5.10.2013 | 08:02
Aumari geta rök ríkisstjórnarinnar ekki orðið.
Krabbameinssjúklingar eru látnir blæða út fjárhagslega, og þar með þarf að finna þá hópa sem ennþá sleppa við blóðtökuna.
Allt í nafni réttlætis.
Ekki hvarflar að ráðherra að draga úr gjaldtökunni á krabbameinssjúklinga.
SVo ég vitni í uppháldsrök sjálfstæðismanna þegar þeir létta álögum af auðfólki, þá skila þessir peningar sér inn annars staðar.
Ég endurtek, ég ítreka, stuðningsmenn þessarrar ríkisstjórnar eiga bágt.
Mjög bágt.
Kveðja að austan.
Vill jafna greiðsluþátttökuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 356
- Sl. sólarhring: 761
- Sl. viku: 6087
- Frá upphafi: 1399255
Annað
- Innlit í dag: 302
- Innlit sl. viku: 5157
- Gestir í dag: 281
- IP-tölur í dag: 278
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gét ekki verið meira samála, auminjga þeir sem þetta kusu eins og það hafi ekki verið öllum ljóst að stjórnkerfið hjá okkur er í eina átt það er átt að aukini misskiptingu og söfnun auðs á fárra hendur.
Sigurður Haraldsson, 5.10.2013 kl. 12:08
Hver eru þá ykkar betri ráð ? það þyðir ekki að vera bara" fúll á móti "og koma ekki með nein rök nema að þetta se arfa vitlaust .!..svona tala bara vinsti menn ,eða hverjir ættu að gera það aðrir ??
rhansen, 5.10.2013 kl. 17:43
Blessaður Sigurður.
Við þína lýsingu má bæta við vegferðinni fram af hengifluginu, og líklegast erum við í frjálsu falli núna.
Eina spurningin er hvort þjóðin verði þegar splundruð á meðan fallinu stendur, eða hvort hún splundrist við áreksturinn við raunveruleikann.
Já, aumt er þetta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.10.2013 kl. 20:30
Ohh, til dæmis þú síðastliðinn 4 ár rhansen.
Þar sem þú spyrðir okkur heiðurskallana, mig og Sigurð við vinstri, þá er eðlileg gagnályktun að þú sért til hægri, og hægri menn máttu eiga það flestir að þeir lásu Morgunblaðið, og voru á móti hörmungarstefnu AGS, sem þau Jóhanna og Steingrímur framfylgdu eftir bestu getu.
Þú spyr um betri ráð en þau að vera heimskur og aumur, ef þú bætir orðinu "ekki" fyrir framan, þá veistu svarið.
Sbr. að vera ekki heimskur, ekki aumur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.10.2013 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.