Rússnesk rúlletta leikin í Washington.

 

Sem segir tvennt um ástand mála í þessum fyrrum forysturíki hins vestræna heims.

Það fyrra afhjúpar sjúkt ástand í stjórnkerfinu, því rússnesk rúlletta er ekki ástunduð af heilbrigðu fólki.

Það seinna felst í eðli rúllettunnar, því oftar sem hún er leikinn, því meiri líkur eru á hinu banvæna skoti.

 

Eftir 30 ára Friedmanisma eru Vesturlönd á heljarþröm, siðferðislega, fjárhagslega.

Misskipting, ójöfnuður, skuldadíki, veikluð framleiðsla

Yfirvofandi eru stéttarátök og uppgjör.

Það lætur enginn níðast á sér til lengdar, ekki einu sinni þrællinn.

 

Enginn hefði spáð þessu fyrir 30 árum síðan.

Að vísu voru til áhugamenn um heimsendaspár, sem vitnuðu í forna spádóma, jafnt Nostradamus sem og Opinberunarbókina.  En mér er til efs að nokkur hafi tekið mark á þeim, hvorki þeir eða aðrir.

Samt er besta lýsingin á Fjármálahruninu mikla haustið 2008 skrifuð að Nostradamusi á fyrri hluta 16. aldar.  

Ef hagkreddan er tekin út úr Friedmanismanum, stendur eftir siðferðisleg auðn sem samsvarar mjög lýsingum Opinberunarbókarinnar á þeim óskapnaði sem hermt er uppá þann í neðra.

 

Það er sláandi hvernig fornar skræður ná að lýsa atburðum líðandi stundar.

Það liggur við að þær taki fram draumspökum Íslendingum.

Og þær greina hina undirliggjandi strauma mun betur en fréttaskýrendur nútímans, sem lýsa atburðum, en ekki þeim forsendum sem knýja þá áfram.

Þeir lýsa rúllettunni í Washington sem deilum um fjárlög, um skuldir, um völd, en átta sig ekki á hinni undirliggjandi úrkynjun sem býr að baki hugmyndaheimi þeirra sem hóta heimsbyggðinni fjárhagslegum hamförum ef löglega kjörin stjórnvöld láta ekki af vilja þeirra um að afturkalla skyldutryggingar fyrir fátæka samborgara þeirra.

 

Þessi siðferðislega úrkynjun var síðast færð til tals af hópi manna í Mið Evrópu sem sannfærðu stóran hóp samlanda sinna um að kjósa sig því þeir ætluðu að byggja velmegun þjóðarinnar á undirokun "frumstæðra" nágrannaþjóða þar sem það átti að útrýma helmingnum en þrælka hinn. 

Heimurinn tók það ekki alvarlega en það en hann hélt Ólympíuleika í höfuðborg viðkomandi ríkis.

Síðan fóru hlutirnir eins og þeir fóru.

 

Hvort hlutirnir fari eins núna, veit tíminn einn.

Sem og hinar gömlu skræður, það er ef þær grísast áfram að segja þokkalega rétt fyrir um atburðarrásina.  

Hvort það eigi að trúa þeim er önnur saga.

 

En hver hefði trúað því fyrir um 30 árum síðan að íslenska þjóðin kysi yfir sig vanþroskuð börn, gerð út af fólkinu sem sannarlega rændi landið okkar, og þeirra helsta takmark í lífinu væri að eyðileggja endanlega heilbrigðiskerfið sem áar okkar voru svo stoltir af, enda forgangur í hundrað ár.

Hver hefði trúað því að við leyfðum þjófum að bera út börn í þúsunda tali án þess að lyfta litla fingri þeim til varnar.  Og létum innanríkisráðherra komast upp með að vísa í lögvörð réttindi fjármálastofnanna, svona í ljósi fyrri gjörða viðkomandi stofnanna, hvort sem það eru hin ólöglegu lán eða búsifjarnar sem þau ollu þjóðinni með vitfirrtri útþenslu sinni.

Hver hefði trúað því að Steingrímur Joð Sigfússon færi í fararbroddi félagshyggjufólks við að vinna skítverkin fyrir innheimtustofnun hins alþjóðlega braskarafjármagns, AGS, og að hann myndi ekki víla sér við að setja þjóð sína skuldahlekki ICESave og erlendra krónueigna.  Og nyti til þess stuðnings mannkynsfrelsara vinstri elítunnar.

 

Engu að þessu hefði maður trúað fyrir nokkrum árum síðan.  Aðeins hrósað viðkomandi fyrir mikið hugmyndaflug og farið síðan að ræða við hann um Skottur og Móra.

En það sem var svo ólíklegt, að það var ekki einu sinni ólíklegt, heldur algjör fjarstæða, gerðist samt.

Sem aftur gerir það að verkum að ég er hættur að hlæja að hinum gömlu skræðum, vona aðeins að þær lýsi ekki því sem koma skal.

 

Það er mikill munur á að vona, og að brosa að einhverju.

Það eru alvarleg teikn á lofti, og ef ekki er brugðist við í tíma, þá verður orðið heljarþröm ekki lengur notað til að lýsa ástandinu á Vesturlöndum. 

Eða í heiminum öllum.

 

Ógnaröfl haturs og vonsku hafa lausan taum.

Hvort sem þau ógna Landsspítalanum eða þau neita fátækum fólki um heilbrigðisþjónustu í voldugasta ríki heims.

Eða friði og stöðugleika í Evrópu með verndun evrunnar á kostnað samfélaga.

 

Í dag er ástandið þannig á Íslandi að litli fingur er orðinn þyngri en bjarg, fólk fær honum ekki bifað.

Fólk verndar ekki samfélag sitt eða framtíð barna sinna.

Skilur ekki gildi samstöðu eða samfélagslegra gilda.

Áttar sig ekki á að við erum öll á sama báti, en ekki á mörgum fleyjum þar sem hvert og eitt keppist við að komast af, ef ekki á kostnað hinna, þá án þess að leiða hugann að örlögum þeirra sem eru í neyð, eða hafa þegar horfið undir yfirborð glundroðans.

 

Í ólgusjó kemst slíkur bátur ekki að landi. 

Ef ekki er reynt að bjarga öllum, þá farast allir.  

Því örlög okkar eru samtvinnuð.

 

Vogunarsjóðirnir voma yfir.

Þeirra menn stjórna.

Rússneskri rúllettu um framtíð barna okkar.

 

Og við náum ekki að hreyfa litla fingur.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Lögin samþykkt og staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

goður pistil Omar her er annar spamaður sem er oft búinn að hafa  firrir ser

http://www.lindseywilliams.net/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 11:45

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Helgi.

Hins vegar verð ég að játa að faðir Lindsey er ekki alveg mín deild.  Ég er svona meira fyrir þá sem standa uppá kassa og tala af innri sannfæringu, en eru ekki að markaðsvæða gáfu sína.

Markaðsdeildin á það til að stýra spádómunum í þann farveg að lýðnum er sagt það sem hann vill heyra, og borga fyrir.

Hins vegar er hollt og gott, og jafnvel lífsnauðsyn að fólk velti fyrir sér vegferð mannkyns, á hvaða braut hún er.

Ef fólk er sátt, þá hlær það að svona orðum, ef ekki þá íhugar það rökin að baki.

Ég í sjálfu sér dæmi ekki þá sem sjá hlutina þeim augum sem þú ert að vísa í, mörg sjónarmiðin eru góð og gild.

Hins vegar fordæmi ég þá taumlausu græðgi sem misnotar þetta fólk, og leiðir það þangað sem hagsmunir hinna ofurríku hafa þörf fyrir hverju sinni.  Fólkið vill vel en fylgir tortímandanum.

Þar sem mikið að þessu fólki telur sig kristið þá ætti það að skilja hvað felst í andkristni, sem segir að þú eigir ekki að gæta bróður þíns.  Fyrir utan að það fyrirgerir sálarheill sinni, þá byggir þú ekki líf á hagfræði dauðans.

En varúð gagnvart kerfi, og ofstjórnun er öllum samfélögum hollt.

Hvenær fólk sér hinn sameiginlega þráð lífsins er annað mál, og þar sem ég er ekki spámaður, þá hef ég ekki hugmynd um framtíðina.

Það eina sem ég geri er að benda á þekkta ferla fortíðar.

Og nota til þess litla putta.

Minn er ekki bjargfastur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.10.2013 kl. 12:28

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Icesave skítverkin? Hvaða bull er þetta í ljósi þess að nægar innistæður eru til að greiða skuldirnar? Það lág alltaf fyrir og Steingrímur vildi þetta mál sem fyrst afgreitt. Þá hefði fengist hærra lánshæfismat, betri viðskiptakjör, aukinn hagvöxtur o.s.frv. en það vildu áróðursmeistarar eins og Sigmundur Davíð og Ólafur Ragnar ekki vita um. Björgvin Guðmundsson viðskiptyafræðingur hefur reiknað út að þessi töf kostaði okkur að lágmarki 60 milljarða!!!

Má senda ykkur andstæðingum Icesave þennan reikning?

Varðandi fjarhagshremmingar Bandaríkjamanna má benda á mjög umdeilda hermálastefnu sem líkist nokkuð rándýrri herferð Rússa í Afganistan fyrir þriðjungi aldar. Þá er skattastefnan þeirra mjög umdeild og þeir sem nenna geta lesið bloggið mitt um sömu frétt.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2013 kl. 18:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja Guðjón, ég veit ekki alveg almennilega hvað ég að gera við þig.  Er farinn að hafa áhyggjur af því að haus  þinn molni fljótlega ef þú lætur ekki steininn í friði.

Kannski hjálpar það að ég hætti að peista til þín útreikninga Jóns Daníelssonar, og vísi beint í link á vef Alþingis um ICEsave samning Steingríms.

http://www.althingi.is/altext/137/s/0204.html

Það er foringinn sjálfur sem lagði fram þetta frumvarp.  Og þar meðal las hann upp þetta; 

     Miðað við þessar forsendur gætu stærðargráður á þessum greiðslum orðið eftirfarandi:

Ár Greiðsla af höfuðstól Vextir Samtals
2016 25 11,0 36,0
2017 50 19,3 69,3
2018 50 16,5 66,5
2019 50 13,8 63,8
2020 50 11,0 61,0
2021 50 8,3 58,3
2022 50 5,5 55,5
2023 50 2,8 52,8
2024 25 1,4 26,4

    Verði endurheimtur forgangskrafna 75% eins og gert er ráð fyrir í þessu dæmi munu greiðslur vegna Icesave verða um 3,7% af VLF árið 2016 en verða komnar niður í 2,7% af VLF árið 2023.
    Þrátt fyrir að hér hafi verið reynt að leggja mat á hugsanleg áhrif á útgjöld ríkissjóðs á komandi árum er óvissan í þessum samningum veruleg. Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir miðað við þær forsendur sem að framan eru raktar að greiðslur úr ríkissjóði gætu orðið á bilinu 60–70 milljarðar kr. árlega á árabilinu 2017 til 2023, en helmingur þeirrar upphæðar árin 2016 og 2024.

En kannski vissi hann ekki hvað hann var að segja karlanginn.

Vona samt að þetta lini höfuðkvalir þínar.

Hins vegar er ekki neitt annað en gott að segja um hugleiðingar þínar um fjárhagshremmingar USA, sem ég hélt reyndar að væru engar á meðan þeir geta platað erlend ríki til að taka við verðlausum pappírsseðlum sem kostar ekki mikið að prenta, sérstaklega á tímum rafeindartækninnar.

En ég er ekki að elta ólar við stöðu ríkiskassans hjá Sámi frænda, ég er að blogga um það sem að baki býr.

Þeim deilum sem ég lýsi sem rússneskri rúllettu.

Hafðu sömuleiðis góðar stundir Guðjón.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 17.10.2013 kl. 20:56

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, ég gleymdi að taka það fram að samtala þessara 9 afborgana er 489,6 milljarðar.

Ómar Geirsson, 17.10.2013 kl. 20:58

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef þið lesið Morgunblaðið 6. sept. s.l. þá kemur það skýrt fram að ALLAR skuldbindingar vegna Icesave hafa verið innheimtar og því nægt fé til að greiða þær.

Hins vegar þa eru þessir útreikningar byggðir á því að EKKERT innheimtist af útistandandi skuldum þrotabús Landsbankans. Þar sem innheimtan og skil á útistandandi skuldum reyndist betri þá eru þetta í dag eins og hver önnur falsrök, byggð á áætlunum sem ekki reyndust réttar. Sorry for that!

Eigum við ekki að byggja framtíðina á raunsæi fremur en einhverjum hrakspám?

Endilega renndu yfir bloggið mitt um fjármálavandræðin vestra.

Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2013 kl. 22:07

7 identicon

Kastaðu flokksskírteininu Guðjón minn, þó ekki væri nema stundarkorn ... og sjá: 

Hugur þinn mun þá taka að opnast og þú munt þá sjá víðar en nú meðan þú ert fastur

í skotgröf þinni með pikkfast flokksskírteini Steingríms sem rýting í hjarta þitt.

Ef þér líður betur ímyndaðu þér þá að Kata Djakk sé Salka Valka, sem þú veist samt að er alls ekki svo!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.10.2013 kl. 02:29

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðjón, þú vorkennir ekki steininum.

Víkjum fyrst að rökhugsun þinni.  Þú vísar í frétt 6. sept 2013 sem rök gegn frumvarpi sem lagt var fram 30.06 2009, og telur þá frétt koma málinu eitthvað við.  Reikna með að þú sért þá að vísa í þessi orð Steingríms, "Þrátt fyrir að hér hafi verið reynt að leggja mat á hugsanleg áhrif á útgjöld ríkissjóðs á komandi árum er óvissan í þessum samningum veruleg." Steingrímur hafi ekki þurft að nota svona óljóst orðalag, hann hafi aðeins þurft að vísa í þessa frétt Morgunblaðsins frá 6. sept 2013.

Hvernig skyldi standa á því að Steingrímur hafi ekki gert það??  Skyldi það hafa eitthvað með ártalið 2009 að gera???  Spáðu í það.

En ég skal útskýra fyrir þér "óvissu" sem jafnvel þú hefðir ekki verið fús til að taka 30. júní 2009, jafnvel þó það hefði bjargað Steingrími úr ICEsave klemmu hans. 

Segjum að Steingrímur hafi beðið þig um að fara til Írans, sem tálbeita, og þú ættir að láta taka þig í tollinum með fulla tösku af heróíni.  Uppnámið myndi hleypa raunverulegum sendiboða hans í gegn, og það myndi bjarga ICEsave.  Þú þyrftir ekki að vita af hverju, þú tryðir foringjanum.  Samt myndir þú örugglega benda Steingrími á að þú yrði hengdur, og ég efa stórlega að þú tækir rök hans gild þegar hann segði þér að um það ríkti "veruleg óvissa", dæmi væru um að fólk lifði hengingar af, og hann, það er Steingrímur, hefði fullvissu um að þú yrðir ekki hengdur tvisvar.

Teldir þú það rök í málinu Guðjón að Steingrímur kæmi til þín í dag, ásakaði þig fyrir kosningaósigur VG, og að  hann hefði orðið vegna þess að þú hefðir verið svo hræddur við að láta hengja þig, og síðan klykkt út, "lestu Mbl.is frá 17. október s.l., það lifði maður af hengingu í Íran!!".??

Er það ekki rétt Guðjón, er nokkur "veruleg óvissa" í að láta hengja sig í Íran??, það kom í fréttum að maður hefði lifað af eina slíka.

Ég held að þú ættir íhuga að Steingrímur var ekki fífl þegar hann sagði að "veruleg óvissa" væru um forsendur samningsins, en  "Verði endurheimtur forgangskrafna 75% eins og gert er ráð fyrir í þessu dæmi ", þá yrðu heildargreiðslur 489, 6 milljarðar.  Eðli málsins vegna gat Steingrímur ekki vitnað í "Morgunblaðið 6. sept. s.l", því í því tölublaði var ekki verið að ræða um ICEsave.  ICEsave var ekki í fréttum 6. september 2008.

Ég feitletraði síðan þetta með forsendurnar, og þegar ég lærði stærðfræði, þá EKKERT táknað með 0, ekki 75%.

Og það er hitt sem ég ætla að benda þér á Guðjón, það er ósiður að fara rangt með þó maður þurfi að verja rangan málstað.  Það dregur úr gildi rökræðu þinnar þegar þú ferð rétt með.

Gerir þig ómarktækan í allri umræðu, sem er sorglegt, því drifkraftur þinn kemur af lendum mennskunnar.

Og ekki veitir af mennskunni á þessum síðustu og verstum tímum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 09:22

9 identicon

Sæll.

Það hefur enginn Friedmanismi verið stundaður á Vesturlöndum þó þú klifir í sífellu á þvi.

Hið opinbera hefur þanist út á Vesturlöndum undanfarna áratugi og gengur það algerlega gegn kenningum Friedman. Hvar mælir hann með stækkun hins opinbera? Hann vildi hafa hið opinbera smátt í sniðum en í dag er hið opinbera algert skrímsli og tók t.d. til sín rúmlega 43% þjóðarframleiðslunnar hérlendis 2012 sem var aukning frá 2011. Svipaða sögu má segja frá öðrum löndum og hvernig þú kemst að því að þetta sé í samræmi við kenningar Friedman er mjög furðulegt.

Greining þín á deilunum í USA um sjúkratryggingar er sömuleiðis byggð á mikilli fáfræði. Þingmennirnir sem eru á móti opinbera heilbrigðiskerfinu í USA er líka löglega kjörnir og fulltrúar þeirra sem ekki vilja greiða enn meira í heilbrigðistryggingar. Nánast allt sem Obama lofaði í sambandi við nýja heilbrigðiskerfið hefur klikkað. Nýja heilbrigðiskerfið hans veldur því t.d. að margir munu missa sínu vinnu og enda í hlutastörfum. Veistu af hverju?

Stóra spurningin er hins vegar hvers vegna þú lítur iðulega framhjá staðreyndum? Af hverju trufla þær þig ekki? Finnst þér erfitt að skipta um skoðun og viðurkenna þegar þú hefur rangt fyrir þér?

Helgi (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 07:32

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Núna kannast ég betur við þig.

Þinn stóri vandi, fyrir utan að þekkja lítið til hagfræði, er það þú þekkir minna til sögunnar.  Veist því ekki að rökfærsla þín hér að ofan er þekkt, og var mikið notuð af þeim sem neituðu að gefast upp á kommúnismanum.

Vissirðu að hvorki Stalín eða Maó höfðu ekkert með kommúnisma að gera, og þar að leiðir er ekki hægt að tengja kommúnisma við manndráp þeirra??  Samkvæmt rökfærslu þinni er þetta alveg rétt. Þessir heiðursmenn kenndu sig við kommúnisma, en þeir voru ekki kommúnistar.  Og rökin eru jafn pottþétt eins og hjá þér, þeir juku umsvif ríkisins en í kommúnisma er ekki gert ráð fyrir ríkisvaldi.

Ég veit ekki hvað ég er búinn að eiga í þessum rökræðum áður við unga menn sem vildu níðast á fólki í krafti hugsjóna.  Sem þeir sögðust náttúrlega ekki ætla að gera, það voru bara hinir sem gerðu mistök í framkvæmd sinni, mistök sem þeir myndu ekki gera.

En mótrökin voru, hvað á að gefa ykkur oft tækifæri??  Og eftir Killing Field var svar fólks, ekki aftur.

Rökvilla þeirra og rökvilla þín Helgi, er sú að þú ferð ekki úr einu kerfi í annað án þess að það sé ferli þar á milli, og það er í því ferli sem hörmungarnar eiga sér stað.

Fólkið sem tók yfir Vesturlönd uppúr 1980 kennir sig við Friedman, og á hátíðarstundu fær Hayek að fljóta með.  

Það kennir sig við hann því það sækir hugmyndir til hans, og það gerði meginhagfræði kenningu hans, peningamagnskenninguna að hryggjarstykki hagstjórnar á Vesturlöndum.

En eins og að Maó og Stalín voru ekki kommúnistar, þá eru þetta fólk ekki Friedmanistar ef útí það er farið.   Hjá þeim eru kenningar Friedmans tæki til að brjóta niður samfélög Vesturlanda til að auka gróða sinn.  En Friedman seldi þessu fólki sálu sína, þó hann vissi að það væri verið að misnota hann, og hann á því skilið að hin taumlausa græðgi sem sækir mátt sinn í algjöra illsku, sé kennd við hann.

Ég veit að hefði er að kenna þessa aðferðafræði hinna ofsaríku við Ný frjálshyggju, og siðleysi frjálshyggjunnar á það svo sem skilið, en fyrir mig er sá hængur, að ég kynntist lítillega sjónarmiðum frjálshyggjudrengjanna í ICEsave deilunni, og ég hreinlega erfitt með að tengja þá við þennan svarta óskapnað.  Þeir höfðu nefnilega manndóm til að rísa upp hagsmunum hinna ofsaríku, þegar á reyndi. 

Voru með öðrum orðum trúir sannfæringu sinni.

Og eiga heiður skilið fyrir það, en ekki blóðugar skammir mínar.

Varðandi þetta með deilurnar þarna úti í Washington, þá er það gíslataka á lýðræðinu þegar lítill minnihluti tekur framkvæmdarvaldið í gíslingu, það er svona Osamalegt.  Hryðjuverkið er ennþá meira vegna þess að þetta eru lýðræðislega kjörnir fulltrúar, síðan vona ég einhvern tímann að þú áttir þig á rökvillunni að aukin umsvif heilbrigðisþjónustunnar fjölgar störfum en fækkar þeim ekki.

Varðandi meinta vankanta, þá gildir um þá einfalt lögmál, þá er hægt að leiðrétta, eða koma með betra kerfi, en svarið við þeim er ekki að afleggja þá hugsun að allir eigi rétt á læknisþjónustu, því það er forsenda siðmenningar.

Síðan vona ég það þín vegna að þú fattir það einn daginn að þú ert að fyrirgera sálarheill þinni með styðja þá andkristni sem kemur fram í þessum orðum þínum;

 "fulltrúar þeirra sem ekki vilja greiða enn meira í heilbrigðistryggingar."

Þetta er ekki gott innlegg handa Lykla Pétri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.10.2013 kl. 09:22

11 identicon

@10: Sæll.

Þú ert við sama heygarðshornið, þú svarar ekki almennilega heldur ferð út um víðan völl og ferð að tala um Maó og Stalín - skiptir um umræðuefni. Þú gerir þér ábyggilega ekki grein fyrir því að þú skiptir um umræðuefni en þér er hér með á það bent. Slíkt er ekki málefnalegt enda svar þitt innantómt.

Í öldungadeildinni hafa repúblikana lýðræðislegan meirihluta og öldungadeildin hefur það sem kallað er "power of the purse" sem þýðir að þeir geta fjármagnað það sem þeir vilja eða ekki fjármagnað það sem þeir vilja. Þeir fjármögnuðu allt ameríska ríkisvaldið nema Obamacare en Harry Reid og félagar afgreiddu ekki þau frumvörp sem til þeirra komu því þeir vildu nota lokun opinbera geirans sem keiri á repúblikana. Obama neitaði lengi vel að semja við repúblikana þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að þeir væru opnir fyrir málamiðlunum. Næsta krísa þarna verður sennilega í febrúar. Þessi krísa varð að verulegu leyti til vegna þess að demókratar ætluðu sér að koma höggi á repúblikana. Ekki trúa mér varðandi þetta, lestu þér til.

Það sem Obamacare hefur í för með sér, og þú hefur greinilega ekki hugmynd um, er að mikill hvati verður að því fyrir fyrirtæki að segja fólki í fullu starfi upp og ráða fólk í hlutastarf í staðinn. Ætli tekjur fólk aukist eða minnki við það? Ætli þú yrðir ánægður ef stefna stjórnvalda hefði neikvæð áhrif á getu þína til að sjá fyrir þér og þínum? Obamacare er gott dæmi um "law of unintended consequences". Hugmyndin á bak við Obamacare er góð en afleiðingarnar ekki.

Annað varðandi Obamacare sem þú veist ekki heldur er að kostnaður mun aukast, störfum mun ekki fjölga vegna þessarar kostnaðaraukningar. Fullt af læknum í USA kjósa að standa utan þessa kerfis sem þú virðist hrifinn af án þess að skilja. Af hverju ætti venjuleg fjölskylda að vilja greiða mun meira í heilbrigðistryggingar en hún gerir nú þegar, sérstaklega þegar Obama forseti lofaði fólki því að kostnaður við heilbrigðistryggingar þeirra myndi lækka? Hvort vilt þú borga 250 kr fyrir bensínlíterinn eða 350 kr? Af hverju ætti hið opinbera að standa sig betur í rekstri heilbrigðiskerfis en einkageirinn? Hvernig hefur hið opinbera staðið að rekstri heilbrigðiskerfisins hérlendis?

Enn og aftur, það sem þú segir rímar engan veginn við veruleikann. Opinberi geririnn á Vesturlöndum hefur þanist út undanfarna áratugi og það er ekki í samræmi við kenningar Friedman og allt þitt tal um Stalín og Maó breytir engu um það. Sýndu mér tilvitnun í Friedman þar sem hann lofar og prísar t.d. seðlabanka, pilsfaldakapítalisma og stækkandi opinberan geira og þá skal ég auðmjúkur éta ofan í mig það sem ég hef sagt og biðja þig velvirðingar á misskilningi mínum. Hverjir græddu t.d. á TARP og hverjir borguðu fyrir TARP? Hverjir töpuðu á TARP? Er TARP dæmi um pilsfaldakapítalisma?

Hvað ætlar þú að gera ef þú finnur ekki slíkar tilvitnanir? Segja mér meira frá Lykla Pétri, Stalín, Maó og kannski Hitler?

Hvernig er svo skilgreiningin á frjálshyggju? Ég hef spurt þig að þessu áður án þess að fá nokkur svör. Passaðu að skilja þau hugtök sem þú notar, frjálshyggja er hugtak með ákveðna merkingu sem er þér greinilega framandi.

Helgi (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 07:43

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Það kallast rökleiðsla að tína til dæmi og samsvaranir til að útskýra það sem um er rætt. Og dæmin á ekki að taka of bókstaflega, Epos var í alvöru ekki að ræða um asna, gulrætur og héra, heldur kaus hann að nota þessar líkingar í dæmisögum sínum til að útskýra ákveðna mannlega hegðun.  Dæmin tók hann því fólk skyldi þau.  Og sá skilningur fékk það aftur til að íhuga eigin hegðun.

Þeir félagar Stalín og Maó, ásamt þeim heiðursmann Lykla Pétri, komu við sögu sökum þolinmæði minnar við að opna augun þín fyrir rökvillum þínum, sem augljóslega skemma annar ágætan tilgang.  Það vill svo nefnilega til Helgi að ég átta mig á að þú vilt vel.

Félagarnir í illgjörðunum voru tíndir til til að minna þig á að ekkert væri nýtt undir sólinni, og að þú værir ekki sá fyrsti sem féllir í þá gryfju að verja fólsku og sjálfa illskuna með tilvísun að gerendurnir væru ekki það sem þeir segðust vera, heldur eitthvað allt annað.

Eins og Espos tók dæmi um asnann því hann var þekkt skepna á hans tíð, þá tók ég dæmi um kommúnismann því þér virðist vera eitthvað uppsigað við hann.  Sem ég reyndar skil vel, þeir voru númer 2 á topp 10 illskulistanum þar til að Friedmanisminn  náði yfirráðum á Vesturlöndum.  Þá lentu kommarnir í þriðja sæti.

Með þessu var ég ekki að skipta um umræðuefni heldur að bregðast við ítrekuðum afneitun þinni á raunveruleikanum.

Og ég brást við vegna þess að pistill minn hér að ofan, ásamt fyrri pistli mínum um hatrið, þá var ég að fjalla um þennan raunveruleika, og þær hættur sem fylgir því að stöðva ekki þessi ógnaröfl í tíma.

Maður þarf ekki að vera sérstaklega glöggur Helgi til að átta sig á að ég er ekki að eyða orði á Obamacare, Obamacare var tilefni pistla minna, en ekki umfjöllunarefni.

Ég reikna með að þú hafir séð það en hafir hins vegar viljað ræða það nánar vegna einhvers áhuga sem þú hefur, en ég hef ekki.  

En þar sem þú leggur það á þig að lesa pistla mína, og athugasemdir, þá skal ég sýna þér þá virðingu að ræða þau mál í sérstakri athugasemd, en áður ætla ég að ræða mál sem ég hef ákaflega gaman að ræða við þig  þó misvel standi á hjá mér að taka þá umræðu.

Sem er náttúrlega frjálshyggjan og Friedmanisminn.

Og það geri ég næstu athugasemd.

Á meðan, 

kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2013 kl. 08:54

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Hið opinbera hefur þanist út á Vesturlöndum undanfarna áratugi og gengur það algerlega gegn kenningum Friedman. Hvar mælir hann með stækkun hins opinbera?   ....Hann vildi hafa hið opinbera smátt í sniðum en í dag er hið opinbera algert skrímsli Sýndu mér tilvitnun í Friedman þar sem hann lofar og prísar t.d. seðlabanka, pilsfaldakapítalisma og stækkandi opinberan geira.

"Hvar var kommúnismi í Sovétríkjunum, hvar var kommúnismi í Kína, kommúnismi gerir ekki ráð fyrir ríkisvaldi, og byggist ekki á ofbeldi og kúgun, heldur friði og bræðralagi vinnandi fólks".

Það fyrra hér að ofan er tilvitnun í þig Helgi, og það seinna innan gæsalappa er upprifjun á röksemdum ungra manna sem afneituðu hryllingi kommúnismans með þeim rökum að hann ætti ekkert skylt við kommúnisma, og voru þess vegna tilbúnir að reyna aftur að koma á kommúnisma, og þá á réttan hátt.

Þessi blinda tröllreið unga róttæklinga alveg þar til að þeir áttuðu sig á að hryllinginn í Kambódíu mátti rekja til þessa hugarfars, þar átti að framkvæma hlutina á réttan hátt, og til þess þurfti fyrst að eyða hinu borgarlegu þjóðfélagi sem fyrir var, og byrja upp á nýtt á nýsteinöld.

Þess vegna vísaði ég í Killing Field, sem jarðaði þessa heimsku hjá kynslóð minni.

Fólk áttaði sig á því að leiðin til betri heims lægi ekki í gegnum lönd morða og kúgunar.

Vandinn við að koma á kommúnisma felst í því að þú ert með raunveruleikann eins og hann er, og þú ætlar að reyna að breyta honum í útópíu sem á að funkera án ríkisvalds.

Og hryllingurinn á sér stað í breytingarferlinu.

Ástæðan fyrir því að Maó og Stalín voru kommúnistar var sú að þeir aðhylltustu markmið kommúnista, hugmyndir þeirra áttu rætur í heimspeki hans, og þeir reyndu að koma á kommúnísku þjóðfélagi. 

Það eru andrök að halda því fram að fyrst að þeim tókst það ekki, að þá hafi þeir ekki verið kommúnistar.

Kommúnistar eru kenndir við Karl Marx, ekki vegna þess að hann er eini heimspekingurinn í þeim fræðum, heldur sá þekktasti.  Og á því eru skýringar sem ég nenni ekki að rekja.

Sú framkvæmd kommúnismans  sem við þekkjum frá Sovétríkjunum eða Kína á hins vegar ekkert skylt við kenningar Marx, en svona er þetta, hann er upphafsmaðurinn og situr uppi með skítinn.

Og hvað er þá kommúnisminn, hver er skilgreiningin sem þú æpir alltaf á Helgi??

Í sinni einföldustu mynd má segja að kommúnisminn sé það þjóðfélag þar sem vinnandi fólk á og rekur framleiðslutækin og myndar þar með eitthvað sem kallað er kommúna.  Samfélagið er síðan vinsamleg viðskipti/samskipti milli kommúna og þau viðskipti/samskipti fara eftir þörfum og gagnkvæmum ávinningi.  Þar með er allt ríkisvald óþarfi.

Kommúnismi er útópía sem engar samsvaranir við raunveruleikann, það er engin þekkt dæmi eru til kommúnísk þjóðfélög.  

En mörg þekkt dæmi eru til um tilraunir til að koma á kommúnisma.  

Sum dæmin er sárasaklausar tilraunir hugsjónamanna sem hafa reynt að koma upp kommúnum viljugra og hafa ekki valdið öðrum skaða í þeirri viðleitni.

En þekktustu dæmin eru lönd þar sem kommúnískar stjórnmálahreyfingar hafa náð völdum og þau dæmi hafa öll koðnað í óskilvirku ríkisvaldi, kúgun og ofbeldi.

Og í málvitund okkar eru það þessi dæmi sem við köllum kommúnisma og hryllingur þeirra eru vítin til að varast.

Hryllingur sem stafar af framkvæmdinni í raunveruleikanum eða eins og égbenti þér á Helgi hér að ofan að " þú ferð ekki úr einu kerfi í annað án þess að það sé ferli þar á milli, og það er í því ferli sem hörmungarnar eiga sér stað".

Í trausti þess að þú skiljir að Epos er ekki að fjalla um sálarlíf asna í dæmisögunni um asnann og gulrótina þá vona ég að þú lesir þetta og íhugir því frjálshyggjan er annað dæmi um útópíu án ríkisvalds sem gengur ekki upp í raunveruleikanum.

En er öflugt tæki í höndum gírugra manna sem vilja auka völd sín og auð.

Og víkjum þá næst að frjálshyggjunni.

Með kveðju í bili,

að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2013 kl. 09:35

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Víkjum þá að frjálshyggjunni eða laissez-fair.

Í sinni einföldustu mynd lýsir samfélagi þar sem öll samskipti milli fólks eigi sér stað á frjálsum markaði þar sem allir eru upplýstir um allar forsendur viðkomandi samskipta.  Slíkt mun hámarka velmegun og velsæld allra í samfélaginu.  Viðskipti/samskipti á milli slíkra samfélaga á sér stað á sömu forsendum og því er ríkisvald óþarfi.

Í raun er aðeins blæbrigðamunur á Útópíu kommúnismans og frjálshyggjunnar.  Ef hagkvæmasta eignarhald framleiðslutækja er kommúnan þá er hún bein afleiðing frjálshyggjunnar, ef hagkvæmasta eignarhaldið er einkaeign þá eru framleiðslutækin í einkaeign, ef hagkvæmasta eignarhaldið er ríkisrekstur, þá er það niðurstaðan, og ef það er blanda af þessu, eða einhverju öðru, þá er það niðurstaðan.

Því hinn frjálsi markaður leiðir til bestu niðurstöðunnar.

Alveg eins og með kommúnismann þá er ekkert annað en gott um þetta að segja, en á sér engar samsvaranir í raunveruleikanum.

Og alveg eins og í kommúnismanum þá hafa stjórnmálamenn sótt hugmyndir í þessa heimspeki, því þetta er heimspeki en ekki hagfræði, og reynt að framkvæma þær í raunveruleikanum.

Eins og með kommúnismann er sú framkvæmd mismunandi eftir stjórnmálamönnum og eftir löndum.  Best er að lýsa framkvæmdinni á þann hátt að reynt hefur verið að innleiða "markaðsviðskipti" (án þess að ég ætli að fara út í nákvæma skilgreiningu því alveg ein og með kommúnismann þá eru þær jafn margar og gerendur í raunveruleikanum), eða markaðslögmál á sem flest svið samfélagsins. 

Og láta þá efnahagskerfið þróast úr blönduðu hagkerfi yfir í markaðs hagkerfi ásamt því að reyna að breyta ríkiskerfinu úr afskiptum yfir í minni afskipti, og helst engin afskipti fyrir utan að tryggja lög og reglu.

Þó menn kenni sig við frjálshyggjuna líkt og menn kenndu sig við kommúnismann, þá er engu þjóðfélagi stjórnað eftir kenningum hennar, þau eru ekki frjálshyggjuþjóðfélög, ekki frekar en þeir sem reyndu kommúnismann hafi stjórnað eftir kenningum hans, og þeir sannarlega komu ekki á kommúnísku þjóðfélagi.

En líkt og með tilraunir kommúnista, þá hafa afleiðingarnar verið skelfilegar fyrir þann raunveruleika sem fólk lifir í.

Ekki einu sinni heimskur maður afneitar því að Vesturlönd eru fjárhagslega gjaldþrota, og á barmi upplausnar.  En blindir gera það vissulega líkt og ennþá er til fólk sem afneitar hörmungum kommúnismans.

Ekki ert þú heimskur Helgi, og ekki ert þú blindur.

Okkur greinir á hver orsakavaldurinn er, og þess vegna ræðum við málin.

Og þar með er komið að næstu athugasemd.

Kveðja á meðan að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2013 kl. 10:05

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er staðreynd Helgi að ný stjórnmálastefna ( sósíaldemkratar, borgarleg íhaldsmennska, fasismi, allt dæmi um stjórnmálastefnur)  tók yfir Vesturlönd á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.  Bakland hennar var breytt viðhorf í viðskiptalífinu og algjör umbylting í kennisetningum hinnar akademísku hagfræði.

Hugmyndafræði hennar er sótt í smiðju frjálshyggjunnar og vitnað er í þríeykið, Smith, Friedman og Hayek.  Hin kommúníska samsvörun er Marx, Engels, Lenín.

Framkvæmd hennar hefur verið mjög mismunandi eftir löndum, og byggist að sjálfsögðu á pólitískum veruleika, því völdin byggjast á lýðræðislegum kosningum en ekki vopnuðu valdi líkt og hjá kommúnistum, og því þjóðfélagskerfi sem var fyrir.  Útfærsla hægri manna í Svíþjóð var gjörólík útfærslu hægri manna í Frakklandi, eða repúblikana í Bandaríkjunum.  

Hinir svokölluðu vinstri menn voru líka samdauna þessari stefnu.

En megineinkennin voru áhersla á afreglun fjármálamarkaða, draga úr viðskiptahindrunum, einkavæðingu ríkistarfsemi, skattalækkanir á tekjuhærri og innleiðingu þeirrar hugsunar að sem flest ætti að leysast á markaði.

Sameiginlegt er breyting á efnahagsstjórn úr Macro í Micro og þú mátt lesa þér til um hvað það þýðir.  En svona á mannamáli þýðir það færslu frá Ný Keynisma yfir í peningamagnskenningu Friedmans. 

Eðlilega á ekki að þurfa að deila um, þó þú gerir það Helgi, að þeir sem framkvæma, þeir bera ábyrgð á framkvæmdinni.

Ég hef ekki látið það eftir hörundsárum kommúnistum að hætta kalla framkvæmd kommúnismans í Kína og Sovétríkjunum, kommúnisma, þó ég geri mér fulla grein fyrir að kommúnismi kemur þeirri framkvæmd ekkert við.

Nafngiftin er dregin af þeim sem framkvæma.

En ég lét það eftir þér að hætta kalla framkvæmd stjórnmálamanna sem kenna sig við frjálshyggju, nýfrjálshyggju og notað orðið Friedmanismi í staðinn.  Líkt og sumir kenna óskapnað kommúnismans við Marxisma sem var þó sannarlega dauður þegar menn misnotuðu nafn hans í þágu valdafíknar sinnar.

Ég hætti því vegna þess að ég hef tekið eftir að alvöru frjálshyggjumenn hafa snúist gegn hluta af þeim óskapnaði sem stefna þeirra hefur valdið samfélögum okkar.  Jafnvel Hannes er farinn að setja spurningarmerki við afleiðingarnar.

Ég tek Friedman út úr hinni heilagur þrenningu frjálshyggjunnar því peningamangskenning hans er hryggjarstykki efnahagsstjórnunar Vesturlanda og rök hans og hugmyndir mikið notuð af gerendum, það er þeim sem ráða og stjórna Vesturlöndum í dag.  En ekki hvað síst, í lifandi lífi vissi Friedman hvernig hinir ofurríku misnotuðu kenningar hans og hann seldi þeim sálu sína fyrir ókeypis hádegisverð.

Þú Helgi, líkt og kommúnistarnir forðum, sérð ekki sök gerandanna, heldur kennir um leifunum af því borgarlegu samfélagi sem gerendunum tókst ekki að eyðileggja.

Þú vilt því greiða því samfélagi rothögg með því að klippa á ríkiskerfið, Rauðu Khemrarnir hugsuðu hlutina eins, og útrýmdu borgaralegu samfélagi með því að útrýma borgum.

Með þekktum afleiðingum.

Með öðrum orðum, þú skammar gerendur dagsins í dag fyrir að ganga ekki nógu hreint til verks, og vilt vera gerandi morgundagsins og ganga þá alla leið.

Og í eina mínútu hvarflar ekki að þér að afleiðingarnar verði þær sömu.

Hörmungar.

Þetta er kjarni ágreinings okkar Helgi, og hann er ekki flókinn.

En skilur á milli mennsku og illsku, hvort menn séu guðir, sem megi gera það sem þeim dettur í hug.  

Eða hvort þeir séu siðað fólk sem gerir ekki náunganum það sem þeir vilja ekki að þeim sé gjört.

Hverjir eru svo gerendurnir, hverjir gera út þá stjórnmálamenn sem vilja umbylta borgarlegum samfélögum með kenningum frjálshyggjunnar???

Við því er ákaflega einfalt svar.

Það er hið Stóra, stórfyrirtæki, stór ríkir eða hinir ofurríku, þeir sem sækjast eftir yfirráðum og einokun, til að kúga og arðræna.

Og tölfræðilega hefur þeim gengið mjög vel.

Auður þeirra vex og dafnar.

Á kostnað hins venjulega manns og samfélaga hans.

En það er önnur saga.

Á meðan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2013 kl. 12:43

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Friedmanisminn er í raun ræningjastefna í þágu hinna ofurríku.

Fjármögnuð af þeim og framkvæmd af handbendum þeirra.  

Og líkt og kommúnistar notuðu frelsi og bræðralag til að blekkja fólk, þá nota Friedmanistar frelsiskenningar frjálslyndis sem agn.

Í reyndinni hafa reglur aukist því reglur er markaðshindrun, og gagnast fyrst og síðast þeim stóra sem hefur efni á sérfræðiaðstoðinni til að komast framhjá þeim.

Í reyndinni hefur eftirlitsþjóðfélagið margfaldast því alið er á ótta og sundrungu, og vantrú á mannlegri hegðun.

Í reyndinni hefur samkeppni minnkað því leitnin er í átt að fákeppni og einokun.

Samsvaranir sem líkjast hinum kommúnískum þjóðfélögum.  

Áherslur í báðum kerfum er áhersla á stærðarhagkvæmi og fákeppni.

Samþjöppun auðs og Stalínismi eru sitthvor handleggurinn á sömu skepnunni.

Og að lokum Helgi, leiðréttingar á nokkrum staðreyndarvillum.

Það er rangt hjá þér að ríkiskerfið hafi þanist út á Friedmanstímanum, tilvitnun þín í íslenskan raunveruleik eftir Hrun stafar af því að röng efnahagsstefna jók samdrátt einkageirans umfram ríkisgeirann.  Almennt hefur hann staðið í stað eða dregist saman á Vesturlöndum.

Annað, það sem þú kallar pilsfaldakapítalisma, sem lýsti ágætlega tengslum borgarastéttar við ríkisvaldið fyrir daga Friedmanisma, leið að mestu undir lok með auknu frjálsræði í viðskiptalífinu, það sem þú ert að vísa í er aðstoð ríkisvaldsins við fjármálageirann, og réttnefni þeirrar aðstoðar er velferðarkerfi auðs og fjármagns, þar sem grunnhugsunin er að auðurinn hirði gróðann en almenningur tapið.  Og það voru  Friedmanistar sem komu þessu velferðarkerfi á.

Þriðja, hægri flokkar hafa stjórnað Vesturlöndum síðustu 3 áratugina, ekki sósíalískir flokkar.

Fjórða, seðlabankar hafa ekki prentað peninga frá því að peningamagnskenning Friedmans varð meginstef þeirra á seinni hluta níundaáratugarins.  Ekki fyrr en það þurfti að koma fjármálakerfinu til bjargar, og þess var vandlega gætt að þangað færi peningarnir, en ekki í örvandi aðgerðir í anda Keynes.

Fimmta, Keynismi leið undir lok á áttunda áratug síðustu aldar.

Sjötta, og ekki hvað síst sem þú skalt hafa bak við eyrað.  Friedman var enginn hálfviti og hann tók það skýrt fram að ef stjórnun á peningamagni dygði ekki til að halda jafnvægi í hagkerfinu, að þá yrði að örva það með peningalegum aðgerðum.

A la peningaprentun.

Meira þarf ekki að segja um þessa rökleiðslu Helgi, þú ræður alveg hvort þú íhugar hana og komir með andsvör.

En haltu þig frá staðreyndarvillum, og rökvillum.

Þú gætir alveg haft rétt fyrir þér, en rangur málatilbúnaður dregur alltaf til sín athyglina, frá niðurstöðunni.

Og næst er það Obamacare.

En þangað til, 

kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2013 kl. 13:13

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Helgi.

Obasmacare er tilraun löglega kjörins stjórnvalds til að loka bandaríska tryggingarkerfinu, það er að þeir sem ekki njóta fullrar heilbrigðistrygginga, fái þær.

Það er ekki deilt um að hluti almennings nýtur ekki slíkra tryggingar.

Obamacare er umdeilt og á því margir ágallar.  Veistu hvernig ég veit það??  Jú, það er eðli mannanna verka, þau eru aðeins fullkomin á ímynduðum heimi.

Hvort þau séu það gölluð að þau nái ekki tilgangi sínum, má vel vera, hef ekki hugmynd því ég hef engan áhuga á hinu mislukkaða bandaríska kerfi í heilbrigðismálum.

En ég ræð yfir þeirri rökhugsun Helgi, og vona að þú ráðir yfir henni líka, til að vita, að sá sem gagnrýnir eitthvað út frá göllum, hann leggur annað að tvennu til, úrbætur á því kerfi sem rætt er um, eða nýtt kerfi sem þjónar sama tilgangi.

Hann leggur ekki til að ekkert sé gert, það er ef talið er þörf á að framkvæma hlutinn.  Sbr. það að svarið við gölluðum útbúnaði á björgunarbátum, var ekki að afleggja björgunarbáta í borð í skipum, þó slíkt sparaði útgerðinni pening.

Mér vitanlega leggur Teboðshreyfingin ekki fram aðra lausn, vill aðeins óbreytt ástand.

Að þeir sem hafa ekki efni á læknisþjónustu, deyi drottni sínum.

Hafi ég rangt fyrir mér, þá er ákaflega auðvelt að leiðrétta mig með því að benda mér á það kerfi, eða úrbætur sem Teboðshreyfingin leggur til.

Og ég mun taka þá leiðréttingu til greina.

En jafnvel þó repúblikanar leggi til leiðréttingar, útbætur, nýtt kerfi, þá verða þeir að virða stjórnskipunina, sem í Bandaríkjunum er sú að framkvæmdarvaldið er í höndum forsetans.  Og þó þeir ráði einni valdastofnun af þremur, sem reyndar er fulltrúadeildin en ekki öldungadeildin, þá geta þeir ekki stöðvað alríkið, þeir hefðu ekki einu sinni vald til þess þó þeir réðu öllum þessum stofnunum.

Aðgerð þeirra er því algjör misbeiting á neitunarvaldi fulltrúardeildarinnar.

Og grefur undan bandarísku lýðræði.

Og um þetta er ekki hægt að deila, það er ef fólk er fylgjandi lýðræði.

Ekki veit ég hvaðan þú hefur að í Obamacare sé innifalinn hvati til að segja upp fólk, eða breyta stöfum þess í hlutastörf.  Dreg það ekki í efa að einhver hafi haldi þessu fram.  

Vil aðeins benda þér á hvað þessi röksemd er skrýtin.

Í fyrsta lagi er ákaflega mikil sjálfseyðingarhvöt að keyra í gegn löggjöf sem sjálfkrafa verður til þess að þú tapir næstu kosningum og síðan hitt, að mikið má bandarískt efnahagslíf vera skrýtið ef heilbrigðistryggingar ráða ráðningum starfsfólks en ekki arðsemi ráðningarinnar fyrir starfsemi viðkomandi fyrirtækis.

Vissulega veit ég að Friedmanisminn hefur skemmt mikið í Bandaríkjunum, en svona sjúkt vissi ég ekki að ástandið væri.

En þá þrengi ég aðeins röksemd mína, bendi aðeins á að aukin umsvif þýðir fjölgun starfa og það kemur málinu ekkert við þó einhverjir læknar ætli ekki að spila með, þar sem er eftirspurn, þar myndast framboð.  En ekki öfugt.

Síðan hef ég ekki hugmynd um hvað Tarp er, vona þó samt að það sé ekki skyndibiti.

Ég vona nú Helgi að þú hafir náð umfjöllun minni, að ég er að benda á siðleysi þess að neita fátæku fólki um læknisþjónustu, og að ég er að benda á aðförina að lýðræðinu sem felst í gíslatöku minnihlutans á framkvæmdarvaldinu.

Þeir sem vita um hvað lýðræði snýst, deila ekki um það síðarnefnda, og kristið fólk skilur hið fyrrnefnda.

Já og líka siðað fólk.

Þess vegna minnti ég þig á Lykla Pétur til að minna þig á hvað rök þín segðu um þinn innri mann.

Það er ef þú styður siðleysið.  

En um aðferðafræðina má alltaf deila ef fullgild rök eru færð fyrir sjónarmiðum.

Þar með er komið að síðasta efnisatriði þínu sem í besta falli er mikill misskilningur.

Á meðan, er sama kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2013 kl. 13:54

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Að lokum vil ég Helgi fjalla um þær spurningar sem koma fram í þessari tilvitnun.

Af hverju ætti hið opinbera að standa sig betur í rekstri heilbrigðiskerfis en einkageirinn? Hvernig hefur hið opinbera staðið að rekstri heilbrigðiskerfisins hérlendis? 

Þeir sem hafa lært rekstrarfræði vita að rekstur hefur ekkert með eigandann að gera.  Hann lýtur ákveðnum lögmálum, og árangur mælist í mörgum þáttum, eins og skilvirkni, framlegð, arðsemi, uppfyllingu markmiða og svo framvegis.

Og það eru stjórnendur fyrirtækja sem bera ábyrgð á rekstrinum.

Einkafyrirtæki standa sig vel, einkafyrirtæki standa sig illa, ríkisfyrirtæki standa sig vel, ríkisfyrirtæki standa sig illa, að baki býr ekkert lögmál.

Og svarið við fyrri spurningu þinni er því að það er ekkert sem segir það frekar en hitt.

Varðandi það seinna þá er ljóst að hið opinbera hefur staðið mjög vel á málum á Íslandi, betur en í flestum löndum heims.  

Það sést bæði á kostnaðargreiningu aðgerða sem og á hinum ýmsum lýðheilbrigðistölum, eins og lífslíkum, barnadauða, eða hlutfallslegum árangri í meðhöndlun á alvarlegum sjúkdómum, eins og til dæmis lífslíkur eftir 5 ár miðað við tiltekið krabbamein, eða hvað margir lifa af hjartaaðgerðir og svo framvegis.

Um þetta er ekki deilt, enda ekki hægt að deila um.

Hins vegar held ég að þú sért að vísa í fjármögnun kerfisins og hvað er hægt að segja??

Ef þjóðin kýs yfir sig stjórnmálamenn sem hafa það að markmiði að eyðileggja hið opinbera kerfi, uppsker hún þá ekki eyðilegginguna??

En það kemur kerfinu ekkert við.

Aðeins dómgreind þjóðarinnar.

Og þar með er þessari umfjöllun minni lokið Helgi.

Ég var ekki bara að þessu fyrir sálarheill þína, þú munt halda áfram að eltast við hin andkristnu öfl sem kenna sig við Friedman.

Fyrst og fremst er ég að þessu til að eiga á einum stað rökleiðsluna um samsvörunina milli þessar tveggja helstefna, kommúnismans og Friedmanismans, því baráttunni sem er framundan fyrir  tilvist sjálfs lífsins, þá þarf fólk að gera sér grein fyrir rótum þessara isma sem herja á samfélög fólks.

Ég skrifaði þetta fyrir mig, til minnis, en þú verður ekki verri á því að lesa.

Og um það er ekki hægt að deila.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2013 kl. 14:19

19 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hver nennir að lesa þessa langhunda byggða meira og minna á sandi?

Guðjón Sigþór Jensson, 23.10.2013 kl. 14:47

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit það ekki Guðjón.

Oft verið að spá í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2013 kl. 14:56

21 identicon

Sæll.

Í nr. 16 sést greinilega að þú ert að rugla saman friedmanisma og pilsfaldakapítalisma.

Þú ert enn við sama heygarðshornið, svarar mér ekki heldur skiptir um umræðuefni. Hvenær ætlar þú að svara málefnalega í stað þess að skipta um umræðuefni? Hvar er tilvitnunin í Friedman sem ég bað um?

Já reglum hefur fjölgað og það er ekki í anda Friedman. Hverjir setja reglur? Reglur þjóna iðulega einhverjum minnihluta á kostnað meirihlutans. Menn beita eðlilega ríkisvaldinu fyrir sinn vagn og nú sjáum við það í stórum stíl hjá fjármálafyrirtækjum. Pilsfaldakapítalismi. Framleiðslustyrkir? Pilsfaldakapítalismi? Verndartollar? Pilsfaldakapítalismi.

Hvaða ríkisfyrirtæki standa sig vel? PetroBraz? Byggðastofnun?

Þú segir að bandaríska heilbrigðiskerfið sé mislukkað. Það er auðvitað ekki gallalaust en hvernig stendur þá á því að árlega fara um 30.000 Kanadamenn suður og greiða fyrir heibrigðisþjónustu sem þeir geta fengið ókeypis í heimalandi sínu? Er íslenska heilbrigðiskerfið ekki að kafna í faðmi hins opinbera? Nú nýlega voru hundruðir þúsunda Bandaríkjamanna að missa núverandi heilbrigðistryggingu sína vegna Obamacare. Nú geta þeir bara valið um dýrari tryggingar. Af hverju ættu menn að vera ánægðir með það?

Kommúnismi er ferli, sósíalismi er eitt skref í átt að kommúnisma. Sovétmenn gáfu reglulega út spár um það hvenær kommúnisma yrði komið á þarlendis - spár sem aldrei gengu eftir :-)

Ég bað um skilgreiningu þín á frjálshyggju enda notar þú ekki þetta hugtak rétt enda einn af þeim sem notar þetta hugtak sem punching bag. Mér er alveg sama um kommúnisma og er alveg fyrirmunað að skilja af hverju þú ræðir heillengi um kommúnisma.

Repúplikanar virða stjórnskipunina, þeir ráða löggjafarsamkundunni og hún, líkt og okkar, ræður hverju opinberu fé er eytt í. Demókratar sáu til þess að alríkisstjórnin lokaði - ekki repúblikanar. Kynntu þér þetta - ekki trúa mér.

@19: Ef þú skilur ekki hvað er um rætt skaltu lesa þér til. Byrjaðu á "Íslamistar og naívistar" og svo er gott að lesa "Hafræði í hnotskurn".

Helgi (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 17:38

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Helgi, Friedmanismi, sem er ferlið frá raunveruleika til útópíu, er hannað til að auka auð og auðlegð hinna stóru.  Ég bendi þér á það, færi þér rökin að baki, og þú afhjúpar þig strax í fyrstu setningu að þú skilur ekki rökleiðsluna. 

Þú skilur ekki hvað felst í að fara úr einu ástandi í annað, þar sem það fyrra er raunveruleikinn þegar menn komast til valda, og það seinna er það ástand sem menn stefna að.  

Sorglegt Helgi, ég hélt að þú réðir við þetta.  Og kæmir með rök gegn rökleiðslunni sem ég þyrfti að taka afstöðu til.

"Þú ert enn við sama heygarðshornið, svarar mér ekki heldur skiptir um umræðuefni. Hvenær ætlar þú að svara málefnalega í stað þess að skipta um umræðuefni? Hvar er tilvitnunin í Friedman sem ég bað um?"

Svona í það fyrsta þá held ég þú hafir aldrei fengið eins ítarlegt svar þar sem þér er sýnd sú virðing að staðleysur þínar eru ekki látnar eyðileggja málflutningi þinn.  Staðleysur eins og að kalla peningamagnskenningu Friedmans peningaprentun eða Keynisma.  Sem þú gerðir ekki hér að ofan, en hefur ítrekað gert.

Til hvers ert þú að biðja um tilvitnun í Friedman þegar ég útskýrði fyrir þér af hverju ég kallaði afleiðingar af stefnu Friedmanista, Friedmanisma??

Svo ég gagnspyrji þig, af hverju kallar þú einræðisstjórnar Kína og fyrrum Sovétríkjanna, kommúnista þegar stefna þeirra á ekkert skylt við kommúnisma??  Hvar stendur það í Kommúnistaávarpi Marx að að alræði öreiganna þýði einræði, ríkisrekstur, kúgun, ofbeldi??

Er það einhver rök í málinu að kommúnismi er ferli??, og að sósíalismi sé eitt skref í átt að kommúnisma??  Hverjir segja það??, þeir sem kenna sig við kommúnisma??  Er ekki hægt að segja hvað sem er??

Nei, þeir eru ekki kallaðir kommúnistar vegna þess að þeir eigi nokkuð skylt við kommúnisma, því það eiga þeir ekki, heldur vegna þess að þeir kenna sig við kommúnisma, og nota útópíu kommúnismans sem afsökun fyrir einræðisstjórn sinni, ofbeldi og kúgun.  

Með sömu rökum kenni ég afleiðingu stefnu Friedmanista, það er þá stjórnmálamenn sem sækja markaðsrök sín til þrenningarinnar Smith, Friedman, Hayek við Friedmanisma.  Það er ekkert sem segir að þú þurfir að gera það Helgi, eða einhver annar, ég geri það.

Og það er ekki flókið að átta sig á því.

"Já reglum hefur fjölgað og það er ekki í anda Friedman." .

Hver var að halda því fram að það væri í anda Friedmans, þarf ekki að vera afleiðing af stefnu hans, eða þeirra sem vilja veikja ríkisvaldið.  Ætti reyndar að vera öfugt.  

En fjölgar samt, það er gjörð þvert á orð.  Og það á mjög einfalda skýringu, sú kerfisárátta að fjölga reglum, fer saman við hagsmuni þeirra sem fjármagna þessa stjórnmálamenn.  

Því Friedmanismi á ekkert skylt við frjálshyggju eins og ég hef marg oft bent þér á.

"Hvaða ríkisfyrirtæki standa sig vel? PetroBraz? Byggðastofnun?", hvaða rökfærsla er þetta??  Eru gjörspillt auðfyrirtæki sem fara á hausinn með skuldaslóðina á eftir sér, á meðan eigendur hafa allt sitt á þurru, dæmi um skilvirkni kapítalismans??  Ertu að taka undir þessa rökfærslu kommúnista??  Er það einhver staðfesting á yfirburðum ríkisfyrirtækja að ég nefni Statoil, eða þýsku járnbrautirnar, eða franska póstinn??

Fattarðu ekki að ríkisvald getur verið skilvirkt, og ríkisvald getur verið óskilvirkt, alveg eins og einkafyrirtæki geta verið skilvirk og einkafyrirtæki geta verið óskilvirk.  Fattarðu ekki að einkafyrirtæki geta verið einokunarfyrirtæki, og þau hafa meira að segja leitni í þá átt, alveg eins og að ríkisfyrirtæki geta starfað á samkeppnismarkaði, þar  á meðal í samkeppni við önnur ríkisfyrirtæki??

Mundu það Helgi að ef stjórnmálamenn þurfa að nota klisjur sem eiga enga tilvísun í raunveruleikann, þeir er það merki um rangan málstað.  Bara klisjan um ríkisrekstur versus einkarekstur ætti að dæma Friedmanista úr leik.

"Þú segir að bandaríska heilbrigðiskerfið sé mislukkað".

Hvar hef ég sagt þetta í þessum þræði??  Ég hef ekki verið að ræða bandaríska heilbrigðiskerfið.  En vissulega hefði ég sagt það því það er bæði óskilvirkt og rándýrt, án þess að tryggja stórum hluta þjóðarinnar öryggi í heilbrigðismálum.  Og rökin fyrir því las ég í Economist á sínum tíma, sett fram af sérfræðingum sem tala um staðreyndir, ekki pólitík.  

En ég var ekki að ræða það, það kemur þessu máli ekki við.  Og þar með ætla ég ekki að útskýra fyrir þér af hverju þessir Kanadamenn fara yfir landamærin.  Vil aðeins benda þér á að Íslendingar gera það líka, og líklegast er leitun af landi þar sem fólk hefur ekki gert það.  Hugsanlega Norður Kórea, en varla mikið fleiri.

"Er íslenska heilbrigðiskerfið ekki að kafna í faðmi hins opinbera?"

Nei, það er það ekki, það er að kafna í faðmi stjórnmálamanna sem vildu frekar gjalda fjármagninu skatt en að setja skattpeninga þjóðarinnar í það sem samfélagssáttmáli hennar hvað á um.

Fyrir 30 árum síðan hefði menn verið settir á geðveikrahæli fyrir að reyna að koma endurfjármögnun bankakerfis á ríkissjóð.  Slík endurfjármögnun er eitt meginhlutverk Seðlabanka landa sem hafa sjálfstæða mynt.  

"Nú nýlega voru hundruðir þúsunda Bandaríkjamanna að missa núverandi heilbrigðistryggingu sína vegna Obamacare." 

Hef enga ástæðu til að draga orð þín í efa, ítreka aðeins rök mín um það sé skrýtin speki að koma á kerfi til að tryggja fólk, ef það sama kerfi aftryggir fólk. Slíkt stjórnvald hlýtur að falla í næstu kosningum, alveg eins og ICEsave stjórnin okkar.  Ég er viss um að jafnvel Japanir taki ofan fyrir slíkri tryggð við HariKari hugsun.

En minni þig á þetta með að andsvar við gallað kerfi, er ekki EKKI kerfi.

"Repúplikanar virða stjórnskipunina, þeir ráða löggjafarsamkundunni og hún, líkt og okkar, ræður hverju opinberu fé er eytt í. Demókratar sáu til þess að alríkisstjórnin lokaði " .

Repúblikanar ráða ekki löggjafarsamkundunni, aðeins annarri stofnuninni að tveimur.  Og samkvæmt bandarískri stjórnskipan, þá fer forsetinn með framkvæmdarvaldið.  Hann situr ekki í skjóli þingmeirihluta.

Ef þetta kerfi á að virka, þá þurfa menn að ná málamiðlun.  

En ekki með þeim aðferðum að lama framkvæmdarvaldið, og að lama alríkið.  Þetta eru staðreyndir, koma trú ekki við.  

Og geri menn það þá ógna menn ekki bara lýðræðinu heldur líka allsherjar reglu.

Þú verður að sætta þig við það Helgi að repúblikanar töpuðu síðustu kosningum og eru í minnihluta í stjórnskipuninni.  Og þegar þú snýrð því á hvolf, þá ert þú fyrst og fremst að gera lítið úr sjálfum þér.

Þú veist betur.  En ég viðurkenni að það er hægt að segja hvað sem er, þegar umræðan snýst ekki um beinar staðreyndir. 

En uppskeran er aðeins gjaldfelling.

Því miður.

En ég tel það þér til tekna að þú ert hættur að verja hið algjöra siðleysi að fátækum sé neitað um læknishjálp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2013 kl. 23:09

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Og að lokum Helgi, rök-gagnrök eiga sinn endi og jafnvel ég á þar endamörk.  Umræða þarf að höfða alveg sérstaklega til mín til að ég nenni að standa svona lengi í henni, það er að segja þegar hún fjallar ekki um hina beinu skotspóna mína.

ICEsave og AGS.

Ég hef ákaflega gaman að þessari eins og sést hér að ofan, en ég er að fara að erindast  á morgun og það  fram yfir helgi.

Eftir helgina tekur svo við "afsakið hlé", því í augnablikinu er ég afhuga blogginu, það er ekkert að gerast sem réttlætir tímaþjófinn.

Þannig að þú átt síðasta orðið í þessari rimmu.

Þar með þýðir lítt að kasta til mín spurningum, nema að það sé eitthvað sem þú vilt að ég endilega svari, þá geri ég það á þriðjudaginn eða miðvikudaginn.

Annars áttu sviðið, njóttu.

Við eigum svo örugglega einhvern tímann eftir að ræða málin, ítarlega sem fyrr.

Takk fyrir spjallið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2013 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 579
  • Sl. sólarhring: 638
  • Sl. viku: 6310
  • Frá upphafi: 1399478

Annað

  • Innlit í dag: 494
  • Innlit sl. viku: 5349
  • Gestir í dag: 452
  • IP-tölur í dag: 445

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband