18.10.2013 | 08:49
Fallegt fólk.
Á Stöðvarfirði trúir á lífið, trúir á framtíðina.
Það skapar, það býr til, það skilur hvað felst í gróandanum.
Og grósku.
Sköpun, menntun, áræðni, mynda frjósaman jarðveg fyrir nýjar hugmyndir, sem aftur er forsenda framfara og velmegunar.
Mannsandinn er upphaf og endir alls mannlífs, dafni hann, þá dafnar mannlífið.
Ljóta fólkið sem ræður landinu, trúir á fjármagnið, og stuðlar að vöxt þess og viðgangi.
Að fjármagnið skapi forsendur velmegunar og vaxtar.
Þess vegna hlúir það að fjármagninu, prentar peninga til að greiða því vexti, hrekur konur og börn á vergang svo það fái blóð til að nærast á, sker niður vaxtarsprota og gróskuna, ræðst að menntun og heilbrigðiskerfinu, svo allur arður og afrakstur verðmætasköpunar renni í æðar fjármagnsplöntunar sem ættuð er úr Litlu Hryllingsbúðinni.
Því meira blóð úr samfélaginu, því öflugri er fjármagnið, og að lokum lifir það sjálfstæðu lífi, telur sig komast af án samfélags.
Orrustan um Ísland er átök milli fallega fólksins og ljóta fólksins.
Ljóta fólkið ræður, en fallega fólkið ræktar vonina.
Græðir þar sem krumlur fjármagnsins hafa eytt.
Ljóta fólkið ræður vegna þess að því tókst að telja okkur í trú um að við værum líka ljót, gráðug og án samúðar. Og að lífsbjörg okkar væri háð blóði sem nærði fjármagnsófrekjuna.
Samt erum við falleg, alveg satt.
Við gætum ekki alið af okkur þessi fallegu börn ef við værum ekki sjálf falleg.
Þá staðreynd getur ljótleikinn aldrei skyggt á.
Spurningin er því, af hverju látum við platast??
Af hverju látum við ljótleikann sjúga allt blóð úr samfélaginu??
Af hverju látum við ljótleikann gera spegilmynd okkar ljóta??
Það er nú það.
Kveðja að austan.
Brjálæði á einhvern hátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 628
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú það, ... Hvers vegna látum við platast ???, ... Svari nú hver fyrir sig.
Tryggvi Helgason, 18.10.2013 kl. 10:13
Teygjanleg er orðin trú,
takmarkinu gleymið,
lagst er undir LÍÚ,
Laug-af-vana teymið!
Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 18.10.2013 kl. 10:28
Góð grein þarna,sem snertir okkur flest,og sýnir okkur hvar Davíð keypti ölið,og eiginlega það líf sem við flest viljum lifa/kveðja að sunnan!!!
Haraldur Haraldsson, 18.10.2013 kl. 12:59
Takk fyrir það Haraldur. Ég sé að þú heldur áfram að lesa og ég er ánægður með það. Eitthvað hlýtur það að vera fyrst þú lítur við þrátt fyrir að þínir menn séu skotspónninn þessa dagana.
Einn daginn breytum við þessum heimi þegar fólk hættir að láta platast.
Og sá dagur er í nánd.
Sannaðu til.
Kveðja að austan.
PS. Ekki myrkur núna í spádómi mínum.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 14:20
Takk fyrir þína góðu vísu bóndi Þjóðólfur.
Þú gætir endað sem hirðskáld þessa bloggs með þessu áframhaldi.
Það er ef það verður eitthvað framhald á vísnagerð þinni.
Og það framhald verði á íslensku en ekki útlensku, maður veit aldrei hvort þú sért farinn að æfa þig á rússneskunni.
Á meðan, góðar kveðjur í sveitina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 14:23
Það er nú það Tryggvi, það er nú það.
Ekki á ég svarið við því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 14:23
спасибо!
Þjóðólfur (IP-tala skráð) 18.10.2013 kl. 14:48
Ja, hrynjandinn næst vel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 14:57
Hugsanlegt er að margir láti platast vegna þess leikrits sem skapast í kringum afar einfalda en mjög harðsvíraða baráttu um náttúruauðlindir Íslands, sbr. hugtakið um bölvun náttúruauðlinda (e. resource curse). Sjá nánar hér
Flowell, 18.10.2013 kl. 19:17
Blessaður Flowell.
Ég sé að þú hefur náð tökum á bláa litnum.
Vissulega er rétt að margir hafa hag af því að plata fólk, en einkum held ég þeir sem stukku á náinn eftir bankahrunið.
En á einhverjum tímapunkti verða menn að kafa undir yfirborðið, og sjá kraftana sem að baki búa.
Það er verið að plata fólk um öll Vesturlönd, samfélagssáttmálinn sem batt enda á stéttastríðin, hann er í uppnámi.
Skoðaðu síðan línuritið um samsöfnun auðs, og stígandann í auðlegð hinna ofurríku.
Og spáðu í hvenær tungutakið, sem er sameiginlegt öllum áróðursmönnum auðsins, hvenær það kom fyrst til.
Við Íslendingar erum ekki eyland, og við mennirnir erum eitt. Það er örlög okkar allra eru samtvinnuð.
Ég held að við séum á þeim stað að lögmál Newtons nær ekki til að útskýra niðurstöður rannsókna, og afstæðiskenningin dugar ekki heldur. Það er í yfirfærðri merkingu.
Hefðbundin hugsun nær ekki lengur að útskýra, málið er alvarlega en svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 20:28
Sæll Ómar.
Já, náði loks tökum á bláa litnum eftir 20 mínútna erfiði. Alltaf lærir maður nýja hluti.
Málið er svo alvarlegt á Vesturlöndum að maður veltir því stundum fyrir sér hvort mögulegt sé að stöðva þróunina sem á sér stað án þess að blóðsúthellingar verði.
Flowell, 18.10.2013 kl. 22:50
Það er stóra spurningin Flowell, sérstaklega ef maður hefur í huga að upplausn eykst eftir veldisfalli. Hægt til að byrja með á meðan forsendur hennar grafa um sig í samfélaginu, og síðan stigvaxandi með síauknum skriðþunga.
Sé því bætt við að þetta ferli er ekki línulaga, heldur þrepa, þannig að á einhverjum tímapunkti virðist allt rólegt miðað við áður, að þá er miklu erfiðara að greina hættu í tíma, spyrna á móti eða hvað sem það er sem þarf til að stöðva hið óumflýjanlega.
Sem er stigmögnun átaka líkt og gerðist á fjórða áratug síðustu aldar.
En ég vil þakka þér fyrir þessa athugasemd, hún kom í ákveðið samhengi hugrenningatengsla hjá mér sem hófust eftir að ég lauk pistlaröð minni síðastliðið vor um Upprisu hins siðaða manns sem átti þá frómu ósk að lífið sem hann ól yrði ekki fóður vítisloga gjöreyðingarvopna og að hann sjálfur, ekki aðrir, yrði að gera eitthvað í því.
Upprisa hans felst þá í því að hann hætti þessu tuði út í aðra, og láti af þeirri tilætlunarsemi að aðrir reddi málunum, og stígi sjálfur það skref sem þarf að stíga. Spyrji hvað hann geti gert, og fari síðan að gera það sem þarf að gera.
Og stöðvi þar með þessa þróun sem þú ert að vísa í.
Þetta skref er það eina erfiða, restin er eins og að drekka vatn, því það kemur að sjálfu sér þegar maður áttar sig á að vatnið er lífsnauðsynlegt, forsenda sjálfs lífsins.
Á tímum tómhyggju og andlegrar auðnar upplifa margir þetta skref óframkvæmanlegt, allavega erfiðara en að ganga í gegnum vegg, því forsenda þess er trú, trú að það sé til eitthvað gott sem er þess virði að verja, sem er kannski ekki svo erfitt, en það sem verra er, trú að þetta sé hægt, trú á að lífið lifi af.
Trúin á sjálft lífið.
Ég lét staðar numið eftir pistilinn um Upprisuna, bar við nennuleysi því eyrun hafa ekki gott af miklum hrópum inní tómri tunnu, en hin raunverulega ástæða var sú að þó að rökhyggja mín segði að þetta væri eina leiðin, þá sá hún ekki pointið í að argasti trúleysingi eins og ég, sem í besta falli trúir á Viðfjarðarskottu, engir voru draugarnir í Vaðlavík í gamla daga, færi að skrifa um trú, og forsendur hennar.
En lífið sem maður ól, öskrar á líf, með brosi sínu, lífsgleði og hinni óendanlegu tilhlökkun að verða stór og lifa lífinu.
Og maður hafði svo sem ekkert merkilegra að gera en að velta fyrir sér rökunum sem að baki búa. Skaðar ekki að vita þau.
Og til að gera langa sögu stutta, þá var ég kominn það langt að ég þorði að bera þau upp við gáfumann sem Atburðarrás lífsins sá til þess að var sérstaklega hafður til taks hér í þessum litla bæ svo ég hefði einhvern til að sannprófa rökleiðslur mínar. Eða það er allavega mín skýring á því að hann skyldi hafa komið heim á þessum tímapunkti.
Rökleiðsla mín byggðist á heimspekilegum nálgunum, en í heimi aðhláturs og trúleysis, þá virkar það ekki alveg í debati. Nema náttúrulega við hugsandi fólk.
Viðbrögð mín við fyrri athugasemd þinni var að kalla til þá Newton og Einstein til að fylla uppí ákveðna myndlíkingu og hugrenningartengsl, sú seinni þróaði þá hugsun áfram.
Trúin sem ég vísa til á sér stærðfræðilegar forsendur, og þær koma úr fræðum skammta og strengja. Ég kann ekki snefil af henni, en Stebbi Hauks (Stephen Hawking) kann hana.
Þar með féll síðasta púslið í púsluspilið, og forsendur Aðferðarfræði lífsins eru komnar á hreint.
Allt þessum þræði að þakka.
Það var nefnilega rétt hjá Steini Steinar að það gengi ekki að bjarga heiminum með því að standa uppá stól og kalla yfir salinn að inni væri stúlka í alltof þröngum kjól, augljóslega verður maður talinn galinn fyrir vikið.
En það var röng gagnályktun hjá honum að þar með væri ekki hægt að bjarga heiminum.
Því að bjarga heiminum er eins og að drekka vatn, þú þarft bara að trúa því að það sé forsenda lífsins sem þú ólst. Og að bjarga lífinu sem við ólum er ekki valkostur, því það er skráð í DNA þræði okkar, og aðeins genagalli fær því breytt.
Og margt hefur andskotum Friedmanismans tekist í þjónkun sinni við hina ofurauðugu, en ennþá hefur þeim ekki tekist að breyta erfðum okkar.
Þannig að trúin á lífið er ekki val, heldur lífsnauðsyn, líkt og að drekka vatn.
Þegar þrír trúa, þá er kominn hópur, og þar með fer snjóbolti lífsins að stað.
Um hann gilda þekkt stærðfræðilögmál, rúmast innan hefðbundinnar eðlisfræði Newtons.
Ekkert flókið við það.
Tómhyggjan er hins vegar annað mál, fyrir utan öll lögmál. Eða það held ég.
Hún útskýrir að þessir þrír hafa ekki ennþá gefið sig fram.
Það er hún sem er óvinur lífsins, ekki lögmál tregðunnar, eða hinn ógnvænlegi styrkur eyðingaraflanna sem eru að verki í heiminum í dag.
Ef lífið fellur, þá er það vegna hennar.
Það fékkst enginn til að trúa.
Trúin virkar, það er hægt að sanna það út frá þekktri stærðfræði.
Og ég fattaði það í gær Flowell, þökk sé þér.
Áður vissi ég það bara.
Núna veit ég það.
Hverju það breytir, það er svo annað mál.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.10.2013 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.