17.10.2013 | 17:37
Stjórn hinna sviknu loforða.
Verður eftirmæli þessarar ríkisstjórnar sem mun ekki halda út þetta kjörtímabil.
Öll stefna hennar í efnahagsmálum er sannprófuð mistök Evrópusambandsins, kennd við hagræðingu og hallalaus fjárlög.
Mistök sem hafa leikið lönd Evrópusambandsins grátt og munu leika sama leikinn hér.
Rótin er sú meinloka að líta á gjaldmiðil sem verðmæti í stað viðskiptavaka sem hann er.
Evrópa hefur ekki séð viðlíka fátækt og ömurleika í 80 ár, og ef ekki nyti til matargjafa Rauða Krossins og annarra hjálparsamtaka, þá væri hungursneyð í fátækrarhverfum álfunnar.
Og þegar efnahagsstefnan er sannarlega sannað klúður, sannað af sögunni og ekkert lýðskrum og bull stjórnmálamanna fær því breytt, þá reynir á trúverðugleika ríkisstjórnarinnar.
Að almenningur gefi henni tækifæri til að reyna, til að bæta úr.
Viðleytni til að standa við stór kosningaloforð hefur þar mikið að segja.
Sjálfstæðisflokkurinn lofaði auknum vaxtabótum og skattaafslætti þannig að húsnæðislán lækkuðu í raun um 20%.
Þetta fullyrti varaformaður flokksins í kosningabaráttunni, bæði í sjónvarpinu og í grein í Morgunblaðinu. Aðrir flokksmenn tóku undir þetta loforð þó enginn gæti útskýrt með vitrænum hætti hvernig slík útgjöld færu saman við kröfuna um hallalaus fjárlög.
Og þetta loforð breytti úrslitum kosninganna, fylgi Framsóknarflokksins drógst saman, og Sjálfstæðisflokkurinn fór fram úr honum á lokamínútunum.
Þar sem flokkurinn hefur ekki gert tilraun til að standa við þetta loforð sitt þá er ljóst að bein lygi kom honum til valda.
Og þessi lygi hefur líka kæft stefnu Framsóknarflokksins gagnvart skuldamálum heimilanna.
Það liggur við að grunur vakni að fjarvera Sigmundar Davíðs sé ekki fjarvera, heldur hafi hann flúið land, að hann þori ekki lengur að láta sjá sig meðal þjóðarinnar.
Því það var Sigmundur Davíð sem vakti væntingar, og það var hann sem sagðist ætla að gera.
Seinna en hann ætlaði, en samt átti að tilkynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar í nóvember, sem nálgast óðfluga.
Svik á svik ofan eru gjörðir þessara ungu manna sem létu fagurgalann svífa með sig í stjórnarráðið.
Svik að hætti ómerkilegustu lýðskrumara.
Svik sem vega að lýðræðinu og lýðveldinu.
Íslenska þjóðin er ekki þjóð prinsippa og gæti kyngt þessum svikum ef buddan legði það til.
En ekki er líklegt að efnahagsstefna Evrópusambandsins virki öðruvísi hér en í öðrum löndum.
Veturinn verður því erfiður fyrir Stjórn hinna sviknu loforða.
Það verður sótt að henni úr öllum áttum.
Tími hefndar er runnin upp hjá vinstrimönnum, aðþrengdur almenningur mun krefjast aðgerða.
Og ríkisstjórnin mun ekki standast það álag. Undanhald verður á öllum vígstöðvum.
Hvort hún springi eða verður lifandi lík eins og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er önnur saga.
Fer eftir því hvað hentar húsbændum hennar.
Mönnunum sem eiga eftir að flytja öll verðmæti úr landi.
Skýrist en skiptir engu.
Ríkisstjórnin hefur misst allan trúverðugleik.
Aðeins hörðustu flokkshestar munu verja hana.
En þjóðin mun fyrirlíta hana.
Ríkisstjórn sem sveik.
Kveðja að austan.
Skuldamálin ekki kláruð fyrir jól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 568
- Sl. sólarhring: 638
- Sl. viku: 6299
- Frá upphafi: 1399467
Annað
- Innlit í dag: 486
- Innlit sl. viku: 5341
- Gestir í dag: 446
- IP-tölur í dag: 440
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já lengi skal mannin reyna,ég hefi verið oftar en ekki verið hrifin af skrifum þínum og það vel,nú finnst mér spádómar þínir full djarfir,og fara í öfgar,en við surjum að leikslokum!!!kveðja að sunnan!!!
Haraldur Haraldsson, 17.10.2013 kl. 19:01
Svona er þetta bara Haraldur, lítið við þessu að gera.
Ég veit ekki hvort það eigi að kalla það öfga að ég skuli spá undanhaldi á öllum vígstöðvum, hefði kannski átt að segja undanhald eftir áætlun, en þá væri ég að geta mér til um það sem ég ekki veit
Hef reyndar fært rök fyrir því, en þá í öðru samhengi, samhengi sem ég taldi ekki eiga erindi í þennan pistil.
Eins þarf ekki mikinn spámann til að sjá fyrir sér viðbrögð vinstrimanna, þeir munu hefna sín, og njóta þess í botn.
Örvinglað fólk, sem kaus þessa flokka, mun þrýsta á aðgerðir.
Hvort hörðustu flokkshestar eigi eftir að verja ríkisstjórnin, er kannski bjartsýni en ég held samt að þeir munu gera það, líkt og greyjin sem stóðu með Steingrími í böðulsverkum hans.
Öðru spáði ég ekki, hitt er bara beinar lýsingar á þekktum staðreyndum. Kannski mikið lagt í fullyrðinguna um húsbændurna, vissulega er málið flóknara en svo.
En ef ein setning ætti að lýsa ósjálfstæði ríkisstjórnarinnar, og algjöri vanhæfni hennar til að takast á við vandamál þjóðarinnar, þá er það þessi tilvísun í fjármagnið sem stjórnar þessu unga fólki.
Það er bara þannig Haraldur minn að ég held mig við staðreyndir, og ástunda ekki sjálfsblekkingar. Félögum mínum til vinstri sveið á síðasta kjörtímabili, það er þeir sem sviku hugsjónirnar sem við áttum sameiginlegar sem ungir menn.
Eins mun flokkshollum Sjálfstæðismönnum svíða skrif mín, og það eina sem ég get gert er að ráðleggja þeim að hætta að lesa blogg mitt. Því ég hef ekki skipt um stefnu þó þeir hafi gert það.
En Sjálfstæðismenn, sem eru Sjálfstæðismenn út af sjálfstæðisstefnunni, þeir munu ef eitthvað er, verða harðorðari.
Líkt og gerðist þegar Bjarni sveik í ICEsave.
Það er mín spá Haraldur, og þú ræður hvort þú teljir hana öfgafulla eður ei.
Bið að heilsa suður og óskar þér góðrar heilsu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.10.2013 kl. 20:18
Þá breytist heitið úr Laugarvatns-stjórnin, og verður
Laug-af-vana stjórnin.
Þjóðólfur bóndi (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 20:25
Hugsanlega Þjóðólfur bóndi, hugsanlega.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.10.2013 kl. 21:01
Sorglegt er að fylgjast með vanmætti og spillingu vestrænna stjórnmálamanna gagnvart því fjármálavaldi sem þessa stundina leggur mörg vestræn hagkerfi í rúst.
Það er víst svona þegar sóst er eftir ráðgjöf hagfræðinga sem styðjast við (svokallaðar) hagfræðikenningar er leiða með beinum hætti til gjöreyðingu raunhagkerfa. Ráðleggingar slíkra hagfræðinga hljóma stundum, jafnvel oft, vel á yfirborðinu en flestallar aðgerðir byggðar á ráðleggingunum leiða með beinum hætti til hnignunar raunhagkerfa.
Langstærsti hluti þeirra hagfræðinga gerir sér ekki einu sinni grein fyrir því og ekki heldur hve auðvelt það er að skipta um sjónarhorn. Sjónarhorn sem byggist á reynslu raunveruleikans - ekki hörmuleg stærðfræðilíkön sem byggjast upp á forsendum draumaveraldar og eru ávallt a.m.k. einu skrefi á eftir breytingum raunveruleikans.
Flowell, 17.10.2013 kl. 21:33
Verð að viðurkenna að trú mín á þessa stjórn fer síminnkandi. Hafði ég þó ekki miklar væntingar í upphafi. En það er ekki til nein þolinmæði eftir í þjóðinni, við viljum heiðarleika og traust strax.... og ekki þetta fjandans teygjanlega Strax, heldur það sem við héldum að væri nú þegar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2013 kl. 22:57
Þetta var gaman að sjá.
""Rótin er sú meinloka að líta á gjaldmiðil sem verðmæti í stað viðskiptavaka sem hann er.""
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/
Eg. 17.10.2013 jg
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 18.10.2013 kl. 00:40
Þær 9 Icesave puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins sem samþykktu á þingi ólögmæta kröfu á hendur íslenskum almenningi ganga og munu alltaf ganga erinda stórþjófa og bankaræningja.
Hvenær nær fólk að lyfta sér aðeins upp fyrir flokkaþræla heilkennið og sjá hið augljósa og viðurkenna það?:
Það er vart tittlingaskíts munur á núverandi "hægri" ríkisstjórn vogunarsjóða og Macau/Vafnings/Sjóðs 9/Kögunar/Gift/SkinneyÞinganess/Sjóvá etcetera drengjanna og leppstjórn AGS undir forsæti "vinstri" flokkanna, Samfó og VG.
1. skref til vitsins: Kastið öllum þrælslundar og heilaþrengjandi flokksskírteinum ykkar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.10.2013 kl. 02:08
Eitt sinn orti frægt skáld að apríl væri grimmastur allra mánaða því sá vekti gróðurinn úr dvala vetrarins.
Mig grunar að hann hefði betur skilið að nú stefnir í að lífsins gróanda verði endanlega slátrað strax í nóvember
sett svo í nefnd fram í desember og þá fara þingblækurnar í langt frá ... mjög langt frí og búa svo til fleir nefndir og búllsjitt og kjaftæði þeirra mun þá verða æ fleiri augljóst. Loforðin stóð aldrei til að efna.
Apríl 2014 verður grimmastur allra mánaða því þá mun koma í ljós að heimilum, einstaklingum, einyrkjum og örfyrirtækjum verður endanlega búið að fórna á altari uppreistra stórfyrirtækja á vegum glæpabankanna sem njóta einstakra velvildar alls 4-flokksins og útibúa þeirra á þingi.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.10.2013 kl. 02:23
Flott færsla vinur og hverju orði sannari. Hvar er fólkið í landinu sem er með afturendan fullan af svkikum lygum flokksræðis? Aumir eru þeir sem ekki verja hag flestra samlanda sinna en um leið skríða fyrir auðvaldsmafíu landsins.
Sigurður Haraldsson, 18.10.2013 kl. 05:51
Blessaður Flowell.
Ég held, eða reyndar ekki held, heldur ég veit, að þetta hafi mikið með kostun að gera.
Ég er nefnilega svo gamall, að ég man eftir því hvernig Friedmanisminn breiddist út um hinn akademíska heim uppúr 1970, hraðar en nokkur sinueldur.
Það sást til asna með klyfjar.
Reyndar er hugsanlegt að forheimska eigi líka í hlut, það er núna í nútímanum, það einkennir oft ómenntað fólk að læra frasa utanað, og telja sig síðan hámenntaða.
Og eðli málsins vegna kemur ekki annað út úr þessu fólki annað en frasar.
Sem aftur skýrir áherslur fjármagnsins að auka hraðann í námi, það er ódýrara að skólarnir útskrifi asna með skírteini, en menntað fólk sem þarf að kaupa svo það geri sér upp heimsku.
Eina óvissan í þessari greiningu að hún nær ekki alveg yfir menn eins og Gylfa Zoega. Hann mælti skynsamlega á fyrstu dögum eftir Hrun, hélt síðan fram þeirri skoðun að gjaldmiðill væri forsenda verðmætasköpunar, en ekki verðmætasköpun forsenda gjaldmiðils eins og hann hafði áður gert.
Sem síðan skýrir ICEsave glöp hans.
Ég er alveg viss um það að Gylfi er það skýr maður, að ef hann væri vinsamlega beðinn að yfirgefa bát út á rúmsjó, og hann mætti velja hvort hann tæki með sér fulla kistu að mat eða fulla kistu af evru, að hann myndi velja matinn. Svona ef hann þyrfti að róa í land eins og kapteinninn á Bounty þurfti að gera á sínum tíma.
Og hann ber það ekki með sér að hafa hitt asna með klyfjaðan kistum.
Svo að sjálfsagt vantar eitthvað inní módelið mitt, en það er eins með getgátur mínar og hagfræðin, þetta er ekki nákvæm vísindi.
Þess vegna er ótrúlegt að menn skuli sjálfviljugir stefna þjóðum sínum í glötun vegna slíkra vísinda.
En það er þetta með asnann.
Og forheimskuna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 14:42
Takk fyrir það Sigurður.
Vissulega er þetta fólk aumt, og það þarf að hjálpa því upp úr forinni.
Það fer að koma tími á formlega stofnun Hreyfingar lífsins.
Sjáum til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 14:44
Blessaður Jónas.
Ég ákvað að taka þig á orðinu og bæta orðum þínum inn hér í athugasemdirnar.
Vona að þér mislíki ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 14:46
Orð í tíma töluð, tekin af bloggi Jónasar Gunnlaugssonar.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 14:46
Blessuð Ásthildur.
Við skulum vona að þolinmæði fólks hafi verið teygð í botn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 14:47
Blessaður Pétur Örn, í fyrri athugasemd.
Þetta ákall þitt var mér hvatning til að senda góðum sjálfstæðismanni athugasemd, þar sem ég einmitt velti því fyrir mér hvort flokkstryggðin væri ekki skýring þess hvernig komið væri.
Ætla að endurprenta hana hér fyrir neðan. Svona til uppfyllingar á því sem þú ert að benda réttilega á.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 14:52
Og blessaður aftur Pétur, víkjum þá að seinna innleggi þínu.
Vonandi nær trú okkar að hindra þessa sýn þína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 14:54
Já Ómar ég held að hún hafi verið teygð í botn, en svo kemur hræðslan við hið óþekkta læra að treysta því sem maður þekkir ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2013 kl. 15:43
Jónas Gunnlaugsson er greinilega hugsuður. Í pistli hans „Er Flokkurinn að hverfa“ er mikinn sannleik að finna.
Toni (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 10:16
Já, enda stal ég honum eins og lagði sig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.10.2013 kl. 10:31
Sæll.
Hallalaus fjárlög eru algerlega nauðsynleg. Að því kemur að þú áttar þig á skaðsemi skuldasöfnunar enda samhengi á milli opinberrar skuldsöfnunar og lítils hagvaxtar. Af hverju heldur þú að svo sé?
Helgi (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 06:55
Blessaður Helgi.
Ég sé að þú hefur lesið hina keypta heimsku sem Mogginn birti í gærkveldi.
Það er enginn svona vitlaus eins og hagfræðingurinn og doktorsneminn þykjast vera, en það er hægt að fá sporslur út á það.
Eina spurningin er hve miklar sporslur menn þurfa til að rífast við raunveruleikann.
Og raunveruleikinn hefur afhjúpað falsið sem býr að baki núverandi peningamálastefnu.
Þar að auki þarft þú að vera meira en heimskur til að ráðast á þenslu á krepputímum þegar innviðir samfélaga er í húfi. Algjör blinda hugsanleg skýring, en fyrst og síðast hagsmunir þess fjármagns sem nærist á braski og kaupmennsku, en ekki raunverulegri verðmætasköpun.
Að taka mark á þessum gaurum er svipað og Rússar hefðu gefið Gorbatsjov annað tækifæri.
Skuldasöfnun hins opinbera er ekki neitt algilt hugtak.
Í það fyrsta skiptir það máli hvers eðlis skuldin er. Ef hún er í erlendri mynt, þá er ekki gott að skulda, nema ef ríkisvaldið er í sömu stöðu og Filippus Frakkakonungur sem útrýmdi lánardrottnum sínum á föstudeginum 13. á sínum tíma. Varnaglinn er samt sá ef skuldin fer í fjárfestingar sem ætlaðar eru að skila meiri arði en vaxtagreiðslur af skuldinni þá er hún til góðs.
Annars er skuld í erlendum gjaldmiðli glæpur gegn samfélaginu.
Og óþarfi að deila um það.
En ef skuldin er í innlendum gjaldmiðli, og Friedmanistar hafa verið við völd þannig að ríkið getur ekki verið beinn lántakandi hjá Seðlabankanum, þá er heldur ekki gott að skulda.
En svo sem engin dauðasök, það er jú alltaf hægt að breyta reglunum.
Og að því gefnu að það sé ekki verðtryggður gjaldmiðill, þá er ekkert samhengi á milli skuldasöfnunar og lítils hagvaxtar, það er viðbrögðin við skuldasöfnuninni sem skipta máli.
Hvort peningar séu teknir úr verðmætasköpuninni til að borga skuldir.
Ef það er gert, þá eru skuldir dragbítur, rétt er það.
En þar sem fólk stjórnar, og skuldir eru í innlendri mynt, þá skiptir skuldasöfnun hins opinbera engu máli, að því gefnu að hún sé innan einhverra skynsamlegra marka.
Einhvers staðar verður jú sparnaður fólks að liggja, og síðan er skuldin í gjaldmiðli, ekki verðmætum.
Það er verðmætasköpin sem sker úr um lífskjör, ekki gjaldmiðill, hvort sem hann er úr pappír eða gulli.
Halllaus fjárlög á samdráttartímum er hins vegar ávísun á frekari samdrátt framleiðslunnar, og ef hagkerfið á í samkeppni við hagkerfi þar sem slíkur bjánaskapur er ekki ástundaður, þá tapa þau hagkerfi.
Það segir sagan og hún á engin önnur dæmi um annað.'
Og óþarfi að rífast um það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.10.2013 kl. 15:51
Sæll.
Málflutningur þinn er eins og svissneskur ostur. Hvað eru skynsamleg mörk? 50%, 75%, 100%, 150% eða 245% GDP. Hvaða sögulega dæmi ertu að vísa í?
Fjárlög hafa ekkert með framleiðslu að gera Ómar (nema til að torvelda verðmætasköpun) enda framleiðir opinberi geirinn ekki verðmæti eins og þú átt að vita, það eina sem hið opinbera getur gert er að taka af einum og láta annan hafa. Verðmætasköpun þjóðfélags fer fram í einkageiranum og lausnin er þá augljóslega að sleppa beislinu af einkageiranum með lækkun skatta og að minnka verulega opinbera geirann.
Annars sýnist mér allt stefna í að opinberi geirinn víða um heim verði minnkaður af efnahagslögmálunum innan ekki svo margra ára. Þegar heilu löndin verða gjaldþrota ætlar þú þá áfram að kenna Friedman um það? Sennilega því ekki viltu endurskoða hagfræði lífsins, eða hvað?
Helgi (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 17:11
Það er ekki leiðum að líkjast Helgi, sjálfum eðalostinum.
En tökum fyrir efnisatriði þín og ég set töluliði við hvert og eitt svona til að auðvelda lesturinn.
1. "Hvað eru skynsamleg mörk? 50%, 75%, 100%, 150% eða 245% GDP. "
Laffer vinur þinn sagði þegar hann kom stjórnlausri skuldasöfn Reagns til varnar, þegar var ljóst að skattalækkanirnar skiluðu sér ekki til baka, að í sjálfu sér væru engin takmörk á skuldum ríkissjóðs í eigin mynt. Það kostaði svo lítið að prenta seðla. Án jóks var Laffer að meina að þó mikil skuldasöfnun væri ekki æskileg (vegna útþynningar gjaldmiðils) að þá yrðu ríki ekki tæknilega gjaldþrota. Skuldasöfnun er heldur ekki ávísun á neina verðbólgu, eða peningaprentun (skuldir í Seðlabanka), og skuldahlutfallið þar sem almenningur hættir að kaupa ríkisskuldabréf er líka óþekkt, það er engin þekkir þau mörk ennþá.
Japan skuldar rúmlega tvöfalda þjóðarframleiðslu sína og almenningur kaupir samt skuldabréf og þar er líka lítil verðbólga.
2. "Hvaða sögulega dæmi ertu að vísa í?".
Nærtækust eru Evrópusambandið síðustu 10 árin og Vesturveldin, Frakkland og Stóra Bretland á fjórða áratugnum. Keppinautar Evrópusambandsins sigla hraðbyri framúr þeim og mjög stutt er í rússneskt ástand í Evrópu, og þá er ég að meina ástandið sem var í rússneska keisaradæminu síðustu ár þess.
Þýskaland hefði sigrað Bretland og Frakkland ef Bandaríkin hefðu ekki mætt á svæðið. En tíu árum áður, hefði Þýskaland ekki átt möguleika í hvorug ríkin, hvað þá sameinuð.
Bandaríkin fjármögnuðu stríðið með peningaprentun, skattarnir komu svo inn eftir á af aukinni framleiðslu.
Söguleg dæmin eru miklu fleiri, frá öllum tímum, öllum heimsálfum. En þetta eru þau þekktustu.
3. "Fjárlög hafa ekkert með framleiðslu að gera .. geirann."
Án þess að ég nenni að fara útskýra fyrir þér Helgi hvað opinberi geirinn gerir og að sagan staðfesti mikilvægi hans því hún kann engin dæmi um siðmenningu án opinbera geira, að þá ætla ég einn einu sinni að reyna að leiðrétta meinloku þína gagnvart niðurskurði á krepputímum. Og hafa sem útgangspunkt að fjárlög hafi ekkert með framleiðslu að gera. Eða hitt þó heldur.
Helgi, framleiðslufyrirtæki þitt hefur helming tekna sinna frá opinbera geiranum. Hvað verður um það þegar þær pantanir hverfa einn, tveir og þrír?? Ef það kemur ekki skyndileg eftirspurn erlendis frá, þá neyðist þú til að loka. Sem aftur þýðir það að fyrirtæki í einkageiranum, sem standa þegar höllum fæti, það er jú kreppa, að þau verða draga saman seglin, eða loka. Sem aftur þýðir að að önnur fyrirtæki, sem aftur þýðir að önnur fyrirtæki, sem kallast keðjuverkun.
Það rífst enginn um þessa keðjuverkun nema þeir sem eiga hagsmuna að gera sig að fíflum, eða fá borgað fyrir það.
Þessi keðjuverkun er þekkt hagfræðileg staðreynd, og sama eðlis og að þegar það rennur minna í stíflu en úr henni, þá minnkar vatnið í henni.
Brussel beitir þessari heimskustefnu til að knýja á sameiningu ríkja Evrópusambandsins í stórríkið Evrópu, og auðmagnið sem kostar Teboðshreyfinguna í USA, það sér góð kauptækifæri í kreppu. Minnugt þess hvað það græddi á kreppunni miklu á sínum tíma. Og gróðinn var talinn í framleiðslutækjum og fasteignum, en ekki í pappírspeningum.
En svona til að hugga þig Helgi þá get ég bent þér á að skattalækkanir geta líka unnið gegn minnkandi eftirspurn, fer þó eftir eðli þeirra og aðstæðum.
3. ".. enda framleiðir opinberi geirinn ekki verðmæti ".
Vona að þú hafir misst þetta út úr þér, hlýtur að sjá að þetta er augljóslega rangt. Hið opinbera hefur rekið fyrirtæki út og suður um allan heim, og hlutfall hins opinbera hefur náð 100% á ýmsum svæðum á ýmsum tímum. Ef við tökum Ísland í dag þá framleiðir hið opinbera ýmsa skemmtilega hluti eins og skotleyfi, menntun og heilbrigði.
Enn og aftur verð ég að minna þig á Helgi að staðleysur skemma fyrir þeim hluta rökstuðnings þíns sem þolir skoðun staðreynda.
4."Annars sýnist mér allt stefna í að opinberi geirinn víða um heim verði minnkaður af efnahagslögmálunum innan ekki svo margra ára."
Hvað hefur þú fyrir þér í þessu??? Draum Friedmanista?? Það er aðeins tímaspursmál hvenær þeir verða hraktir frá völdum í blóðugri byltingu því feigðin hefur boðað komu sína. Það veit hin hefðbundna valdastétt og mjög líklega bjargar hún höfðum sínum frá því að fjarlægjast búka sína með því að slíta á öll tengslin við Friedmanista og gefa í í opinbera geirann. Það gerði hún síðast þegar hún óttaðist þetta rof af gefnu tilefni, og í sjálfu sér á hún ekkert annað ráð í dag.
Spurning hins vegar hvort það dugi.
5. ".. heilu löndin verða gjaldþrota". Þú hefur greinilega ekki náð þessu, lönd verða ekki gjaldþrota í eigin mynt, og þó þau geti ekki greitt erlendar skuldir sínar, þá kennir sagan að þau ulli framaní lánadrottna sína þar til samið er um skuldir. Eitthvað yfir 30 ríki hafa lent í greiðslufalli síðustu 20-30 árin og ekkert hefur gerst. Hins vegar eiga þau auðveldlega með að greiða skuldir sínar ef þau bæta í framleiðslu sína, en draga hana ekki saman.
6. "ætlar þú þá áfram að kenna Friedman um það?".
Að sjálfsögðu, Vesturlönd voru í góðum málum áður en Friedmanismin kom til, lentu í erfiðleikum hér og þar, en ekki í því samhengi að rætt væri um þjóðargjaldþrot. Síðan hafa ekki aðrir hag að rústa samfélögum, það er ekki eftir að Stalín dó.
7. "Sennilega því ekki viltu endurskoða hagfræði lífsins, eða hvað?".
Og nú er ég mest hissa á þér Helgi, viltu ekki lifa af?? Ertu haldinn dauðaþrá??
Vissirðu ekki að andstæðan við Hagfræði lífsins, er hagfræði dauðans??
En hafðu ekki áhyggjur, þegar hin óhjákvæmileg niðurstaða hagfræði dauðans nálgast, þá munu jafnvel ekki öll heimsins auðæfi duga til að borga málaliðum hennar til að þeir haldi áfram að vinna skítverkin fyrir hana.
Því það hefur ekki ennþá fundist leið til að koma gulli yfir í annan heim.
Lífsviljinn sigrar alltaf græðgina að lokum.
Sannaðu til Helgi, hann bærist jafnvel í þínum brjósti.
Annars værir þú ekki fastur lesandi hér.
Kallaðu það bara Galdur lífsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.10.2013 kl. 19:59
Sæll.
Sagan geymir fjölmörg dæmi um gjaldþrot landa þannig að þetta er augljóslega rangt hjá þér. Þýskaland hefur orðið gjaldþrota, Rússland, Bandaríkin og mörg önnur lönd. Frakkland varð gjaldþrota átta sinnum á bilinu 1500-1800. Spánn varð sömuleiðis gjalþrota á 19. öldinni. Kannski notum við hugtakið þjóðargjaldþrot með eilítið mismunandi hætti, það má vera.
Hið opinbera er sums staðar í atvinnurekstri og alls staðar kemur það illa út einfaldlega vegna þess að aðrir hvatar eru að verki í einkageiranum en hinum opinbera. Menn þurfa ekki að líta lengi í kringum sig til að sjá þetta.
Við munum sjá þjóðargjaldþrot innan ekki svo margra ára enda safna menn ekki skuldum endalaust og prenta ekki peninga endalaust án afleiðinga. Eina spurningin er hvenær. Í bili kaupir almenningur í Japan ríkisskuldabréf en sú þróun mun snúast við á næstu árum vegna aldurssamsetningar íbúa þessa ágæta lands. Nýlega seldust þar í fyrsta skipti fleiri bleiur fyrir gamalmenni en ungabörn.
Það er ólínulegt samband á milli peningamagns í umferð og verðbólgu. Fyrr eða síðar fer verðbólgan af stað. Málið er að nú halda menn að sér höndunum m.a. vegna óvissu. Menn sitja á fjármunum. Um leið og það breytist rúllar verðbólgan af stað. Svo má líka setja spurningamerki við það hvernig menn mæla verðbólgu í dag - hið opinbera reynir í sífellu að moka yfir eigin skít.
Ég hef ekkert á móti hinu opinbera geira, ég er ekki anarkisti. Ég vil hins vegar alls ekki að hann sé stærri en ca. 5-10% af GDP enda er hið opinbera þrándur í götu bætra lífskjara.
Ég held að gott væri að þú skilgreindir Friedmanisma svo hægt sé að sjá nákvæmlega hvað þú ert að tala um. Friedman vildi ekki stóran opinberan geira, stór opinber geiri er mjög fjárþurfi og þaðan koma skuldir hins opinbera. Annars getur þú kippt fótum undan stórum hluta míns málflutnings með því að finna þessar tilvitnanir sem ég bað um. Þar til þær koma er ekki hægt að líta öðru vísi en svo á að þú hafir rangt fyrir þér varðandi Friedmanisma.
