Draugar fortíðar ganga aftur.

 

Í Gálgahrauni.

Þó ekki þeir sem hlutu þar sviplegan dauðdaga.

Heldur  þeir sem telja það framfarir að eyða og skemma land sitt og náttúru.

Eins og ennþá sé nítjánda öldin, eins og þjóðin búi ennþá í moldarkofum.

 

Eyðing Gálgahrauns er tímaskekkja.

Forneskja.

 

Villimennska.

Kveðja að austan.


mbl.is „Gálgahraun er ungbarnið okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þér Ómar, sem jafnan fyrr. 

Og vel við hæfi að þú endurvekir frábært blogg þitt

fyrst um málfrelsi

og í beinu framhaldi um ónáttúru þeirra sem ráðast gegn landi sínu og náttúru.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 22:04

2 identicon

Þetta er ekki Gálgahraunið sjálft. Það er friðað og er nær ströndinni. Vegurinn á að fara um Garðahraunið og þaðan verður flott útsýni yfir Gálgahraundrangana. Gamli vegurinn er hættulegur, mörg slys hafa orðið þar, sérstaklega í hálku. Þar er blindhæð og beygja inn á Garðaholt á miðri blindhæðinni. Oft hafa orðið aftanákeyrslur þar. Alla vega, þá verður að breyta gamla veginum og gera hann öruggari. Þetta vita þeir sem búa á Álftanesi og keyra veginn á veturna. Ég bý á Álftanesi og mér blöskrar þessi umræða um hraunið. Sannleikurinn er ekki sagður þarna, heldur eru öfgarnar í fyrirrúmi. Hvers vegna mátti þá leggja nýju Reykjanesbrautina? Eða eyðileggja allt hraunið á Völlunum í Hafnarfirði? Þar er mikið af stórfallegu hrauni sem fór undir vegi, blokkir og hringtorg.

Margret S. (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 22:09

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Þessi meinta endurvakning er frekar í ætt við uppvakning eða afturgöngu, tilfallandi út af ákveðnum aðstæðum.

"Sumarið er tíminn" söng Bubbi og ríkisstjórn vor virðist syngja að "haustið sé tíminn", en hvaða tími??, svika?, brostinna loforða??

Kemur í ljós en mér þótti rétt að athuga hvort þetta blogg væri til taks þegar tími haustsins er kominn.

Lognmollan varir ekki að eilífu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.9.2013 kl. 08:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þitt ágæta innlegg Margret.

Ég held að spurningar þínar nái vel til að skýra hina hörðu andstöðu núna, fólk gáir ekki að sér á meðan náttúran er allt um kring og þó eitthvað hverfi undir vegi og byggð, þá breytir það ekki svo miklu.  

Ekki fyrr en það er eiginlega ekkert eftir, og það sem er eftir, er orðið "einstakt".

Þá er það varið með kjafti og klóm.

Það útskýrir hörkuna.

Eftir á hyggja, um allan heim, eru grænu svæðin, jafnt innan borga sem og í þjóðgörðum, þannig til komin, að einhver hefur sagt; "við skulum vernda þessi svæði".  Og barist fyrir því.

Enginn sér eftir því í dag.

Þannig mun það verða í Garðabænum ef ofsi eyðileggingarinnar verður haminn.

Eitthvað þarf að gera, ég er sammála þér í því, en þetta "eitthvað" þarf að gerast í sátt, við bæði menn og náttúru.

Og þá sátt er hægt að finna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.9.2013 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 53
  • Sl. sólarhring: 615
  • Sl. viku: 5637
  • Frá upphafi: 1399576

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 4808
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband