21.9.2013 | 13:43
Þjóðin hefur heyrt þessi orð áður.
"Atvinnuleysi komið niður í 4,5%, vaxandi hagvöxtur og ríkisfjármálin í betri málum vonandi með nýrri ríkisstjórn."
Sem er skýring þess að hún kaus ekki yfir sig aftur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Sem er skýring þess að Sigmundur Davíð er forsætisráðherra.
Þessi orð voru sögð gegn raunveruleikanum, skuldaánauð fólks og fyrirtækja, hrörnun innviða samfélagsins, útburði fólks.
Þjóðin sá raunveruleikann og lét orðinn ekki blekkja sig þrátt fyrir magnaðan áróður auðmanna og skrípenta þeirra.
Og gerði kröfu um breytingar.
Ekki til að það væri skipt úr drakt í jakkaföt heldur úr lygi í sannleika, úr aðgerðaleysi í aðgerðir.
Úr svartnætti í von.
Og uppskar sömu orðin, sama aðgerðaleysið.
Sama Friedmanismann, sömu óráðin.
Eða hvað??
Kveðja að austan.
Íslendingar aldrei viljað í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 599
- Sl. sólarhring: 638
- Sl. viku: 6330
- Frá upphafi: 1399498
Annað
- Innlit í dag: 513
- Innlit sl. viku: 5368
- Gestir í dag: 469
- IP-tölur í dag: 463
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heilagur Sigmundur hefur tekið að sér að endurskrifa söguna og búa til hagtölur sem kasta dýrð á hans uppljómuðu ásýnd að eilífu amen. Hver ætli trúi því sem þjóðin man og veit þegar annað hefur verið fest á prent, blessað og vottað af tunguliprum forsætisráðherra?
Hallgrímur (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 21:24
Fyrir nær fjórum mánuðum síðan, 22.5.2013 | 18:16, skrifaði Ómar Geirsson þennan spádómlega pistil sem mér finnst rétt að rifja hér upp og vekja athygli á, því allt virðist vera að ganga eftir sem Ómar segir hér:
Viljaleysi eða eitthvað þaðan af verra???
Það tekur eitt pennastrik að leiðrétta skuldir heimilanna.
Alveg eins og það tekur eitt pennastrik að frysta verðtrygginguna á meðan gjaldeyrishöft eru afnumin og krónan fær að finna sitt jafnvægi.
Eina spurningin er hvort vilji er til staðar að stjórna landinu.
Núverandi ríkisstjórn hefur svarað þeirri spurningu.
Hún hefur náð saman um stefnu Sjálfstæðisflokksins, stefnu sem gengur ekki upp.
Þegar ekki er til peningur að reka grunnþjónustu ríkisins, þá er það ekki heimskra manna ráð að nýta hluta af skatttekjum ríkisins til að greiða hinar stökkbreyttu skuldir svo loftbólan geti haldið áfram að þenjast út.
Það er ekki heimskra manna ráð, það er heimskara en það.
Og lýðskrum í sinni tærustu mynd, því það er óframkvæmanlegt, endar í gjaldþroti ríkisins, og nær ekki til að hindra hið óumflýjanlegar, gjaldþrot efnahagslífsins vegna fáráðrar sjálfvirkrar hækkunar skulda, eins og verðtryggingin er.
Framsóknarflokkurinn hefur svikið, og hann mun uppskera eins og svikaflokkarnir sem biðu afhroð í síðustu kosningum.
Hann hafði ekki viljann þegar á reyndi.
Kveðja að austan.
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 00:09
Framsóknarflokkurinn er sami Friedman flokkurinn
og Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri Grænir og Björt framtíð.
Spurning hvað þessir Píratar eru. Er að kanna það.
The Deep Throat (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 00:14
Davíð sagði 5 cent á dollarann. 5 cent á dollarann eftir fall bankanna. Davíð var rekinn út úr Seðlabankanum. Við tók Trotzkyistinn í Svarta Turni. Hann er Bjarna og Sigmundi einstaklega þóknanlegur. Hver skilur þetta? Á meðan heimta óreiðumennirnir 150 cent á dollarann og blóðmjólka almenning með verðtryggðu vaxtaokri sem allt fer fram í gegnum peningaþvottavélar Seðlabankans. Ef þetta er ekki bananaríki þá eru engir apar til og alls engir menn.
Jónas (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 00:38
Blessaður Hallgrímur.
Í sjálfu sér hefur Sigmundur ekki búið til hagtölur, hann fékk þær í arf frá Jóhönnu.
Hins vegar virðist hann hafa bæði gleymt ræðum sínum og ritum þar sem hann afhjúpaði blekkingarnar á bak við þessar hagtölur, og hvílík fáráð það væri að kalla lognið í storminum, endalok hans.
En það var fyrir kosningar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.9.2013 kl. 09:49
Blessaður Litli Landssímamaður, alveg óþarfi að tala við mig eins og ég sé ekki ég, og þurfi að rifja upp orð mín, man þau alveg ágætlega, enda skrifuð niður svo ég myndi þau.
Öðrum er ekki til að dreifa þegar þú heldur þig við staðreyndir, en ekki tuðið eða lýðskrumið. Það sem er, er það sem það er, vegna þess að það er það sem það er.
Og þar inni er ekki raunveruleikinn, sýndin hylur hann.
Og enginn er spámaður nema hann spáir eftir á.
Þess vegna ætla ég ekki að spá því hvað gerist eftir Fjárlög dauðans.
Ég sá ekki fyrir að Steingrímur myndi lesa upp úr ræðum Árna Matt, frá fyrsta degi eftir að hann tók við embætti hans, og ég sá ekki fyrir að Sigmundur teldi ræður Jóhönnu sannar ef þær væru fluttar í jakkafötum, að draktin hefði skapað ótrúverðugleikann.
Og ég get ekki ímyndað mér hvaða rök góðir og gegnir íhaldsmenn munu nota til að réttlæta þá sjálfsblekkingu sína að eitthvað hafi breyst með núverandi ríkissstjórn.
Atburðarrás síðustu ára er best lýst með fallbeygingu nafnorðsins rán, það er hér er rán um rán, frá ráni til ráns, og greining atburða er hvar þeir er staddir innan þessarar fallbeygingar, hvort við séum í "um rán" eða "frá ráni", en að eitthvað hafi breyst, engar staðreyndir raunheims benda til þess.
En þeir mun kyngja Fjárlögum dauðans, sannaðu til.
Þetta er æfðir menn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.9.2013 kl. 10:06
Blessaður þú sem í Djúpinu dvelur.
Til að auðvelda þér könnun þína vil ég rifja upp sögn frá Úkraínu þar sem mikill vandi herjaði að fólki, og aðeins úr slæmu að velja.
En eitt sló ekki í gegn í þorpum þar sem lík kvenna og barna dingluðu í snörum á þorpstorgunum, það voru mennirnir sem gegnu um í síðum kuflum og ræddu um þörfina á frelsinu til að lesa upp úr helgiritum.
Þeir voru ekki inni.
En það eru breyttir tímar, og Píratar eru inni.
En líkt og mennirnir í kuflunum, þá eru þeir ekki svarið, ekki við þeirri spurningu sem er spurð.
Hvernig eigum við að verja framtíð barna okkar??
Og hverjir hafa hag af því að sú framtíð er ekki varinn??
Spáðu í það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.9.2013 kl. 10:12
Blessaður Jónas.
Það er margt skrýtið í kýrhausnum, það er óhætt að segja.
En ég hef áreiðanlegar heimildir um að útí hinum stóra heimi séu bæði til apar og bananar svo þetta er óneitanlega spurning sem þú spyrð.
Sem hvarflar ekki að almenningi að spyrja.
Ekki ennþá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.9.2013 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.