Aðeins sjúkt fólk rukkar sjúka fyrir að veikjast.

 

Ef Sjálfstæðismönnum er svo mikið í mun að útvega LÍ þessa 200 milljónir, þá geta þeir rukkað Pétur Blöndal um hluta af þeim mútum sem hann þáði frá Kaupþingi fyrir að aðstoða bankann við að rústa sparisjóðakerfinu.

Fá hluta af því fé án hirðis sem rann í vasa Péturs.

 

En þetta snýst ekki um 200 milljónir.

Óeðlið er á hærra stigi en það.

 

Þetta er takmörkunarskattur í anda Friedmans, takmarkar aðgang sjúkra að heilbrigðiskerfinu.

Það er þeirra sem standa höllum fæti fyrir í samfélaginu.

 

Flóknara er það nú ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Innheimta gjald fyrir legu á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Enda spillt, klíkuvædd og "sjúk" stjórn.

hilmar jónsson, 1.10.2013 kl. 20:18

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þetta er sá mesti óþverraskapur sem Ein Ríkistjórn ætlar sér að gera gagnvart jafnvel dauðvonafólki sem leggst á Sjúkrahús..Ekki datt manni í hug að Menn með slíka mannvonsku settust í Ráðherrastóla..

Vilhjálmur Stefánsson, 1.10.2013 kl. 22:42

3 identicon

þetta er einn sigarettu pakki ...eða 2bjórar eða 1 sjúss ............það þykir nu ekki mikið i dag af þeim sem nota sem er slatti  landssmanna flesta daga annaðhvort eða hvorutveggja ....en sjúkrahús !!!!.kanski einhverntimann eitthvað ,..er ekki allt i lagi herrar minir ????

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 01:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar, mér sýnist að við séum komnir í hringi, það er mönnum sömu skotgrafir líkt og var fyrst eftir Hrun.

Þar sem ég fór aldrei neitt í hringferðalag, þá vil ég upplýsa að héðan er allt gott að frétta, andskotarnir sem við glímum við, þeir sömu, og málsstaðurinn sá sami.

Velkominn til baka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2013 kl. 12:16

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vilhjálmur.

Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.

En jafnvel þetta kom á óvart.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2013 kl. 12:16

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragnhildur.

Ég geri mér grein fyrir að ekki eru allir að glíma við að ná enda saman, og fyrir þá er þetta eins og hver annar skattur.

En sá sem á ekki peninginn, hann getur ekki notað hann.

Margir eiga ekki fyrir viðbótarútgjöldum, sumir eiga ekki einu sinni fyrir núverandi útgjöldum.  Fyrir aðra getur þetta verið spurningin um síðustu krónuna sem gerði þeim kleyft að lifa með einhverri reisn, veita sér eitthvað, vera þátttakandi í samfélaginu.

Og þessir margir, sumir og aðrir eru markhópur þessara skattlagningar.

Þú spyrð hvort ekki sé alltí lagi hjá okkur, hvað get ég sagt??  Einu sinni var siðferði metið hjá þessari þjóð, líka hjá ráðamönnum.  Taumlaus græðgi og kuldi gagnvart náunganum voru taldir lestir, og ekki til eftirbreytni.

Ég veit að þjóðfélagið hefur breyst.

En hvort siðferði sé ávísun á að vera talinn bilaður, veit ég ekki.

Ég held að frjálshyggjan hafi ekki ennþá valdið slíkum skaða.  En ég veit ekki.

Hreinlega veit það ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2013 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband