3.10.2013 | 22:22
Það er of seint að bíða eftir næstu kosningum.
"Til að henda þessu fólki út " eins og Kári bendir réttilega á að þurfi að gera.
Heilbrigðiskerfið, sem byrjað er að hrynja, verður þá endanlega hrunið.
Og það mun taka langan tíma að byggja það upp á nýju, þó við losnum við handbendi ræningjanna úr stjórnarráðinu.
Ef við teljum að foreldrar okkar þurfi umönnun í ellinni, að börn okkar þurfi lækningu, að þjóð okkar eigi sér annan tilverurétt en að vera þrælalýður í verkssmiðjum erlendra fjárfesta líkt og boðskapur bankagauranna er í dag, þá verðum við núna að svara hjálparkallinu.
Ekki seinna þegar úlfurinn ljóti er búinn að éta allt.
Kári Stefánsson bendir réttilega á að Kristján Þór Júlíusson er að ákalla þjóðina um stuðning í helstríðinu við stuttbuxnadeild flokksins.
Hann vill ekki verða maðurinn sem drap kerfið.
Fjármagnið sem þarf er aðeins brot af því fjármagni sem við fóðrum fjármagnið með á hverju ári, algjörlega að óþörfu.
Það er of seint að rísa upp þegar ekkert er eftir til að verja.
Hættum að hræðast músagildrurnar.
Við erum ekki mýs.
Kveðja að austan.
Frumvarp stuttbuxnastráka í matador | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ljóst er að þrengt hefur að heilbrigðiskerfinu um árabil, að stórum hluta í boði norrænu velferðarstjórnarinnar. Að ná böndum utanum ríkisfjármálin er grundvallaratriði ef reisa á þennan málaflokk við og það er í höndum þingmanna og okkar allra að benda á leiðir til sparnaðar á öðrum sviðum ef finna á aukið fjármagn til heilbrigðismála. Verði okkur að góðu.
Ólafur Als, 3.10.2013 kl. 23:48
Blessaður Ólafur.
Þar sem ég veit að þú vilt vel þá vil ég biðja þig að fara á bókasafnið og fá þér ævisögu Ólafs Thors, og lestu þér til um stjórnmálabaráttuna á fjórða áratugnum.
Það gerðist ekkert hérna, algjör stöðnun ríkti.
Þá var brugðist við samdrætti með þessari stefnu að ná tökum á ríkisfjármálunum.
Fjórði áratugurinn er týndi áratugurinn í íslensku efnahagslífi, stefnan kennd við Eystein Jónsson, fjármálaráðherra og höfuðandstæðingar hennar voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins með Ólaf Thors í forystu.
Þeir vildu uppgang og framfarir, ekki stöðnun og auðn.
Höfðu rétt fyrir sér, Eysteinn rangt.
Rökin gegn hinni algjöri heimsku sem þið sjálfstæðismenn styðjið núna að kröfu formanns ykkar, getur þú lesið um og kynnt þér í sögu þíns eigin flokks.
Þú þarft ekki að leita lengra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2013 kl. 08:49
Sæll Ómar,
það er í sjálfu sér alger óþarfi að gera mér upp skoðanir og spyrðingu við formann sjálfstæðisflokkinn, þó svo að ég kenni mig við borgaralegt frjálslyndi, á köflum frjálshyggju. Ég er sannfærður um að ef ekki verði komið böndum á ríkisfjármálum, þá muni fara illa. Hins vegar skil ég áherslur þínar en get ekki tekið undir þær í ljósi skuldastöðu ríkisins. Annað hefði verið uppi á teningnum ef staða ríkissjóðs væri betri. Aukin skuldsetning er komin að þeim mörkum að sérhver ávinningur, sem af aukinni skuldsetningu ríkisins fæst, vegur ekki upp á móti sífellt auknum vaxtakostnaði. Þetta er nú vel þekkt í hagfræðinni. En það er þó ljós í myrkrinu. Þó svo að ríkisvaldið geti ekki aukið á skuldabyrðina og farið í framkvæmdir eða dreift fjármunum í góð verkefni þá eru tækifæri til uppbyggingar til staðar í ljósi vannýttra auðlynda jarðar og huga ... EF vilji er fyrir hendi. En vitanlega geta aðilar, sem varðar lítið um atvinnuuppbyggingu og nýtingu náttúruauðlynda staðið í vegi fyrir slíku. Að þessu leyti tel ég að nafni minn hefði getað tekið undir með þessum almennu orðum. Hann þekkti vel til rekstrar og vissi sem var að eftir því sem skuldir jukust, þeim mun dýrari varð hver króna sem varð að taka að láni. Smæð okkar gerir það að verkum, að þrátt fyrir að efnahagur vesturlanda sé á lyfjum þá þurfa ekki stór eða mörg verkefni að rata til okkar en samt valda straumhvörfum hér. Á það á að leggja áherslu á næstu misserum. Þar liggja tækifærin. Þar er að finna djörfungina og bjartsýnina, sem er ætlað að berjast gegn heimóttarskapnum (sem e.t.v. einkenndi Eystein alla tíð).
Ég tel því að ekki sé hægt að bera saman samdráttarár fjórða áratugarins við núverandi ástand hvað þetta varðar.
Kveðja frá Reykjavík ...
Ólafur Als, 5.10.2013 kl. 01:04
Blessaður Ólafur.
Einu skoðanirnar sem ég geri þér upp er að þú vilt vel, og ég stend við þær.
Ég veit vel að þið erum margir sammála formanni ykkar, þið voruð bara að plata þegar þið gagnrýnduð síðustu ríkisstjórn með rökum frjálslyndis og skynsemi, en þar sem ég vildi vera jákvæður þá notaði ég orðalagið að" kröfu formanns flokksins".
Það er enginn munur á fjórða áratugnum og þessum, og þið afneitið niðurstöðu sögunnar um hvernig á að takast á við slíkan samdrátt.
Það sem þú segir um skuldastöðu, gildir ekki um skuldastöðu í innlendri mynt, aðeins þegar skuldastaðan er við erlend hagkerfi, í erlendri mynt. Þá þarf ríkið að taka til sín hluta af gjaldeyristekjum og skerðir þar með það sem er til ráðstöfunar í hagkerfinu til neyslu og fjárfestingar. Sama gildir um aðrar erlendar skuldir, hvort sem það er hjá einkaaðilum eða opinberum fyrirtækjum.
En skuldastaða í erlendri mynt breytir því ekki að það þarf að beita sömu aðgerðum til að rífa upp hagkerfið.
Að spýta mynt inní hagkerfið og fá fólk til að framleiða í stað þess að góna uppí loftið.
Það sem ríkið má hins vegar ekki gera er að taka peninga út úr hagkerfinu, hvort sem það er með hækkun skatta, niðurskurði eða heimsku heimskunnar, að taka fjármagn að láni frá öðrum en seðlabanka sínum. Seðlabankinn getur hins vegar gefið út skuldabréf á lágum vöxtum, ef hann telur að einhver vilji binda pening í slíkum bréfum.
Ríkið verður að verja grunnþjónustu sína til að samfélagið gangi, án innviða er ekkert efnahagslíf, meinloka ykkar sjálfstæðismanna númer eitt tvö og þrjú. Spurningin hvort eitthvað annað form eigi að vera á þessari grunnþjónustu er langtíma spurning og ekki spurð á þeim núllpunkti þegar takast þarf á við snögga kreppu vegna ytri áfalla.
Ef grunnþjónustan hrynur, þá er menntaða vinnuaflið um leið farið úr landi, og án þess rekur ekki nútíma hagkerfi. Það eina sem eftir er er erlend fjárfesting í verksmiðjum með fátækralýð, Asíu ástand eins og Ásgeir Jónsson orðaði svo smekklega.
Ef vextir og skuldir hrjá atvinnulífið, þá á ríkið að gera ráðstafanir til að aflétta því. Því atvinnulífið er drifkrafturinn, ekki fjármagnið sem sýgur úr því blóð.
Ríkið á að sá út vaxtarsprotum sem verða að hagvexti í framtíðinni. Að skera niður slíka vaxtarsprota er heimska heimskanna númer tvö.
Í þriðja lagið eiga stjórnvöld að nýta naflaskoðun kreppunnar til að skera niður reglubáknið sem hlaðist hefur á almenning og atvinnulífið.
Síðan á það að bíða, og endar ná saman mun fyrr en seinna.
Einfalt Ólafur, mjög einfalt. Segir sagan, ekki ég.
Þetta gildir jafnvel þó ríkissjóður sé mjög skuldugur, það er í innlendri mynt, líkt og Davíð Oddsson var óþreytandi að benda á í leiðurum sínum áður en hann reyndi að verja heimskuna.
Ríkissjóður Íslands er hins vegar ekki skuldugur.
Skuldirnar eru tilbúningur vegna bankahrunsins, og þann tilbúning þarf að leiðrétta. Og það eina jákvæða sem hægt er að segja um núverandi fjárlagafrumvarp er einmitt skilningur á þessu með því að endurfjármagna rugl Steingríms að gefa út skuldabréf á vöxtum til að lagfæra bókhaldsstöðu Seðlabankans.
En það á að greiða upp öll hin óþörfu gjaldeyrislán, lækka stýrisvexti svo vaxtagreiðslur til erlendra krónubréfaeiganda verði rétt yfir núlli, breyta öðrum innlendum skuldum ríkissjóðs yfir í langtíma skuldabréf við SÍ, og halli ríkissjóðs er úr sögunni.
Hann stafar af vaxtagreiðslum, óþarfa vaxtagreiðslum og þú ert það skynsamur maður Ólafur að þú veist það.
Borgarastéttin braust ekki undan oki gamla lénsaðalsins til að lenda undir oki hins nýja fjármagnsaðals.
Það veit allt frjálslynt fólk, þó Friedmanistar viti það ekki.
Frjálslynt fólk stjórnar ekki Sjálfstæðisflokknum í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.10.2013 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.