Framsókn tapaði þessum kosningum.

 

Reynum ekki að telja okkur trú um annað.

Heil kynslóð var þurrkuð út, yfir 40% heimila landsins á í fjárhagslegum erfiðleikum.

 

Framsókn fékk rétt rúmlega 20% prósent fylgi, hin algjöra heimska, Björt framtíð og Píratar fengu samanlagt hátt í 15% fylgi.

Þessi heimska er ekki bara útskýrð með ungum kjósendum.

Ef bætt er við fylgi Lýðræðisvaktarinnar,  þess framboðs sem komst lengst með að bjóða fram óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins  þá er heimskan og tómhyggjan langt komin með sama fylgi og Framsóknarflokkurinn.

Heimskan fékk svipað fylgin og neyðin.

 

Framsóknarflokkurinn hefur ekki afl til að breyta neinu.

Vogunarsjóðirnir sigruðu þessar kosningar.

Eymdin og örbirgðin er niðurstaða kosninganna.

Villimennirnir sem eyða samfélögum fólks í þágu fjármagns hafa sigrað.

 

Og látum ekki segja okkur neitt annað.

Kveðja að austan.


mbl.is „Framsókn sigurvegari kosninganna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Því miður Ómar er fátt annað í kortunum en verðtryggt hrun með tilræði til ESB viðtengingar. Feitir peningar á verði og innrætt viska ríkisreknu fávikufabrikknanna rugla fólk í ríminu en þjóðin lætur samt sjaldnast plata sig þegar valið stendur á milli já og nei.

Magnús Sigurðsson, 28.4.2013 kl. 05:35

2 identicon

Þjóðin tapaði og hrægammarnir fara heim með fullan maga, lengi lifi almenningsálitið, lengi lifi heimskan, lengi lifi lýðræðið.

Kveðja að vestan

Örn (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 09:35

3 identicon

Vona bara að við fáum sterka stjórn

og trúi því þangað til annað kemur í ljós

að komin sé ný kynslóð stjórnmálamanna

þar sem sættir í stað víga eru efst í huga forystumanna

þá mun íslendingum farnast vel

Grímur (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 12:04

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigmundur D. er óskrifað blað á marga lund. Hann er forystumaður í rótgrónu og fremur íhaldssömu stjónmálaafli með sterka þjóðernistengingu. Þjóðernisvitund er vandmeðfarin af þeim sem hana hafa og ævinlega ávísun á heimskulegar ályktanir með offors og heift í viðbrögðum.

Þennan brag má Sigmundur ekki leitast við að þvo af flokknum.

En hvernig honum tekst að sannfæra þjóðina um að hann sé ekki handbendi eða erindismaður sömu einkavinaspilltu aflanna sem hreinsuðu siðferðið af stefnu Framsóknarflokksins og settu hann í ruslflokk á eftir að koma í ljós.

Kosningafylgið núna ber ekki að taka sem siðferðislegt aflátsbréf.

Það er að mestu byggt á loforði um sértæka lausn á viðkvæmum framtíðarplönum fjölskyldna; lausn sem allir fagna en fæstir skilja hvernig megi framkvæma. 

Sigmundur virkar á mig sem afar greindur og vel yfirvegaður forystumaður. Hann er óræður á marga lund en þótt slægð sé alþekkt hjá þeirri manngerð sem ég skynja hjá honum gæti hún reynst kostur við að vinna góðum málum fylgi.

Ég ætla að vera bjartsýnn og óska Sigmundi Davíð farsældar í störfum. Ekki mun þessari þjóð af veita eftir skelfilegt kjörtímabil sundrungar og klúðurs.

Árni Gunnarsson, 28.4.2013 kl. 16:37

5 identicon

Ómar ef þú telja Lýðræðisvaktina með án þingsæta þá verðurðu að telja Dögun, Flokk Heimilanna og Hægri Græna sem flokka hliðholla Framsókn gegn kröfuhöfum og verðtryggingunni. Þeir voru á nákvæmlega sömu línu og fengu tæplega 8% fylgi.

Framsókn + systurflokkar = 32,5% sem er meira en tvöfalt hærra en gufuhausarnir í Bjartri Framtíð og Píratar.

Kalli (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 22:53

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Kalli, ég taldi saman bjánafylgið versus hinn meinta kosningasigur Framsóknarflokksins.

Í ljósi þess að framtíð þjóðarinnar veltur á endurskipulagningu skulda þá er ljóst að Framsókn er einn á móti lýðskruminu og heimskunni.

Á móti hagsmunum þeirra sem eiga, og ætla sér að hirða allt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2013 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband