19.10.2013 | 07:42
Aukin þekking skilar arði.
Sannað mál eins og sveitungur minn Sigurjón Arason bendir réttilega á í þessari frétt.
Án þekkingaröflunar, og þróun aðferða til að nýta þá þekkingu, eru engar framfarir, er enginn vöxtur, er engin velmegun.
Aðeins stöðnun og afturför.
Litlu börnin okkar sem af einhverjum ástæðum tókst að ljúga sig inní stjórnarráðið leggja mikla áherslu í ræðum sínum og stefnuyfirlýsingum á uppbyggingu, viðreisn, endurreisn, sóknir framá við eða hvað orð það er sem ræðuskrifari þeirra leggur þeim í hvað og hvað sinnið.
En að hætti lítilla barna þá skilja þau ekki merkingu þessara orða, og þar með þær forsendur sem að baki búa þessum orðum.
Sem aftur skýrir að þau geta kinnroðalaust lýst fjárlagafrumvarpi sínu sem upphaf endurreisnar þó það sé markað feigðinni.
Feigð heilbrigðiskerfisins, feigð rannsókna, feigð vaxtasprota, feigð grósku.
Það er það fyndna við núverandi ríkisstjórn.
Hún skilur ekki sína eigin stefnu.
Kveðja að austan.
Aukin þekking skilar arði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 175
- Sl. sólarhring: 649
- Sl. viku: 5759
- Frá upphafi: 1399698
Annað
- Innlit í dag: 148
- Innlit sl. viku: 4912
- Gestir í dag: 147
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enda er fátt sem almenningi virðist meira í nöp við en arður og að einhverjum gangi vel. Þá er strax farið að væla um skattlagningu og allir þykjast eiga rétt á gróðanum. Þjóðin vill að allir lepji dauðan úr skel svo öruggt sé að enginn hafi það betra en annar. Andrúmsloftið er ekki hvetjandi og lítil sjáanleg ástæða til að mennta sig eða vinna vel ef einhver ætlar sér Ísland sem starfsvettvang. Sennilega fær þjóðin ósk sína uppfyllta.
Oddur zz (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 18:18
Blessaður Oddur.
Í þessu er meint rökvilla hjá þér, þjóðin er vel menntuð, og býr yfir mikilli þekkingu.
Sem aftur vekur spurningar um af hverju er ráðast stjórnvöld á þessar forsendur framfara og vaxtar??
Varla að kröfu almennings??
Kveðja að austan.,
Ómar Geirsson, 19.10.2013 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.