Fyrir og eftir kosningar.

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýndi harðlega síðustu ríkisstjórn fyrir stefnu hennar í ríkisfjármálum.

Niðurskurðarstefna hennar og skattahækkanir yllu keðjuverkun sem dýpkaði kreppuna og lengdi þann tíma sem það tæki efnahagslífið að taka við sig.

Sigmundur Davíð benti á afleiðingar slík stefna hefði haft á efnahag evruríkjanna og taldi það víti til að varast en ekki leið til eftirbreytni.

 

Til varnar ríkisstjórninni var Steingrímur J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra sem sagði að "stjórnvöld þurfi að ná tökum á skuldavandanum og vaxtakostnaði ríkissjóðs. „Það verður ekki gert nema með hallalausum fjárlögum,", takist það þá verði aftur hægt að byggja upp grunnþjónustuna.

Að vísu ef tilvitnunin hér að ofan ekki höfð eftir Steingrími Joð, nennti ekki að fletta upp á honum, notaði þess stað varnarræðu Sigmundar Davíðs fyrir þá sömu stefnu og hann gagnrýndi Steingrím svo harðlega fyrir á sínum tíma.

Sömu orð, sama stefna.  

 

Er þetta boðlegt í lýðræðisþjóðfélagi??

Er yfir höfuð lýðræði þegar stjórnmálamenn komast upp með ljúga sig svona til valda???

Ef Sigmundur hefur rétt fyrir sér núna, þá hafði Steingrímur rétt fyrir sér fyrir kosningar, og gagnrýni Sigmundar þar með ómerkilegt bragð til að láta kjósa sig í valdastóla.

Eða einhvers konar valdarán.

 

Eigi lýðræðið að lifa af þarf að setja lög sem bannar "fyrir/eftir" kosningar, þá væri ríkisstjórn Steingríms Joð með hreinan meirihluta og það væri hann sem mælti hin tilvitnuðu orð, að forgangsatriði stjórnvalda sé að ná tökum á skuldavandanum og vaxtakostnaði ríkissjóðs.

Sigmundur Davíð hefði ekki fengið mörg atkvæði því það eina sem hann hefði sagt í kosningabaráttunni, "ég er sammála Steingrími, ég er sammála ríkisstjórninni, kjósið mig til að framfylgja stefnu Steingríms".  Og fólk hefði að sjálfssögðu kosið manninn sem Sigmundur Davíð var svona sammála.

 

Það hefur ekkert breyst í þjóðabúrskapnum sem réttlætir umpólun Sigmundar Davíðs.

Hann er fyrsti forsætisráðherra landsins sem sannarlega hefur logið sig í embættið, og hann á ekki að komast upp með þann gjörning.

Annað ógnar ekki aðeins lýðræðinu.

Það ógnar þjóðinni.

 

Því það lifir engin þjóð af án heilbrigðiskerfis, en eyðing þess er bein afleiðing af lygum Sigmundar.

Það er allt í húfi.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Grunnþjónustan varin með hallalausum fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hvernig er hægt að losna við Sigmund og hans hyski fyrr en eftitr 4 ár?

Úrsúla Jünemann, 8.10.2013 kl. 21:15

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sigmundur Davíð átti sinn þátt í að lengja kreppuna ásamt félaga sínum og vopnabróður Ólafi Ragnari, að þráast við gegn Icesave-samningunum. Alltaf var ljóst að nægir fjármunir voru til í þrotabúi Landsbankans. En þessir aðilar völdu fremur að þráast við, draga þetta sérkennilega deilumnál niður í táradal tilfinninganna: við borgum ekki skuldir óreiðumanna!

Ljóst er að íslenska þjóðin tapaði tugum milljarða á því að þetta mál var ekki leitt til lykta. Við hefðum mun fyrr náð hagstæðari viðskiptakjörum við erlenda aðila, lægri vöxtum og hagstæðara lánshæfismati. En Sigmundur Davíð vildi draga þetta mál niður í táradalinn í stað þess að taka skynsamlega á málinu. Bjarni Benediktsson áttaði sig á þessu og greiddi atkvæði með seinni Icesave-samningunum. Áætlunin um Icesave var byggð á ískaldri skynsemi þar sem kappkostað var að koma okkur sem fyrst út úr kreppunni, koma hjólum atvinnulífsins fyrr að snúast og að draga sem fyrst úr atvinnuleysi.

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur reiknaði út hvað þessi vitleysisgangur kostaði þjóðina. Niðurstaða hans er að við töpuðum a.m.k 60 milljörðum.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.10.2013 kl. 21:24

3 Smámynd: Elle_

Guðjón ætlar að endast með sinn ICESAVE þvætting.  Ómar Geirsson verður aldrei ALDREI í svo miklu hatursskapi gegn Sigmundi að hann fari að kenna honum um ICESAVE ógeð ykkar eða að hann sættist á þvættinginn þinn. 

Við þurfum ekki að losna við Sigmund, við þurfum að halda fólki eins og Jóhönnu, Steingrími og Össuri frá völdum fyrir fullt og allt. 

Elle_, 9.10.2013 kl. 00:15

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Guðjón er ekki að kenna Sigmundi um ICEsave, heldur að hafa stöðvað þann "framfarasamning", á því er reginmunur.

Ég hef áður verið tengdur við hatur, og þá af hendi stuðningsmanna Jóhönnu og Steingríms, sem mislíkaði eitthvað framsetning mín.

Þér til upplýsingar Elle, þá er ég ekki á móti Evrópusambandinu vegna þess að mér mislíkar að stafirnir B, E og S séu raðaðir upp á þann hátt að þeir myndi orðið ESB, það er stefna ESB sem ég gagnrýni, eyðing innviða samfélaga í þágu fjármagns og auðs.

