Sá sem talaði nútímamál.

 

Og ógnaði stöðu Jóns Gnarr.

Er hættur.

Líklegast vegna þess að Davíð Oddsson leit vitlaust á dagatalið, að það væri ekki 2013, heldur 1913.  Og að hann gæti mótað tuttugustu öldina eftir sínu höfði, alveg eins og Hannes greyið skráði sögu flokksins, eftirá.

 

Ég hef haldið því fram, og bent á hið augljósa, að Besti flokkurinn er kostað skrípi til að klára þjófnað hinna ofurríku, en ég hafði ekki hugmyndarflug til að sjá að Besti flokkurinn væri kaup hinna ofurríku númer 2.

Mogginn var þeirra fyrsta fjárfesting.

 

Núna skil ég fyrirsagnir Samfylkingarinnar, um að réttlæti í skuldamálum, sé ávinningur þeirra sem skulda meira.  Bull sem kostaði Samfylkinguna fylgið, en Mogginn tók upp á sína arma, svo öruggt væri að enginn læsi blaðið eftir næsta haust.

Ég skil það vegna þess að ég þekki til Óskars útgefanda, og veit að hann hefur sál, sem hann álítur verðmæti, og geti grætt á.

En ég skil ekki Steingeitina, sem í kjarna er eins og ég.

 

Er ekki til sölu, og vil rétt.

Og þá er ég ekki að tala um ólíkar lífsskoðanir sem móta hina endanlegu niðurstöðu.

 

Ég vil Sjálfstæðisflokkinn niður fyrir 30% í borgarstjórn, en ég fæ ekki skilið fyrrverandi borgarstjóra flokksins sem vil það sama.

Ekki út frá lífsskoðunum, ekki út frá pólitískum hagsmunum Sjálfstæðisflokksins.

 

En út frá veskinu hans Óskars skil ég það vel, hann hóf snemma söfnun í það.

En að Davíð rúmaðist í því veski fatta ég ekki.

 

Ekki það að ég fagna ekki því að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í borgastjórn, en meiningin var ekki að fella flokkinn til að auka völd hinna ofurríku.

Að skrípi Besta flokksins væru keypt  í annað sinn.

Ef þeir sem nauðguðu þjóðinni réðu ekki öllu, þá myndi ég fagna þessu Hari Kari flokksins, og jafnvel mæta á fund til að klappa upp tungutak fortíðar sem Júlíus Vífill hefur tekið að sér að flytja.

 

En framtíð barna minna er í húfi og þjófar mega ekki stjórna öllu.

Íhaldið hafði sína galla en þjóðin vissi fyrir hvað það stóð.

Heiðarleg sjálfsstæðisstefna er í dag mesta ógn hinna ofurríku, það var hún sem felldi síðustu atlögu þeirra að siðmenningunni.  Hin sjúklega græðgi lærði sína lexíu, hennar mesta ógn, "gjör rétt, þol ei órétt", var skrumskælt með féburði og uppkaupum, þannig að í dag er stefna þeirra sem felldu hina siðlausu græðgi, "gjör rangt, líðum rangindi".

Og er biblía ráðherra flokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs.

 

Máttur hins  illa fjármagns er mikill, óþarfi að minnast á þá staðreynd.

Nema að ég hélt að Steingeitin í Hádegismóum væri ekki til sölu.  Að hún meinti skrif sín um hið kostaða skrípi auðmanna, sem kallast Besti flokkurinn.

Ég fattaði ekki að skrifin voru til að drepa von Sjálfstæðisflokksins, manninn sem talar nútímamál.

Að útgefandinn, sem átti sál til sölu, og seldi hana, að hann hefði selt Morgunblaðið.

 

En við sveitamennirnir höldum svo margt, vitum svo fátt.

Bloggum aðeins þegar við erum hissa um hjaðningavíg þeirra sem við töldum ástæða að berjast gegn.

Ég harma ekki endalok Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

 

Ég harma hinsvegar sigur hinna ofurríku auðmanns sem rændu og svívirtu þjóðina.

Ég fatta núna að Nei í Icesave voru hagsmunir hluta þeirra, þeirra sem kosta Morgunblaðið, og þess vegna stóð blaðið með þjóðinni.

 

En fattarinn dugar ekki, og harmurinn nær inní dýpstu rætur.

Ég skil ekki Steingeitina sem fórnaði Gísla Marteini.

 

Steingeitur fórna, en þær fórnir eiga sín takmörk.

Ef fórnin vinnur gegn lífinu og framtíðinni, þá er Steingeit ekki þar nærri.

 

Hún fórnar ekki þjóðinni í þágu hinna ofurríku.

Hver sem það gerir, þá er það ekki Steingeit.

 

Hver fórnaði Gísla Marteini??

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sko vinur minn Ómar,þú kveður hart að,svo eftir sé tekið,en kemur ekkert með með laustnir kæri vin,komdu meða þær í gó'um pisli/Kveða að sunnan

Haraldur Haraldsson, 25.9.2013 kl. 14:45

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Eða Halli gamli eins og þú kennir þig við.  Mér var mikið hugsað til þín í gær, hvort þú værir ennþá hér á bloggslóðinni, ef svo væri ekki þá hafði ég áhyggjur hvort heilsan hefði gefið sig.

Ég hef eiginlega ekkert fylgst með umræðunni í marga mánuði svo ég vissi ekki, en vildi samt vita og ætlaði því í dag að leita að bloggi þínu.

En hér ertu og það gleður mig mjög.

Varðandi lausnir þá er lausn mín mjög einföld, þú þekkir hana, "gjör rétt, þol ei órétt", og fólk á að þekkja muninn á réttu og röngu.

Það sem okkur greinir á, því ég veit að þú ert innilega sammála þessum viðhorfum mínum, er núverandi staða flokks þíns.

Ég kenni stefnu hans við Friedmanisma, en þú upplifir ennþá þinn gamla góða flokk.  Ágreiningur þinn við þessa skilgreiningu er orðið "ennþá".  

Varðandi þennan pistil, þá er lausnin augljós, það er varðandi þinn flokk.

Það er að Gísli endurskoði sína ákvörðun.

Sem ég bæði vona, og þó ekki, græt ekki 25 % fylgið, en græt stuðninginn við hin keyptu skrípi Besta flokksins.

Pistill minn endurspeglar þessa togstreitu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2013 kl. 15:30

3 identicon

Svo steingeiturnar hafi það á hreinu:  Gísli er fiskur.

Hrútur (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 15:48

4 identicon

Óskar vildi aldrei steingeitina sem ritstjóra.  Það var ekkjan í Eyjum sem vildi Davíð sem ritstjóra.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 15:53

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrútur.

Ég er giftur Fiski, og hvarflar ekki að mér að fórna honum.

Þar fyrir utan tel ég það ekki sjálfgefið að Steingeitur fórni Fiskum.

Ítreka það að Steingeitur fórna þegar hagsmunir krefja, en ég skil ekki fórn sem gagnast andskotum þessa lands.

Þrjósk Steingeit lætur ekki veskið stjórna sér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2013 kl. 16:53

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður þú Dýpis maður.

Tel þig grilla í einhvern kjarna, samskipti Davíðs og Óskars eru eitthvað sem ég hefði talið fyrirfram vera eins og samskipti róteindar og nifteindar, hafa eitthvað með kjarnann að gera, en eru lítt í návist hvors annars.

Hef alltaf brosað af lofræðum Óskars um Davíð, því ég hef tekið eftir að þær eru ekki gagnkvæmar.  

En Mogginn þjónar í dag andskotum sjálfstæðisstefnunnar, þeim sem gráta ekki þó fylgi flokksins mælist til frambúðar í 25%, vegna þess að þeir fylla uppí tómarúmið með sínum kostuðum skrípum.

Skil þetta allt vel, en bara skil ekki hlutverk Davíðs.

Hann er jú Steingeit.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2013 kl. 16:59

7 identicon

Pistill þinn og athugasemd segja mér að þú sért af mikilli seiglu að nálgast sannleikann.  Það þarf innsæi og kalda rökgreiningu til að sjá sannleikann; það kallast að vera kominn bak við yfirborðskennda og draumkennda vitund okkar og sjá hinn upplýsandi sannleika sem í í djúpinu mikla dvelur.  Það djúp er djúpið á bak við efstu himna og dýpstu brunna.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 17:39

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Líklegast er það rétt þú maður djúpsins að svona pistlar þjóna þeim tilgangi, fyrir utan að ergja sjálfstæðismenn, að fanga hugsun sem að lokum nýtist þegar ég sest niður og reyni að koma frá mér heildstæðum pistli eða pistlum um hluti eða "sýn" sem mér finnst ég þurfa að skrifa um. 

Aðallega svo ég geti hætt að hugsa um viðkomandi hlut eða nálgun eða hvað sem á að kalla þetta sem heimtar að komast út.

Hvort eigi að nota orðið "sannleikur" um þessa viðleitni mína er svo annað mál.  Oftast er ég bara skemill sem finnst gaman að lemja á andskotum sem mér er illa við, og mér er meinilla við nýfrjálshyggjuna eða Friedmanismann eins og ég kalla hana núna eins og fyndið það er að ég kann ágætlega við marga nýfrjálshyggjustráka, sá þá dálítið í nýju ljósi eftir ICEsave deiluna.

En sannleikurinn er skrýtin skepna, margvíð og erfitt að henda reiður á henni.  

Og það sem maður hendir reiður á er síðan háð túlkun manns og orðfæri þegar maður reynir að útskýra það sem maður telur sig hafa skilið.

Mér fannst ég hafa náð þessu í einni grein í aðdraganda síðustu kosninga, að segja það sem mér fannst vera sannleikurinn um framtíð þessarar þjóðar.  Eða réttara sagt það sem fólk þyrfti að skilja til að þjóðin ætti minnsta möguleika á framtíð.

Pistillinn heitir Framboð um réttlæti og er á þessum link:

 
Fór í gegn ólesinn sem sýnir að sannleiksleit er ekki ávísun á hátt skor í bloggheiminum.  En skemilskapur skorar.
 
Og þannig hefur það alltaf verið.
 
Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.9.2013 kl. 10:01

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar og gaman að sjá að þú ert kominn á fulla ferð aftur, hér í bloggheimi Moggans. Ekki veitir af að segja mönnum aðeins til, sama hvaða stjörnumerki þeir tilheyra.

En ég held þú ofmetir vald Davíðs. Verið getur að hann sé svo sterkur enn að hann ráði því hvort menn vilji vera í pólitík eður ei, en persónulega held ég að vald Davíðs sé fyrst og fremst meðal vinstrimanna. Þeir óttast þennan steingerfing, sem yfirgaf vettvang stjórnmálanna fyrir nærri áratug. Sá ótti þeirra mun sjálfsagt lifa meðan Davíð lifir.

Þá tel ég þig einnig ofmeta Gísla Baldur sem stjórnmálamann. Meðan þú réttilega gagnrýnir Bestaflokkinn, hælir þú Gísla Martein. Þar sem Gísli hefur verið sá fulltrúi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn sem lengst hefur gengið í fylgispekt við BF, meikar þessi málflutningur ekki sens hjá þér.

Gísli Baldur er ágætur strákur og frábær fjölmiðlamaður. En það er með hann eins og svo marga aðra, að pólitík er ekki rétti starfsvettvangur hans. Það er virðingavert að hann skuli sjálfviljugur stíga til hliðar, í stað þess að fela kjósendum það sóðaverk. Mest er þó ánægjan yfir að fá að líta hann í reglegum þáttum í Sjónvarpinu, um ókomna tíð. Þar er hann á heimavelli og ekki fráleitt að honum takist að koma þeirri stofnun á örlítið hærra plan. Ekki veitir af!

Gunnar Heiðarsson, 26.9.2013 kl. 11:40

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar, þetta var eiginlega bara óhapp að ég hóf þessa törn, henni lauk í gær og ég er aðeins að gera upp athugasemdarkerfið eftir því sem ég má vera að. Hins vegar reikna ég með að október mánuður þróist á þann veg að ekki verður lengur vikist undan að taka slaginn við þá sem ógna framtíð þjóðar okkar.  Vona að ég hafi rangt fyrir mér, en óttast samt að svo sé ekki.

Ég er svo sem ekki að gagnrýna Besta flokkinn, og stefnu hans síðustu 4 ár, ég er aðeins að benda á hvað hann er.  Og hvort sem menn líkar áherslur hans eður ei, þá er samt tvennt ljóst.  Skrípalætin sem voru á síðasta kjörtímabili hafa ekki endurtekið sig, og Jón Gnarr nær til fólks.  Vissulega í yngri kantinum en það er samt ekki einhlítt.

Og í pólitík geta menn ekki látið það eftir sig að vanmeta andstæðinginn, menn þurfa að mæta honum, og reyna að hafa betur í slagnum um fylgið.  Einhvern tímann fyrr í vikunni þá pistlaði ég  um þetta og benti á að það væri ekki svo skrýtið að Besti flokkurinn mældist stærstur.  Ekki per se að hann væri að standa sig svo vel heldur út á aulaskap andstæðinganna.  Vísa í rökin í þeim pistli, "Skrýtið en þó kannski ekki".

Gísli er eflaust ágætis strákur, hefur sína kosti og galla sem stjórnmálamaður, ég persónulega er ekki hrifinn af frjálshyggjunni sem hann á rætur í, en það breytir því ekki að hann er sá eini í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sem aðlagað hefur málflutning sinn að nútíma umræðu.  

Þó áherslur hans og nálganir séu ekkert sérstaklega vinsælar hjá fasta kjarna fylgis Sjálfstæðisflokksins, þá dugar það fylgi aðeins í um fjórðung atkvæða, og steinrunnar áherslur flokksins virðast ekki ná til annarra hópa.

Kjarninn verður því að gera það upp við sig hvort hann vilji hafa áhrif, eða hann vilji bara vera hann sjálfur.

Vilji hann hafa áhrif þá verður hann að breyta áherslum sínum.  Svarið er ekki að afhausa þá sem þora að vera öðruvísi.

Þetta er svona efnislegi þráður þessara tveggja pistla, en aðallega er þetta svona stríðni ásamt því að höggva í auðmannsleppa og þjóna, því hjá þeim er rót allra þeirra meina sem sýkja þjóðarlíkamann.

Hvort Gísli sé ástæða þess að ég er að blanda Steingeitum í málið, eða hið vanheilaga bandalag gegn allri leiðréttingu á skuldum almennings, er ekki gott að svara, eiginlega hef ég ekki hugmynd um af hverju pistilinn varð eins og  hann varð, sé að vinstra heilahvelið réði för, og hægra heilahvelið mitt skilur það nú ekki alveg alltaf.  

En Davíð er ekki steingervingur í íslenskri pólitík.  Hann er eini ritfæri hægri penni landsins, og feyki öflugur sem slíkur.  Þó hann hafi sagt sig út af sakramentinu hjá ráðandi öflum Sjálfstæðisflokksins með andstöðu sinni gegn AGS og ICEsave, þá hefur þann styrk að hann drepur mál, ef hann kýs svo.  

Þann styrk hafa ekki  aðrir í flokknum, og enginn af núverandi forystu hefur þann styrk að koma málum í gegn.

Tími Davíð er ekki liðinn, hugsanlega er hann rétt að byrja.

En atburðir október mánaðar munu skýra það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.9.2013 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 1224
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1083
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband