16.10.2013 | 07:04
Blóðpeningar.
".. en verkefni fyrir erlenda kröfuhafa föllnu bankanna hafa meðal annars vegið þungt í aukinni veltu lögmannsstofunnar á liðnum árum.".
Í þessari hógværu setningu kristallast harmur íslensku þjóðarinnar.
Útskýrir af hverju ástandið er eins og það er, sundrunguna, deilur um aukaatriði eins og aðildarviðræður að ESB, svikin kosningaloforð, eymdina sem þúsundir landsmanna búa við.
Það eru fleiri en lögmenn sem hafa runnið á blóðslóðina, almannatenglar, hagsmunaverðir, fjölmiðlamenn, hafa þegið stórfé frá kröfuhöfum útrásarinnar til að tryggja sundrað þjóðfélag svo ekki sé hreyft við blóðmjólkun skuldara landsins.
Þetta útskýrir að innanríkisráðherra getur ekki gengið gegn lögvörðum hagsmunum Útburðarins, fólk skal borið út þó lánin séu ólögleg, þetta útskýrir að fjármálaráðherra hefur gleymt nóvember.
Þetta útskýrir af hverju stríðið er um heilbrigðiskerfið en við vogunarsjóðina.
Því almenningur og fyrirtæki landsins eru mjólkurkú svokallaðra erlendra kröfuhafa og þeir kaupa sér þann frið sem þeir þurfa til að ekki sé snert við hinni helgu kú.
Á meðan fólk er borið út, fitna hagsmunaverðir.
Á meðan fyrirtæki geta ekki fjárfest, hagnast bankar á áður óþekktum skala.
Blóð er næring þessa liðs.
Blóð þjóðarinnar.
Blóðið okkar.
Kveðja að austan.
Græddu 3 milljarða frá hruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 18
- Sl. sólarhring: 626
- Sl. viku: 5602
- Frá upphafi: 1399541
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 4775
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Logos er svipa kröfuhafa gömlu bankanna. Starfsmenn þess þiggja fé fyrir að valda landi sínu skaða.
Kalli (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 07:35
Þetta er Ísland í dag: Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari.
Þórir Kjartansson, 16.10.2013 kl. 07:51
Nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég las þetta og gleiðbrosandi stúlku, sem getur kætst yfir örlögum samferðamanna sinna, svei því bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2013 kl. 10:02
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2013 kl. 18:26
Manni verður illt af að lesa þetta og sjá þessa lögmannshóru þarna brosandi út að eyrum
ólafur (IP-tala skráð) 20.10.2013 kl. 16:11
Blessaður ólafur.
Við erum fyrst búinn að tapa fyrir þessu fólki þegar við gefum á okkur höggstað með svona orðalagi.
Spáðu í það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.10.2013 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.