16.10.2013 | 13:55
Hatrið.
Gegnsýrir bandarísk stjórnmál.
Hatur út í allt sem viðkemur jöfnuði, réttlæti, bræðralagi.
Hatur útí hina kristnu lífspeki, að þú eigir að gæta bróður þíns.
Hundheiðið fólk, dýrkendur skurðgoðsins Mammons, sídansandi kringum gullkálfinn, heldur bandarísku þjóðinni í heljargreipum.
Hótar henni gjaldþroti ef stjórnvöld voga sér að tryggja fátæku fólki læknisþjónustu.
Yfirskinið er að það gæti minnkað aurinn í fjárhirslum hinna ofurríku, en það yfirskin er aðeins þunn silkiklæði yfir rauðglóandi heiftina að stjórnvöld skuli voga sér að reyna að uppfylla skyldur siðaðs stjórnvalds.
Að líta eftir þeim sem minna mega sín.
Deilan, sem kölluð er deilan um skuldaþakið, afhjúpar hina raunverulegu deilu, hin raunveruleg átök sem eiga sér stað í heiminum.
Átökin um sjálfa siðmenninguna. Átökin milli lífs og taumlausrar græðgi. Átökin milli mennsku og mannvonsku.
Átökin sem varða sjálfa framtíð mannsins hér á jörð.
Átök sem eru á milli þeirra sem trúa að þeir eigi að gæta bróður síns, og þeirra sem segja að þú eigir ekki að gæta bróður þíns, gæti hann sín ekki sjálfur, þá megi hann deyja drottni sínum.
Deilan um skuldaþakið mun leysast á einhvern hátt.
Hún er aðeins upphitun, hún er aðeins hugsuð til að fylkja liði.
En niðurbrot samfélaga, niðurbrot velferðar og velmegunar heldur áfram, af sívaxandi skriðþunga.
Ginnungagapið, sem við sjáum í aukinni fátækt, vaxandi matarbiðröðum, einkavæðingu velferðarþjónustu, síaukinni hlutdeild þrælabúða í framleiðslunni, sýgur alltaf meira og meira af forsendum friðar og stöðugleika til sín, þar til ekkert er eftir en skjaldarenndur og spjótaglamur .
Líkt og í Sýrlandi í dag.
Sýrland er ekki eyland.
Sýrland er það sem mun verða.
Óhjákvæmileg afleiðing af yfirráðum Mammonsdýrkenda yfir vestrænum samfélögum.
Og Sýrland er við sjóndeildarhringinn ef horft er til hafs.
Tímaglasið er að renna út.
Nóvember er týndur.
Lögvarðir hagsmunir fjármálafyrirtækja er stefna stjórnvalda.
Stefna haturs og Útburðar.
Sem endar í vargöld, vígöld.
Það er sú framtíð sem við kusum börnum okkar.
Vænna en það þykir okkur ekki um þau.
Kveðja að austan.
Hættir ríkissjóður að borga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikill meirihluti Bandaríkjamanna er sæmilega vel varinn gagnvart sjúkdómum, slysum o.fl. með sínum sjúkratryggingum. Vel er hægt að leysa vandamál annarra með öðrum hætti en allsherjar-sósíalisma. Og það eru engar "þrælabúðir" í Bandaríkjunum, Ómar minn, þá ættirðu heldur að líta til Norður-Kóreu og Rauða-Kína, jafnvel Indlands. Og Bandaríkjamenn gefa þjóða mest til þriðja heimsins, og þá er ég ekki að tala um hergögn.
En Obama ásundar um of það sama og öfgavinstrimennirnir gerðu, þegar þeir nutu hér (naums) meirihluta á Alþingi í 4 ár: Kollsteypustjórnmál. Nú finnst formanni VG, Katrínu Jakbsdóttur, hins vegar allt í einu tími til kominn að tala á móti kollsteypustjórnmálum. Það er vitaskuld hennar viðleitni til að standa með lagavitleysunni frá stjórn Jóhönnu og Steingríms Joð.
Jón Valur Jensson, 16.10.2013 kl. 14:34
Það er að koma betur fram að teboðshreyfingin innan repúblikana eru á móti Obamacare að mestum hluta til af trúarlegum ástæðum, kristilegur armur repúblikana eru á móti getnaðarvörnum fyrir konur, þannig að ekki er verið að tala um "Hundheiðið fólk"
http://thinkprogress.org/justice/2013/10/07/2743471/catholic-bishops-to-house-shut-down-the-government-unless-we-get-our-way-on-birth-control/
http://thinkprogress.org/justice/2013/10/15/2770431/read-document-want-understand-republicans-followed-ted-cruz-cliff/
Það er hægt að finna svipaðar greinar á fleiri stöðum.... Þetta er kristilegur kærleikur í hnotskurn !
Ólafur Ingi Brandsson, 16.10.2013 kl. 14:41
Obamacare er svo gott að Forsetinn Obama Varaforsetinn ráðherrar, þingmenn og starfslið þeirra þurfa og vilja ekki vera í Obamacare.
Ef Obamacare er svona gott fyrir landslýðinn af hverju er það ekki nógu gott fyrir stjórnmálamannaelítuna?
Verkalýðsfélög vilja ekki Obamacare og eru að reina að fá undanþágu, vinur þeirra Obama kemur til með að gera það fyrir áhangendur sína.
Ef þetta er svona gott sjúkrasamlag af hverju eru allir að reina fá undanþágu frá kerfinu?
Andstaða fólks 64% þjóðarinnar á Obamacare hefur ekkert með trúarbrögð að gera, enda hefur Obamacare verið open for business í rúmmar 2 vikur og ef fólk kemst á vefsíðuna og getur skráð sig í Obamacare þá er það tilviljun svo illa er sú vefsíða gerð en hefur kostað USA Ríkið 643 miljónir $ USA til dagsins í dag en virkar ekki. Það hafa 58,000 af 350,000,000 (miljónum) skráð sig og ég er einn af þeim sem hef ekki skráð mig.
USA er sjúkt þjóðfélag og hefur rekið Ríkið áratugum saman á lánum frá erlendum Ríkjum og fjárfestum. Bara í lánum til annara Ríkja og fjárfesta er skuldin 17 triljónir $ USA í dag og hefur tvöfaldast í stjórnartíð Obama, en það er smáskuld miðað við unfunded liabilities rúmar 90 Triljónir $ USA.
Það er auðséð að USA Ríki getur aldrei staðið undir þessum skuldum og unfunded liabilities, þannig að einhver hlýtur að tapa í þessum píramída skíma, svo segja frægir hagfræðingar með Nóbelinn sér við hlið sumir hverjir.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 16.10.2013 kl. 15:33
Blessaður Jóhann.
Hvernig sem ég les pistilinn aftur, og það gerði ég núna áðan, þá sé ég hvergi að ég sé nokkuð að ræða um Obamacare, eða annað sem snýr að þessari deilu.
Ég var að fjalla um hatur.
En ég geta alveg spjallað við þig um ákveðna rökhugsun.
Ef Obamacare er svona slæmt, þá koma menn með tillögur til útbóta, til dæmis Skandinavísku leiðina. Þeir sem gera það ekki, lúta stjórn hins siðlausa fjármagns, hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki.
Aðeins siðblindingi lætur fólk deyja sökum fátæktar í ríkasta landi heims.
Annað, eftir að dollarinn var tekinn af gullfæti, þá skuldar bandaríska ríkið í pappírspeningum, sem það getur prentað hvenær sem er. Það er ekki skuldbundið til að afhenda verðmæti uppí dollaraskuld sína.
Þetta er pappírsleikur sem reyndar þjónar þeim tilgangi að drepa bandarískan iðnað með ódýrum innflutningi. Skilar meiri aur í vasa hinna ofurríku.
Þriðja, ég var ekki að tala um trúarbrögð, ég var að tala um grunnforsendu kristinnar siðmenningar, sem líka reyndar vill svo til að er undirstaða vestrænnar siðmenningar, og þess samfélags fólks sem skurðgoðadýrkendurnir Mammons vega að með trú sinni.
Fjórða, afsiðun vestrænna gilda, leiðir til tortímingar, ekki bara fátæklinga, heldur allra.
Eitthvað sem þú ættir að íhuga Jóhann, þú ert hluti af þessum öllum.
