar að byltingin á Austurvelli sé eitt ljótt dæmi um það hvernig stofnanir lýðveldisins Íslands voru undir árásum skemmdarvarga. Samfélag og borgarleg gildi og kristin gildi endurspegla virðingu og umhyggju. Ekki meira um það. Þú þekkir það úr Neskaupstað enda ríkir þar frelsi til framara í orði og á borði, enda hefur stjórnmálaleg festa verið við lýði lengi. Þeir segja að í kjörbúðinni ríki fullkomið lýðræði og að menn geti valið þá vöru sem þeir vilja svo framarlega sem þeir eigi fyrir henni og að markaður virki sem skyldi.
Það sem ég hef reynt að segja er að háir jaðarskattar fæla menn yfir í skattaparadísir eða aflönd þar sem litlir skattar eru greiddir. Að auki leiða háir skattar til þess að fólk hefur alltaf minna til umráða og hvað gerist þá. Í fyrsta lagi þá hættir fólk að kaupa sér vöru og þjónustu og hringiðjan fer af stað. Framleiðsla fellur hjá fyrirtækjum vegna minnkandi eftirspurnar sem síðan hefur áhrif á hið opinbera sem að ber minna úr býtum. Jaðarhagfræðin segir síðan söguna af óskilvirkni og vanýtingu auðlinda. Þar sem þú ert fróður maður þá þarf ekki að rekja það hér. Það má ekki heldur gleyma því að háir skattar geta orðið svo háir að menn verða fráhverfir og reyna að komast undan þeim.
Hvernig á að mjólka skynsamlega? Sendi þér hlekk á Alþýðublaðið. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=56&lang=gl
Eitt af megineinkennum nýsköpunar er að menn hugsi málin upp á nýtt og skapi nýjar lausnir til að mæta nýjum vandamálum. ,,Íslenska þjóðin hefur heldur ekki farið varhluta af aukningu skattanna. Til þess að reyna að halda fjárhag þjóðarinnar í horfinu, hafa síðustu alþingi rembst við að tolla alla skapaða hluti, einkum það sem er óögulegt að framleiða í landinu. Svo að segja hver einasti munnbiti, sem að hvítvoðungurinn og allt til gamalmennisins lætur sér í munn, er tollað. Klæðnaðurinn, hitinn, ljósið, húsaskjólið or meira að segja svefninn, allt er tollað.'' Hljómar þetta ekki kunnuglega Ómar. Lágir skattar, sér í lagi neysluskattar eru liklegri til þess að auka umsvifin í þjóðfélaginu og skila meiru til fólksins sem að byggir landið og það er kjarni málsins.
Kveðjur bestar Guðmundur
Guðmundur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 22:39
Gleymdi að segja þér Ómar að þessi tilvitnun er úr Alþýðublaðinu 19.11 1919. Holll lesning á þeim tíma en minnir hún ekki áþreifanlega mikið á stöðuna í dag. Það hafa litlar framfarir orðið. Við getum ekki rekið heilbrigðiskerfið og menntakerfið því skatttekjur eru ekki nægar eða við erum ekki nægjanleg skilvirk við að stækka kökuna.
Laffer kúrvan er ekki vísindi hún sýnir einungis samhengi hlutanna.
Kveðjur
Guðmundur
Guðmundur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 22:50
Sæll.
Það er leiðinlegt að tölum sem við vitnum í um það sama skuli ekki bera saman og ég nefndi áðan að tölur þínar um hagvöxt í USA eru ekki þær sömu og ég sá annars staðar. Hvort skatttekjur justu tvö- eða þrefalt er kannski ekki aðalatriðið en ég skáldaði ekki upp þrefalda aukningu. Málið er að lækkun skattprósentu er ekki röng vegna þess að slíkt leiðir til meiri verðmætasköpunar í einkageiranum. Hvort eitthvað vex um 1,8% eða 2,0% er kannski ekki aðalatriðið. Það sem er hins vegar verra er þegar menn segja að efnahagslíf hafi tekið við sér vegna þess að olíunotkun minnkaði þegar hið öfuga gerist er hins vegar annað mál. Einnig er vont þegar menn átta sig ekki á orsakasamhengi. Skattalækkanir hafa margsinnis leitt til meiri umsvifa í einkageiranum sem aftur þýðir auknar skatttekjur fyrir hið opinbera. Stundum veit ég ekki alveg hverju þú ert að reyna að koma til skila með öllum þínum útúrdúrum.
Haltu þig endilega við þinn skilning á Laffer kúrfunni, ég ætla ekki að reyna að eyða meiri tíma í að leiðrétta þinn misskilning þar en þú þarft aðeins að rifja upp hvernig menn lesa út úr línuritum.
Olíukreppan á 8. áratugnum er utan þess tímabils sem við vorum að ræða, ég tek tímabilið þegar Reagan tók við til að sýna þér fram á hvað skattalækkanir geta haft í för með sér. Í stað þess að svara mér beint ferð þú að tala um annað sem er nokkuð sem þú gerir oft. Þakka þér samt fyrir að uppnefna mig ekki en það er nokkuð sem ég er orðinn ansi vanur þegar ég legg orð í belg á bloggum.
Helgi (IP-tala skráð) 8.11.2013 kl. 06:51
Blessaður Guðmundur.
Það sem ég sagði í stuttu máli, því þegar margt þarf að segja þá byggist rökleiðsla oft á tilvísun í einhverja þekkingu eða hugsun sem reiknað er með að viðmælandinn hafi þekkingu á eða ætti að tök á að skilja út frá sinni þekkingu, má líka segja í lengra máli, þegar menn kjósa að fókusa á ákveðið atriði.
Ástæða þess að ég minntist á Person í pistli mínum var sú að hann tók eina frægustu rökræðu jafnaðarmanns við samherja sína um gagnsleysi hárra jaðarskatta og þá vísaði ég í meitluðustu röksemd hans sem andstæðingar hans innan krataflokksins áttu í raun ekki svar við.
Og ég tók þetta fram vegna þess að ég er ekki á nokkurn hátt að verja háa jaðarskatta, ég var að gagnrýna Morgunblaðið fyrir að vitna í trúboð manns sem þiggur laun fyrir að leika fáráð. Í þágu hagsmuna hinna ofurríku sem eru langt komnir með að rústa hinu borgarlegu lýðræðisþjóðfélagi.
Þar sem þú af einhverri ástæðu ákvaðst að reyna verja fáránleikann með því að taka umræðu um jaðarskatta, sem vill svo til að ég er sammála þér í, annars hefði ég ekki vitnað í þessa umræðu Persons sem lauk með sigri hans, þá ítrekaði ég þessa skoðun mína með þessum orðum;
Sá sem vill hámarka skatttekjur ríkissjóðs eða samfélagssjóða, hækkar ekki skatta upp úr von og viti, geri hann það þá býr eitthvað annað að baki eins og lýðskrum valdaþrárinnar.
Í seinna innslagi mínu sem beint var til þín sagði ég síðan þetta um hið idela skattkerfi sem hin skynsama þjóð Persar var fyrst til að móta fyrir heimsveldi;
En ég hefði auðvitað getað gefið mér tíma til að útskýra þetta ítarlega eins og þú gerir hér;
Taldi bara ekki þörf á því að þú varst ekki að verja háa jaðarskatta.
Hins vegar vona ég Guðmundur að þú sért einhverju nær um þær gryfjur sem andstæðingar borgarlegs samfélags grafa í þeim eina tilgangi að góðlynt íhaldsfólk falli ofaní þær.
Gunnar Gunnarsson, sá mæti rithöfundur, eða annað af höfuðskáldum Norðurlanda, Knut Hamsun, sáu ekki í gegnum flærðarhjúpinn sem illskan óf um Þýskaland á fjórða áratugnum, og voru sífellt að falla ofaní svona gryfjur.
Hitt höfuðskáldið, Halldór Laxness átti lengi heima í svona gryfjum.
En aðför kommúnismans eða nasismans að hinum vestrænu borgarlegu samfélögum eru eins og leikur amatörsins í golfi við Tiger Woods, miðað við atlögu hinna ofsaríku að samfélögum okkar í dag.
En það er önnur saga sem er ekki til umræðu hér.
Rétt er það Guðmundur að Laffer kúrfan er ekki vísindi, hún er aðeins myndræn skýring á ákveðnu samhengi en til að segja um hvað gerist við ákveðna skattahækkun, þarf miklu flóknari greiningu.
En eins og ég benti Helga á að þá er hún tvívíð framsetning á hvað gerist þegar skattar eru hækkaðir.
En hún er línulega hækkun, segir þýðir að hún hefur ekkert spágildi um hvað gerist þegar skattar eru lækkaðir.
Þú getur útbúið svona tvívítt línurit um hvað gerist þegar fyrir mannslíkamann ef hann er settur inní lokað rými og hitastig er hækkað. Þá er upplausn mannslíkamans á öðrum skalanum en hækkun hitastigs á hinum.
En þegar þú ert búinn að leysa manninn upp, þá kemur hann ekki til baka þó þú lækkir hitastigið.
Það er til dæmis flókið að ná skilvirkni í skattakerfið eftir að það hefur einu sinni verið eyðilagt með ofsköttun, í þessu samhengi má segja að enginn veit hvað hann hefur átt, fyrr en hann hefur misst.
En það er líka önnur saga sem ég tek hugsanlega við skattasjúklinga sem dýrka Laffer kúrfuna.
Takk fyrir spjallið Guðmundur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2013 kl. 09:44
Olíuverðið!
Ómar Geirsson, 8.11.2013 kl. 13:01
Blessaður Helgi.
Veistu að ég var einu sinni kennari einn vetur í sveitaskóla og hafði þar 3 stráka sem gátu horft dauðasaklausir framan í mig og sagt að þeir gætu ekkert lært.
En þeir gátu það samt sem áður, kostaði mig aðeins smá þolinmæði að sýna þeim fram á annað. Þolinmæði er nefnilega dyggð við kennslu og fræðslu.
En áður en ég hef fræðsluna um áhrif olíukreppunnar þá ætla ég aðeins að víkja að heimildarnotkun þinni. Eins og áður sagði þá hvarflar ekki að mér þessi sök sem þú ert að bera af þér af eigin frumkvæði; " ég skáldaði ekki upp þrefalda aukningu". Mér finnst líklegast að heimild þín hafi byggst á nafntölum, ekki rauntölum, í krónum talið gæti þetta vel hafa verið þrefalt.
Hins vegar þá er ekki hægt að lýsa sama hlutnum með tveimur ólíkum tölum, annað hvort ert þú 180 cm eða ekki, það er ef þú notar metrakerfið. Og það eru ekki til mismunandi töflur yfir hagvöxt í USA, einu frávikin geta verið eftirá leiðréttingar, en það er aðeins fínstilling.
Þú þarft ekki að segja mér að þú hafir unnið þessi samanburðarártöl þín út frá einhverri töflu, sem óvart bar saman við hagvöxtin á Regan tímabilinu, en ekki á árunum þar á undan.
Ég er öruggur á því að þú hafir vitnað í heimild sem þú hefur lesið, og ónákvæmnin er heimildarinnar. Frjálshyggjuboðskapurinn er fullur af svona vísvitandi rangfærslum, að láta það stemma sem hentar, en skrumskæla hitt.
Og fylgjendurnir taka þetta upp í góðri trú.
Það er ekki tilviljun að versta ár Regans er tekið með í tímabilinu sem er látið líta illa út, og þar með batnar meðaltal hans til mikilla muna. Og það er heldur ekki tilviljun að tímabilið, sem er tekið, er tímabil Keynisma hans, ekki tímabilið eftir skattalækkanirnar.
Hvað þá að það sé minnst á sannprófun kenningarinnar, því enginn er svo mikill blábjáni að halda því fram að árangurinn komi strax, þetta tekur allt sinn tíma samkvæmt skattalækkunarfræðunum, það er þeim geira sem einblínir á skattalækkun hinna tekjuhæstu.
Sá tími var tími Bushstjórnarinnar, og hann var vægast sagt mjög slakur.
Þess vegna er logið til með tölfræðinni.
Slaka ár Regans sett á Carter, og Keynisku ár Regans tekin sem dæmi um árangur skattalækkunarstefnu hans.
Ég veit að þú ert ekki höfundur þessarar fölsunar Helgi, ekki frekar en að þú hafir viljandi farið rangt með.
Hins vegar er fólk þarna úti sem hefur beina hagsmuni að ljúga þig og þína fulla, og það er önnur saga, og ekki til umræðu í þessari kennslustund í rökleiðslu.
Samt vil ég ekki sleppa þér alveg áður en ég fer að ræða við þig um áhrif olíukreppunnar, ég sagði þér að ég hefði menntun til að skilja tvívíð gröf, og ég sagði þér að Laffer kúrfan væri lýsing á ákveðnu orsakasamhengi skattahækkana versus skatttekna, hún segði ekkert til um áhrif skattalækkana.
Og ég sagði þér nokkur dæmi um af hverju.
Þú þarft ekki að vera sammála dæmunum, og þú segir mér þá af hverju.
Það er hins vegar ótæk rökleiðsla að svar rökum með setningum eins og þessum; " ég ætla ekki að reyna að eyða meiri tíma í að leiðrétta þinn misskilning þar en þú þarft aðeins að rifja upp hvernig menn lesa út úr línuritum. "
Svona svara menn aðeins þegar menn eiga ekki svörin.
Þér til upplýsingar hef ég aldrei sagt að skattalækkanir geti ekki leitt til aukinnar skatttekna, það eina sem ég hef bent þér að ekki er um línulegt samband að ræða.
Hún getur gert það, en þarf þess ekki.
Skattalækkun er keynísk aðgerð, og getur oft verið mjög öflug sem slík. En það þarf að beita henni rétt, við réttar aðstæður.
Skattahækkanir leiða til hækkunar á skatttekjum, þar til ákveðnum toppi er náð. Línulegt samband, en aftur þarf að taka tilliti til aðstæðna.
Stundum gildir ekki þetta línulega samband. Óháð því hvar þú ert á Laffer kúrfunni þá er skattahækkun í upphafi kreppu, eða í miðri kreppu, eða í lok kreppu, alltaf röng aðgerð samkvæmt Keynisma, því hún dýpkar örugglega alltaf kreppur, og dregur þar með úr hinum væntu skatttekjum.
Um þetta bloggaði ég oft og iðulega þegar AGS knúði fram skattahækkanir, eins hef ég oft bent á þessa meinsemd þegar ég hef fjallað um evru veikina.
Hlutirnir eru aldrei einfaldir Helgi, nema í pólitískum áróðri.
Hafðu það bak við eyrað.
Kveðja í bili.
Ómar Geirsson, 8.11.2013 kl. 14:52
Þá er það þetta með olíukreppuna sem þú af einhverjum ástæðum ákvaðst að hefði eitthvað með notkun á olíu að gera.
Lestu linkana hér að ofan, í réttri röð, og vonandi ertu nær um það sem gerðis þá.
Mér er minnisstæð frétt frá Hollandi sem sýndi myrkvaðar götu og fá önnur farartæki á ferli en reiðhjól. Í fréttinni var sagt að aldraðir Hollendingar hefðu upplifað ástandið eins og afturhvarf til stríðsáranna.
En þetta var afleiðing af tíföldun olíuverðs, eins og Ketill rekur í bloggi sínu.
Allt samgöngukerfið var svo háð olíunni, og rafmagn var mikið til fengið með olíubrennslu.
Í Hollandi var til dæmis voru margar verksmiður aðeins starfræktar þrjá daga í viku.
En þetta var svona meira og minna um allan hinn vestræna heim, fór þó eftir stöðu innlendra orkugjafa.
Bein afleiðing var samdráttur sem mældist sem neikvæður hagvöxtur. Hægri mennirnir Nixon og Ford voru ekki svona miklir skussar í efnahagsmálum (samdrátturinn 1974 og 1975), og hinn neikvæði hagvöxtur 1980hjá Carter, eða 1982 hjá Regan, hafði ekkert með efnahagsstjórn þessara heiðursmanna að gera.
Heldur voru þetta viðbrögð efnahagslífsins við hækkun olíunnar.
Samdráttur.
Og víkum þá að tengingu minni við þessa atburði.
Þegar hagvöxtur dregst saman við svona skyndileg áföll, þá eykst hann sjálfkrafa þegar full framleiðsla næst aftur. Og ekki rífast um þetta röksamhengi Helgi, það gerir það enginn.
En viðbrögð fyrirtækja eða aðlögun var síðan nýr hagvaxtarhvati.
Þróuð var ný tækni sem sparaði orku, fjármunir voru settir í að finna nýja orkugjafa, og þar sem eftirspurn var eftir orkusparandi vélum og tækjum, það er fyrirtæki skiptu út gömlum fyrir nýjum, þá þýðir það aukna framleiðslu.
Það þarf jú að framleiða hina nýju bíla, hinar nýju flugvélar, hin nýju skip, hin nýju framleiðslutæki.
Sem mælist sem hagvöxtur.
Þetta var orsakasamhengið sem ég var að benda þér á, þú getur lesið um það í öllum hagfræðibókum sem fjalla um þetta tímabil, og ég þekki það vegna þess að ég lifði það.
Skattalækkanir Regans, sem höfðu ekki komið til framkvæmda á þessu tímabili sem þú vitnar í, eða halastjarnan sem fór framhjá sólu á svipuðum tíma, höfðu ekkert með málið að gera.
En í hjátrú tengja menn saman óskylda atburði, sem segja ekkert til um samhengi hlutanna.
Skattalækkanirnar sem þú vitnar í geta alveg hafa virkað, jafnvel þó að sá sem mælir þeim bót noti röng rök, eða fölsuð, vegna þess að það sem er, er það sem það er, jafnvel þó að sá sem lýsir því fari rangt með þegar hann lýsir viðkomandi hlut.
Það sem er, er óháð lýsandanum.
En það skemmir fyrir þegar menn fara vísvitandi rangt með staðreyndir.
Ég er ekki að saka þig um það Helgi, ég skrifaði þennan pistil vegna þess að blaðið sem mér þykir mjög vænt um, át blint upp vísvitandi upp rangfærslur hjá manni sem veit betur.
Hann vissi betur, og það er hið ómerkilega í málinu.
Hann vissi að hann fór rangt með staðreyndir.
Niðurstaða hans þarf ekki að vera röng, en rökin sem hann notar eru fölsk.
Í þágu pólitísks áróðurs.
Það er hið ranga í málinu.
Hafðu það sem best Helgi, en vandaðu þig þegar þú svarar mér.
Þú getur það alveg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2013 kl. 15:20
Blessaður aftur.
Hér er Laffer kúrfan sem sýnir allt að 80% teygni, það er hún fer ekki að lækka fyrr en hún nálgast 80%.
Skattasjúklingar myndu til dæmis segja að fyrst að hún standi í stað á ákveðnu hækkunarbili, að þá megi hækka, því skattahækkunin auki jöfnuð, þó hún skili ekki auknum tekjum.
Ég hef sýnt þér þessa kúrfu áður, vonandi lestu hana núna.
Skoðaðu kúrfuna og spáðu svo í það sem við Guðmundur erum að ræða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2013 kl. 15:25
Sæll.
Upphaflega vorum við að ræða saman um skattalækkanir svo ferð þú að tala um olíukreppuna sem varð áður en Reagan varð forseti og áður en hann lækkaði skatta. Þetta er því einn af mörgum útúrdúrum þínum. Hin fjölmörgu dæmi um afleiðingar skattalækkana eru einfaldlega of mörg til að hafna. Sjá meðal annars hér:
http://www.forbes.com/sites/mikepatton/2012/10/15/do-tax-cuts-increase-government-revenue/
Neikvæður hagvöxtur árið 1982 í USA hefur allt með efnahagsstjórn að gera, tengist því sem Volcker gerði, með stuðningi Reagan, til að kæfa verðbólgudraug fyrri ára (13,5% árið 1981 en 3,2% 1983). Hér ferðu aftur með rangt mál.
Ég segi hvergi að Laffer kúrfan gildi afturábak. Laffer kúrfan réttlætir ekki skattlagningu upp í 80% og undirstrikar þessi fullyrðing þín það sem ég sagði fyrr um skilning þinn á Laffer kúrfunni.
Það að biðja mig um að vanda mig þegar ég svara þér er eins og að henda steinum úr glerhúsi. Látum hjá líða að heimildum okkar beri ekki saman - það er heimildarinnar en ekki okkar eins og þú sagðir réttilega að ofan. Ég sagði að ofan að ég hefði séð aðrar hagvaxtartölur frá USA en þær sem þú vitnar í. Þú hefur sagt eitthvað vera með ákveðnum hætti sem síðan kemur í ljós að er ekki rétt. Og ég á að vanda mig?
Ef þú telur þig geta leiðrétt Mitchell ættir þú endilega að gera það og benda honum í leiðinni á hvað hann fer rangt með og hvaða rökvillur hann gerir. Annars sýnist mér þú í 23 loksins vera að taka undir það sem ég segi þó þú viljir auðvitað aldrei viðurkenna það :-)
Helgi (IP-tala skráð) 9.11.2013 kl. 15:27
Vaxtartölfur fyrir Kanda:
Ómar Geirsson, 10.11.2013 kl. 10:49
Vaxtartölur fyrir Ástralíu:
Ómar Geirsson, 10.11.2013 kl. 11:06
Vaxtartölur fyrir Bretland.
Ómar Geirsson, 10.11.2013 kl. 11:08
Vaxtartölur Bandaríkjanna.
Ómar Geirsson, 10.11.2013 kl. 11:33
Blessaður Helgi.
Upphaflega vorum við ekki að ræða skattalækkanir.
Upphaflega komst þú inn í athugasemdarkerfið (#þar sem þú færðir rök fyrir skattalækkun sem stóðust ekki í því samhengi sem þú settir þau í. Ekkert af þeim en þar sem ég var að spjalla samhliða við Guðmund um efni pistilsins, þá ákvað ég að taka aðeins 2 atriði út, annars vegar "Þegar skattar á fyrirtæki hérlendis voru lækkaðir úr 45% í 18% í þrepum frá 1991-2001 þrefölduðust tekjur hins opinbera af þessum skattstofni."og hins vegar "Þú útskýrir ekki í burtu staðreyndir sem þessar. Í USA greiðir ríkasta 1% 37% allra skatta og ríkustu 5% greiða 59% allra skatta."
Það var í umræðunni um íslensku skattalækkanirnar þegar þú áttaðir þig á að hlutirnir væru ekki eins augljósir og þú hélst í fyrstu, að þú tókst þetta dæmi í athugasemd #12; " Á árunum 1978-1982 stækkaði bandaríska efnahagskerfið um 0,9% að meðaltali á ári. Skattalækkanir Reagan voru samþykktar 1981 eins og ég gat um að ofan. Á árunum 1983-86 stækkaði bandaríska efnahagskerfið um 4,8% að meðaltali á ári. "
Það var þarna sem olíukreppan kom til tals, ég benti þér á afleiðingar hennar.
Sem var annars vegar samdráttur á fyrstu misserum olíukreppunnar og hins vegar að hagvöxtur fer sjálfkrafa uppá við þegar hagkerfið nær aftur fullum afköstum. Síðan benti ég þér á dýpri rökin, sem er að viðbrögð hagkerfa, að innleiða nýja tækni, væri hagvaxtarhvetjandi.
Eitthvað sem er augljóst og þarf ekki að ræða, en þér tókst það Helgi. Og broslegust var þessi nálgun þín.
Þar sem ég kann ágætlega við þig Helgi þá gat ég ekki gert þér að láta þessu ósvarað, svona rökfærsla eyðileggur svo mikið fyrir þér. Þú gætir alltaf slysast til að nota hana aftur í rökræðu þar sem menn grípa svona fingurbrjóta og nota það annars vegar til að hakka þig í spað, og hins vegar til að stimpla allan þinn málflutning sem bull, og eins og það miður er að horfa framhjá áhrifum olíukreppunnar á hagtölur á þessu tímabili.
Áhrifum sem er óháð öllu öðru sem ríkisstjórnir voru að gera á þessu tímabili, og óháð innri uppbyggingu hagkerfa. Einu hagkerfin sem urðu ekki fyrir áhrifum eru þau sem höfðu aðgang að ódýrri orku.
Þess vegna birti ég hagvaxtartölur nokkurra þróaðra iðnríkja til að sýna þér að megið tendið er það sama.
Það er ótæk rökleiðsla að bera saman tímabil olíukreppunnar saman við tímabilin eftir olíukreppu, ekki ef þú berð þau saman á forsendum GDP vaxtar eingöngu.
Í fyrra var um það bil 50% hagvöxtur í Líbýu, en það var ekki ekkert hagfræðilegt kraftaverk þar að baki, árið áður var allt stopp vegna borgarstyrjaldarinnar.
Þegar eitthvað lokar verksmiðjum, hvort sem það er risahækkun á orkuverði (tíföldun hækkun er slík risahækkun) eða styrjaldarátök, fellibylir eða jarðskjálftar, þá mælist það sem lækkun þjóðarframleiðslu, þegar ástandið kemst í fyrra horf, þá mælist hækkun.
Carter fékk þessa lækkun, Regan fékk þessa hækkun.
Þess vegna bera menn ekki þessar tölur saman án útskýringar.
Sé það gert, þá er það í besta falli áróður. Stuðningsmenn kratismans gætu til dæmis borið saman tímabilið 1941-1945 í Noregi saman við bæði tímabilið 1937-1940 og tímabilið 1946-1951, og sagt hagvaxtartölur sýna yfirburði kratismans fram yfir önnur stjórnarform. Kratar stjórnuðu fyrir og eftir tímabilið 1941-1945, en á því tímabili var skörp lækkun í öllum hagtölum. Fyrir var hægur vöxtur, og eftir var skörp hækkun.
En þeim hefur ekki dottið það í hug, þeir vita eins og er að stríðsár eru ekki samanburðarhæf í þessu samhengi.
En heimild þinni datt svipað í hug, hún tók tímabil olíukreppu og bar saman við tímabil eftir olíukreppu.
Og lét þá blekkingu ekki duga því versta ár Regans er fært á Carter.
Sem er fölsun, fyrir utan að vera hagfræðilega rangt.
Réttur samanburður er svona samkvæmt töflu sem ber saman hagvöxt eftir forsetatímabilum;
En segir samt ekki nema brot af sögunni.
Regan fær ávinning af tækniframförum olíukreppunnar, Carter fær staðnað hagkerfi sem hafði ekki tekið við sér eftir fyrri olíukreppuna.
Eins eru fyrra tímabil Regans ekki marktækt, ef menn ætla að ræða áhrif skattalækkana hans. Þær voru ekki svo róttækar 1981, það var 1986 sem þær voru drastískar, og hann beitt öflugum Keynisma (Stjörnu stríðið) fyrra hluta kjörtímabils síns.
Nær væri að bera saman seinni hluta tímabils hans, og það er svo sem ágætt, en ekki sérstaklega merkilegt miðað við mörg önnur tímabil.
Það er að menn halda sig við hagvaxtartölur.
Spurningin er hins vegar sú, hvað hefði gerst ef ekkert hefði verið gert til að einfalda skattkerfið, hverjar voru afleiðingar ofurskatta, og svo framvegis.
Það er flókin umræða sem ekki er tekin með einfeldningslegum frösum, hvað þá tölfræðilegum blekkingum eða hreinræktuðum fölsunum.
En er hins vegar gert í dag af mönnum eins og þeim sem var tilefni þessa pistils.
Því þeir fá kaup fyrir að blekkja, ljúga, falsa.
Fagleg umræða er laus við svona rugl, og talsmenn skattalækkana fara létt með að taka hana án þess.
Ég þekki hana, og sem Keynisti en ekki krati, þá er ég hlynntur einföldu og skilvirku skattkerfi, er algjörlega á móti skattahækkunum á krepputímum, og veit að hægt er að beita skattalækkunum sem Keynískri aðgerð til að örva hagvöxt.
Það ert þú sem tókst Laffer kúrfuna inní þessa umræðu;
Þó kemur þú með rökin fyrir því af hverju hún virkar ekki, það er að ekki eru línulegt samband að ræða. En virðist ekki kveikja sjálfur á hvað það þýðir.
Ennþá virðist þú ekki skilja röktækni hins rökþrota; "Þú hefur sagt eitthvað vera með ákveðnum hætti sem síðan kemur í ljós að er ekki rétt", ég hef örugglega sagt eitthvað sem þetta gildir um, en ef þú kemur ekki með dæmin, þá fellur svona fullyrðing um sjálfa sig.
Dæmin sem þú nefnir, gast þú ekki rökstutt.
Varðandi Mitchel þá fatta ég ekki hvað ég á að segja um hann. Varla viltu að ég ritrýni fyrir þig grein hans???
Til hvers ætti ég að gera það??
Þú týnir ekki til dæmi, og varla ætlar þú til þess að ég taki slaginn við alla skattalækkunarsinna heimsins??
Það má vel vera að hann noti rök fyrir máli sínu, skyldi nú ætla það. En ef hann mætir ekki inná síðuna og gerir athugasemdir, þá er það ekki innan efni þessa þráðar að ræða við hann.
Spáðu í þetta Helgi.
Þar sem þú vekur upp sterk viðbrögð og færð margt misjafnt yfir þig í orrahríðinni, þá skaðar það þig ekki að þekkja muninn á rökum og órökum.
Og læra að setja fram rök þín.
Alveg opinn fyrir þeirri kennslu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2013 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.