Hver eru skynsamleg mörk skuldasöfnunar? Japan skuldar nú alveg um 245% GDP og ekkert bendir til þess að þær ætli sér að hætta. Hvað þýðir skynsamlegt í þessu samhengi. Þú svarar því ekki frekar en mörg öðru. Hverju hefur öll þeirra skuldsetning skilað?
Opinberi geirinn í t.d. Bretlandi stækkaði um 4% á milli ára nú síðast og niðurskurður hjá hinu opinbera hefur verið hverfandi, ef einhver, innan ESB. M.a. þess vegna er allt í steik þar. Þegar hið opinbera tekur svona stóran skerf verðmæta til sín verður minna eftir til verðmætasköpunar innan einkageirans. Þetta sjáum við greinilega þegar við lítum til hagvaxtartalna víða á Vesturlöndum - hagvöxtur heldur vart í við fólksfjölgun :-( Það er hræðilegt!! Miklar opinberar skuldir eru dragbítur á hagvöxt - þetta sjáum við líka með því að líta í kringum okkur.
Það eru engir Friedmanistar við völd á Vesturlöndum þó þú fullyrðir það.
Rót vandamála Vesturlanda má sennilega rekja til 1971.
Helgi (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 07:01
Blessaður Helgi.
Held mig við tölustafina, það er tískan í dag í framsetning.
1. "Sagan geymir fjölmörg dæmi um gjaldþrot landa þannig að þetta er augljóslega rangt hjá þér. Þýskaland hefur orðið gjaldþrota, Rússland, Bandaríkin og mörg önnur lönd. Frakkland varð gjaldþrota átta sinnum á bilinu 1500-1800. Spánn varð sömuleiðis gjalþrota á 19. öldinni. Kannski notum við hugtakið þjóðargjaldþrot með eilítið mismunandi hætti, það má vera."
Þú gleymir Grikklandi sem fór rúmlega 20 sinnum á hausinn á nítjándu öld og í byrjun 20 aldar, og líklegast áttu við Spán þegar þú talar um þessi 8 gjaldþrot. En þú nærð svo pointinu, þegar ríki á í hlut þá er þetta greiðslufall, og hefur yfirleitt óveruleg áhrif á starfsemi þeirra. Það finnast alltaf einhverjir nýir sem vilja lána. Þetta sem þú vísar í er þekktur hræðsluáróður, og var til dæmis mikið notaður i ICEsave deilunni, að eitthvað gerðist þegar ríki þurfa að semja um skuldir.
Ef eitthvað gerist í dag, þá er það hækkun á hjá glæpafyrirtækjum sem kenna sig við lánshæfi, og þykjast vera einhver svipa innheimtumanna, en það er hin bestasta niðurstaða, það dregur úr hvatanum til að taka erlenda lán. Hagkerfi hvorki þurfa eða eiga að taka erlend lán nema fyrir beinum framleiðslutækjum sem sannarlega skila arði í formi gjaldeyrissparnaðar eða aukinna gjaldeyristekna. Og þú færð alltaf lánið í það óháð einhverju lánshæfi, því það er bara bisness.
Hins vegar þar sem þú ert frjálshyggjumaður og móti öllu forræði, þá skaltu íhuga að hræðsluáróðurinn sem þú hefur étið hráan upp af þeim sem hagsmuna eiga að þrælka og arðræna hinn frjálsa mann, er að stofni til sá sami og prestar Azteka notuðu til að stjórna fólki.
En sólin kom alltaf upp óháð hótunum þeirra og það sama gildir með hið meinta greiðsluþrot, lífið heldur áfram sinn gang.
En kveðja þar til liður 2. dúkkar upp.
Ómar Geirsson, 24.10.2013 kl. 08:50
2. "Hið opinbera er sums staðar í atvinnurekstri og alls staðar kemur það illa út einfaldlega vegna þess að aðrir hvatar eru að verki í einkageiranum en hinum opinbera. Menn þurfa ekki að líta lengi í kringum sig til að sjá þetta. "
Þetta er frasi Helgi og eftir gjaldþrot fjármálakerfa Vesturlanda, sem voru í einkaeign nota bene, þá skaltu fara varlega í þessa fullyrðingu. Því í augnablikinu er hún í hina áttina.
Gjörspilltur vanhæfur einkageiri hefur grasserað um allan heim, á öllum tímum. Og skilvirkustu fyrirtæki sem sagan þekkir hafa verið ríkisfyrirtæki.
Þegar ríkisfyrirtæki eru vanhæf er það vegna þess að spilltur einkageiri hefir í krafti fjármuna sinna komið sínu fólki að, og það fólk er jafn spillt og rætur þess.
Í nútímanum hefur þessi vandi aukist eftir yfirtökum frjálshyggjustjórnmálamanna á stjórnkerfi Vesturlanda. Þeir sanna skoðanir sínar um vanhæfa stjórnendur með því að skipa vanhæfa flokksmenn sína. Þekktasta dæmið er fíflið sem Bush skipaði yfir bandarísku almannavörnunum, en ríkisstjórn Bush sérhæfði sig í svona mannaráðningum. Við eigum mörg svona dæmi úr íslenskri stjórnsýslu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað algjör fífl í ríkiskerfið, og þar er beint línulegt samband milli vanhæfs ráðherra og slíkra ráðninga.
Fósturvísa í jakkafötum kallaði frændi minn þetta lið eftir að hafa unnið sem fagmaður hjá stórri ríkisstofnun í nokkur ár.
En einkafyrirtæki lúta sömu lögmálum, og þessi lögmál spillingar og vanhæfni hafa ekkert með lögmál rekstrar að gera.
Og um þá staðreynd er ekki hægt að rífast, það er ef menn hafa þekkingu á því sem þeir tala um. En það er ekkert mál að ráðleggja Einstein hvar hann á að setja pí, en hann hlustar ekki því hann veit betur. Því hann gerir þá kröfu að niðurstaða útreikninga hans sé rétt.
Og þriðji liður fær sér athugasemd.
Kveðja á meðan.
Ómar Geirsson, 24.10.2013 kl. 09:10
3. "Við munum sjá þjóðargjaldþrot innan ekki svo margra ára enda safna menn ekki skuldum endalaust og prenta ekki peninga endalaust án afleiðinga. Eina spurningin er hvenær. Í bili kaupir almenningur í Japan ríkisskuldabréf en sú þróun mun snúast við á næstu árum vegna aldurssamsetningar íbúa þessa ágæta lands. Nýlega seldust þar í fyrsta skipti fleiri bleiur fyrir gamalmenni en ungabörn. "
Vísa í fyrsta lið en vil bæta við að greiðsluföll ríkja sem kljúfa sig frá evrunni mun aðeins snerta peningalegar eignir, og hagkerfi viðkomandi ríkja verða endurreist miklu kröftugri á eftir þar sem lífskjör munu byggjast framleiðslu og verðmætasköpun en ekki umhirðu tilbúinna pappírspeninga.
Varðandi Japan að þá er ekki vitað hvenær fólk hætti að kaupa ríkisskuldabréf, og fari að eyða. Og þar með rífa upp hagkerfið.
En ef allir þessir peningar yrðu innleystir á morgun, sem eru ekki hagsmunir sparifáreiganda, en gæti þjónað hagsmunum ríkisins, að þá yrði íslenska aðferðin notuð, nokkur núll yrðu klipin aftan að jeninu, og hagkerfið færi aftur í gang.
Dæmið væri hins vegar erfiðara ef þetta væru erlendar skuldir, hef aldrei borið á móti því. Þess vegna er ég á móti yfirþjóðlegum gjaldmiðli eins og evrunni því til lengdar er hann ávísun ánauð þjóða. Sagði þetta skjalfest áður en gríska ánauðin kom til.
Ítreka því að skuldasöfnun í erlendri mynt er glæpur gagnvart viðkomandi þjóð, en vandinn felst ekki í skuldanöfnunni heldur hálfvitunum sem tóku þær skuldir.
Bensín er ekki hættulegt nema að þú berir eld að því.
Skuldasöfnun í innlendri mynt er aðeins viðurkenning á að í augnablikinu er gjaldmiðillinn of hátt skráður.
Flóknara er það nú ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.10.2013 kl. 09:20
4. "Það er ólínulegt samband á milli peningamagns í umferð og verðbólgu. Fyrr eða síðar fer verðbólgan af stað. Málið er að nú halda menn að sér höndunum m.a. vegna óvissu. Menn sitja á fjármunum. Um leið og það breytist rúllar verðbólgan af stað. Svo má líka setja spurningamerki við það hvernig menn mæla verðbólgu í dag - hið opinbera reynir í sífellu að moka yfir eigin skít. "
Helgi, verðbólga fer ekki að stað fyrr en innlendir framleiðsluþættir eru fullnýttir. Á þeim tímapunkti þýðir ekkert að dæla peningum inní hagkerfið.
Og þar skiptir engu máli hvort viðkomandi dæling komi frá auknum ríkisútgjöldum, peningaprentun Seðlabankans, innlendri fjárfestingu, eða erlendri fjárfestingu.
Það verður alltaf þensla og verð per einingu fara upp, ekki fjöldi eininga.
Þegar framleiðsluþættir eru ekki fullnýttir, þá skiptir engu hvaðan þensla kemur, bara að hún kemur. Og eins og það er augljóst, og hefur verið gert á ótaltímapunktum í gegnum söguna, án þess að nokkur sála hafi vitað að það væri kallað Keynismi í dag, að þá getur ríkið dælt þessum peningum inní hagkerfið með seðlaprentun.
Í gamla daga hét peningaprentunin að finna nýja gull og silfur námur. Eða ránsleiðangar þar sem men komu klyfjaðir gulli og silfri heim. Eða grafa skipaskurð, áveituskurði, nefndu það bara.
Ríkið á að sjálfsögðu ekki að gera það ef einkageirinn heldur uppi eftirspurn, en það er einmitt það sem hann gerir ekki í kreppu.
Valkosturinn er þá kreppan, eða gera hið augljósa.
Verðbólgan sem þú vísar í, og taktu það ekki persónulega því þú endurtekur aðeins það sem fyrir þér er haft, er hin meinta verðhækkun á erlendum gjaldmiðlum gagnvart innlendum. Sem er hið besta mál því þjóðir lifa á framleiðslu og verðmætasköpun en ekki á innflutningi. Innflutningur takmarkast af þeim verðmætum sem hagkerfi framleiða til útflutnings, og hvað þau framleiða til eigin nota.
Þetta hlutfall ákveður innbyrðis virði gjaldmiðla og engir aðrir þættir hafa þar áhrif á nema til skamms tíma.
Hækkun á erlendum gjaldmiðli er ekki verðbólga nema reynt sé að vernda kaupmátt launa með launahækkunum.
Þegar menn reyna að kaupa það sem ekki er til.
Verðbólga er víxlverkun, en ekki verðhækkun.
Og þar með er komið að síðustu athugasemd þar sem restin kemur.
Kveðja á meðan.
Ómar Geirsson, 24.10.2013 kl. 09:44
5. "Ég hef ekkert á móti hinu opinbera geira, ég er ekki anarkisti. Ég vil hins vegar alls ekki að hann sé stærri en ca. 5-10% af GDP enda er hið opinbera þrándur í götu bætra lífskjara. ".
Það eru margar skýringar á stærð hins opinbera, og margt hefur verið reynt í gegnum tíðina. Núverandi jafnvægi virðist vera á bilinu milli 40-55%.
Ég skal ekki útiloka það að þjóðfélag geti funkerað í 5-10% en það verður að vera í annarri vídd. Í þessum heimi hafa slík ríki verið ákaflega skammlíf, þau hafa ekki staðist samkeppnina við önnur ríki.
Ríki með 90-95% hafa hins vegar lifað lengi, og til dæmis voru Sovétríkin langt komin með að leggja undir sig Evrópu. Og hvað hefðu þau lifað lengi þá??
En til lengri tíma stóðust þau ekki samkeppnina og féllu saman.
Og þetta er lykilatriðið, samkeppni þjóða ákveða þetta hlutfall, ekki ég, ekki þú. Og ekki nokkur stjórnmálaflokkur.
6. Varðandi stærð ríkisgeirans í Bretlandi og víðar þá er tendensið að ríkið dragist saman með minnkandi skattheimtu, og frá valdatöku Friedmanista þá hafa skattar verið lækkaðir. Þannig að samhengið er augljóst og án þess að ég nenni að fletta uppá því, þá var þessi tendens til staðar síðast þegar ég skoðaði þessar tölur. En þetta er eftir minni og ég leiðrétti mig um leið og ég sé tölur þar um. Það sem þú vísar í er hins vegar skammtíma sveifla í miðri kreppu og það er vegna samdráttar einkageirans. Hefðu bretar notað Keyne, þá væri kreppa þeirra löngu úr sögunni og einkageirinn kominn á mikið flug.
7. "Það eru engir Friedmanistar við völd á Vesturlöndum þó þú fullyrðir það. ".
Við ræddum þessi mál í öðrum þræði Helgi, ég kenni afleiðingarnar af yfirtöku hægri sinnaðra stjórnmálamanna á níunda áratugnum við Friedmanisma því þeir kenna sig sjálfir við þá stefnu.
Ef þú vilt kalla það annað, þá gjörðu svo vel. Margir ungkommúnistar sem ég þekkti á mínum yngri árum, kölluðu kommúnistana í Kína og Sovétríkjunum Ekki kommúnista því þeir væru ekki að framkvæma kommúnismann, heldur eitthvað allt annað. Þá ræddi ég málin við þá eins og þig núna, og þeir sem létu sér ekki segjast, létu þeir sér ekki segjast.
En enginn af þeim er kommúnisti í dag, því þegar upp var staðið þá er lífið ekki orðaleikur, heldur raunveruleiki.
Þú getur rifist um orð, en þú rífst ekki um raunveruleikann.
Og afneitun þín á afleiðingum stefnu Friedmanista, segir allt sem segja þarf um hvað þessi stefna er aum.
Einn daginn mun ég ekki rekast á Friedmanista, þvi enginn mun lengur kannast við stuðning sinn.
En ég er alltaf ég.
Held mig við staðreyndir.
Takk fyrir spjallið.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 24.10.2013 kl. 10:04
@22: Ég held við séum alveg sammála um að núverandi peningastefna virkar ekki. Í dag er veruleg verðbólga hérlendis sem rýrir verulega lífskjör almennings.
@27: Þú talar um gjörspilltan einkageira. Það má vel vera en hver setur leikreglurnar? Fjármálakerfið nýtur góðs af peningaprentuninni sem nú á sér stað, ECB lánaði bönkum peninga á 1% eða svo og þeir lána síðan ríkisstjórnum í sínu heimalandi peningana á ca. 5%. Hvar er vandinn hér? Viðskiptabankarnir eðe ECB? Viðskiptabankarnir borga svo bónusa enda um mikinn gróða að ræða fyrir þá. Er það spilling? Fall kommúnismans er skýr staðfesting á því að hið opinbera á ekki að vera í atvinnurekstri enda eru hvatarnir aðrir og mistök koma niður á skattgreiðendum. Nærtækt dæmi hérlendis er OR. Landsvirkjun hefur hins vegar staðið sig vel eftir því sem ég best veit þar til HA tók við.
Náið samband er á milli verðbólgu og peningamagns í umferð.
@30: Lifðu Sovétríkin lengi? Kannski, lengi er hér afstætt, en margir íbúar þess ágæta lands lifðu ekki lengi vegna þess hve afskiptasamur og stjórnsamur opinberi geirinn var þar. Voru íbúar Sovétríkjanna ríkari eða fátækari en íbúar Vesturlanda?
@29: Þú talar um að glæða eftirspurn. Menn hafa verið að reyna að auka hana, sennilega að einhverju leyti skv. þeim kenningum sem þú aðhyllist, en samt gengur það ekkert. Í Asíu núna hefur eftirspurn dregist saman - bæði Japan og Kína fluttu minna út. Veruleikinn er besta prófið á ykkar kenningar og þær eru bara í engu samhengi við veruleikann.
Hið opinbera á ekki að koma nálægt efnahagslífinu að nokkru leyti. Í des 1929 náði atvinnuleysi hámarki í USA (2 mánuðum eftir hrunið) og varð rétt rúm 9%. Næstu 6 mánuði minnkaði það óreglulega og var komið niður í um 6% í júní 1930. Þá ákváðu stjórnmálamenn að bjarga málunum og næsta áratuginn var atvinnuleysið alltaf í tveggja stafa tölu. Þrátt fyrir stöðugar tilraunir hins opinbera til að koma landinu úr kreppunni virkaði ekkert og þjóðarskuldir USA meira en tvöfölduðust þegar reynt var að gera það sem Keynes stakk upp á. Ekkert virkaði. Sömu meðulum er að sumu leyti beitt í dag og því algerlega fyrirsjáanlegt að þær aðgerðir munu ekki skila árangri. Himinháar skuldir eru dragbítur á efnahagslífið í dag.
Komdu með þessa tilvitnun í Friedman sem ég hef þrábeðið þig um! Þú ert að leggja Friedman orð í munn. Þinn málflutningur heldur ekki vatni fyrr en þú kemur með tilvitnun í Friedman þar sem hann segir það sem þú segir að hann hafi sagt.
Takk sömuleiðis fyrir spjallið og hafðu það sem best :-)
Helgi (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 04:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.