Og að lokum, hvað sem sagt verður um þetta blogg, þá er það ekki skrifað út frá pólitískum sjónarmiðum.
Heldur sem vörn fyrir lífið sem ég slysaðist til að geta af mér fyrir rúmum 9 árum síðan.
Líf sem ég vill að lifa af.
Flóknara er það nú ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2013 kl. 16:40
Blessaður Ólafur.
Andkristni hefur ekkert með kristni að gera, nema náttúrlega sem mótvægi.
Hvort kristið fólk hafi látið blekkjast, það er svo annað mál.
Og ekki til umfjöllunar hér á þessum þræði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2013 kl. 17:18
Þetta var nú ábending til þess sem skrifaði athugasemd #2 svo einfalt er það Ómar enda hef ég engan stjórnmálalegan hagsmun í þessu, heldur sjúkratryggingar hagsmun og Obamakerfið virkar ekki í dag.
Ekki skrifaði ég eitt eða neitt um trúmál, þannig að þú getur sent það til föðurhúsana.
Ekki veit ég hversu margir deyja í USA útaf fátækt en þú virðist vita það?
En í það minsta ef ég væri á Íslandi þá fengi ég tæpar 40 þúsund í ellilífeyri, en eins og gengið er í dag þá fæ ég 231 þúsund, svolítil munur á hvernig Ísland sér um sín gamalmenni og hvernig USA gerir það.
Hvað ættli deyji margir á Íslandi vegna fátæktar og vegna þess að íslenzka Ríkið vill ekki eiða pening í sjúkrahjálp af því að manneskjan er svo gömul?
Þarf svo sem ekki að vera gamalmenni, hvað ættli að margir krabbameinssjúklingar deyji árlega af því að þeir fá ekki umönnun vegna tækja og lækna leisis á íslandi?
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 16.10.2013 kl. 17:48
Blessaður Jón Valur.
Þar sem ég veit að þú ert kristinn maður, og skilur kjarna kristnidómsins, þá ætla ég að leyfa þér að íhuga þessi orð, "Mikill meirihluti", og draga þau til baka í því það samhengi sem þú setur það í.
Síðan ef ég man hugmyndasöguna rétt, þá eru það fylgjendur Marx en ekki Krists,sem kenndir eru við sósíalisma.
Loks máttu vera mikið blindur Jón ef þú trúir að það kollsteypi ríkasta þjóðfélagi heims að lækna fátæka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2013 kl. 18:01
Blessaður Jóhann.
Þegar menn taka ekki annað fram, þá verð ég að gera ráð fyrir að þeir mæti á þennan þráð til að spjalla við mig.
Þess vegna þurfti ég að andmæla þessari setningu þinni, "Andstaða fólks 64% þjóðarinnar á Obamacare hefur ekkert með trúarbrögð að gera", því ekki er ég að skrifa um trúarbrögð.
Síðan skil ég ekki þann kulda sem kemur fram í þessari setningu þinni, "Ekki veit ég hversu margir deyja í USA útaf fátækt en þú virðist vita það? ", hef hingað til ekki orðið var við annað en mennsku og mannúð í skrifum þínum. Skil því ekki þessa vörn þína fyrir ómennsku.
Síðan ertu það skynsamur að þú ættir að vita að það er ekki að trúgirni sem fólk kaupir sjúkratryggingar í USA, það hefur eitthvað með meinta lækningu við sjúkdómum að gera.
Eins virðist þú ekki ennþá átta þig á um hvað ég er að fjalla, vil því aftur að benda þér á að svarið við "gallað" kerfi, er ekki "ekkert" kerfi.
Þar að síður fatta ég ekki að þú teljir mig halda því fram að allt sé alvont við bandaríska kerfið, hins vegar veit ég að það sem er gott við kerfið er aftökulista hinna ofurríku, til dæmis ellilífeyriskerfið. En lýðræðið flækist fyrir þeim (þeirra menn þurfa jú kosningu), svo taktíkin er í anda dropans sem holar steininn.
Líkt og seinvirkt eitur sem drepur að lokum.
Og það sem enga ábyrgð ber á halla ríkissjóðs, er látið gjalda fyrir velferðarkerfið auðmanna og hernaðarbröltið í Írak og Afghanistan. En þetta tvennt er meginskýring hins mikla fjárlagahalla.
Loks varðandi áhrif Friedmanismans á Íslandi, hvað get ég sagt við mann sem er í hópi lesenda þessa bloggs??
Hefurðu ekki lesið skrif mín??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2013 kl. 18:19
Blessaður aftur Jón Valur.
Lenti óvart í frátöfum, svo ég missti aðeins taktinn.
Ég hélt því ekki fram að þrælabúðirnar væru í USA, var að vísa í innflutning frá þrælakistum, meðal annars Rauða Kína, sem eyðileggur undirstöður bandarísks iðnaðar, sem aftur er meginskýring þess að raunlaun hafa ekki hækkað hjá verkafólki frá því í byrjun áttunda áratugarins.
Og kaldhæðnin er að ekki er greitt fyrir þann innflutning með vöruútflutningi, sem þá væri tilfærsla milli atvinnugreina, heldur með pappír.
Verðlausum pappír.
Sem er fáránleikinn í hnotskurn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2013 kl. 18:24
Mér heyrist hæst bylja í þeim sem mest hafa hér á Fróni. Nú síðast hóta læknar verkfalli. Það er nokkuð ljóst að ekki verða þeir peningar teknir af þessum 10-12 þúsuund sem eru í raun atvinnulausir og farnir úr landi. Ef ekki á að framlengja veiðileyfigjald, hvaðan eiga þessir peningar að koma, sem þeir hæstlaunuðu eru að heimta? 14 fjölskyldur misstu heimili sitt í dag, 16. okt. 2013. Væri ekki rétt að koma heimilinum úr rústunum til að byrja með? Annað er í raun hagfræðileg heimska og þetta hafa Kanarnir auðvitað viðurkennt í raun. BB kom í RUV fréttum í kvöld og taldi öll tormerki á að gera það sem stjórnarsáttmálinn byggist á. Voru þetta ekki í raun stjórnarslit í beinni?
Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 20:30
Það er ekki tilviljun að stuttbuxarnir lækkuð verð á bleyjum!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 20:40
"Stjórnarslit í beinni", þú segir nokk Þjóðólfur.
En forsenda þeirrar fullyrðingar er að vottur af meiningu hafi verið í kosningaáróðri Framsóknar. Allt bendir til þess að þeir hafi tekið að sér þennan málflutning til að hindra að alvöru flokkur yrði til um tillögur Lilju Mósesdóttur.
Síðan vantar ekki peninga á Íslandi, þeir eru aðeins í vitlausum vösum. Þar fyrir utan kýs ég frekar nokkra grjónagrauta í viðbót, en að upplifa land án lækna.
Ástand sem mjög stutt er í, og tengist það lögmálum tímans, að það tekur styttri tíma fyrir eldri að verða aldnir, en til dæmis þá sem yngri eru.
En miðja fellibylsins er ekki stöðugt ástand, ekki til lengdar.
Og lækkað verð á bleyjum fær því ekki breytt Hrútur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2013 kl. 21:19
Sæll Ómar.
Það má segja að það hafi verið betra að hafa ESB í niðurlagi pistilsins en ekki Sýrland.
Ástandið í ESB, suður af Þýskalandi stendur okkur nær og á lýsing þin á mjög vel við.
Það má skerpa vitund okkar íslendinga á þeim "Mammonum" sem stýra ákvörðunum um björgun fjármálaheimsins þar á bæ, ákvarðanir sem munu hafa þær ógurlegu hörmungar í för með sér, sem pistill þinn fjallar um.
Eggert Guðmundsson, 16.10.2013 kl. 21:40
Ég vil flytja inn vel menntaða lækna frá Rússlandi. Þeir taka helmingi minni fyrir sömu vinnu. Leyfa þeim íslensku að þéna í Svíþjóð! Án gríns!
Þjóðólfur bóndi (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 21:51
Nei reyndar ekki Eggert, en ég skil tilvísun þína.
Eigum við ekki að segja að Sýrland sé ekki lengur út við sjóndeildarhring ESB, heldur komið vel í augnsýn, og nálgist hratt.
Þrátt fyrir harðstjórn lítils minnihluta, og ítök bókstafstrúarmanna á vissum svæðum (sem var svo kæfð í blóði), þá var Sýrland á heildina litið friðsamt land.
Byggt friðsömu fólki, gestrisnu, glaðværu.
Rjúkandi rúst í dag, menn haturs og heiftar murka lífið úr samlöndum sínum.
Sýrlenska þjóðin uggði ekki að sér, ekki frekar en almenningur Evrópu gerði almennt ekki fyrr en hamfarirnar hófust að fullum þunga vorið 1940.
Þó voru teiknin augljós, en fólk kaus að lesa þau ekki. Lét fámennan hóp manna æsa til ófriðar þar til ekki var lengur aftur snúið.
Loforð Framsóknarflokksins voru síðustu fyrirheit valdaklíkunnar sem hún getur svikið.
Æsingarseggirnir eru að taka yfir, fallega fólkið farið í felur.
Það sem blasir við þarf ekki að gerast, en það hefur gerst áður, og mun gerast aftur. Því vargöld, vígöld kemur næstum alltaf í kjölfar bræðrabardaga.
Slíkur bardagi hefur einkennt íslenskt þjóðlíf frá Hruni, og það sér ekki fyrir endann á honum.
Fyrirheit hafa haldið slagnum í skefjum, en þegar síðasta fyrirheitið er svikið, hvað þá???
Hvað þá???
Það glittir í Sýrland, en Sýrland er ekki í höfn.
En það nálgast, og enginn gerir sig líklegan til að stöðva för þess. Hins vegar gæti stefna þess legið framhjá landinu, það er ekki alltaf þannig að skip sem sjást við sjóndeildarhring, að þau stefni að landi.
Margir vilja landinu vel, í öllum flokkum, en það breytir því ekki að þjófarnir stjórna öllu á bak við tjöldin.
Og við vitum hvað þeir vilja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2013 kl. 22:08
Ég meðtek alveg seinna svar þitt, kl. 18:24, við innleggi mínu, en rækilega misskilurðu mig (ef þú snýrð ekki út úr) í fyrra svari þínu.
Ekki var Jóhann Kristinsson, staðkunnugur í Bandaríkjunum, að leiðrétta þau orð mín, að "mikill meirihluti Bandaríkjamanna er sæmilega vel varinn gagnvart sjúkdómum, slysum o.fl. með sínum sjúkratryggingum," en í krafti hvaða heimildar vefengirðu það, Ómar minn?
Setningu þinni, þar sem Kristur og Marx koma báðir fyrir, botna ég ekkert í, og sannarlega er það rétt, að sósíalisminn er ekki frá Kristi kominn.
Og ég hef hvergi talað um, "að það kollsteypi ríkasta þjóðfélagi heims að lækna fátæka."
Jón Valur Jensson, 16.10.2013 kl. 22:10
Sem þýðir að þú talar rússnesku Þjóðólfur.
En þetta snýst ekki um sambærileg laun, heldur lífvænleg laun eftir langt nám, vinnuaðstæður, og vinnuumhverfi.
Sem og hin stökkbreyttu lán. Þau eins og sér skýra að miklu leiti landflótta íslenskra lækna, þeir eru á eftir jafnöldum sínum þegar þeir loks fara að þéna, og þá brúa þeir bilið, og þá helst með lengri brú en þarf, og slík brú er smíðuð úr lánum.
Það hangir nefnilega margt á spýtu verðtryggingarinnar, og ekkert af því gott.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2013 kl. 22:13
Það þurfti ekkert að leiðrétta það sem þú skrifaðir Jón Valur "mikill meirihluti Bandaríkjamanna er sæmilega vel varinn gagnvart sjúkdómum, slysum o.fl. með sínum sjúkratryggingum," af því að það er rétt.
Tek bara sem dæmi mína sjúkratryggingu $5 fyrir allar aðgerðir vegna slysa og veikinda bæði sem göngusjúklingur og í sjúkrahúslegu.
Þetta kem ég til með að missa með Obamacare í tvö ár eða þangað til að ég fer á MediCare sem er svipuð endemis sjúkrasamlagsvitleysa og bið eftir að sjá lækni eins og á Íslandi.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 16.10.2013 kl. 22:41
Jón Valur.
Ef þú væri í borð í skipi sem væri aðeins með björgunarbáta fyrir mikinn meirihluta farþegar, þá myndir þú finna efann þegar skipið sykki, þyrftir ekki kennslu í kristinni siðfræði um rangindi þess, að bjarga aðeins "miklum", meirihluta.
En sem kristinn maður átt þú að skilja hvað felst í þeirri skýlausri kröfu Jesús frá Nasaret, að þú eigir að elska náungann eins og sjálfan þig. Og sálarheill þín er komin undir því hvað þú gerir þínum minnsta bróðir, því það sem þú gerir þínum minnsta bróður, það gerir þú skapara þínum.
Þessi krafa er ekki skilyrt við þá betur stæðu, jafnvel þó þeir séu mikill meirihluti, þvert á móti.
Þess vegna gaf ég þér kost á að íhuga orð þín, og leiðrétta þau, vildi ekki þurfa að minna þig á kjarna kristinnar trúar.
Obamacare er hugsuð til að tryggja fátæku fólki læknisaðstoð. Og það að gefnu tilefni. Lífslíkur fátæks fólks í þessu ríkasta landi heims, á sér engin sambærileg dæmi hjá nokkurri vestrænni þjóð,þú þarft að fara í verstu eymdarbæli jarðar til að finna sambærileg eða verri dæmi.
Að bregðast við þessu kallar þú sósíalisma, en ég kenni það við kristni. Því krafan um að líta eftir sínum minnsta bróður var færð í letur í grískumælandi hluta Rómarveldis, mörgum öldum áður en Marx fæddist, og mér vitanlega þá hafa Marxistar verið lítt þekktir fyrir náungakærleika.
Síðan ert það þú sem talar um kollsteypustjórnmál, ég get ekki annað en sett þau orð í það samhengi sem pistill minn fjallar um. Obamacare snýst um læknishjálp handa fátækum, og hótun hinna hundheiðnu Mammonsdýrkenda snýst um að þau útgjöld verði dregin til baka, ekki til að leysa málið á annan hátt, heldur til að málið verði ekki leyst.
Það er ekki Obama sem er að kollsteypa bandarísku þjóðinni, heldur þeir sem hatast, það eru þeir sem tóku stjórnvöld í gíslingu, og allt fjármálakerfi heimsins í leiðinni.
Og þegar ég pistla um ákveðið mál Jón þá verður þú að sætta þig við að orð þín séu sett í það samhengi sem ég fjalla um.
En ekki það sem aðrir eru að fjalla um.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2013 kl. 22:44
Ég mun tala rússnesku við þá, En flestir íslendingar nota hitt móðurmálið, ensku og þeir rússnesku gera það líka.... Ekki tala ég pólsku við Pólverja.... Þetta er helvítis græðgi og heimtufrekja í þessum íslensku hrossalæknum.....
Þjóðólfur bóndi (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 23:24
Ómar, ég get ekki verið sammála þessu með minnsta bróðurinn og læknishjálp handa fátækum. Og er algengur og mikill misskilningur á Íslandi. Fátækasta fólkið, þinn minnsti bróðir, var tryggður í Bandaríkjunum, af ríkjunum (the States [oft kölluð fylki]) sjálfum og ríkinu (the Federal Government). Það var hluti millistéttarinnar sem var milli skips og bryggju.
Og forsetinn ER að kljúfa Bandaríkin eins og Gustaf Skúlason lýsti svo vel í nýlegum pistli. Meirihluti fólksins vill þetta ekki.
Elle_, 17.10.2013 kl. 00:01
Líka vil ég að það komi fram að það er andstætt lögum þar að neita nokkrum manni um læknishjálp. Það fá allir læknishjálp.
Elle_, 17.10.2013 kl. 00:17
Mér virðist sem það ágæta fólk sem gerir hér athugasemdir (af þó nokkurri þykkju) við þennan pistil Ómars sé byrjað að grafa sig ofan í skotgrafir ... að verja hvað?
Einhverja flokka á mála hjá yfirþjóðlegum fjármálafyrirtækjum?
Kjarninn í pistli Ómars felst í lokaorðunum og þau beinast að okkur, hverju okkar og einu og ekki hvað síst hér á landi:
"Tímaglasið er að renna út.
Nóvember er týndur.
Lögvarðir hagsmunir fjármálafyrirtækja er stefna stjórnvalda.
Stefna haturs og Útburðar.
Sem endar í vargöld, vígöld.
Það er sú framtíð sem við kusum börnum okkar.
Vænna en það þykir okkur ekki um þau."
Samlíkingin við Ísland er algjör. Er það ekki augljóst?
Hver er munurinn á Boehner eða Obama? Hver er munurinn á núv. stjórn eða fyrrv. hér á landi? Enginn. Allt leppar auðdrottna.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 00:53
Venjulegt fólk er leiksoppar auð-hringa-drottna sem kunna kúnst ömmu skrattans
... að deila og drottna ... Divide et Impere.
Hvenær vaknar sauðsvartur almenningur til lífsins?
Hann mun aldrei vakna til kærleikans og lífsins meðan hann lætur draga sig í dilka eins og sauði til slátrunar.
Í guðanna bænum vaknið ... og rísið upp úr skotgröfunum ... áður en það er um seinan.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 01:20
Blessuð Elle.
Frá því að ég man eftir mér, og það er alveg aftur til stjórnartíðar Nixons, hafa bandarísk stjórnmál mikið snúist um þann smánarblett að hluti þjóðarinnar, og þá hluti hennar sem telst fátækur, en ekki sá hluti hennar sem telst til millistéttar en er of tregur til að tryggja sig, nýtur ekki fullrar heilbrigðisþjónustu.
Hins vegar man ég ekki eftir því hvenær bandaríkjamenn hættu að rífast um að fátækt fólk ætti ekki að njóta neinnar heilbrigðisþjónustu, það er fyrir mína tíð að hið opinbera tryggði fólki ákveðna lágmarksþjónustu. Var þá umdeilt, og síðan á seinni árum skotspónn þeirra sem töldu ríkið ekki hafa rétt til að skattleggja sig til að hjálpa öðrum.
Í nútímaþjóðfélagi er himinn og haf milli lágmarksþjónustu og þess að fólk fái þekkta lækningu við hinum ýmsum sjúkdómum sem voru ekki læknanlegir með eldri þekkingu.
Þegar sjúklingi er neitað um lækningu sökum efnahags, þá er það verknaður sem kallast "að neita fátækum um læknishjálp". Það er ekki rök í málinum að viðkomandi fengi læknisþjónustu, kostaða af hinu opinbera, ef hann til dæmis lenti í umferðarslysi, eða ummönnun á ríkisspítala vegna einhverra veikinda.
Það væri aðeins rök í málinu ef fullyrt væri að fátækir fengi enga læknishjálp,og slíka fullyrðingu hefur þú ekki lesið hér.
Hér er heldur ekki verið að ræða þá staðreynd að mörg ríki Bandaríkjanna veita íbúum sína fulla læknisþjónustu, alveg sambærilega við það sem við þekkjum á Norðurlöndum.
Það er verið að ræða um þar sem það er ekki gert, að útbúa kerfi handa þeim sem hafa ekki annað en lágmarksþjónustu í dag. Samkvæmt fréttum er það um 40 milljónir manna, og Elle það fólk kemur ekki úr millistétt. Nema þá þeim hluta hennar sem er gjaldþrota.
Og það er þörf á þessari þjónustu. Dánartíðni eða lífslíkur mæla lýðfræðilega stöðu þjóða. Þar á meðal stöðu heilbrigðiskerfisins. Bandaríkin skora ekki hátt á þeim skala, miðað við aðrar þjóðir með svipaða þjóðarframleiðslu. Og skýring þess er alvarleg staða fátækasta hluta þjóðarinnar. Sem á sér samsvörun hjá þjóðum sunnan Sahara, og þú veist Elle hvernig ástandið er þar.
Obamacare er ekki fullkomið kerfi, enda sniðið að hagsmunum tryggingarfélaga. En hugsun þess er siðuð hugsun.
Andstæðingar þess eru ekki að ræða um úrbætur á því, þeir eru að berjast gegn þeirri hugsun að fátækum sé hjálpa á kostnað skattgreiðanda. Og þeir höfða til hins lægsta í fari manneskjunnar.
Með ágætum árangri reyndar.
En það eru algjör öfugmæli að halda því fram að Obama sé að kljúfa bandarísku þjóðina vegna með því að gera það sem hann var kosinn til.
Rakkarapakkið sem ræðst að honum gerir það hinsvegar. Það virðir ekki lýðræðið og rætur þess úr hyldýpi mannvonsku og taumlausrar græðgi.
Og það er ósiðað.
Vissulega veit ég að margir sem fylkja sér að baki þeim eru nytsamir sakleysingjar, en jafnvel afsökun hins nytsama á sér takmörk.
Eitt slíkt takmark er að verja hið óverjanlega, að fátækum fólki sé neitað um læknishjálp í þjóðfélagi sem hefur efni á að veita hana.
Það eru fleiri glæpir til í heiminum en ICEsave Elle.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.10.2013 kl. 10:34
Pétur, þú spurðir hvað fólk væri að verja og hvort það væri að verja flokka og segir fólki að vakna. Og þú talar um skotgrafir. Hvaða skotgrafir? Hvar lastu það? Hinsvegar var ég nokkuð sammála Jóhanni.
Og get sagt fyrir mig að ég var að benda á að allir fái læknishjálp í Bandaríkjunum þrátt fyrir mikinn misskilning og almennt mikinn vilja uppi á Íslandi til að sverta þetta land, eitt lýðræðislegasta ríki veraldar. Það var alls ekkert persónulegt og enn síður skot gegn Ómari.
Elle_, 17.10.2013 kl. 10:40
Blessaður Pétur.
Rétt er það að rökleiðslan endar oft í heimahögum, eða áhugamálum. Veit ekki hvað oft ég fór úr þekktum skömmum sem vinstri menn samsömuðu sig við, og endaði með samsvörun við ICEsave, sem þeir sáu hins vegar enga tengingu við.
En lásu samt. Sem var jú markmiðið.
En ég er að pistla um hatur, og niðurlagið er tenging þess við þekktar afleiðingar, sem munu ekki láta bakgarð okkar í friði, frekar en annarra sem telja sig fjarri orrustuslóðum borgarastyrjaldarinnar.
En hatur þess sem virðir engin siðuð viðmið er útgangspunkturinn, og síðan afleiðingarnar af þessu hatri. Því þetta fólk er ekki á hæli fyrir geðsjúka afbrotamenn, heldur í lykilstöðum í vestrænum þjóðfélögum.
Siðblinda þess mótar umræðuna.
Ég fjalla betur um þetta í pistli dagsins, þessi var það mikið lesinn að ég ákvað að grípa gæsina, og hnykkja á hinum dýpri kröftum sem að baki búa þeim deilum sem almenningur upplifir sem þras um fjárlög, niðurskurð, hagræðingu, vinnulöggjöf, umhverfisvernd, samfélagslega þjónustu, og svo framvegis.
Hagfræðin mun ekki bjarga okkur út úr núverandi ógöngum, heldur siðuð lífsskoðun. Og sú sjálfsbjargarhvöt að láta ekki blóðsugur eyða samfélögum okkar.
Sjálfsbjargarhvötin mun vekja fólk að doðanum, en það nær ekki árangri nema það þekki hvatir, og vopn óvinarins. Og áttir sig á að það getur ekki barist gegn honum með hans eigin tungutaki, og vopnum.
Í því liggur efinn, áttar fólk sig á þessu í tíma??
Ég veit það ekki, en ég nýtti magakveisuna sem ég fékk í gær til að skrifa. Og fylgdi því eftir núna í morgun.
Því þessi skrif eru minn litli fingur.
Skilningur á þessu er lykillinn að framtíð barna okkar.
Og það gerist ekkert ef enginn er tilbúinn að reyna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.10.2013 kl. 10:54
Blessaður Þjóðólfur.
Gangi þér vel með þína ensku. Dugar örugglega þegar fótbrotið blasir við, verr þegar þú á bjagaðri ensku tjáir þig við mann sem kann ennþá minna í enskunni.
En samt hátíð í samanborið þann sem enga ensku talar, og tjáir sig við lækni sem kann litlu meir en How do you do.
Þá kárnar gamanið.
En mjög Friedmaniskt gaman.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.10.2013 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.