3.11.2013 | 01:28
Hver styður lygina??
Ég bara spyr.
Ekki fólkið sem gagnrýndi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir.
Núverandi ríkisstjórn hefur í einu og öllu framfylgt hennar stefnu.
Í þágu auðs og fjármagns.
Aðeins tvennt vekur furðu.
Annað er ekki fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Ben hlaut þennan stuðning í ICEsave svikum sínum.
Gamalt fólk, siðblint fólk, fólk auðs og valda studdi þá svikasamninga.
Það studdi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir, og styður enn, þá kjóli hafi verið skipt út fyrir jakkaföt.
Það sem vekur furðu er að Framsóknarflokkurinn mælist ennþá með fylgi.
Hvað þarf oft að ljúga til að lygi hætti að virka??
Dugar ekki ein hagræðingarnefnd, þarf aðra til?????
Hitt sem vekur furðu er fylgi eldri borgara landsins við stjórn eyðingar og hörmungar.
Hverjir gjalda fyrst óskadraums frjálshyggjunnar??
Er það ekki fólkið sem ekki er hagkvæmt að hjúkra??
Afar okkar og ömmur, eða ef við erum eldri en börn Frjálshyggjunnar??, feður okkar og mæður.
Tæplega 30% þjóðarinnar kýs yfir sig auðn og eyðileggingu.
Þar að eru ríkir um það bil 2% þjóðarinnar.
Hvað er að hinu fólkinu.
Fólkinu sem var á móti Steingrími og Jóhönnu??
Var rangt rétt þegar hið ranga sagði að nú myndi þeirra fólk fremja hervirkin???
Hvar er allt hið góða fólk sem barðist gegn AGS og ICEsave??
Útí þjóðfélaginu og hér á Moggablogginu??
Hvar er Davíð Oddsson???
Vill hann alltíeinu ESB maður vegna þess að Bjarni Ben yngri sagði að það væri í þágu auðs og fjármagns???
Hvar er sjálfstæðisbaráttan??, hvar er manndómurinn???
Dugði að skipta um ógæfufólkið eða var eina skilyrði Morgunblaðsins að þeir sem seldu landið , hétu Bjarni og væru synir Benedikts??
Þjóðin gaf rauða spjaldið í síðustu kosningum.
Mogginn hélt uppá hundrað ára afmæli sitt með því að ljúga.
Að ICEsave væri rétt, að aðild að ESB væri lausnin.
Að fjármagn sigraði sannfæringu, að Útgefandinn sigraði Ritstjórann.
Að Davíð væri ekki Steingeit.
Að lygin sigraði allt.
Nema kannski sannleikann??
Kveðja að austan.
Ríkisstjórnin aldrei óvinsælli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 450
- Frá upphafi: 1412812
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 389
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Hvenær ætlar þú að nota hugtök rétt? Hérlendis hefur engin frjálshyggja verið ríkjandi og ekki heldur í USA. Það að Icesave var fellt er frjálshyggjuhugmynd - frjálshyggjan vill engan pilsfaldakapítalisma.
Flest ef ekki öll hugtök er hægt að skilgreina. Kynntu þér merkingu og skilgreiningu hugtaka áður en þú notar þau.
Áður en við aflífum Framsókn skulum við bíða í smástund og sjá hvað kemur út úr þessari nefnd varðandi lánin. Ef ekkert hefur gerst í sumar skal ég fordæma þá - má ekki láta Framsókn njóta vafans þangað til? Mér finnst þetta að vísu taka of langan tíma en gefum þessu aðeins meiri tíma og dæmum elítuna af verkunum.
Helgi (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 09:38
Það er trúlega eitthvað einstaklingsbundið hvar þolmörkin gagnvart núverandi stjórnvöldum liggja.
Sjálfur læt ég nóvember líða. Að honum liðnum býst ég við að hafa skýrari mynd af því í hausnum hvert stefnir. Ef að niðurstaðan verður sú að stjórnina brestur kjark gagnvart kröfuhöfum, en í "hárskurði" á "eignum" þeirra liggur framtíð íslenskra heimila, heilbrigðiskerfis og velferðar að mínu mati, þá mun ég ekki draga af mér við að murka lífið úr xD/xB stjórninni. Ég mun einfaldlega líta á það sem mína göfugustu skyldu að aðstoða við að koma henni frá. Það skal þó tekið fram að hverju sem fram vindur þá mun það engu breyta um djúpstæða fyrirlitningu mína á samfylkingunni.
Kv. Seiken
Benedikt Helgason, 3.11.2013 kl. 09:39
Vel mælt, Ómar.
Sem betur fer, þá virðist stórveldistíma Sjálfstæðisflokksins loksins lokið og er hann á öruggri leið með að verða meinlaus tuttugu prósenta flokkur auðmanna og þeirra auma þýs og þjóna. Hvað Framsóknarflokkinn varðar, þá munu örlög hans sömuleiðis skýrast á næstu vikum.
Jónatan Karlsson, 3.11.2013 kl. 11:31
Seiken og Helgi, Framsókn er búin að sýna á spilin. Þar eru ekkert nema jókerar.
Varðandi leiréttingar til eldriborgara og öryrkja varð strax að teygjanlegu hugtaki og síðan örlítið pissað utaní verkefnið og látið duga.
Ef þeir hefðu einhverjar skuldaleiðréttingar upp í erminni þá væri fullkomnlega siðlaust að stöðva ekki uppboð á húsum þeirra sem ættu rétt á þeirri leiðréttingu.
Af hverju stöðva þeir ekki uppboðin?
Af því að þeir hafa enga lausn!
Ekkert nema jókerar og lýgi á þeim bænum.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 16:16
Ómar. Þegar ég velti því virkilega fyrir mér, þá finnst mér klikkaða græðgi-siðblindu-augað í Bretastýrða dollara-píramídanum í Bandaríkjunum stjórna öllu ferlinu frá A til Ö.
Flokkastríðin eru til þess hönnuð frá efstu hæðum heimsveldis-mafíunnar, að sundra þjóðinni/þjóðunum. Mafíuklíkunnar sem notar til þess einstaklinga, sem selja óafvitandi sálu sína og réttlætishugsjón, kannski vegna kúgana/hótana heimsveldis-auðmanna-djöflanna í toppnum á heimsveldis-píramída-dollaranum.
Meðan umræðan kemst ekki á siðferðislega þroskaðra friðar-stig en raun ber vitni, í fjölmiðlun landsins og heimsins alls, þá heldur tortíming og ó-réttlæti áfram að ríkja. Og með dyggri aðstoð dómsstóla-mafíanna "réttarríkja-siðmenntuðu".
Það verður ekki neinu breytt í heiminum, án fórnarkostnaðar friðsamlegra réttlætishugsjóna-einstaklinga.
Gleymum ekki friðar-réttlætis-sanngirnis-baráttu Mandela og Gandhi. Látum ekki þeirra friðar-þrautagöngu-baráttu verða einskis nýta, nú á 21. öldinni. Þeir voru svo sannarlega trúaðir á hið sanna kærleiks-afl og orku, sem fjöldinn hafnaði vegna siðblindrar græðgi, fáfræði, óöryggi, sjálfshöfnun, sjúklegs kerfis-heilaþvottar og fjölmiðlalygi.
Gísli Marteinn Baldursson er á góðri leið með að innleiða sannleiks-rökræðu-þátt á sunnudögum, sem ég kalla "Stundina Okkar". Ég er þakklát fyrir þennan þátt hans á RÚV, enda hef ég aldrei þroskast burt frá barnstrúnni einu og sönnu. :)
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.11.2013 kl. 18:08
@Bjarni Gunnlaugur.
"Af hverju stöðva þeir ekki uppboðin?"
"Af því að þeir hafa enga lausn!"
Það er auðvitað góður punktur.
Ég hef reyndar ímyndað mér að xB leggi til að stofnaður verði leiðréttingarsjóður en muni lenda í nokkrum mótbyr með að fá hann í gegn hjá sjöllunum að ekki sé nú talað um hjá velferðarliðinu. En ég skal fúslega játa það að ég veit ekkert hvað er að fara að gerast, nema að mér finnst líklegt að við séum að fara að horfa upp á "eyðingu" stjórnmálaafla á næstu 6 mánuðum. Ef Frammararnir ná ekki að ganga farsællega frá þessu skuldamáli, þá er alveg eins gott að leggja flokkinn niður, en ef þeim hins vegar tekst það þá sé ég ekki fyrir mér að Samfylkingin sjái til sólar í fyrirsjáanlegri framtíð. En formsins vegna tel ég rétt að bíða með andófið þar til að sá frestur, sem stjórnin gaf sjálfri sér til þess að koma fram með lausnirnar, er liðinn.
Benedikt Helgason, 3.11.2013 kl. 20:05
Þeir sem vilja ekki að sannleikurinn gjöri almúgann frjálsan ...
þeir styðja lygina og er það þeirra stundargræðgi ein sem þar ræður ríkjum og beita þeir valdinu til þess.
Þeir þekkja ekki hin djúpvitru orð um æðstu dyggðina:
"Að glæða og ala önn fyrir, að framleiða en safna ekki auði,
að starfa en heimta ekki, að mega sín mikils án þess að láta til sín taka - það er æðsta dyggðin." (Lao Tse)
Þeir eru valdsjúkir menn dauðans sem girða sig bitru sverði og drepa almúgann - ekki með vopnum heldur vegna sérgæsku sinnar innan ríkisvaldsins og ganga þar erinda auðdrottna einokunarhringanna og leppa þeirra hér á landi.
Þeir skammta sjálfum sér alveg vinstri/hægri ... en hirða ekki um þá sem þeir þó fá réttindi sín frá ... almúganum.
Þannig menn hafa ætíð borið sína eigin feigð í sér
því þeir hirða ekki um skyldurnar en hugsa bara um eigin "réttindi."
Þeirra er ekki eilífðarferðin eftir vegi dyggðarinnar, sagan endurtekur sig sífellt í iðustreymi alls þess sem er.
Þeirra líkir hafa ætíð fallið ... miklu fyrr en síðar ... þó eigi síðar en á nýju ári.
En hvort það boði einhverja nýárs blessaða sól ... það fer eftir okkur, hverju og einu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 23:43
Blessaður Helgi.
Ég skal hætta að nota orðið frjálshyggja yfir gjörðir frjálshyggjufólks þegar þú hættir að nota orðið kommúnismi yfir gjörðir kommúnista.
Enda ljóst að enginn kommúnismi hefur verið við lýði í löndum kommúnista.
Þegar þú gerir það þá held ég að ég sé kominn með nýtt orð, sem ég nota allavega þessa dagana.
Og það er orðið skrímslahagfræði, og þeir sem ástunda hana eru þá skrímsli.
Reyndar eru þeir skrímsli svo rökin lágu því aftur á bak, en það gerir ekki til.
En það er rétt Helgi að allir alvöru frjálshyggjumenn þorðu gegn hendinni sem fæddi þá í ICEsave deilunni, og þess vegna er ég að afvenja mig að nota orðið frjálshyggja, nota eins og þú veist Friedmanisma í staðinn.
En það hefur þau takmörk að íslensk málvenja notar orðið frjálshyggja yfir gjörðir frjálshyggjumanna, líkt og hún telur orðanotkun þína kommúnismi vera rétta.
Málvenjan hefur nefnilega hvorki lesið Friedman eða Marx og er því oft full fljótfær á sér.
En út af henni neyðist ég til að nota þetta orð, svo smá séns sé að einhver skilji pistla mína, þannig að ég get ekki alveg lofað að hætta nota orðið, þó þú takir þig á með notkun þinni á orðinu kommúnismi og sósíalismi.
Sjáum samt til.
Svo langar mig að bæta við því ég get ekki stillt mig um það, en mér leiðist ekki að sjá frjálshyggjumenn afneita afleiðingum stefnu sinnar.
Hreint ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 15:04
Blessaður Seiken.
Það þarf ekki að haga sér eins og hin lúbarða sem endalaust pikkar upp enn einn drullusokkinn, eftir að henni var forðað úr síðasta sambandi.
Valkosturinn er þeir stjórnmálamenn sem gera rétt. Og þekkja muninn á réttu og röngu. Hvað má, og hvað má ekki.
Aðferð Framsóknarflokksins var sú langsóttasta af öllum þeim tillögum sem fram komu um skuldaleiðréttingu heimilanna, en rökstuðningur Sigmundar Davíðs um mikilvægi slíkrar leiðréttingar var í efnisatriðum alveg réttur.
Hins vegar gat hann ekki myndað stjórn með Sjálfstæðisflokknum um þessar tillögur sínar því þú blandar ekki saman olíu og vatni þegar þú setur eldsneyti á flugvél. Ekki nema að þú sért svag fyrir brotlendingum.
Þetta lá ljóst fyrir í upphafi, alveg óþarfi að lemja hausnum í stein fram í nóvember.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 15:09
Blessaður Jónatan, það er margt sem bendir til þess.
Hins vegar er það mér með öllu óskiljanlegt að hann skuli yfir höfuð mælast með eitthvað fylgi eftir að fjárlög dauðans voru lögð fram.
Það er eins og allir trúi á líf eftir dauðann, og því megi ganga af heilbrigðiskerfinu dauðu.
En svo er ekki, ekki í þeirri mynd sem við þekkjum núverandi líf.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 15:26
Blessaður Bjarni.
Ætli þetta sé ekki kjarni málsins.
"Af hverju stöðva þeir ekki uppboðin?".
Að gjörðir segi til um innihaldið.
Að verknaður segi til um innrætið.
Og því miður féll ríkisstjórnin á prófinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 15:33
Blessuð Anna.
Fróðlegt það sem þú segir um Gísla Martein, ætli það endi ekki með því að ég þurfi að gefa honum auga fyrst hann fær svona góð meðmæli frá þér.
Annars vil ég þakka þér fyrir innlitið.
Það er hægt að orða hlutina á marga vegu en ég er mikið sammála þér.
Hef reyndar þá kenningu að aflið sem við er að glíma sé illskan sjálf, andkristni sem teflir fram gegn kristinni siðmenningu að þú eigir ekki að gæta bróður þíns.
Og aðeins trú á hið góða fær hana sigrað.
Eða það stendur í fornum skræðum.
Vonum það besta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 15:38
Amen Pétur.
Kveðja að austan.
PS, rakst nýlega á þetta ljóð. Læt það flæða með.
Ómar Geirsson, 4.11.2013 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.