8.10.2013 | 10:00
Siðblinda íslensku stjórnmálastéttarinnar mæld.
Að brúttóvirði 480 milljarðar.
Aðeins lægri ef óhjákvæmilegir vextir eru dregnir frá.
Ríkissjóður þjóðar með sjálfstæða mynt á ekki að endurfjármagna bankakerfið, slíkt er hlutverk Seðlabanka viðkomandi þjóðar.
Ríkissjóður Íslands var látinn fármagna bankakerfið, með peningum sem voru ekki til. Sú gjörð er síðan kallaður halli á ríkissjóði og til að greiða hinn tilbúna halla, eru notaðir raunverulegir peningar, skattfé almennings.
Í raun er um þjófnað á almannafé, og svívirðilegan þjófnað því fjármunirnir eru teknir úr þegar blæðandi grunnþjónustu.
Og þessi svívirðilegi þjófnaður er stór hluti af hinum meinta halla ríkissjóðs.
En skýrir ekki allt, tvennt þarf að nefna í viðbót.
Stýrivextir Seðlabankans hafa frá hruni verið á bilinu 6-12 sinnum hærri en stýrivextir breska og bandaríska seðlabankans. En bæði þessi lönd hafa glímt við afleiðingar þess að fjármálakerfið þeirra hefðu hrunið ef ekki hefði komið til inngrip seðlabanka viðkomandi landa. Og þegar bankakreppan beit á evrusvæðinu, þá voru stýrivextir þar líka lækkaðir í einhver prómil.
Engin rök eru fyrir því að stýrivextir hérna séu hærri en í öðrum kreppulöndum, vandinn er sá sami og ráðin þau sömu.
Væru þeir á svipuðu róli þá væru vaxtagreiðslur ríkissjóðs margfalt lægri
Stjórnmálamenn sem vilja ná niður halla ríkissjóðs, taka fyrst slaginn við vaxtaófrekjuna áður en þeir skera niður Landsspítalann eða aðra lífsnauðsynlega grunnþjónustu.
Þriðja og síðasta atriðið sem ber að nefna eru hin erlendu gjaldeyrislán sem ríkissjóður hefur tekið til að mynda hinn svokallaða skuldsetta gjaldeyrisvarasjóð, auk skuldabréfaútgáfu Steingríms Joð sem átti að notast til að fjármagna fjármálakerfið.
Erlend lán eru aðeins réttlætanleg í verkefni þar sem sannarlega kemur gjaldeyrisöflun á móti og til að fjármagna nauðsynlegan innflutning á meðan hagkerfið er að aðlaga sig að skyndilegum samdrætti í útflutningi. Fórnarkostnaðurinn við að allt stöðvist er þá hærri en framtíðarkostnaður af hinu meinta gjaldeyrisláni.
Núverandi gjaldeyrislán uppfylla ekki þessi skilyrði og því ekkert sem réttlætir tilveru þeirra. Skuldsetta gjaldeyrisvarasjóðinn á að endurgreiða og semja um það eftir stendur. Vissulega verða vextir eftir sem falla á ríkissjóð en ríkissjóður ber að bregðast við með því að nýta innlenda mynt til að örva útflutningshagkerfið, ekki draga úr því með niðurskurði sínum eins og gert er í dag.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa öll þau tæki sem þarf til að ná niður skuldum ríkissjóðs án þess að skera niður grunnþjónustu samfélagsins.
Samfélagslegur rekstur þarf vissulega að spara og hagræða eins og aðrir á krepputímum. Og það hefur hann gert. Hagrætt inn að beini.
Stjórnmálamenn sem heykjast á að takast á við hinn tilbúna halla með því að ráðast að rótum hans, eru gungur, hafa ekki þann kjark sem þarf til að stýra þjóðinni á neyðartímum.
En þeir stjórnmálamenn sem afneita raunveruleikanum, afneita þætti sýndarfjármagnsins í hinum meinta hallarekstri,l og klifa í sífellu á að samfélagsleg eyðsla sé skýring hans, þrátt fyrir að þeir eigi að vita betur, þeir sýna einfaldlega siðblinda hegðun.
Þeim er sama um mannlegar hörmungar á meðan húsbóndi þeirra, fjármagnið færi sína blóðpeninga.
Og það nöturlega er að á Alþingi í dag virðast allir flokkar, og allir alþingismenn vera þátttakendur í hinum kyrjandi kór, "spörum, skerum niður".
Þó allar skuldirnar ættu sér eðlilegar forsendur og um raunverulegan halla væri að ræða, þá er það samt hagfræðilega heimskt að ýta undir kreppu með því að ná hallalausum fjárlögum. Því viðbrögð við uppskerubresti er ekki að setja minna niður að ári. Slíkt gæti endað í vítahring dauðans eins og búandi menn liðinna kynslóða geta borið vitni um.
En þegar fjármálagjörningar eru meginskýring vandans, ekki umfram eyðsla ríkissjóðs, þá er ekkert sem réttlætir hinn blóðuga niðurskurð.
Og þjóðin á ekki að láta Alþingi komast upp með gjörðir sínar.
Við vorum blekkt, við vorum plötuð.
Núverandi stjórnarflokkar meintu ekkert með gagnrýni sinni á niðurskurð og skattahækkanir síðustu ríkisstjórnar. Þeir höfðu allan tímann sama markmiðið, hallalaus fjárlög án þess að kryfja vandann neitt frekar.
Þeir voru kosnir til valda á fölskum forsendum, þeir rændu lýðræðinu.
Við sem þjóð eigum ekki að láta bjóða okkur þetta.
Okkur ber skylda til að verja samfélag okkar, verja það gegn óeðli og siðblindu hins sígráðuga fjármagns.
Okkur ber skylda til að rísa upp gegn þessu fólki sem gengur erinda þess á kostnað samfélags okkar.
Við eigum ekki að líða því að breyta Alþingi í sláturhús.
Það er komið nóg.
Mikið meir en nóg.
Og við þurfum að gera eitthvað í því.
Kveðja að austan.
Hátt í 480 milljarðar í vexti frá 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 645
- Sl. sólarhring: 751
- Sl. viku: 6229
- Frá upphafi: 1400168
Annað
- Innlit í dag: 588
- Innlit sl. viku: 5352
- Gestir í dag: 559
- IP-tölur í dag: 548
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Næstum heil fjárlög horfin í vasa ónafngreindra fjármagnseigenda.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2013 kl. 19:04
Nákvæmlega Guðmundur, nákvæmlega.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.