7.10.2013 | 19:59
Kosningabarátta Jóns Gnarr er hafinn.
Og er óvenjuleg eins og vænta má af hans hendi.
Fyrir utan og ofan þann veruleika sem atvinnustjórnmálamenn þrífast í.
Vandséð er hvernig þeir geta mætt Jóni, tungutak hans hljómar eins og pólýnesíska í þeirra eyrum.
Ef Jón passar sig á að minnast ekki orði á borgarmálefni þá er nokkuð ljóst að hann mun vinna kosningarnar næsta vor.
Andlitslausir frambjóðendur fjórflokksins hafa ekkert í Jón að gera. Fólk man ekki hvað þeir heita, man ekki einu sinni fyrir hvaða flokka þeir bjóða sig fram. Grillir aðeins í þá þegar birtan af Jóni fellur á þá.
Eina spurningin er hve miklar hrakfarir borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins verður.
Og þeirri spurningu ætlar Bjarni Ben að svara fyrir jól.
Ef hann nær fjárlagafrumvarpi sínu lítt breyttu í gegn, þá þurfa sveitarstjórnarmenn flokksins ekki að hafa miklar áhyggjur af kosningabaráttunni, þeir verða fyrirfram dæmdir úr leik.
Það kýs enginn flokkinn sem slátraði heilbrigðiskerfinu.
Þá mun Gnarrinn fá hreinan meirihluta.
Og Davíð mun hafa nóg til að skrifa um næstu 4 árin.
Okkur hinum til skemmtunar.
Fjárlagafrumvarp Bjarna er því Fjárlagafrumvarp dauðans í fleiri en einni merkingu.
Og gráglettnin er að sjálfstæðismönnum er það ekki ljóst.
Ef það væri ekki svona mikið í húfi, þá myndi ég segja áfram Bjarni.
En menn grínast ekki með dauðans alvöru.
Menn koma í veg fyrir hana.
Kveðja að austan.
Fólk slakar á ef ég er með vínglas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó, nei, það hljómar ekki eins og pólýnesíska lengur.
Þeir reyna að kópíera hann. Eins illa og klaufaleg miðaldra skrifstofukona að reyna að slá í gegn á dansgólfinu í Harlem.
Sigmundur gerði vel að reyna ekki einu sinni. Annars hefði hann ekki átt minnstu von. Árni Páll floppaði um eilífð afþví hann reyndi. Katrín gerði sig að fífli með að reyna að vera svöl. Guðmundur leit út eins og hálfviti. Allir að reyna að vera voða sniðugir.
Það hafa ekki allir útgeislun atvinnu skemmtikrafts. Og ef maður hefur lifað í einhverjum kassa alla æfi kemst maður ekki svo auðveldlega út úr honum aftur. Jón átti aldrei heima neins staðar. Það er hans styrkur.
J. (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 02:11
Blessaður J.
Ég var svona frekar að meina, að þó þeir reyndu að fara á sama plan og Jón, kópera hann eða hvernig sem við orðum það, að þá tækist það aldrei því það sem Jón er og gerir, það er óskiljanlegt í þeirra reynsluheimi.
Líkingin er þá sú að þú getur haft eftir orð á fjarlægu tungumáli, sem í sjálfu sér eru rétt borin fram, en þú getur ekki nýtt þér tungumálið til tjáningar, því þú skilur ekki það sem þú ert að segja.
Þetta er ekki lærð greining hjá mér, lítill rökstuðningur sem fylgir henni. Aðeins tilraun til að orða ákveðinn hluta af tilvistarkreppu fjórflokksins.
Sem forleikur um meginefni pistilsins, sem er framleiðsla á títiprjónum handa sjálfstæðismönnum vegna forheimsku þeirra í ríkisfjármálum.
Samt vonandi ekki misnotkun á Jóni Gnarr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.10.2013 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.