22.9.2013 | 09:33
Skrýtið en þó kannski ekki.
Það þarf góða leitarvél til að finna mun á Besta flokknum og hinum kerfisflokkunum.
Núverandi borgarstjórn er kerfisstjórn sem reynir eins og aðrar kerfisstjórnir að láta enda ná saman, og starfar innan ríkjandi ramma laga og reglna.
Besti flokkurinn er enginn byltingarflokkur en það er eitthvað við hann sem gengur upp.
Það er eins og hann fangi betur nútímann en aðrir flokkar.
En það þarf meira til ef flokkur augnabliksins ætlar að lifa af tvennar kosningar, með um og yfir 30% fylgi.
Stóra skýringin er aulaskapur andstæðinganna sem hvorki hafa kunnað að mæta húmor Jóns Gnarr eða ná tökum á tungumáli nútímans.
Og fyrst að Besta flokknum tókst hvorki að klúðra sjálfum sér með innbyrðis deilum eða stjórn borgarinnar með fleirum axarsköftum en gengur og gerist hjá öðrum kerfisflokkum, þá býr hann að því forskoti að vera ekki flokkur gærdagsins.
Með menn gærdagsins í forystu.
Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ógna Besta flokknum.
"Ég býð, þú borgar", meint slagorð Júlíusar Vífils, sem flokkseigandafélagið með Moggann í þungamiðju, ætlar að tefla fram sem oddvita gegn Jóni Gnarr, segir allt sem segja þarf.
Ekki bara vegna þess að svo stutt er síðan að vildarvinir Sjálfstæðisflokksins tóku þetta kjörorð bókstaflega, og létu þjóðina borga sukk sitt og svínarí, heldur ekki síður vegna þess að þeir sem þetta slagorð höfðar til, kjósa flokkinn hvort sem er.
Og það þarf ekki að brýna þetta fólk, Jón Gnarr sér alveg um það.
Aðrir eru ósnortnir af svona röfli og frösum.
Þegar það bætist við Sjálfstæðisflokkurinn mun afhjúpa sig með næstu fjárlögum, Fjárlögum dauðans, sem flokk fjármagnseiganda og ofurauðmanna, líkt og handbendi AGS í síðustu ríkisstjórn, og við taka stanslausar erjur við þjóðina næsta vetur, þá er ekki líklegt að steingeld forysta andlegra gamlingja muni höfða til þess fólks sem núna ætlar að kjósa Besta flokkinn.
Líklegra er að fylgið stráfalli en að magnist upp í forystuafl í Reykjavík.
Víglínan gæti verið í 25% eins og hjá flokknum á landsvísu.
Og jafnvel neðar ef eini mælandi maðurinn í borgarstjórnarflokknum verður á hliðarlínunni að kröfu flokkseiganda.
Það eina sem gæti ógnað Besta flokknum er nýtt framboð sem bendir á hið augljósa.
Að flokkurinn er kostað skrípi auðmanna og vogunarsjóða og er ætlað að hindra að afl myndist gegn völdum þeirra og því sjálftökuhagkerfi sem þeir hafa byggt upp eftir Hrun.
Stuðningurinn við ICEsave frá fyrsta degi, "ekki orð" um herferð auðmanna gegn þjóðinni, "ekki aðgerð" til að styðja fórnarlömb Hrunsins, "ekkert" sem sker sig frá hefðbundnum hægri flokki annað en fíflaskapur og trúðsmennska.
Og slíkt í miklu hófi.
Þjóðin er í álögum, en það er eðli álaga að þau rofna.
Sýndin brestur, raunveruleikinn blasir við, þannig að allir sjá og skilji.
Við erum rænd þjóð, við erum svívirt þjóð.
Og við verjum okkur ekki.
En hve lengi enn???
Svarið við þeirri spurningu er um leið svarið hvenær fylgi Besta flokksins hættir að skipta máli.
Fjárlög dauðans geta verið örlagarík fyrir fleiri en borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins.
Og þau nálgast.
Klukkan tifar.
Álög munu rofna.
Þjóðin mun rísa.
Upp.
Á ný.
Það er ekki spurning, þar er enginn efi.
Kveðja að austan.
Besti flokkur stærstur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:45 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 488
- Sl. sólarhring: 703
- Sl. viku: 6219
- Frá upphafi: 1399387
Annað
- Innlit í dag: 414
- Innlit sl. viku: 5269
- Gestir í dag: 381
- IP-tölur í dag: 376
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.