Er þarna komin skýringin á tilurð hinna ótala framboða??

 

Að það séu févonir í örframboði??

Allavega var ljóst að ekki var vilji til að bregðast við neyð heimilanna, eða mynda skjaldborg gegn vogunarsjóðunum.

Að breyta samfélaginu til betri vegar.

 

Hefur einhver tekið eftir því að það  hafa engar kerfisbreytingar orðið á því samfélagi sem hrundi haustið 2008? 

Sama aðferðafræðin, sami hugsunarhátturinn, sami EES samningurinn.

Sama alræði fjármagns yfir efnahagslífinu.

Sömu fjölmiðlarnir, sömu álitgjafarnir, sömu fíflin sem sannarlega höfðu alltaf rangt fyrir sér, og standa dyggan vörð um óbreytt ástand hrunþjóðfélagsins.

 

Og hin ótal framboð er ein birtingarmynd þjóðfélag sem ekkert hefur lært.

Sem flýtur sofandi að sama feigðarósnum.

Von þjóðarinnar er komin undir einum hefðbundnum flokk og þeim breytingum sem einn stjórnmálamaður gerði á honum.  

 

Fólkið sem var á móti, réði ekki við neitt annað en að vera á móti.  

Var síðan auðspilað fórnarlamb eiganda verðtryggingarinnar sem gerði út á hégóma þess, sundurlyndisónáttúru og því miður, fégirni. 

Það er gott að fá fé frá ríkinu fyrir að vera á móti.  Og tryggja um leið að ekkert afl myndist gegn valdinu sem selt hefur þjóðina í ánauð vaxta og verðbóta.  Og lýtur stjórn erlendra peningamanna sem ætla að sjúga öll verðmæti úr efnahagslífinu en að góðmennsku sinni, eftir mjög harðar samningarviðræður við ríkisstjórn hinna hefðbundnu flokka, afskrifa kröfur sem eru umfram það sem til er.

Eitthvað hlýtur að skýra ógæfuna, eitthvað hlýtur að skýra lánleysi andstöðunnar.

 

Vonin er bundin við einn hefðbundinn flokk.  

Flokk þar sem Valgerður Sverrisdóttir, Jón Sigurðsson og Halldór Ásgrímsson eru máttarstólpar öldunganna.  Fólk sem hikar ekki við að grafa undan hinum nýja formanni um leið og hann vogar sér gegn fjármagninu eða leggur til eitthvað raunhæft fyrir heimili landsins.

 

Mistakist honum þá þarf þjóðin aftur að reiða sig á andstöðu sem verður strax undirlögð fólkinu sem er á móti og gamla andófinu sem tengdist róttækni sósíalista.  Það er fólkinu sem sveik.

Annað er ekki í boði því hinn almenni góðlyndi skynsami maður heldur sig til hlés, mótmælir kannski, tuðar aðeins, ein stígur ekki fram.

Er svo alltaf síhissa á niðurstöðunni.

 

Við upplifum ögurstund þjóðarinnar.

Næstu mánuðir skera úr um tilveru hennar.

Nær hún saman um réttlæti og framtíð, eða munu banaspjótin verða dregin fram?

Og mun asninn, klyfjaður gullpeningum hafa úrslitaáhrif?

 

Bræður hafa barist síðustu fjögur ár, spurning hvort komið er að næstu línu í þessu erindi  Hávamála.

Margt bendir til þess en ákvörðunin er Sjálfstæðismanna.  

Hvort þeir meti þjóðina meir en fjármagnið, hvort þeir vilji að börnin sín búi í landi feðra sinna eða hvort þeir haldi áfram að þjóna og geri sig ánægða með gullsendingarnar úr landi.

 

Það er efinn, það er spurning dagsins.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Fjárframlög fylgja fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það kaldhæðnislega er að flest þessi örframboð segjast bjóða fram til að sameina umbótaöflin. Sem sagt sameiningin felst í að sundra þeim meira. Verður reyndar forvitnilegt að sjá hvort aftursætisbílstjórarnir sem þú nefnir séu enn með stýrið í höndunum hjá Framsókn.

Theódór Norðkvist, 30.4.2013 kl. 10:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Theódór.

Þegar þetta hætti að vera einleikið, þá kom fréttin um 2,5% lágmarkið ef boðið væri fram í öllum kjördæmum.

Og spurningin vaknaði hvort menn sæju þetta sem góðan bissness.

En það eru mörg ljón í vegi Sigmundar, ef honum verður á að nýta hluta af skattfé landsins til að greiða hina ólöglegu vítisvél, á kostnað heilbrigðiskerfis og lífsnauðsynlegra samganga, þá er ljóst að hann hefur ekki styrk í nauðsynlegar aðgerðir.  

Og lýðskrumið, að spila með fólk tekur við.

Það endar ekki vel, hvorki fyrir hann eða fjórflokkinn.

En það er ekki víst að hrunöldungarnir fatti það.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 30.4.2013 kl. 13:18

3 identicon

Maður veltir því aðeins fyrir sér hvort væri betra fyrir almannahag; ríkisstjórn xB til hægri eða vinstri? Maður leyfir sér að efast um að xD hafi lært af reynslunni en hins vegar var svo margt illa gert hjá vinstri stjórninni nú síðast að maður hætti að treysta þeim líka. Þannig að, hvort er betra; hægri stjórn xB þar sem möguleg geigvænleg spilling xD mun "slá aftur í gegn", eða vinstri stjórn xB þar sem mögulegur áróður frá ESB stórveldinu geti leitt til meiri óstöðugleika en hefur verið sl. 4 ár?

Flowell (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 18:41

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Alveg ömurlegt hvað margir eru haldnir Stokkhólmsheilkennum en svona fóru kosningarnar og það heitir lýðræði það sem niðurstaðan gaf okkur

Sigurður Haraldsson, 30.4.2013 kl. 18:41

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég held að andófið þurfi fyrst að líta í sinn eigin barm, áður en það gagnrýnir niðurstöðu kosninganna.

Við ættum að spyrja hvað hefði gerst ef Sigmundur Davíð hefði þó ekki lesið sér til um hvað hægfræðin leggur til við þær aðstæður sem hér eru.

Þá væri engin von, auðkeypt sundurlyndi breytir engu, það aðeins styrkir ríkjandi ástand, gætir hagsmuni fjármagns og valds.

Það er rót vandans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.4.2013 kl. 19:40

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Flowell.

Ég held að allt snúist um ofurskuldsetningu þjóðarinnar og þá fáránlegu vaxtaupphæð sem sogin er út úr hagkerfinu árlega.

Sigmundur áttar sig á því, aðrir flokkar á þingi ekki.

Hverjar eru þá líkurnar á því að eitthvað verði gert sem skiptir máli, eða hvað þá að það nái að sameina þjóðina um gera það sem þarf að gera.

Að höggva burt hið skítuga fjármagn og láta efnahagslífið kristallast um verðmætasköpun en ekki viðskipti sýndarverðmæta.

Og ná síðan sátt í stærstu ágreiningsmálunum??

Líklegt??

Varla.

En þá skiptir engu máli hvað stjórn verði mynduð, raunveruleikinn mun strax taka ráðin af henni.

Upplausn, vargöld, vígöld.

Óumflýjanlegt.

Nema Sigmundur Davíð fái sitt tækifæri, og nýti það.

Vonandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.4.2013 kl. 19:47

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vogunarsjóðir veðja á gengi , Ísland er með verðtryggt nominal gengi varla hægt að tapa.  Ef Ísland hefði haft aðgana að ódýrar endurfjármögnunarfé .t.d hjá einkmálabönkum [private banking er ekki private equity] EU sem verða að hafa örugg bakveð og mega ekki leggja á áhættu vexti uppfyrir 1,99% þá hefðu vogunarsjóðir og ríkir áhættu fjárfestar [eistaklingar] aldrei komið til greina.  það ekki verið þörf að fara til Asíu og lititlu-Asíu til að betla, hér hefðu aldrei komið nein gengistryggð bréf.  Í USA kaup aðila bíla fyrir dollarbréf, í þýsklandi fyrir evru bréf: almenningur.

Júlíus Björnsson, 1.5.2013 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 1238
  • Frá upphafi: 1412792

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1088
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband