20.9.2013 | 14:08
Friedmanismi í sinni tærustu mynd.
Hefur stjórnað landinu frá Hruni,.
Innviðir samfélagsins eru skipulega sveltir á meðan tugir milljarðar eru afhendir vinum og vandamönnum fjármagnsins í vexti og vaxtavexti.
Þegar hrun samfélagsþjónustunnar blasir við, þá er kanínan í töfrahatti Friedmanista, einkavæðing.
Rökin eru léleg þjónusta, peningaskortur og guð má vita hvað.
Þessi atlaga að almannaheill er ekki bara bundin við Ísland, hún tröllríður vestrænum samfélögum í dag.
Gjaldmiðlar eru varðir á meðan almannaþjónusta blæðir út.
Fjármagnið er verndað, almenningi fórnað.
Landsspítalinn ákallar þjóðina, sem heyrir ekki.
Einn daginn berst ekkert ákall, það verða engir eftir til að senda út slíkt kall.
Fjárlögin 2014 er síðasta tækifæri þjóðarinnar til að verja það kerfi sem tók áratugi að byggja upp, kerfi sem sinnti öllum sem þurftu, óháð efnahag, óðháð búsetu, óháð þjóðfélagsstöðu.
Verði áfram skorið niður, þá er þetta búið.
Við tekur draumur Friedmansista, martröð hins venjulega manns.
Heilbrigðisþjónusta háð tekjum og stöðu.
Sem vissulega er rökrétt niðurstaða af því að kjósa Friedmanista til valda.
En ekki það sem þjóðin vildi.
Kveðja að austan.
Það var aldrei góðæri á Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 60
- Sl. sólarhring: 609
- Sl. viku: 5644
- Frá upphafi: 1399583
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 4815
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vá hvað þetta er sorgleg setning: "Einn daginn berst ekkert ákall, það verða engir eftir til að senda út slíkt kall"
sorglegast er að kannski verðu þetta svona einn daginn því miður.
Sigrún Óskars, 20.9.2013 kl. 18:37
Blessuð Sigrún.
Vandinn við raunveruleikann er sá að hann vill hafa síðasta orðið.
Við Íslendingar erum svo samdauna ástandinu að við áttum okkur ekki á að jafnvel hægfara hnignun á sín endamörk.
Lýsingarnar á ástandinu á lyflæknadeild eiga sér ekki sambærileg dæmi nema á svæðum þar sem eru átök, hamfarir eða annað sem fækkar fólki og skemmir búnað.
Ekki þegar allt er hrunið, heldur í ferlinu áður.
Undirmönnun eins og henni er lýst, gengur aðeins í ákveðinn tíma.
Eða þar til fólk er ekki lengur úrvinda, heldur útbrunnið.
Þá gerist eitthvað, og það ekki gott.
Til dæmis þagna áköllin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.9.2013 kl. 08:35
Sæll Ómar.
Þú veist það að það er ekkert að marka fjálögin. Þau hafa aldrei staðist. Það er því allt eins víst að það verði skorið niður.......
******************
http://hvetjandi.net
******************
Guðni Karl Harðarson, 21.9.2013 kl. 22:05
Blessaður Guðni.
Að skera niður samfélagið, er eitt af boðorðunum 10 í Fridmanisma.
Og það verður ekki kerfið sem verður skorið niður, láttu þig ekki dreyma um það.
Stefna heimskunnar, stefna Sjálfstæðisflokksins liggur fyrir, og hún er stefna þessarar ríkisstjórnar.
Og hún hafa sömu afleiðingar hér og í Evrópu þar sem hún er þrautreynd.
Kreppuhugsun dýpkar kreppu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.9.2013 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.