Aðeins sjúkt samfélag líður hópnauðganir.

 

Þær eru blettur á siðmenningunni, arfur dýrslegra hvata þegar sá sterki mátti allt.

Drepa, nauðga, ræna, arðræna, kúga, þrælka.

Tilvera okkar sem tegundar er komin undir því að siðmenningin geri þessar hvatir útlægar úr mannlegu samfélagi.

 

Tveir dómar, 22 hópnauðganir.

Það er eitthvað mikið að.

Og verður eitthvað mikið að á meðan hluti samfélagsins álítur þolandann á vissan hátt geranda sökum þess að hann gaf hið svokallað "færi á sér".

Þessi huglæga réttlæting nauðgunar gegnsýrir kerfið og útskýrir þann óhugnað sem þessi frétt er um.  Það er ekki svo langt á milli Indlands og Íslands ef útí það er farið.

Sjúkleikinn er ekki bara í Fjarskaistan.

 

Sem kemur reyndar ekki á óvart.

Skuldaánauð er líka viðurkennt norm í báðum löndunum.

Nema Indverjar eru hættir að kjósa um hana, opinberlega viðurkenna þeir að öll ánauð er andstæð siðum venjum siðaðs fólks.

Á Íslandi kjósum við réttmæti slíkrar ánauðar.   Og margri nánösinni finnst hún sjálfsögð.

 

Hópnauðganir, skuldaánauð, þessar þekktustu birtingarmyndir sjúkra samfélaga, grassera  á Íslandi í dag.

Skyldi sama fólkið upphefja hvorutveggja??, eða er um útbreiddan sjúkleika að ræða?

Að stór hluti íslensku þjóðarinnar telji rangindi í góðu lagi á meðan það hefur beinan ávinning af honum, eða það sjálft ber ekki skaða af.

 

Eða erum við bara svona köld gagnvart náunganum, ypptum bara öxlum og látum hann um þjáningar sínar.

Eitthvað er það.

 

Það er allavega ekki alltí lagi á Íslandi í dag.

Kveðja að austan.


mbl.is 22 hópnauðganir á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo var það hópnauðgunin sem var kærð 2009, en sem átti sér aldrei stað: Fjórir menn voru settir í gæzluvarðhald, en voru sýknaðir því að þeir höfðu tekið samskipti konunnar (sem var eiturlyfjafíkill) upp á myndavélasíma. Þar kom í ljós að hún hefði boðið þeim kynlíf fyrir fíkniefni en þeir neituðu. Þá varð konan reið og kærði þá fyrir hópnauðgun. Ef einn mannanna hefði ekki haft þetta sönnunanargagn, hefðu allir fjórir verið dæmdir saklausir í amk. 4ra ára fangelsi eingöngu út af framburði konunnar. Og ef það hefði gerzt, þá hefði hún sjálfkrafa fengið allt að 600 þús. kr. frá Fjársýslu ríkisins. Samt var konan sýknuð sem laug upp á þá, þrátt fyrir að hún viðurkenndi að hafa logið. Skv. hegningarlögum er hægt að dæma í 2ja ára fangelsi fyrir að rægja saklaust fólk. En hún var sýknuð á þeirri forsendu að hún var útúrdópuð! Já, það er eitthvað mikið að í réttarkerfinu.

Auðvitað á að refsa fyrir nauðganir jafnt og allt annað ofbeldi, en það á ekki að dæma saklausa menn á framburði einum saman. Ef 22 hópnauðganir hafa verið kærðar og tveir dómar falli, gæti það þá ekki verið að tuttugu kærur hafa verið falskar í þeim tilgangi að krækja sér í 600 þús.? Kæra ein og saman er ekki sama og sekt, þótt Stígamót álíti að svo sé, og að sýknaður maður sé samt sekur. Kæra ein og saman á ekki að leiða til ákæru eða dóms, ef kæran heldur ekki vatni. Þess vegna eru svona mál rannsökuð ýtarlega.

Og please, ekki bera Ísland saman við Indland eða S-Afríku eða Pakistan, þar sem nauðganir eru viðtekin venja, sem nær aldrei leiðir til ákæru. Þar ríkir allt annað ástand.

Pétur D. (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 11:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Eigilega segir þessi athugasemd þín allt um vandann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2013 kl. 11:40

3 identicon

Góð grein Ómar og er þér sammála í því að svona hegðun á aldrei að líða í samfélagi siðaðra manna. En þetta er liðið með því að efast alltaf um hvort fórnarlambið sé að ljúga. Velta fyrir sér hvort fórnarlambið var drukkið eða jafnvel hvernig það var klætt. Reyna að taka sökina af gerandanum...

Samkvæmt rannsóknum er talið að falskar ásakanir í kynferðisbrotamálum sé svipað og í öðrum málum.

---

Þessi athugasemd þín Pétur er gott dæmi um þennan sjúkleika samfélagsins sem Ómar kemur hér inná. Eigðu skömm fyrir Pétur. Athugasemd þín er ógeðfelld.

Einar (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 12:21

4 identicon

Einar, svo að það er allt í lagi að ljúga nauðgun upp á saklausa menn eins og þetta atvik frá 2009 sem ég benti á? Enda þótt það grafi undan málum þeirra kvenna sem er nauðgað í raun og veru? Hjálpar það raunverulegum fórnarlömbum nauðgunar að sumar konur ljúga vísvitandi? Nei, það gerir það ekki. Það ert þú sem ættir að skammast þín, það er fólk eins og þú sem kemur í veg fyrir að fórnarlömbum nauðgunar sé trúað.

Pétur D. (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 17:30

5 identicon

Sýnist þú vera að miskilja athugasemd mína viljandi.

Hvergi segi ég að það sé í lagi að konan hafi logið uppá manninn. Að ljúga því að annar hafi brotið á þér er graf alvarlegt mál og ekki minni glæpur.

Ég er að segja það að þótt að þessi kona geri það að þá þýðir það ekki að af þessum 22 nauðgunum hafi séu 20 þeirra upplognar sakir til þess að hafa peninga af mönnunum, eins og þú gefur í skyn í fyrri athugasemd.

Upplognar sakir í kynferðisbrotamálum er ekki talið vera meira en í öðru málaflokkum. Við eigum ekki að efast um sannsögli fórnarlamba þegar þau tilkynna kynferðisbrot vegna þess að það eru til dæmi um það að logið hafi verið upp nauðgun. Þú hlýtur að skilja þetta Pétur.

Ef þú telur að þessi skoðun mín komi í veg fyrir að fórnarlömbum nauðgana sé trúað að þá held ég að þú ættir að skoða málin aðeins betur. Fara aðeins yfir þetta og skoðar kannski í leiðinni tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu á síðustu árum og síðan hve mörg mál enda með sakfellingu fyrir dómi. Þær tölur eru sláandi.

Einar (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 17:39

6 identicon

OK, ég biðst afsökunar. Þessar 20 var innsláttarvilla. Samt álít ég, að falskar nauðgunarákærur, og þær hafa verið nokkrar (yfirleitt í konum í eiturlyfjafíkn), eyðileggi málstað þeirra kvenna sem verða fyrir nauðgunum. Og með nauðgun á ég við fullar samfarir án undangengins samþykkis.

Pétur D. (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 18:09

7 identicon

Við getum nú ekki rifið mikið kjaft yfir sjúkum samfélögum, miðað við ástandið á Hverfisgötunni hjá honum Stefáni lögreglustjóra og nauðgurunum sem hann hefur í vinnu, t.d. nauðgarann úr Guðmundar og Geirfinns málinu, og svo barnaníðinginn, svo einhverjir séu nefndir. Svo má ekki gleyma ástandinu á Selfossi, etc. Sjálfsagt þrífst vibbinn á Indlandi að hluta til vegna þess að ekkert eftirlit er með þessu liði, eins og hér, og því eru ákveðnar starfstéttir athvarf fyrir ógeð og siðleysingja með ýmsa kvilla, sem vernda félaga sína.

símon (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 18:50

8 identicon

Ekkert mál Pétur, tek undir með þér að falskar kærur skemma gífurlega fyrir raunverulegum fórnarlömbum.

-

Ég var full hvass við þig í fyrstu athugasemd minni. Það var óþarfi og bið ég þig forláts á því.

Einar (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 11:49

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Gott að hér séu allir sáttir, enda málið þess eðlis að um það er ekki deilt.

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2013 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband