29.4.2013 | 08:21
Andstæðurnar.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, geta ekki myndað ríkisstjórn án þess að annar flokkurinn gefi eftir grundvallarstefnu sína í efnahagsmálum.
Framsóknarflokkurinn ætlar að örva hagkerfið í gang í anda Keynismans.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að örva hagkerfið með gríðarlegum niðurskurði ríkisútgjalda, skattalækkunum og nýta síðan hluta af skatttekjum ríkisins í að viðhalda verðtryggingunni.
Eini samræmanlegi flöturinn er að lækkun veltuskatta gætu örvað hagkerfið.
Annars er þetta ósamræmanlegt, líkt og deila hvort knýja ætti mótir með vatni eða olíu, þar sem málamiðlunin er ekki að blanda vatni út í olíuna.
Eins er ljóst að mikil undiralda er í þjóðfélaginu og ný svikastjórn verður ekki liðin.
Framsóknarflokkurinn er búinn að vera ef hann svíkur.
Eins hefur það aldrei gerst að forysta Sjálfstæðisflokksins fari gegn hagsmunum fjármagns, og fjármagnið vill sína verðtryggingu. Þó það gangi að atvinnulífinu og heimilum landsins dauðum.
Sjálfstæðisflokkurinn á því ekki auðvelt með að lúffa þó ljóst sé að stefna Framsóknarflokksins á mikinn hljómgrunn innan flokksins.
Því fjármagnið rekur engin fyrirtæki, skapar engin störf. Það er afæta sem sýgur til sín, en hefur völd í krafti þess að matadorpeningar þess hafa verðgildi í raunhagkerfinu.
Ef atvinnulífið,það er hinn almenni atvinnurekandi, rís upp gegn vogunarsjóðunum og leppum þeirra sem halda efnahagslífinu í heljargreipum skuldanna, þá mun stefna Framsóknarflokksins verða ofaná, og ný ríkisstjórn verða mynduð um endurreisn landsins.
Slík ríkisstjórn hefur öll tök að þagga niður í vogunarsjóðunum og vinnumönnum þeirra.
Það þarf aðeins að boða opinbera rannsókn í ICEsave málinu og þeim lögbrotum sem þar áttu sér stað.
Þá þegir Illugi, þá þegir Guðmundur Andri, þá þegir DV, þá þegir Fréttablaðið, og þá þegir Ruv.
Og Árni Páll fær kærkomið tækifæri til að gera upp við Jóhönnu og hennar fólk sem eyðilagði kosningabaráttu Samfylkingarinnar.
Þetta er hægt, en aðeins ef skynsemin sigrar.
Kveðja að austan.
Bíða eftir umboði forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1227
- Frá upphafi: 1412781
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1086
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Báðar leiðir flokkanna verða farnar. Formaður Sjálfstæðisflokks hefur lýst því yfir að Íslendingar verði ekki gestir í sínu landi, þannig að góður samhljómur er þeirra á milli þ.e. að taka á Vogunarsjóðunum.
Ein besta leið til að lækka 90 milljarða árlegar vaxtagreiðslur Ríkissjóðs er að skila lánum sem landið fékk á ofurvöxtum frá AGS og Norðurlöndum. Það verður gert við fyrsta tækifæri eftir að búið er að ganga frá niðurstöðu við "snjóhengjuna" þannig að tryggt verði að áhrif hennar hafi litlar sem engar afleiðingar á gengi Krónunnar þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt.( mín spá er að það verði gert innan 6 mánaða)
Taka þarf fyrirframskatt af Lífeyrissjóðsgreiðslum sem streyma inn á hverjum mánuði eða greiðslum sem eru um 12 milljarðar á ári og nýta til að velferðarmála. Það hefur sýnt sig að lífeyrissjóðirnir eru ekki traustsins verðir að "braska" með framtíðarskatttekjur okkar.
ps. Síðasta hugleiðing þin er mjög svo áhugaverð þ.e. um rannsókn á ICESAVE. Að mínu mati er hún nauðsynleg.
Eggert Guðmundsson, 29.4.2013 kl. 11:14
Gersamlega sammála síðasta ræðumanni !!!!!!!!!!!!!
Auðvitað geta Sjálfstæðismenn og Framsókn náð mjög ásættanlegri lendingu
Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 17:51
Það má vera félagar, en þá er það spurningin af hverju Sjálfstæðisflokkurinn setti fram stefnu sem tryggði honum næstverstu útkomu sögu sinnar, ef hann hefur svo engin prinsipp fyrir henni.
Ég held að þið áttið ykkur ekki á ægivaldi fjármagnsins yfir flokknum.
En sjáum til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2013 kl. 19:28
Versta hugsanlega ríkisstjórn sem ég get hugsað mér er xD, xS og xA. Að ímynda sér hvað BB geti hækkað mikið í áliti hjá ótal Íslendingum ef hann næði saman við xB, jafnvel þó hann þyrfti að gefa eftir ansi mikið. Nú eru neyðartímar, mér sýnist SDG skilja það til fulls þó maður viti auðvitað aldrei með íslenska stjórnmálamenn. Ef BB áttar sig á að framtíð landsins er undir og að hana sé einungis hægt að fá með að fara gegn ægivaldi fjármagnsins, þá mun fylgi xD fara upp til lengri tíma. Ég hugsa að hér verði bylting innan árs ef ríkisstjórn xD, xS og xA verði ofan á.
Flowell (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 22:56
Nú er stórt spurt Flowell.
"Ef BB áttar sig á að framtíð landsins er undir og að hana sé einungis hægt að fá með að fara gegn ægivaldi fjármagnsins"????
Og lognið varir á meðan svarið við þessari spurningu er ekki ljóst.
En ekki lengi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.4.2013 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.