4.11.2013 | 14:52
Frjálshyggjupestin grefur um sig hjá Framsókn.
Fjósalyktin finnst ekki lengur, öll sveitalykt víðs fjarri.
Aðeins ódaunn frjálshyggjunnar.
Í anda hennar er ráðist á ríkisstarfsmenn eins og þeir séu afætur og ómagar á þjóðfélaginu.
Svo þeir ofurríku geti orðið ennþá ríkari, enda eiga þeir ekki ennþá allt.
Framsóknarflokkurinn lofaði mennsku og mannúð.
Vísaði í gömul gildi flokksins, gildi sem hann hafði gleymt eftir að hirðin kringum Halldór Ásgrímsson fann peningalyktina sem gaus upp við einkavæðingu ríkisbankanna.
Og flokkurinn var kosinn vegna þessara gilda, og vegna þess að hann snérist gegn skrímslahagfræðinni sem kennd er við auðrán og auðþjófa.
Sagt er að sumir séu ennþá hlæjandi á flokksskrifstofu Framsóknar, og yfirleitt er ekki fundafært á þingfundum flokksins vegna ósjálfráðra hláturkasta.
Það reyndist svo auðvelt að plata vonina, að fífla þjóðina.
Úrslit næstu kosninga skipta engu, pyngjur flokksmanna verða allar fullar áður.
Fullar af blóðpeningum.
Hverjum er ekki focking sama um kosningaloforðin.
Forkastanleg segir formaður SFR.
Og það er ekki of sterkt að orði komist.
Kveðja að austan.
Ummæli Vigdísar forkastanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 521
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 6105
- Frá upphafi: 1400044
Annað
- Innlit í dag: 473
- Innlit sl. viku: 5237
- Gestir í dag: 452
- IP-tölur í dag: 446
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
VMST notar aðferð strútsins skv. handabókinni. Birtir ómarktækar tölur um minnkandi atvinnuleysi og leikur skv. því. Þeir sem fullnýta bótarétt og þeir sem flýja land, eru huldufólk sem er afmáð úr bókum VMST. Hagstofan birtir samt tölur nær sanni. Að sjálfsögðu er látbragðsleikur VMST í boði og á ábyrgð velferðarráðherra, sem er Frammari eins og Gissur, og hún síðan á forræði ríksstjórnarinnar! Úrræðaleysið er algjört og engu minna en í tíð Jógrímu, sem varð að steini, eftir að hafa orðið að athlægi. Stéttarfélögin standa stikk-frí sem pólitískar strengjabrúður! Meðan almenningur sýnir sig ekki á túninu hjá Alþingisfjósinu - mun EKKERT gerast!
Þjóðólfur (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 15:09
Ertu viss um þú sérst að nota hugtökin rétt? Hér er hlutlaus úttekt stjórnmálafræðings með rétta notkun á þessum fræðilegu heitum. Mér sýnist Framsókn enginn frjálshyggjuflokkur (=frjálslyndisflokkur= liberal)
Bara spyr (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 15:27
Hvar er þessi óskaplega "frjálshyggja" sem ber að hafa áhyggjur af á Íslandi? (Hér er kortið sem átti að fylgja: http://johanneslaxdal.blog.is/img/tncache/400x400/97/johanneslaxdal/img/hugmyndafraedilegt-hnitakerfi.png )
Bara spyr (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 15:29
Sæll Ómar ég verð nú eiginlega að taka undir það að nota orð sem lýsir frelsis vitund um svona nokkuð er ekki gott, ekki frekar en framsókn og sjálfstæði séu orð sem notuð eru yfir argasta íhald. Mér fannst það nokkuð klókt þegar einhverjir fóru að nota orðið ný-frjálshyggja yfir drulluhala í jakkafötum, því með því orði var gefið í skin að þeir væru að notafæra sér frjálshyggju á fölskum forsemdum.
Magnús Sigurðsson, 4.11.2013 kl. 15:43
Blessaður Þjóðólfur.
Er þetta ekki annars Þjóðólfur bóndi??? Vanur maður sem þekkir fjósalykt út í hörgul og geðjast því ekki að ólykt og ódaunn yfirtaki fjósið, jafnvel þó framsóknarfjós sé.
Svo sem útidúr en allavega er ég sammála þessum orðum þínum.
"Meðan almenningur sýnir sig ekki á túninu hjá Alþingisfjósinu - mun EKKERT gerast!"
Ég vil góða gegna íslenska fjósalykt í það fjós.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 15:49
Jamm þú sem Bara spyrð, alveg rétt.
"Í anda hennar er ráðist á ríkisstarfsmenn eins og þeir séu afætur og ómagar á þjóðfélaginu."
Þetta er eitt þekktasta einkenni frjálshyggjunnar í dag, líkt og tattóveraður hakakross er á enni nýnasista.
Þó þeir greyin hafi ekki lesið Mein Kampf til hlítar, enda flestir illlæsir, og kunni því ekki fræðin alveg uppá 10, þá er foringinn samt sem áður þeirra fyrirmynd, og þeir hafa táknin alveg á hreinu.
Það sama gildir um þessa tilvitnun mína í þekkt tákn frjálshyggjunnar, pestin af henni leynir sér ekki, og því er vísað í hana í fyrirsögn þó pistill minn fjallar annars um svik og svikin loforð.
Sem og hlátur og hlátraköst.
En ég vona samt ekki að þú farir að spyrja mig um skilgreininguna á svikum og hlátraköstum..
En þú mátt það svo sem alveg, það gæti alveg verið að ég nennti að svara þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 15:56
Ef 20 manns eru störfum sem 10 geta unnið þá eru þessir 10 auka starfsmenn ekki að skapa nein verðmæti og í raun er um atvinnubótavinnu að ræða. Slíkt er algjörlega óásættanlegt í opninberum rekstri og eitthvað sem við skattgreiðendur eigum ekki að sætta okkur við. Við leysum atvinnuleyi ekki með slíkum vinnubrögðum.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 16:01
Ekki hægt að hrekja það SÖV. En að standa á bremsunum í 5 ár í bullandi kreppu er ekki a la Keynes. Og leyfa á sama tíma verðhækkanir án eftirlits, og keyra vítisvélina (svokallaða "verðtryggingu) á fullu, stefnir þriðjungi íslenskra heimila lóðbeint á hausinn innan fárra mánaða!
Almenningur (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 16:32
Um þennan pistil þinn Ómar vil ég aðeins segja sem meistari Magnús ... og það orðrétt:
"Sæll Ómar ég verð nú eiginlega að taka undir það að nota orð sem lýsir frelsis vitund um svona nokkuð er ekki gott, ekki frekar en framsókn og sjálfstæði séu orð sem notuð eru yfir argasta íhald. Mér fannst það nokkuð klókt þegar einhverjir fóru að nota orðið
ný-frjálshyggja yfir drulluhala í jakkafötum, því með því orði var gefið í skin að þeir væru að notafæra sér frjálshyggju á fölskum forsemdum."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 16:35
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sendi kýrskýra lýsingu af vítisvélinni í kaupbæti:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast
Þjóðólfur bóndi (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 16:49
2.000 manns var kastað út af atvinnuleysisskrá um síðustu áramót.
Það voru ekki starfsmenn ríkisstofnana.
Talið er að um 3.000 manns verði kastað út um komandi áramót.
Það verða ekki starfsmenn ríkistofnana.
Þeir munu þá komast á sínar bætur
... en hinir 5.000, mest einyrkjar og sjálfstætt fólk, skulu éta það sem úti frýs.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 16:50
Mér finnst ekkert af því að reka nokkur þúsund starfsmenn hjá hinu opinbera, sem ekki sinna heilbrigðisþjónustustörfum eða almenningsþjónustu. Og þá er ég ekki að tala um þjónustufulltrúa, heldur alls konar yfirmenn, lögfræðinga, fulltrúa og deildarstjóra yfir deildum sem eru að fylgjast með öðrum deildum og sem eru ekki að vinna neitt gagnlegt. En halda halda þeim í starfi sem eru að gera gagn fyrir almenning og þjóðina.
.
Því að yfirleitt þegar skorið er niður eru starfsmenn í lægstu lögunum í hierarkíinu reknir, en ekki yfirmenn. Skíturinn hefur þannig alltaf flotið ofan á. Auðvitað er þörf á yfirmönnum, en það þarf einfaldlega að einfalda strúktúrinn og minnka yfirbygginguna, gefa meiri ábyrgð og þjálfun þeim sem eru lægra settir. Eins og gert er hjá stórum einkareknum fyrirtækjum (þá er ég að tala um alvöru fyrirtæki, ekki fjármálastofnanir og aðrar braskarabúllur).
.
Einnig á að reka miskunnarlaust alla sem hafa fengið bitlinga vegna kunningsskapar eða flokksskírteinis (vinagreiðar og pólítískar ráðningar) utan óháðs hæfnismats á öllum umsækjendum. Þannig hafa óþarfa stöður og deildir verið búnar til í því augnamiði að geta réttlætt ráðningu flokkssystkina, uppgjafaþingmanna og frændfólks og vina. Að reka 10% af embættismönnum minnkar spillinguna um a.m.k. 10% því að það hefur jákvæð áhrif. En betur má ef duga skal.
.
Dæmi um starfsmannayfirflóð: Hjá velferðarráðuneytinu starfa tæplega manns. Þetta eru ekki starfsmenn stofnana sem heyra undir ráðuneytið, heldur sem sitja við skrifborð í ráðuneytinu sjálfu. Það mætti alveg reka helminginn af þessu fólki strax, það þarf ekki allt þetta lið til að ýta pappírum fram og aftur.
Pétur D. (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 17:16
Blessaður Magnús.
Það er algengur misskilningur að bendla Frjálshyggju við frelsi, og líklegast á hann rætur að rekja til kröfu hennar að telja sig Liberal eða frjálslynd.
Gamla frjálshyggjan vissi ekki hvað frelsi var, yfirráð hennar byggði á ógnarstjórn og kúgun. Hún notaði vissulega orðið frelsi, en aðeins í því samhengi að verksmiðjukapítalið fengi sama alræðisvald yfir verkafólki eins og gamli lénsaðallinn hafði yfir ánauðugum bændum.
Frelsi til að gera það sem henni datt í hug án nokkurra afskipta ríkisvaldsins.
Sú nýja skar sig vissulega úr með því að leggja áherslu á frelsi en í raun í sama samhengi og kommúnistar sem lögðu áherslu og jafnrétti og bræðralag en komu á ógnarstjórn sem var eins víðsfjarri jafnrétti og bræðralagi og óravíddir alheimsins gerði henni kleyft.
Merkingarlaus orð til að hylja yfir fástjórn örfárra í krafti auðs, og eina frelsið er frelsi þeirra til að haga sér að vild.
Ég notaði oft orðið Nýfrjálshyggja en eftir að ég las þá ágætu bók, Örlagaborgin eftir Einar Már Jónsson, þá hætti ég því. Svona nema þegar ég gleymi mér.
Einar sýndi fram á það með beinum rökum að þetta væri sama skepnan, sömu röksemdirnar, sama niðurstaðan.
Og skítafýlan og ódauninn sá sami.
Frjálslyndi og frjálshyggja er andstæður, það fyrra á ekkert sameiginlegt með því síðarnefnda.
Það eina nýja við núverandi frjálshyggju að í gamla daga vissu menn ekki betur, en núna vita menn betur.
Og er alveg sama.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 17:26
Blessaður Stefán Örn.
Ef þú veist dæmi um að 20 manns vinni störf sem 10 geta unnið, þá blessaður vertu, greindu frá því.
En það lýsir aðeins óstjórn og vanhæfu stjórnvaldi.
Og kemur hinni meintu hagræðingu ríkisstjórnarinnar ekkert við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 17:28
Blessaður Almenningur.
Hafðu það bak við eyrað að kauphækkanir fram yfir framlegðaraukningu er ávísun á verðhækkanir.
Eða þá rekstrarstöðvun, og ekki er það góður Keynismi.
Það er ekki rökrétt að skamma glerbrotin fyrir það sem grjótið gerði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 17:30
Blessaður Þjóðólfur bóndi.
Ólafur Margeirsson má eiga að þegar hann áttaði sig að staðreyndir sköruðust á við yfirlýst markmið, þá endurskoðaði hann afstöðu sína til verðtryggingarinnar.
Með öðrum orðum þá er hann fræðimaður, ekki áróðursmaður.
Ólíkt flestum hagfræðingum landsins sem eru fastir á jötu fjármagnsins og leika sig hálfvita uppá hvern dag með vörn sinni fyrir vítisvélinni.
En nota bene, það er vel borgaður hálfvitaskapur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 17:33
Blessaður Pétur Örn.
Ég vona að þú áttir þig á að svarið við þrengingum einyrkja og annarra sem gista gaddinn, er ekki að koma fleiri út á þann gadd.
Að siga hópum saman er annað einkenni frjálshyggjupestarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 17:36
Blessaður Pétur D.
Í fyrsta lagi þá lýsa orð þín um velferðarráðuneytið ákveðnum dómgreindarbresti á hlutverki ríkisstarfsmanna. Örugglega má deila um margt af því sem þeir gera, en þeir sinna lögboðnu hlutverki sem Alþingi ákvað.
Vilji menn minna bákn þá byrja menn að skoða forsendur báknsins. Og spyrja spurninga eins og "Af hverju?", "Til hvers?" og svo framvegis.
Það er endurskipulagning, ekki hagræðing og er framkvæmd á ákveðnu tímabili út frá skiljanlegum rökum og markmiðum.
En ekki út frá sjálfvirkum bjánareglum eins og þessi 10% regla sem þú vitnar í.
Hvort sem henni er beitt í ríkisfyrirtækjum eða einkafyrirtækjum, þá er líklegasta afleiðing hennar að óskilvirkni aukist, og að hún vinni að lokum gegn markmiðum sínum.
Og er algjörlega andstæð skynseminni sem kemur fram í þessum orðum þínum;
Að ég minnist ekki á þá staðreynd sem þú bendir réttilega á um skaðsemi klíku og flokksráðninga. En ég get lofað þér því að ef það væri kannað að þá væru bein tengsl milli óhæfra ráðninga og valdastöðu flokka sem hafa það að yfirlýstu markmiðum sínum að skera niður báknið.
Því rök þeirra eru sótt úr hinum víðlendu ökrum heimskunnar og það liggur því í hlutarins eðli að flokksráðningar þeirra einkennast af ráðningu vanhæfra.
Flokksráðning þarf ekki að vera vanhæf, það er alltaf spurningin um þann sem er ráðinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 17:50
Þetta finnst mér vægast sagt aumt svar hjá þér Ómar og hefði ég búist við dýpra svari frá þér.
Í heilt ár og reyndar allar götur frá hruni hausti 2008, í slagtogi með gjörspilltum stófyrirtækjum og bankaræningjum, hafa starfsmenn ríkisstofnana þagað þunnu hljóði um örlög margra einyrkja og smáfyrirtækja.
Við höfum vesalingarnir höfum þann tíma ekki lifað vegna ríkisvaldsins ... heldur þrátt fyrir það.
Annað hitt:
Hafa lífeyrisréttindi þeirra verið skert á nokkurn hátt í líkingu við það sem almennir hafa þurft að þola?
Neikvæð staða opinbera lífeyrissjóðakerfisins er þó neikvæð um 600 milljarða Ómar!
Um hvað eiginlega snýst þín "hagfræði lífsins" ef ekki um heilbrigða framleiðslu hagfræði þar sem hið marga og smáa gerir eitt stórt?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 18:05
Nú skal ég af þessu gefna tilefni endurtaka athugasemd mína við fyrri pistil þinn Ómar sem þú sagðir þar í athugasemd að lokum: Amen við:
"Þeir sem vilja ekki að sannleikurinn gjöri almúgann frjálsan ...
þeir styðja lygina og er það þeirra stundargræðgi ein sem þar ræður ríkjum og beita þeir valdinu til þess.
Þeir þekkja ekki hin djúpvitru orð um æðstu dyggðina:
"Að glæða og ala önn fyrir, að framleiða en safna ekki auði,
að starfa en heimta ekki, að mega sín mikils án þess að láta til sín taka - það er æðsta dyggðin." (Lao Tse)
Þeir eru valdsjúkir menn dauðans sem girða sig bitru sverði og drepa almúgann - ekki með vopnum heldur vegna sérgæsku sinnar innan ríkisvaldsins og ganga þar erinda auðdrottna einokunarhringanna og leppa þeirra hér á landi.
Þeir skammta sjálfum sér alveg vinstri/hægri ... en hirða ekki um þá sem þeir þó fá réttindi sín frá ... almúganum.
Þannig menn hafa ætíð borið sína eigin feigð í sér
því þeir hirða ekki um skyldurnar en hugsa bara um eigin "réttindi."
Þeirra er ekki eilífðarferðin eftir vegi dyggðarinnar, sagan endurtekur sig sífellt í iðustreymi alls þess sem er.
Þeirra líkir hafa ætíð fallið ... miklu fyrr en síðar ... þó eigi síðar en á nýju ári.
En hvort það boði einhverja nýárs blessaða sól ... það fer eftir okkur, hverju og einu."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 18:11
Sæll Ómar,
ég efast ekki um að rannsóknir þínar á frjálshyggjumönnum eiga við rök að styðjast. Punkturinn sem ég vildi koma að er sá að þó þeir sigli undir fölsku flaggi þá er óþarfi að leifa þeim að komast upp með að stela tungumálinu. Með því að notast við nýfrjálshyggja er það gefið í skin að sú gamla sé úti og það vita allir að nýfrjálshyggjumenn eru drulludelar.
Eins vil ég taka undir með Pétri. Það er nánast búið að útrýma einyrkjanum á Íslandi. Honum er ætlaða að starfa eftir reiknuðu endurgjaldi ríkisskattstjór hvernig svo sem tekjurnar eru. Hann getur ekki starfað undir ehf án þess að borga extra útvarpsgjald svo lítið eitt sé talið. Þetta þekki ég af eigin raun með öll mín fjögur útvarpsgjöld sem ekki er hægt með nokkru móti að losna undan nema með gjaldþrotum. Mér tókst samt að losna við eitt með því að flýa til Noregs. Þeir ríkisstarfsmenn sem ég hef rætt mín vandræði við síðustu ár mættu margir hverjir taka brúsann sinn fyrir mér. Svo læt ég hér eina sögu fylgja með í kaupbæti.
Kunningi minn sem er einyrkji og ehf smiður sagði mér frá því að hann hefði byggt hús fyrir nábúa sinn í næsta bæ. Íbúðarhúsbyggingar hafa verið fátíðar síðustu árin, en þeir kumpánar komust að samkomulagi með að gera þetta upp á gamla mátann. Smiðurinn myndi lána vinnuna og ekki gera reikning fyrr en nábúinn fengi íbúðasjóðslánið. Smiðurinn þyrfti þá ekki að skila virðisaukaskatti til ríkisins sem það endurgreiddi svo húsbyggandanum, þannig sparaði húsbyggandinn sér yfirdrátt hjá bankanum til að fjármagna virðisaukaskatt til sjálfs sín í gegnum smiðinn.
Þetta var nú ekki alveg eins einfalt og í gamla daga. Skatturinn sá það strax eftir að smiðurinn hafði gert reikninginn og skilað vaskinum að svona há laun á tímann gæti enginn haft nema þá kannski skilanefndarmaður eða þá hálfur slitastjórnarformaður. Honum var gert að verða sér út um lærðan endurskoðenda og deila niður tímanum sem það tók að byggja húsið og skila því inn á skýrslum fyrir hvert vsk tímabil áður en húsbyggandi fengi krónu endurgreidda af vaskinum vegna vinnu á byggingastað.
Eftir að þetta var allt klárt þá sektaði skatturinn smiðinn um tæp 200 þúsund fyrir að hafa ekki skila skýrslunum á rétum tíma. Þessi kunningi minn hélt jafnvel að það yrði einhver bið á því að hann færi á næstu bæi í atvinnuleit það kæmi svo miklu betur út fjárhagslega að vera atvinnulaus. Það er sem mig hefur grunað að ehf formið í fyrirtækarekstri er aðeins fyrir þá útvöldu í landsliðinu í kúlu, þá sem veltast vasklaust með kúlulán til að græða á hlutabréfabraski en ekki þá sem standa í atvinnurekstri þeir skulu leggja heimilið að veði til að borga brúsann fyrir stærstu skipulögðu glæpasamtökum lýðveldisins.
Með bestu kveðju frá Noregi.
Magnús Sigurðsson, 4.11.2013 kl. 18:25
Hafðu það eins og þú vilt Pétur.
Víkjum þá fyrst að sannleikanum.
Það er óumdeildur sannleikur, skráður á lögmálstöflur lífsins að þú bætir ekki böl eins með því að skapa öðrum böl. Hvað þá að sá sem býr við böl er látinn sætta sig við bölið með þeim rökum að núna eigi að skapa öðrum böl.
Höfum þetta bara á hreinu Pétur.
Tökum svo næst fyrir staðreyndir.
Einyrkjar og smáfyrirtæki hafa orðið fyrir þungum búsifjum frá Hruni, rétt er það, en hvað hefur það með ríkisstarfsmenn að gera?? Settu þeir þjóðina á hausinn?? Settu þeir hinar íþyngjandi reglur ESB???
Síðast þegar ég vissi þá eru það stjórnmálamenn sem samþykktu EES samninginn, og það er Alþingi sem setur lög og reglur.
Varðandi Hrunið og áhrif þess þá eru það lög um verðtryggingu, sett af stjórnmálamönnum sem mögnuðu upp skuldir fólks, og það var pólitísk ákvörðun að láta sömu mennina og settu okkur á hausinn, ráða hvernig unnið var úr skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Og þeir tóku þá ákvörðun að afskrifa skuldir hinna stóru en ganga hart að einstaklingum og fyrirtækjum þeirra.
Ekkert af þessu kemur ríkisstarfsmönnum við.
Víkjum síðan að rökfærslu þinni Pétur.
Ríkisvald er ekki lifandi skepna með sjálfstæðan vilja. Það er kerfi sem bæði er hægt að beita til góðs eða ills. Og það er sá sem beitir því sem ábyrgðina ber.
Þess vegna er tekist á um stjórnmál, og þess vegna lem ég á frjálshyggjupestinni og þeim rasisma gegn ríkisstarfsmönnum sem hún elur á.
Lýðræði er ekki sjálfkrafa vont þó Hitler hafi hlotið lýðræðislega kosningu og þó Stalín hafi beitt ríkisvaldi fyrir sig í aðför sinni að sjálfstæðum smábændum í Úkraínu á sínum tíma, þá er engin sjálfvirk tenging þar á milli.
Í USA var Franklin D. Rossevelt kosinn lýðræðislegri kosningu á sama tíma og Hitler, og á Íslandi beitti ríkisvaldið sér fyrir umbætum og uppbyggingu í sveitum þegar Stalín rændi og ruplaði sveitir.
Sama kerfi, ólíkar leiðir, sem menn taka ákvörðun um.
Síðan eru þetta órök, "hafa starfsmenn ríkisstofnana þagað þunnu hljóði ", og þú veist það sjálfur. Bæði er þetta alhæfing um heilan hóp sem og að með sömu rökum mætti siga Vigdísi Hauksdóttur á starfsmenn orkufyrirtækja eða starfsmenn í ferðaþjónustu eða yfir höfuð starfsmenn í öllum starfsgreinum því mér vitanlega hefur enginn komið einyrkjum og smáfyrirtækjum til varnar í þeirri merkingu sem þú setur fram rök þín.
Yfir höfuð hefur enginn komið öðrum til hjálpar á Íslandi í dag. Fólk hefur aðeins kvartað þegar ólögin og ruplið hefur bitnað á því sjálfu. Annars í besta falli þagað en oft misst úr úr sér að þetta sé gott á viðkomandi.
Varðandi lífeyriskerfið þá sé ég ekki að það komi þessu dæmi við, tel óþarfi að ræða það í þessu samhengi, og ef ég myndi gera það, þá væri það ekki á forsendum peningakenningar Friedmans heldur á forsendum Keynisma.
Loks vil ég benda þér á Pétur að í raunheimi þá er öflugt og skilvirkt ríkisvald ein af forsendum hagfræði lífsins. Raunveruleikinn kann engin dæmi um að velmegun fari saman við veikt ríkisvald.
Þvert á móti, veiku ríkisvaldi fylgir óöld og arðrán hinna örfáu.
Sem skýrir árásir frjálshyggjunnar á ríkisvaldið.
Og útskýrir líka umvandanir Taóismans um rétta hegðun og samræmi hlutanna.
Láttu ekki frjálshyggjuna spila með þig Pétur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 20:10
Eins og næstum allir helstu þjóðfélagsrýnar sögunnar voru búnir að sjá fyrir, Marx einn undantekningin þar frá, þá er of sterkt ríkisvald uppskriftin að mestu hugsanlegu hörmungum, og meiri hörmungum en hægt er að hugsa sér. Þú ættir að lesa kenningar þeirra. Þeir reyndust sannspáir um allt. Öflugt velferðarkerfi og lágmarksríki á öðrum sviðum geta vel farið saman. Eins og Weber benti á á einstaklingurinn helst von um minnsta frelsi í þessari veröld ef valdið nær ekki að vera miðstírt og safnast ekki á einar hendur. Enn merkari menn fengust einkum við spurningar um mikilvægi þess að splitta ríkisvaldinu upp, og sjá til þess enginn armur yrði of öflugur, því annars voru velflestir gömlu þjóðfélagsfræðinganna sammála um myndi of sterk ríkisvald alltaf á öllum stundum leiða til hreins einræðis. Það hefur ræst og oft gerst í sögunni. ESB er í mikilli hættu með að verða einræðisríki út af gölluðu kerfi. Eina ástæðan Bandaríkin hafa ekki þróast í hreint einræðisríki er aðskilnaður valds þar á ýmsum stigum, sem var hannaður inn í kerfið frá upphafi.
Guðni (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 20:24
Blessaður Magnús.
Ég veit svo sem ekki hvað ég á að segja yfir þessu innslagi þínu.
Það verða seint kallaðar rannsóknir að lesa uppúr sögubókum hvað gerðist á ákveðnum tímabilum.
England á tímum Laze fair var lögregluríki þar sem verkafólki var haldið niðri með atbeina ríkisvaldsins. Það sjá allir hvað hefur gerst í dag og besti vitnisburðurinn er sú ákafa viðleitni frjálshyggjustrákanna að sverja af sér alla tengingu við þá stjórnmálamenn sem kenna sig við frjálshyggju, og hafa ráðið Vesturlöndum síðustu 2-3 áratugina.
Einar Már Jónsson færði rök fyrir að ekki nokkur munur væri á frjálshyggjunni í dag og var í den, en hins vegar má segja að hann hafi rannsakað töluvert tímabilið sem hún skaut rótum í Englandi á fyrra tímabili sínu.
Síðan er það mín skoðun að menn viti betur í dag en í den, án þess að ég hafi nokkuð vitnað í rannsóknir þar um, hvorki mínar eða annarra.
Frjálshyggjan er hins vegar kennisetning eða hagtrúarbrögð sem á sér miklu víðari skírskotun en að hægt sé að afgreiða hana með nokkrum drulludelum í jakkafötum. Drulludelarnir eru eiginlega afleiðing af kenningum hennar, líkt og kúgun og einræði er óhjákvæmilega afleiðing þess að reyna þröngva kommúnisma uppá þjóðir.
Síðan held ég að það séu yfirleitt andstæðingar frjálshyggjunnar sem nota orðið Nýfrjálshyggja, og þetta Ný- má líklegast rekja til Newt Gingritch þegar hann skilgreindi stefnu sína sem "New conservative".
Varðandi andsvar mitt um misnotkun frjálshyggjumanna á orðinu frelsi, þá greip ég eiginlega gæsina til að hnykkja á andsvari mínu til Bara spyr, en það er hann sem kom með frelsis hugtakið inní þennan þráð. Sjálfur minntist ég ekkert á frelsi í pistli mínum, og ég reiknaði með að þú hefðir gripið það orð úr athugasemd Bara spyr, en þar sem þú stílaðir innslagið á mig, þá kaus ég að halda áfram á þeirri braut.
Annars er ég mikið sammála þér með misnotkun tungumálsins, frjálshyggjan á slíka misnotkun sameiginlega með öðrum skaðræðis ismum eins og kommúnisma og nasisma. Nefni þann þriðja ekki svo ég losni við athugasemdir um trúarrasisma.
Að lokum vil ég benda vini þínum á að hann hefði átt að lesa lögin um virðisauka áður en hann ákvað að gera hlutina uppá gamla móðinn. Þau eru skýr og banna svona undanskot.
Sé samt ekki tenginguna við atvinnuleysi, það er ekkert samhengi milli þess og fara framhjá virðisaukaskattkerfinu.
En kjarninn er sá að þjóðin var illa leikin, sem og aðrar þjóðir Vesturlanda.
Sá ljóti leikur var í boði stjórnmálamanna sem kenna sig við frjálshyggju, og þeir voru fjármagnaðir af þeim öflum sem sáu almenning sem fjárþúfu.
Síðasta ríkisstjórn gekk erinda þessara manna, núverandi gerir það líka.
Það er ekki ríkisvaldinu að kenna eða því fólki sem vinnur hjá ríkinu. Ekki per se.
Heldur okkur sem umberum ósómann.
Til dæmis með því að láta spila með okkur út í hið óendanlega, og með því að láta þessi öfl etja fólki saman.
Ábyrgðin er okkar því við búum í lýðræðisþjóðfélagi og höfum öll tæki til að skipta um stjórnvald.
Tæki sem við höfum ekki nýtt okkur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 20:43
Blessaður Guðni.
Án þess að ég ætli nokkuð að rifja upp Weber, sem ég fékk nóg af eftir félagsfræði kúrsinn hjá Stefáni Ólafssyni, þá vil ég benda þér á eina mjög stóra rökvillu í rökfærslu þinni.
Þú hundsar algjörlega sögulegar staðreyndir, eða með öðrum orðum, þú rífst við söguna.
Það er einfaldlega rangt að "of sterkt ríkisvald uppskriftin að mestu hugsanlegu hörmungum, og meiri hörmungum en hægt er að hugsa sér."
Það getur gert það, en þú slepptir orðinu getur, og gerðir þig sekan um kolranga alhæfingu.
Sagan kann fjölmörg dæmi um sterkt ríkisvald, og meira að segja það sterkt að ríkisvaldið stjórnaði allri matvælaframleiðslu og útdeildi síðan gæðum eftir sínu höfði, án þess að það hafi leitt til hörmunga eða hvað þá hörmunga fram yfir mörk ímyndunaraflsins.
Sagan kann hins vegar engin dæmi um að veikt ríkisvald hafi þrifist nema á afskekktum stöðum.
Á því eru tvennar skýringar, sú fyrri kallast samkeppni þjóðanna og sú seinni kallast upplausn vegna innbyrðis togstreitu valdahópa.
Eins er þessi fullyrðing augljóslega röng; "of sterk ríkisvald alltaf á öllum stundum leiða til hreins einræðis." Margt má segja um Svíana en einræði er ekki eitt af því sem má núa þeim um nasir.
Þessi fullyrðing er hins vegar rétt, eða þannig séð, "ESB er í mikilli hættu með að verða einræðisríki út af gölluðu kerfi." En þetta kemur ríkisvaldi ekkert við, heldur eins og þú segir réttilega, gölluðu kerfi, og svo ég vísi í þráð hér að ofan, þá eru það mennirnir sem bera ábyrgð á kerfinu, en ekki kerfið sem slíkt.
Kaldhæðnin með ESB er sú að því er stýrt af vanheilögu bandalagi búrókrata og stórfyrirtækja og stærstu ríki þess lúta valdi stjórnmálamanna sem kenna sig við frjálshyggju, ef ekki í orði, þá á borði. Reyndar eru þýskir íhaldsmenn ennþá gamaldags, og lítt smitaðir af þessari óværu, en þeir eru engu síður hluti af hinu vanheilaga bandalagi.
Síðan get ég ekki verið meira sammála þessum fullyrðingum "að splitta ríkisvaldinu upp, ....... og sjá til þess enginn armur yrði of öflugur, ..... aðskilnaður valds þar á ýmsum stigum, sem var hannaður inn í kerfið frá upphafi. ", togstreita ólíkra hagsmuna og ólíkra valdaelementa er líklegasta leiðin að bestri niðurstöðu.
En kemur meintum styrk ríkisvalds ekkert við.
Þó ríkisvald sé splittað þá getur það verið öflugt, og öfugt.
Hlutirnir eru aldrei svarthvítir frasar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 21:15
Sæll Ómar, bara svo það misskiljist ekki þá skaut félagi minn engum virðisauka undan og það stóð aldrei til heldur taldi hann sig getað gert hann upp um leið og tekjurnar fyrir honum yrðu til m.ö.o. peningar. Að öðrum kosti yrði að fjármagna hann með lántökum líkt og aðrar tekjur sem hann hafði af verkefninu þar til íbúðalánsjóðs lánið fengist við fokheldi. Það sem einyrkjum ber að gera samkvæmt þessu er að taka lán til borga reiknað endurgjald og í þessu tilfelli einnig virðisauka sem síðan rann til húsbyggendans vegna reglna um vinnu á byggingastað. Semsagt að taka lán til að borga sér laun sem hann hafði ekki fengið til að borga skatt + virðisauka.
Nú hefur endurskoðandi sagt mér að þetta sé alls ekkert einsdæmi, rétt eins og þú bent á lögin. En hann sagði þó að honum þætti verra að þeir væru farnir að heimfæra þetta með svipuðum hætti upp á bændur sem hefðu tekjur einu sinni á ári en útjöld jafnt yfir árið. Þannig að nú þyrftu bændur að fjármagna virðisaukaskatt með lántökum sem þeir ættu inni hjá ríkinu þangað til að þeir gætu sýnt tekjur á móti. Þetta er skipuleg glæpastarfsem i boði ríkis og banka hver svo sem lögin eru.
Magnús Sigurðsson, 4.11.2013 kl. 21:24
Sem ég er reyndar alveg sammála þér um Magnús.
Á öllum tímum er tilhneiging hjá kerfinu að vera algjörlega sálarlaust, og að þenja sig út yfir öll skynsamleg mörk.
Og öllu verst er það þegar sálarlaust fólk stjórnar því, og þar með komum við enn og aftur af ófétunum sem kenna sig við frelsi og kalla sig frjálshyggjumenn.
Í dag eru þeir upphaf og endir alls.
Og aldrei of oft skammaðir.
Takk samt að leiðrétta ákveðinn misskilning, sé hann þegar þú bendir á hann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 21:39
Hafðu það sömuleiðis sem þú vilt Ómar.
Hélt við þekktumst betur en svo að þú kjósir að tala niður til mín,
sbr. þessi vægast sagt hrokafullu orð þín "láttu ekki frjálshyggjuna spila með þig".
Ég ætla ekki að segja hér meira Ómar Geirsson!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 23:51
Frjálshyggja, það er eitt af þessum orðum sem margir nota, en fæstir virðast skilja hvað þýðir. Núverandi notkun orðsins er svolítið eins og að taka upp á því að kalla grasið rautt, snjónn heitan eða myrkrið bjart.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.11.2013 kl. 07:29
Nei Pétur, það er ekki öllum gefið að tala upp til fólks eins og þú gerðir hér í athugasemdum þínum að ofan.
Og þú ættir að þekkja mig betur en það en að láta þér detta það í hug að mæta inná miðjan vígvöllinn þegar ég er önnum kafinn að höggva mann og annan, og ætlast til þess að ég felli sverðið vegna þess að þér datt óvart í hug að mæra skrímslahagfræðina. En ég benti þér kurteislega á kjarna málsins, þetta með bölið. Framhaldið var síðan undir þér komið.
Það vill nefnilega svo til Pétur að mótrök frjálshyggjunnar batna ekkert þó þeim sé haldið fram af mönnum sem telja sig ekki frjálshyggjumenn og í stríðinu við hið svarta vald er undanlátsemi gagnvart þeim bein ávísun á algjöran ósigur.
Hvort sem þú feisar það eða ekki.
En þar sem sverðaglamrinu við frjálshyggjumenn er lokið í bili, og ég hef ennþá komist upp með ögranir mínar í þessari pistlatörn, þá skal ég bregða mér úr hlutverki stríðsmannsins, og útskýra harkalegar skammir mínar á Framsóknarmenn.
Til að það verði auðlæsilegar, því þó ég sé kominn á þrítugustu athugasemd, þá eru þær lesnar af fleiri en þeim sem málið varða, að þá ætla ég að skella þeim í nýja athugasemd.
Á meðan,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2013 kl. 11:05
Blessaður aftur Pétur.
Þó margir séu sárir yfir meintum svikum framsóknarmanna, þá gildir það ekki um mig. Þeir fengu ekki fylgi til að breyta neinu, þegar á reyndi þá féll fólk í áróðursgildu Sjálfstæðisflokksins og trúði að hókus pókus skattaleið þeirra væri sett fram í alvöru.
Framsóknarflokkurinn gat vissulega verið trúr stefnu sinni og sleppt því að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, en það er mannlegt að láta undan valdaþránni.
Um Sjálfstæðisflokkinn gerði ég mér engar grillur, hann laug því sem hann þurfti að ljúga til að komast til valda.
Rauða dulan var stofnun þessarar hagræðingarnefndar, eftir allt hagræðingartal síðustu ríkisstjórnar þá var ég endalega búinn að fá nóg af þessu lýðskrumi frjálshyggjunnar. Það var þá sem skilgreiningin á fjárlögum dauðans varð til, og ég beið aðeins eftir rétta tækifærinu, það er sjálfu fjárlögunum, til að keyra á þeirri skilgreiningu.
Og rétta tímanum til að hamast á Framsóknarflokknum þegar fólki yrði ljós svik hans eða getuleysi réttara sagt við að leiðrétta skuldir heimilanna.
Blessunin hún Vigdís hefur síðan séð um að halda dulunni á lofti þegar nennuleysið hefur hrjáð mig.
En ég hef nennt að lesa, þó seint geti það talist rannsóknir í anda Magnúsar.
Ég er núna að lesa bók sem segir allt sem segja þarf um skrímslin og skrímslahagfræðina sem kennd er við frjálshyggju. Bókin er Bréf til Maríu, og er eftir Einar Már Jónsson.
Lestu hana Pétur, það væri fróðlegt fyrir þig.
Þetta segir Einar meðal annars um vinnubrögðin sem útskýra útbreiðslu frjálshyggjunnar;
Áður var Einar Már búinn að benda gegn hverjum þetta hatur beindist.
Og enn áður hvernig umbylting tungumálsins var forsenda þess að áróðurinn tókst.
Sambærilegt viðrini eða orðskrípi hérna er orðið "hagræðing".
Einar Már dregur fram dæmi um fáráð þessa hugtakaruglings og bendir á hvernig hún gæti endað.
Þessi yfirtaka hugans, yfirtaka hinnar opinberu umræðu er að gerast um allan heim.
Og fólk lætur siga sér eins og hundum á ímyndaða óvini.
En ef það lítur ekki á sig sem hunda, þá kallast það ekki að tala niður til þess að benda því á að það sé ekki hundar.
Að það eigi að vakna uppaf drunga hins svarta svefns, og sjá hvað er að gerast í kringum sig, sjá hvernig mara hins svarta valds hefur lagst yfir þjóðfélagið og hvernig það stjórnar jafnvel andófinu með hugtakanotkun sinni.
Það kallast að segja sannleikann Pétur, og það er sannleikurinn sem gerir menn frjálsa.
Menn geta svo gert það upp við sig hvort þeir hafa bak til að bera hann.
Og að lokum þetta.
Taóismi og Konfúsismi komu fram sem andsvar andans manna gegn þeirri ringulreið sem varð í Kína eftir fall fyrstu keisaraættarinnar. Ringulreið sem varð vegna þess að ríkisvaldið gufaði upp. Ringulreið sem var kannski fyrsta frjálshyggja sögunnar og kostaði milljónir mannslífa og ómældar þjáningar almennings.
Konfúsismi lagði áherslu á reglufesti og réttláta stjórnun miðstýrðs ríkisvalds en Taóisminn lagði áherslu á rétta breytni svo ríkisvaldið yrði réttlátt.
Taóisminn lagði ekki til anarkisma, Kínverjar vissu of vel hvað hann þýddi.
Rétt breytni krefst lágmarks reglna, og það er markmið aðferðarfræði lífsins.
Að allt vaxi og grói í samræmi við harmoníu lífsins, aðeins þannig komist maðurinn af.
Aðferðafræði lífsins leggur ekki til hatur gegn ákveðnum hópum og aðferðafræði lífsins leggur ekki til upplausn og glundroða.
Ekki frekar en Taóisminn á sínum tíma, enda er hann aðeins ein birtingarmynd hinnar mögnuðu Aðferðafræði lífsins og í fullu samræmi við Hagfræði þess.
Taóisminn þolir sannleikann.
Taóisminn segir sannleikann.
En þú getur sleppt því að ræða hann við mig Pétur minn.
Það er þín ákvörðun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2013 kl. 11:59
Enginn þekkir taó og allra síst ég eða þú Ómar minn.
M.a.s. Lao Tse segir strax í fyrsta versi að hann fjalli ekki um taó-ið sjálft
heldur veginn til dyggðarinnar.
Meistarar taóismans eru einungis tveir, Lao Tse og Chuang Tse.
Ég hef marglesið verk beggja, hefur þú það Ómar?
Konfúsíanistar og búrakratar eru enn þann dag í dag að reyna að umbreyta textum þeirra sér og hirðunum í hag.
Mér virðist sem þú vitir það ekki Ómar.
Ég mæli eindregið með því að þú látir svo lítið að lesa alla 33 kafla Chuang Tse. Hann er reyndar af mér vitrari mönnum nefndur fyrsti alvöru heimspekilegi anarkisti mannkynssögunnar,
en það vissir þú ekki, enda veit ég að þú hefur ekki lesið kafla hans. Þó er hann af öllum sem eitthvað vit hafa á taóiskum fræðum talinn grundvallarlesning til skilnings á litla kverinu hans Lao Tse. Nægir þar að minnast á ábendingar Yngva og Jakobar Smára Jóhannessona í eftirmála að þeirra þýðingu (sem Halldór Laxness taldi að væri svo einstaklega góð að mig undrar hvers vegna Njörður P. Njarðvík kaus sér og hirðinni að þýða upp á nýtt).
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 15:04
Mæli svo með því að svo jarðbundinn maður sem steingeitin þú ert kynnir þér fremur
Common Sense eftir Thomas Paine, en að messa yfir mér um taóísk fræði.
Kært kvaddur að sinni Ómar minn.
Athugasemd þessi er nr. 33, líkt og kaflar Chuang Tse :-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 15:12
Taóismi er nokkurn veginn hin fullkomna andstaða Kína nútímans, þar sem við sjáum best hvernig of sterkt ríkisvald getur endað. Kínversk "munaðarleysingjahæli" (breytt litróf frá andlegum og líkamlegum pyntingarbúðum yfir í biðsali eftir dauðanum, þar sem starfsfólki er stranglega bannað að skipta sér af börnunum). http://www.youtube.com/watch?v=QB7CZci3xFg
Lifi frelsið! (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 19:17
Ephesians 6:10-12:
“Finally, my brethren, be strong in the Lord, and in the power of his might.
Put on the whole armour of God, that ye may be able to stand against the wiles of the devil.
For we wrestle not against flesh and blood,
but against principalities, against powers,
against the rulers of the darkness of this world,
against spiritual wickedness in high places.”
Sjáandinn (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 19:49
Blessaður Pétur.
Mun betur kann ég við murrið í ljóninu í þágu taóisma en öskur þess til varnar villukenningum frjálshyggjunnar.
Ég dreg það ekki í efa að mætir menn nútímans lesi anarkisma út úr mörgu af því sem hinir fornu taóistar sögðu, en ég dreg það stórlega í efa að hinir sömu hafi mikla þekkingu á kínverskri sögu eða geri sér grein fyrir hvílíkar hörmungar almenningur þurfti að þola á tímum herstjóranna og herríkjanna, sem börðust um völdin eftir að Zhou veldið leið undir lok. Þér er velkomið að sýna mér fram á annað en á meðan ætla ég ekki að láta þá njóta vafans.
Það er rétt að ekki hef ég lesið neitt í taóisma, en ég lítillega lesið um hann og það samhengi sem hann spratt úr. En ég þekki ágætlega til kínverskrar sögu á þessu tímabili og séð örfáar kínverskar myndir sem fjalla um þennan tíma.
Allt samt eftir minni þegar ég messaði mína stuttu messu yfir þér.
Lítum á messu mína;
Það síðasta er reyndar frá þér komið, tenging mín við aðferðafræði lífsins sækir líka í þinn viskubrunn. Lýsingin á hinum sagnfræðilega bakgrunni er mín orð eftir minni, og að sjálfsögðu er frjálshyggjutengingin mín útlistun.
En þetta er mitt orðalag um kjarna hinnar kínversku speki sem kennd er við veginn.
Feitletruðu orðin eru kjarni þess sem mig minnti að væri sagt um hann í Mannkynssögu AB, 2. bindi þar sem fjallað er um Miðríkið eftir að tíma goðsagnanna lauk. Um það bil 10 ára gamalt minni nákvæmlega.
Ég fletti uppá þessum kafla í dag og athugaði hið nákvæma orðalag sagnfræðibókarinnar.
Sökum lengdar þá kemur það í næstu athugasemd.
Á meðan er það kveðjan.
Ómar Geirsson, 5.11.2013 kl. 22:32
Þetta segir í kaflanum um hina 100 heimspekiskóla um jarðveginn sem kínverska heimspekin spratt upp úr.
Feitletrunin er mín en ég get ekki að því gert að mér finnst minnið ekki hafa svikið mig mikið, þó alltaf megi deila um orðalagið.
En vissulega segir þetta ekkert um taóismann og hann var vissulega andstaða við stjórnlyndi konfúsismans.
En er líklegt að hann hafi viljað viðhalda ástandi valdbeitingar og stjórnleysis???
Sem varð vegna upplausnar ríkisvaldsins!!
Til þess hefðu menn þurft að vera andskoti svartir í sálunni, og það verri en hin svarta frjálshyggja.
Þetta er mín útlegging; "Rétt breytni krefst lágmarks reglna".
Þetta er held ég kjarni þess sem sagt var um taóismann í mannkynssögubók AB.;
Ég held að ég hafi náð kjarnanum alveg ágætlega Pétur, og það er himinn og haf milli þessa og anarkisma.
Ríkisvaldið er svar mannsandans við upplausn og stjórnleysi en með auknum þroska mannsins þá verður alltaf minni og minni þörf fyrir það.
Rétt breytni, þar með lágmarksreglur.
En það verður að vera samræmi þarna á milli, ef ríkisvaldið gufar alltí einu upp, þá fylla hinir valdasjúku uppí tómarúmið, og í þeirra augum er almenningur aðeins sláturfé í valdabaráttu þeirra og auðsöfnun.
Þeir sem höfðu séð heilu borgirnar eyddar með mönnum og músum, og heilar sveitirnar þurrkaðar út, eða stanslausa kúgun og yfirgang hins sterka, þeir lögðu ekki til anarkisma.
Flóknara er það ekki.
En þeim dreymdi um samræmi milli himins og jarðar, og áttu sér draum um það sem ég kalla himnaríki á jörðu. Þar sem stjórnvald tryggði samræmið og friðinn, en þyrfti sem minnst að skipta sér af þegnum sínum.
En án stjórnvalds, Nei. Ekki meðan við erum að ræða um Homo sapiens.
Á himnum kannski, þegar við erum laus við hið genetíska hulstur mannapans, en fréttir herma að þar sé samt eitthvað yfirvald.
Anarkismi er aðeins í þágu valdsjúkra ofbeldismanna.
Og þann sannleik þolir taóisminn.
Hann tókst á við hann, og kom með svar.
Gott svar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2013 kl. 23:00
En það er rétt Pétur, að ekkert hef ég lesið, nema brot hér og þar sem hafa verið týnd í mig við hin og þessi tækifæri.
En maður þarf ekki að lesa til að skilja einfaldan sannleika. Maður þarf aðeins að bera sig eftir honum.
Treysta sinni dómgreind og láta þá sem ekkert skilja ekki villa sér sýn. Í túlkun á taóisma er enginn einn skóli, þar sem tveir fræðingar koma saman, eru málin rædd og krufin til mergjar.
Þó er hægt að notast við ýmis hjálpartæki, til dæmis orð þeirra sem sjálfir hafa reynt að skilja.
Í mínum huga er þetta samræmi himins og jarðar ekkert flókið, og flækjur aðeins til þess eins að flækja málið.
Ég hef lesið kvæði sem mér finnst tímalaus snilld, og segir eiginlega allt um þetta samræmi, og hvernig fólki ber að nálgast það.
Lokaorð mín til þín er þetta kvæði, sem kemur í næstu og síðustu athugasemd minni.
Hafðu það svo gott vinur.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 5.11.2013 kl. 23:14
Ómar Geirsson, 5.11.2013 kl. 23:24
Og heldur þú virkilega Ómar að afi hafi verið búrakrati?
Nei Ómar minn, afi virkjaði áður en búrakratarnir sölsuðu allt undir reglugerðir sínar
og komu því í hendur bankafursta og stórglæpamanna.
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 23:59
Hins vegar getum við sagt sem svo að átakablogg þitt er í stíl afa
því þannig virkjum við lesendur til að taka afstöðu í iðustreymi verðandarinnar;
athugasemdirnar eru hér almennt séð miklu betri en þessi fremur búrakratalegi pistill:-)
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 00:07
Leyfðu mér svo að enda þetta svona Ómar minn, sem athugasemd númer 42:
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 00:15
Af kynjum og víddum ... og loftbólum andans
(bókin er allt í einu ... tær ljóðræna, taóísk heimspeki og spenna; það segja mér ljóðelskandi konur)
Fæst í öllum betri bókaverslunum eins og stundum er sagt :-)
Fyrigefðu mér að auglýsa bókina hér hjá þér. Ekkert auglýsingafé er til og ég án allra styrkja.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 01:13
Blessaður Ljóðskáld lífsins.
Þó ég hafi sett punktinn yfir i-ið í spjalli mínu við Pétur Örn, þá átt þú inni hjá mér athugasemd vegna þess bessaleyfis að ég birti ljóð þitt með lítilháttar leiðréttinum.
Ég veit að þetta var hugsað sem heilræðisvísa í anda Hallgríms Péturssonar handa Alþingi, og hét þess vegna Straumur. Og þannig skildi ég það fyrst.
Síðan einfaldlega kviknaði hjá mér ljós, og ég sá hina djúpu visku ljóðsins í samhengi við lífsandann sem allt nærir og græðir, og græðir upp.
Og tengingin við Alþingi fór út, og lífið kom inn, og úr varð tímalaus snilld.
Annað af tveimur bestu ljóðum sem ég hef lesið á íslenskri tungu, hitt er Kvæðið um Krist, eftir Stein Steinar.
En skilningur á einu, er ekki alltaf skilningur á öðru Ljóðskáld mitt, og lítill er þinn skilningur ef þú lest eitthvað um búrókratisma úr orðum mínu, hvað þá mæringu á slíkum isma.
Ég skal segja þér eina dæmisögu frá Kína, sú mæta þjóð hefur líklegast reynt allt nema Byltingu lífsins, sem útskýrir muninn á ríkisvaldi og búrókratisma. Saga sem líka er sögð í mannkynssögubók AB.
Á þrettándu öld var svo komið fyrir kínverska keisaradæminu að það ræktaði meira skrifræðið en það tæki sem var því lífsnauðsynlegt til að lifa af í samkeppni þjóðanna, herinn.
Það uppskar hrun, en í þetta sinn voru sigurvegararnir engir venjulegir ræningjar af steppum Asíu, heldur einbeittir Mongólar sem héldu fast í þá siðvenju sína að útrýma þeim sem þeir sigruðu.
Og þeir hófust handa við að útrýma kínversku þjóðinni, og voru bara helv. duglegir við það, enda vanir menn.
Skrifræðið var sem sagt næstum því búið að gera út af við þjóðina.
Til bjargar kom aldinn spekingur sem benti hinum mongólska Kahn á að hagkvæmara væri að leyfa þjóðinni að lifa, og framleiða, svo hægt væri að ræna hana aftur og aftur, í stað þess að gera það í þetta eina skiptið, því dautt fólk er ekki aftur rænt.
Sem betur fer var Kahnin skynsamur maður og lét hefðina víkja fyrir hagkvæmninni, og nýtt blómaskeið hófst í kínverskri sögu.
Skrifræðið er í raun eitt form stjórnleysis, kemur stjórn ekkert við.
En skilvirkar reglur gera það hins vegar.
Þú sáir ekki í jörðina til að uppskera ef þú hundsar tæknina sem þarf til að útsæðið skili uppskeru.
Þetta er eitt af lögmálum lífsins, hluti af samræminu sem þarf að ríkja milli himins og jarðar, svo samfélagið fái lifað og blómstrað.
Og við lögmál lífsins er ekki rifist.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2013 kl. 10:56
Sumar athugasemdir hér eru magnaðar og fá mann til að hugsa málin.
Flowell, 6.11.2013 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.