8.10.2013 | 14:10
"Efnahagsbatinn hérlendis heldur áfram"
Segir Seðlabankinn.
Viðbrögð atvinnurekanda við fjárlagafrumvarpinu var gagnrýni á að stjórnarflokkarnir stóðu ekki við loforð sín um skattalækkanir. Sérstaklega væri tryggingargjaldið íþyngjandi og það væri skýring á þeirri kyrrstöðu sem ríkti í efnahagslífinu.
Einn talar út á meðan annar talar suður.
Það er allavega ljóst að þjóðin lifir á fjárfestingum fyrri ára, og engin teikn eru á lofti um að hún ætli að fjárfesta fyrir framtíðina.
Arðurinn fer allur í vexti og verðbætur, ekkert í útsæðið sem verður uppskera framtíðarinnar.
Stefna sem gengur ekki upp til lengdar eins og hinir hungurdauðu geta borið vitni um.
Samt miðar allt í rétta átt segir Seðlabankinn, bankar duglegir að vísa fólki á götuna og yfirtaka fyrirtæki hins sjálfstæða smáatvinnurekanda.
Aðgerðir sem vissulega minnka vanskil en leggja drög að nýjum vanda.
Reiði.
Reiði sem er við það að springa.
Og meðan Exelinn mælir bata þá styttist óðum í uppgjör við þá veruleikafirringu sem segir að allt sé í lagi á meðan allt er að hrynja.
Innan frá.
Í fyrsta skipti frá Hruni er kominn dagsetning á þessi endamörk þolinmæðinnar.
Dagurinn sem fjárlagafrumvarpið verður samþykkt sker úr um hvort þjóðin losi sig við hina gjörspilltu stjórnmálastétt sem vílar sér ekki við að eyðileggja samfélag okkar að kröfu fjármagnsafla.
Eða hvort hún nái að framlengja líf sitt með því að gefa Landsspítalanum líflínu.
Það er mikið í húfi fyrir valdastéttina.
Hvort hún skynji það er annað mál.
En hún fær ekki annað tækifæri.
Kveðja að austan.
Vill stilla arðgreiðslum í hóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stemmingin hjá þessu fólki er að mörgu leyti svipuð þeirri stemmingu sem var í Byrginu undir lok seinna heimsstríðs, ímynda ég mér.
Toni (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 14:32
"Í ritinu Fjármálastöðugleiki, sem kom út í dag, segir Seðlabankinn að í meginatriðum sé staðan frá því í apríl lítið breytt."
Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2013 kl. 19:03
Blessaður Toni.
Ég er hræddur um að firringin sé ekki ósvipuð, en þá vissu menn af dómsdeginum, en hér vita menn ekki að "Rússarnir" eru við borgarhliðið.
Uppgjör er í nánd.
Svikin eru allsstaðar og þau verða ekki falin. Þau eru eins og gufuþrýstingur í lokuðum katli, þó eitt hnoð sé lamið inn, þá gefa þau sig einhvers staðar annars staðar þar sem veikleikinn er meiri.
Plástur á Landsspítalann gæti framlengt líf ríkisstjórnarinnar, en hún hefur ekkert afl í glímuna við vogunarsjóðina. Enda vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki taka þá glímu.
Kosturinn við hina áunnu heimsku er að raunveruleikinn afhjúpar hana alltaf að lokum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 09:51
Blessaður Guðmundur.
Notaði stjórnarandstaðan ekki orðið "stöðnun" til að lýsa ástandinu í aðdraganda kosninga.
Vandséð hvernig niðurskurður breytir því ástandi., sérstaklega niðurskurður sem beinist að vaxtarsprotum.
Ferðamannaiðnaðurinn mun hugsanlega drífa eitthvað áfram, en hve mikið??
Annað er ekki í sjónmáli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.