18.4.2013 | 15:24
Enn og aftur hótar Evrópusambandið ofbeldi.
Í samskiptum sínum við íslensku þjóðina.
Á sama tíma eru nokkrir íslenskir stjórnmálamenn á fullu að ljúga þjóðina inní Evrópusambandið.
Þó sambandið sé með ólöglegum hætti að reyna að ná yfirráðum yfir íslenskri fiskveiðilögsögu.
Samt banna íslensk lög slík vinnubrögð, banna íslenskum ríkisborgurum að að aðstoða erlent vald við að skerða fullveldi lands og þjóðar.
Spurningin er því hvort lög gildi ekki í landinu.
Hvort stjórnmálamenn séu hafnir yfir lög, líkt og ofurríkir fjármálamenn, bankar og lánastofnanir.
Ef svo er, að það gildi tvenns konar lög í landinu, þau almennu fyrir almenna borgara, og hin sértæku fyrir útvalda, hvar er það skráð.
Á hvaða lagaheimildum hvíla hin sérstöku lög??
Vonandi kemur sá tími að þjóðin krefur ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra svara um afskiptaleysi þeirra.
Þjóð sem ver ekki sjálfstæði sitt og sjálfsákvörðunarrétt, er ekki lengi sjálfstæð þjóð.
Hennar býður innlimun í stærri ríki.
Sem er eins öruggt og að VinstriGrænir þurrkast út af þingi.
Kveðja að austan.
Viðskiptaþvinganir enn á borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 59
- Sl. sólarhring: 617
- Sl. viku: 5643
- Frá upphafi: 1399582
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 4814
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja, satt segirdu Omar.
En heldurdu ad vid verdum svo heppinn ad sja VG thurkkast ut...????
Vaeri oskandi.
M.b.kv.
Sigurdur K Hjaltested (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 15:58
Ja, formaður flokksins telur það raunhæfan möguleika, og ég reyndar líka ef Regnboginn nær athygli vinstra fólks.
Það eina sem gæti haldið flokknum inni er hræðsluáróður, að betra sé að hafa einn slæman vinstri flokk, en engan.
En ég persónulega held að það hafi verið algjör mistök hjá flokknum að skipta Steingrími út.
Þrátt fyrir allt er karlinn algjör baráttujaxl sem þrífst vel í mótbyr.
Katrín er bara, ég veit ekki hvað ég á að segja svo ég virki ekki móðgandi, en hún virkar svona á mig að hjóla í hana er svipað og að fara niður í bæ og stela sælgæti að litlu barni.
Hún hefur einfaldlega ekkert sem þarf til að vera leiðtogi stjórnmálaflokks á ólgutímum.
En svo ég svari einu sinni spurningu, þá Nei, ég held það ekki, ekki frekar en að þjóðin láti ríkiskallana sæta ábyrgð, en það má alltaf fabúlera.
Í sannleika sagt þá hef ég ekki nokkra tilfinningu fyrir kosningunum, en held samt að Framsókn nái ekki þeirri afgerandi stöðu og spáð er, annað er allt óljóst, hreyfingin á fylginu er svo mikil.
En óskandi væri það að ICEsave flokkunum hefndist fyrir landráð sín og svik.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.4.2013 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.