18.4.2013 | 08:19
Líflínur til heimilanna.
Er heiti á grein eftir Halldór Gunnar Halldórsson sem hann skrifaði í Morgunblaðið 30. okt 2008.
Að mörgu góðu sem þá var skrifað í blöð er þessi grein í miklu uppáhaldi hjá mér.
Þar mælir Halldór orð sem allt kristið heiðarlegt siðað fólk ætti að geta tekið undir.
Að hjálpa fólki að leysa vandann sem fasteignalánin skapa er ekki nóg. Skjaldborg heimilanna þarf að ná allan hringinn ef fullnægjandi árangur á að nást. Það myndi bjarga mörgum fjölskyldum frá þeim ömurlegu örlögum að vera kastað út úr sínu eigin húsi ef heimilið yrði griðastaður fyrir ágangi siðblindra innheimtulögfræðinga.
Það á ekki að heimila fjárnám í heimilum fólks. Heimilið á að vera heilagt og öruggt skjól fyrir börn og fullorðna, þó þeir síðarnefndu misstígi sig stöku sinnum.
Það hjálpar engum að rústa heimilum. Fyrir utan harmleikinn fylgir því mikill kostnaður sem allir þurfa að greiða með sköttum.
..........
Það verður að halda heimilunum á floti. Þau eru grunnurinn að þjóðfélaginu.
Siðmenningin varð undir á síðasta kjörtímabili og ábyrgðina bera VinstriGrænir, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Flokkarnir sem báru ábyrgð á að óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Siðmenningin er undir í næstu kosningum, villimennirnir sækja að henni með einbeittum vilja að þjóna fjármagninu en ekki almenningi.
Allt er undir hjá vogunarsjóðunum, eigendum verðtryggingarinnar að þjónar þeirra nái völdum.
Að maður verði kosinn forsætisráðherra sem skilur ekki mennskuna í tilvitnuðum orðum Halldórs hér að ofan.
Og nokkur tár ætla að ljá þeim þann herslumun sem á vantaði.
Má búast við að næst kali heitur hver???
Kveðja að austan.
Þriðjungur vill Sigmund Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 469
- Sl. sólarhring: 716
- Sl. viku: 6200
- Frá upphafi: 1399368
Annað
- Innlit í dag: 397
- Innlit sl. viku: 5252
- Gestir í dag: 365
- IP-tölur í dag: 360
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.