Ég gagnrýni ekki evruna vegna þess að hún heitir evra, heldur vegna þess að sameiginlegur gjaldmiðill skaðar efnahag einstakra þjóða,  dollarabandalag, eða rúblubandalag hefði sömu áhrif.

Og ég gagnrýni fólk sem kýs að bjarga gjaldmiðli í stað samfélaga, í stað fólks.

"Bíddu, við Sigurjón (á Sprengisandi á Bylgjunni) hvað gera þeir í Brussel, skera þeir ekki niður til að ná hallalausum fjárlögum??", þetta sagði Bjarni Ben í desember 2012, mærði efnahagsstefnu Brussel.

Efnahagsstefnu sem er efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar.

Ég var ekki á móti Steingrími og Jóhönnu vegna þess að þau hétu Steingrímur og Jóhanna, ég var á móti efnahagsstefnu sem eyðir þjóðum, og ég hætti því ekkert þó nýtt fólk tæki við um sömu stefnu.

Vegna þess að ég er manneskja Elle, ekki flokksmanneskja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 10:12

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðjón, það eina sem má segja jákvætt um útreikna Björgvins er að það er ekki hægt að segja um þá að þeir hefðu ekki verið pappírsins virði.

Það er vegna þess að þeir voru ekki skráðir á pappír, heldur á rafeindir sem kosta ekki neitt.

Svona fyrir utan það að þú kýst að gleyma vaxtakostnað upp á tæpa 150 milljarða, þá er rökvilla þín að sama meiði og útgerðarmannsins sem var brjálaður yfir að fúafley hans var stoppað af siglingareftirlitinu, því öll bönd voru ónýt, talstöðin biluð, og enginn gúmmíbátur um borð.  Ekki hafði báturinn sokkið ennþá, og því til sönnunar, stalst hann út á sjó, og komst lifandi í land.

Þegar samningurinn var gerður þá var vitað að eignir gætu dugað fyrir öllum innistæðum, og meira til, sérstaklega ef þrotabúið yrði ekki snúið niður á staðnum líkt og var gert með dótturbanka Landsbankans, Heritable.  

En það gat líka farið á verri veginn, en glæpurinn var að sú áhætta féll öll á íslensku þjóðina.  Og landráðið var að samningurinn var þannig útbúinn að bretar höfðu allan hag af því að snúa þrotabúið niður, því þeir eignuðust íslenska ríkið og íslensku þjóðina við minnstu hnökra.  

Samningurinn var metinn samkvæmt forsendum hans uppá 505 milljarða, að nafnvirði og þú getur ekki afneitað þeim staðreyndum.

Ef þú gerir það Guðjón, þá ertu annað af tveggja, einfeldningur eða lygari.

Maður rífst ekki við staðreyndir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 10:25

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Úrsúla, við losnum við þessa ríkisstjórn alveg eins og við losnuðum við hrunstjórnina, með því að vera ekki sama um hvernig þjóðinni er stjórnað.

En við höfum ekkert að gera að losna við ríkisstjórn ef við fáum aðra flokka til að framkvæma sömu stefnu.

"Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samkomulagið sem gert var við sjóðinn,  er hornsteinn stefnu þessarar ríkisstjórnar", sagði Jóhanna á fyrsta blaðamannafundinum sem hún hélt með Steingrími J. Sigfússyni, þar sem hún kynnti stefnu og áherslu ríkisstjórnarinnar.

Jóhanna mátti eiga að hún laug aldrei um stefnu ríkisstjórnarinnar, það voruð þið vinstri menn sem luguð að sjálfum ykkur.

Þið vörðuð hið óverjanlega í fjögur löng ár.

Og þjóðin þolir ekki sama auðránið fjögur ár í viðbót.

Þetta snýst allt um að vera maður og þekkja muninn á réttu og röngu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 10:32

7 Smámynd: Elle_

Ómar, ég veit þú ert ekki flokksmanneskja og það er ég ekki heldur og hef aldrei verið.  Og ég var ekki að saka þig um hatur en var að benda á með lýsingarorðum hvað Guðjón væri langt úti á hafi í fullyrðingunum um ætlað tap þjóðarinnar af því Sigmundur hafi 'þráast við' með forsetanum (gegn kúgun).  Hann ætlaði að nota tækifærið undir pistlinum um Sigmund.  Rök hans eru heimsk og hlægileg, ef ekki viljandi lygi.  Og svipuð vitleysa frá honum er ekkert ný. 

Sigmundur stóð alltaf eins og klettur gegn ICESAVE og það mun ég alltaf þakka honum.  

Elle_, 9.10.2013 kl. 11:09

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég held að Guðjón sé bara að stríða mér, honum þyki gaman að sjá hvað mér detti næst í hug að segja í andsvari mínu.  Við höfum jú bara rætt þetta þúsund sinnum áður, eða svo.

Varðandi Sigmund þá hefði ég frekar kosið að hann hefði ekki tekið þátt í ICEsave samningaferlinu hinu síðara, og ég hefði viljað að hans fyrsta verk í ríkisstjórn hefði verið að stefna landráðum fyrir dóm.

En það er ekki á allt kosið.

Hirting mín hér að ofan er hins vegar skrifuð af hreinni væntumþykju,  í þeirri von að hann sjái villu síns vegar.

Svo var þetta líka lesendakönnun, svona tékk á hvar þanþol lesenda bloggsins væri.  Ég er jú í hægri sinnuðu umhverfi, og er að skamma þeirra menn.

Niðurstaðan var fróðleg, segir mér margt.

Við ætlum jú að bjarga Landsspítalanum Elle.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband