9.10.2013 | 08:35
Þjóðarvá af mannavöldum.
Krefst rannsóknar, ákæru, dóma.
Rök gerandanna, Steingríms og félaga verður að vitna í áunna og/eða meðfædda heimsku, að þeir hafi óvart gefið bankanna, að þeir hafi óvart skrifað undir ríkisábyrgð á uppgjöri Landsbankans við þrotabúið, að þeir hafi óvart gert þjóðina að mjólkurkú vogunarsjóða.
Stuðningsmenn þeirra munu trúa vörn Steingríms og félaga, sjálfir þurftu þeir að kyngja ómældu magni af áunni heimsku til að styðja óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þó þau gengu gegn lífsskoðunum þeirra og pólitískri sannfæringu.
Eigendur mjólkurstöðvarinnar sem blóðmjólkar þjóðina munu kosta fjölmiðlafár Steingrími og félögum til stuðnings.
Og almenningur mun klóra sér í hausinn og reyna að halda áfram sínu daglegu amstri.
En lög og réttur er ekki pólitík, er ekki kostuð fjölmiðlaumræða peningavaldsins, íslenska dómskerfið sannaði sjálfstæði sitt þegar það kvað upp gengisdóm sinn, og EFTA dómurinn kvað upp dóm í ICEsave eftir gildandi lögum en ekki eftir tilmælum Brussel.
Lög og réttur mun rannsaka hagsmunina, og peningastreymið frá þeim til þeirra sem tóku ákvörðun um að selja þjóð sína.
Dómurinn mun síðan taka mið af alvöru málsins.
Enginn á að komast upp með að skapa þjóðarvá.
Núnar reynir á ákæruvaldið, sjálfstæði þess gagnvart lögbrotum framkvæmdarvaldsins.
Sjálfstæði sem er hornsteinn lýðræðisins.
Kveðja að austan.
Dýrkeypt mistök eftir hrun hafi skapað þjóðarvá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það "mátti ekki" hlusta á ráð Sjálfstæðisflokksins um að "best væri að eiga egin skuldir" í stað þess að setja bankana á brunaútsölu.
Óskar Guðmundsson, 9.10.2013 kl. 08:44
Það er allavega enginn skortur á fólki sem heldur að vandræði okkar geri kröfuhafa réttlausa. Að ef það hentar okkur betur þá sé ekkert mál að stela frá kröfuhöfum.
Því miður höfum við ekki mikið val um það hvort við borgum það sem við skuldum. Valið stendur eingöngu um hvaða verðmæti við notum til greiðslu. Og þá er spurning hvort við hefðum átt að halda bönkunum og láta kröfuhafana frekar fá Landsvirkjun.
Það eru engin ný sannindi og maður þarf ekki að vera lektor í hagfræði til að komast að þeirri niðurstöðu að bæði litlir og stórir skuldarar hefðu það betra ef ekki þyrfti að borga skuldir.
Hábeinn (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 09:13
Blessaður Hábeinn.
Hver er taxtinn hjá þér??, er hann stighækkandi í hlutfallið við bullið???
Og á hvaða tenglaskrifstofu vinnur þú??
Er vertíð í vændum???
Bara svona smá forvitni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 09:37
Blessaður Óskar.
Veistu að ég held að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi ekkert meint með þessum orðum sínum, hún var aðeins að uppfylla skyldur sínar í stjórnarandstöðunni svo fólk héldi að það væri andstaða við peningavaldið.
Bjarni Ben hefði gert nákvæmlega það sama ef hann hefði verið fjármálaráðherra í síðustu ríkisstjórn.
Sem er meginskýring þess að þetta mál verður ekki rannsakað.
Þú lætur ekki rannsaka það sem þú er sammála.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 09:41
Það er auðvelt að vera vitur eftirá. Það sá engin þennan hagnað fyrir þegar nýju bankarnir voru stofnsettir og þetta hefði alveg eins getað farið í hinn veginn með miklu tjóni fyrir ríkissjóð vegna síns eingnarhlutar.
Þegar verið var að stofnsetja nýju bankana á rústum gömlu bankanna þá voru þeir á núlli enda teknar jafn verðmætar eignir og skuldir út úr þrotabúum gömlu bankanna. Það var ekki hægt að hafa það öðruvísi vegna stjórnarskrárvarins réttar kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna auk alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að varðndi rétt kröfuhafa í þrotabúum.
Þess vegna þurfti að leggja nýju bönkunum til eigið fé sem þurfti að lágmarki að vera 16% samkvæmt lögum og einnig einfaldlega þess sem talioð var lágmarks eigin fé banka til að þeir gætu talist traustar fjármálastofnanir. Það þurftu því að leggja nýju bönkunum til eigin fé upp á um 300 milljarða kr. og þá peninga átti ríkissjóður ekki til enda hafði hann farið mjög illa út úr hruninu. Ríkissjóður þurfti því að taka eiginfjárframlag sitt í nýju bankana að láni og greiða vexti af þeim lánum. Það er nokkuð stór hluti af þeim 90 milljörðum sem ríkissjóður greiðir árlega í vexti í dag. Og þar sem verra var. Ef illa færi með rekstur nýju bankanna þá gætu þessir 300 milljarðar orðið tapað fé sem hefði all verulega aukið líkurnar á gjaldþroti íslenska ríkisins.
Og þar var ekkert ólíkleg niðurstað. Á þessum tíma var krísan í okkar helstu viðskiptalöndum í Evrópu að byrja og ekki séð fyrir hversu djúp hún yrði. Hefði hún orðið verri en hún varð þá hefði það haft mjög slæmar afleiðingar fyrir okkar helsut útflutningsatvinnuvegi og atvinnuvegi tengda þeim og þar með haft slæmar afleiðingar fyrir íslensku bankana.
Þess vegna var farin sú leið að leita af öðrum fjárfestum til að kaupa hlut í bönkunum og minnka þar með áhættu ríkissjóðs. Það vissu það allir að með því fengi ríkissjóður minni tekjur ef vel tækist til en á móti væri tapið minna ef illa tælist til. Ekki fundust viljugir fjárfestar sem sýnir hvert áhættumat markaðarins var á þessum fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þá var brugðið á það ráð að þvinga kröfuhafana til að breyta kröfum sínum í tvo bankana í eignarhluti í þeim.
Nú tókst mun betur til að lágmarka tapið að hruninu hér á landi og snúa vörn í sókn þökk sé seinustu ríkisstjórn. Þar með hefur hagnaðurinn af bönkunum orðið meiri en menn áttu vom á þegar farið var af stað með fjármögnum á þeim. Þess vegna hafa þeir hagnast vel sem fjármögnuðu þá bæði þeir sem gerðu það viljandi og þeir sem voru þvingaðir til þess. En þetta hefði alveg getað farið á hinn veginn.
En svo má líka benda á það að þessi hagnaður er enn í dag bara bókhaldslegur hagnaður. Hann verður ekki að raunverulegum hagnaði fyrr en hann er leystur út. Þó góður hagnaður hafi verið á bönkunum seinustu ár þá getur hann hæglega breyst í taprekstur á næstu árum sem gerir þá líka erfitt um vik að selja eignarhlut í þeim enda hann þá að rýrna með hverju ári sem um taprekstur er að ræða.
En eitt er alveg á hreinu. Staða ríkissjóðs þegar nýju bankarnir voru stofnaðir var ekki þannig að skynsamlegt væri að taka meiri áhættu en nauðsynlegt var til að reisa efnahag landsins við. Því var það einfaldlega skynsamlegt að leita allra ráða til að lágmarka áhættu ríkissjóðs þó í því fælist minni hagnaðarvon ef vel gengi. Einnig má bena á það að á móti þeim hagnaði sem ríkissjóður hefði fengið ef hann hefði tekið þessa áhættu þá hefði ríkissjóður þurft að greiða umtalsverðar upphæðir í vexti af þeim lánum sem hann hefði þurft að taka til að fjármagna þá eiginfjármögnun Arion banka og Íslandsbanka sem kröfuhafarnir voru þvingaðir til að gera. Þessar hagnaðartölur sem þarna eru nefndar hefðu því ekki orðið heinn hagnaður.
En lykilatriðið er þó þetta. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá.
Sigurður M Grétarsson, 9.10.2013 kl. 10:17
Sigurður M Grétarsson.
Hvaðan hefur þú þessa 300 miljarða?
Samkvæmt þessari tilkynningu var Arion 66 miljarðar
http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/2009/12/01/nr/12698
Og kostnaðurinn við Glitni 37 miljarðar
http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/12592
þetta eru þá samtals um 100 miljarðar.
Þetta var þó allavega fjárfesting sem hefði skilað arði, og það ríkulegum.
Ef það var ekki hægt að finna þessa 100 miljarða árið 2009 í fjárfestingu sem skilar sér tvöfalt til baka á 4 árum, hvernig átti þá að vera hægt að finna 500 miljarða til að senda bretum og hollendingum og áttu ekki að skila krónu til baka?
Sigurður (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 10:40
Blessaður Sigurður.
Reyndar er mín nálgun á málið að það átti að endurskipuleggja bankakerfið frá grunni, og aflétta öllum umframskuldum af einstaklingum og fyrirtækjum.
Núllstilla hagkerfið og stýra þannig málum að verðtrygging yrði ekki nauðsynleg til að vernda peningalegar eignir.
En það er ekki málið, þetta var gert á þann veg sem það var gert, þetta fór eins og það fór, og afleiðing þessara ákvarðana er sú þjóðarvá sem blasir við.
Ég skal játa að það eru fleiri varnarmöguleikar en áunnin heimska eða peningalegar mútur, og heiðarleg rannsókn mun leiða þá í ljós.
Kjarninn er sá að einstaklingar hafa aldrei rétt að taka svona áhættur fyrir hönd annarra en sjálfs síns, og alls ekki að leggja sjálft samfélagið undir.
Það á að vera liðin tíð að brjálaður formaður geti tekið með sér heila áhöfn í djúpið.
En ég vil þakka þér fyrir málefnalegt innlegg, það er fróðlegt þeim sem vilja spá í þessa umræðu, og taka til hennar afstöðu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 10:44
Og blessaður Sigurður, sem ert ekki Grétarsson.
Ég held að nafni þinn hafi trúað því að þetta væru ekki 500 milljarðar, og að tjónið yrði meir ef ekki yrði samið.
En hann mun örugglega útskýra það betur, enda ekki þekktur fyrir að yfirgefa rökræðu fyrr en hann telur málin fullrædd.
Hann var einn af þessum örfáum sem reyndi að verja ICEsave samninginn án þess að hafa lygi eða bull sem útgangpunkt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 10:49
Sæll Ómar .
Það sem ég rek augun í er þessi orð þín " áunnin heimska".
Það verða skemmtileg réttarhöld ef þessi "orðrök" verða notuð í almennri málsvörn geranda í óyndisverkum gegn sínum samborgunum, og verða tekin gild. Því þessi orð "áunnið,áunnin" gæti verið banamein íslenskt samfélags.
Við erum að heyra um "samfélagslega áunna kynvillu" og nú talar þú um áunna heimsku.
Líklega verða öll "slæm" dæmi um samfélagslegslegan skaða útskýrð með þessum orðum, áunnin heimska, í komandi nærframtíð.
Við skulum hafa það í huga að "áunnin" linka, getur einnig haft skaðleg áhrif á samfélagsleg gildi okkar.
Við skulum vona að "áunnin" linka verði ekki notuð af dómurum í dómsmálum, sem þurfa að falla yfir þeim sem settu þjóðina í hættu. Menn sem nota þá málsvörn að þeir hafið áunnið sér mikla heimsku og þess vegna gerðu það sem þeir gerðu.
Eggert Guðmundsson, 9.10.2013 kl. 12:22
Hér gerir Gylfi Magnússon grein fyrir stöðunni eins og hann mat hana árið 2009.
Tveir miljarðar evra á gengi ársins 2009, sem var ef ég man rétt 170kr evran.
Það eru þá 340 miljarðar.
Þetta er stöðumat Gylfa á þeim tíma sem samningurinn var birtur, og hann taldi ekert mál að borga hann.
Þegar ríkisstjórnin lagði til að þjóðin samþykkti þennan samning, gerði hún sjálf ráð fyrir kostnaði upp á 340 miljarða.
Og sagði að það yrði ekkert mál.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1289920/
Sigurður (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 12:44
Blessaður Sigurður.
Vil aðeins bæta við að þessi tala, 340 milljarðar, er núvirðis útreikningar, út frá ákveðnum forsendum.
Núvirðið var fengið út frá 503-507 milljörðum, mismunurinn fór eftir því hver reiknaði út.
Jón Daníelsson færði rök fyrir að óvissuþættir væru það margir að það væri ekki rökrétt að núvirða samninginn.
Samkvæmt forsendum samningsins væri hann uppá 504 milljarða.
En ég held að nafni þinn Grétarsson muni ekki svona langt aftur, hans minni byrjar að tifa haustið 2010.
Það getur samt hafa breyst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 13:33
Blessaður Eggert.
Ég lagði ekki mat á gildi þessarar afsökunar fyrir dómi.
Ég er einfaldlega að hæðast að vitleysunni hjá þessum ágætis mönnum.
Ræð ekki við mig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 13:36
Sæll aftur Ómar.
Ég gerði mér fulla grein fyrir hæðninni hjá þér og lái ég þér það ekki. Líklega er þessi "áunna" heimska, besta afsökun þeirra sem hafa farið út úr allri skynsemri hugsun, með gjörðum sínum.
En ég óttast að það sé minnihluti geranda. Hinir eru með hana meðfædda.
Eggert Guðmundsson, 9.10.2013 kl. 13:43
Sigurður. Ef ákveðið hefði verið að ríkissjóður keypti allan eignarhlutin í öllum bönkunum þá hefði hann þurft að leggja fram rétt tæpa 300 milljarða til þess sem hann hefði þurft að taka að láni. Þar sem mikil áhætta fólst í þeim hlutabréfakaupum en samt sem áður nauðsynlegt að reisa aftur við fjármálakerfið þá var ákveðið að minnka þessa áhættu með því að láta kröfuhafa í þrotabú tveggja af þessum bönkum taka hluta þeirrar áhættu. Þeirra hlutur var rúmlega 100 milljarðar og þar með urðu lántökur og áhætta ríkissjóðs minni sem því nam.
Fað var engan vegin vitað að þessar fjárfestingar myndu bera jafn mikin arð og raunin varð. Það var veruleg hætta á því að illa gengi að reysa bankana við og þar með veruleg hætta á að þessar fjárfestinhgar töpuðust að hluta eða öllu leyti. Slíkt er mjög slæmt þegar um er að ræða fjárfestingar sem þurfti að taka lán fyrir.
Icesave samningurinn er þessu máli algerlega óviðkomandi en í því efni voru stjórnvöld líka að reyna í þröngri stöðu að lágmarka áhættu Íslands. Það fólst gríðerleg áhætta í því að fara með það mál fyrir dóm og staðreyndin er sú að sá hluti þess sem mesta áhættan var fólgin í tókst okkur að fá vísað frá dómi án efnislegrar meðferðar á tækniatriði sem kom upp í hendurnar á okkur vegna mistaka ESA við málshöfðunina. Það er veruleg hætta á að niðurstaðan hefði orðið allt önnur og jafnvel mun verri en samningurinn hefðum við ekki haft þá heppni með okkur. Það var ekki fyrirséð þegar menn voru að taka ákvörðun um það hvort ljúka ætti málinu með samningum eða taka áhættu fyrir dómi.
Staðreyndin er sú að bæði þeir sem vildi samþykkja Icesave samningin og þeir sem vildi taka áhættu fyrir dómi tóku sína afstöðu með það að markmið fyrir augum að reyna að lágmarka tap Íslands af þessu máli. Menn höfðu bara mismunandi sýn á það hvernig það væri best gert. Engin tók sína afstöðu með það fyrir augum að leggja á ríkissjóð klafa sem ekki væri þörf á.
Sigurður M Grétarsson, 9.10.2013 kl. 20:36
Smá hugleiðing frá Arnari Guðmundssyni varðandi sölu hlutabréfa í Arion banka og Íslandsbanka til kröfuhafa í þrotabú þeirra.
"Sú staða kröfuhafanna í þrotabú Glitnis og Kaupþings að sitja upp með allar þessar krónueignir í höftum í stað þess að eiga skuldabréf á nýja ríkisbanka (eins og í tilfelli Landsbankans) er sjálf gullgæsin sem á að verpa hundruðum milljarða í þágu skuldsettra heimila. Eða svo litið sé ögn raunsærra á málið þá eru nokkrar líkur á að mat kröfuhafanna á raunvirði krónueigna sinna sé annað og lægra en virði eignanna í höndum íslenskra aðila sem getur verið liður í lausn snjóhengjunnar. Er ekki líka skuldabréf nýja Landsbankans stór hluti af "snjóhengjunni"? Hefðu kröfuhafar ekki tekið bankana værum við væntanlega með þrjú slík hangandi yfir en ekki bara eitt, eða hvað?"
Sigurður M Grétarsson, 9.10.2013 kl. 21:48
Nafni minn Grétarsson,
Ég er engu nær um hvaðan þú hefur þessa tölu um 300 miljarðana.
Varðandi Icesave, þá kemur hún því við að því leyti að það var að mati ríkistjórnarinnar ekkert vandamál að setja nokkur hundruð miljarða í það dæmi, og því ekki hægt að bera því við að ríkið hafi ekki haft efni á að halda bönkunum í ríkiseigu.
Hvort allir hafi verið að vinna að sama markmiði, að lágmarka skaðann þá er ég ekki sammála þér um það, en það kemur þessari færslu Ómars ekki við.
Sigurður (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 21:52
Það að ríkið hefði keypt öll hlutabréfin í öllum þremur bönkunum hfði kostað tæpa 300 milljarða. Það að láta kröfuhafana kaupa meginhluta hlutabréfana í tveimur þeirra lækkaði þá upphæð um rúma 100 milljarða eða um 40%.
Hvað Iceseve verðar þá var það skaði sem var skeður og ríkissjóður var einmitt að reyna að lágmarka þann skaða með því að semja um það mál. Þannig var líka verið að útvega okkur lán á hagstæðum vöxtum til að standa undir því. Nú er ljóst að þrotabú Landsbankans á fyrir þessum kröfum en íslenskt þjóðarbú hefur ekki gjaldeyri til þes og er það stór hluti hins svokallaða snjóhengjuvanda. Því vandamáli stæðum við ekki frammi fyrir ef við hefðum samið í Icesave málinu því þá hefðum við fengið lán á hagsæðum vöxtum til lengri tíma fyrir þessum greiðslum sem þrotabúið en akki ríkissjóður hefði síðan greitt á endanum.
En lykilatriðið í þessu máli er þó það að ef dómsmálið hefi endað á annan veg þá hefðum við jafnvel þurft að greiða mun meira en samningarnir kváðu á um og það voru töluvarðar líkur á því. Við unnum það mál fyrir dómstólum fyrir heppni vegna mistaka ESA við málsóknina sem gerði okkur kleift að fá þann hluta málsins sem ólíklegast væri að við ynnu vísað frá dómi án efnislegrar umfjöllunar.
Sigurður M Grétarsson, 10.10.2013 kl. 08:09
Sæll aftur nafni,
Ég er engu nær.
Þú ert í raun bara að fullyrða þessa 300 miljarða núna í þriðja sinn, og því spyr ég í þriðja sinn hvða þú hefur fyrir þér um þessa upphæð.
Gaman væri að fá heimildir fyrir þessari tölu.
Varðandi Icesave, þá er ég ekki sammála einu einasta orði þar en ætla bara ekki að ræða það frekar við þetta blogg, enda algerlega óskylt mál.
Sigurður (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 08:47
Landsbankabréfið upp á tæpa 300 milljarða var gefið út til að borga Icesave í gegnum Landsbankann.
Samt er búið að bæði dæma og halda þjóðaratkvæði um að það sé óheimilt.
Það liggur fyrir að þetta verður ekki greitt, það er ekki hægt.
Afskrifa það bara strax, er eina ráðið.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2013 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.