Hver segir að nokkur tár virki ekki??

 

Að það hafi ekki áhrif að sýna mannlegu hliðina.

 

Samt er einn galli við klútapólitík, fylgi hennar er reikult.

Og ekki gott að toppa of snemma.

 

VinstriGrænir hafa til dæmis ekki afhjúpað sitt leynivopn.

Heyrst hefur að Steingrímur sé þessa dagana á stífum grátæfingum og sé alveg að ná rétta grátnum.

Að hann hafi bjargað þjóðinni frá frjálshyggjunni og skítverkin sem hann vann fyrir AGS, hafi verið nauðung ein.  Nauðung sem hann tók að sér í þeirri fullvissu að aðrir hefðu gengið frá þjóðinni, eyðilagt velferðarkerfið og virkjað hverja sprænu.

Að hann hafi verið eins og norsku andspyrnumennirnir sem þóttust vinna með nasistum en unnu allan tímann fyrir andspyrnuna.

Og honum sé launað með útþurrkun flokks hans og núna bíði þjóðarinnar ný eyðimerkurganga frjálshyggjunnar.

 

Grátandi Steingrímur, til dæmis í Íslandi eftir fréttir, fljótlega eftir helgi, myndi rífa samúðarfylgið frá Sjálfstæðisflokknum yfir til VinstriGrænna.

Viðbrögð Samfylkingarinnar gætu þá verið að senda Ingibjörgu á vettvang, í faðmlagi með Árna Pál, bæði grátandi yfir hvernig frjálshyggjan yfirtók Samfylkinguna, að Jóhanna hafi algjörlega brugðist þjóð og flokk.  

Og Evrópudraumurinn fyrir bí.

 

Sigmundur gæti svo grátið á föstudagskvöldið, í formannaútsendingunni.  

Yfir rógsherferð vogunarsjóðanna sem hafi óttast um ránsfeng sinn.

Og Katrín gréti yfir því hvað allir væru vondir við Steingrím.  Og sig  og flokkinn og vogunarsjóðina og náttúruna og alla.

Og allir færu að gráta.

 

Hvert leitar samúðarfylgið þá???

En að þjóðin kjósi yfir sig beint gjaldþrot lýðsskrumsstefnu Sjálfstæðisflokksins, vegna nokkurra tára, segir aðeins eitt, henni er ekki viðbjargandi.

Hún á ekki líf sem þarf að vernda.

 

Svarið við Steingrími og Jóhönnu er ekki Sjálfstæðisflokkurinn.

Svarið er ekki flokkur sem hefur ekkert lært.

 

Hvert sem svarið er, þá er það ekki feigðin sjálf.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér eins og alltaf....

Jóhanna (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 21:21

2 identicon

Er það ekki frekar að fleiri eru að kynna sér stefnuskrárnar

þó sumir telji það  best að kjósa flokka sem enga stefnuskrá hafa.

Grímur (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 21:25

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég held að það sé kominn tími til að heilsuhraustir og opinhuga íslendingar fari í grátkór saman, til þess að "reyna" að fá  athygli þeirra sem koma til með að stjórna landinu á næsta kjörtímabili.

Ef það er grátur sam til þarf, þá skora ég á alla íslendinga að koma saman og gráta yfir ástandinu.

Eggert Guðmundsson, 17.4.2013 kl. 21:37

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hvað með hópfaðmlag?

Guðni Karl Harðarson, 18.4.2013 kl. 00:48

5 identicon

Það er búið að rugla þjóðina algjörlega undanfarið.

Það er dælt yfir okkur skoðanamyndandi "könnunum" og alls kyns hringa-vitleysu.

En líkast til er það rétt sem Eggert segir, að það sé affarasælt fyrir alla óbreytta og venjulegu Íslendinga

að byrja að gráta og gráta og mæta þannig til kosninga í heilmiklu samkenndar táraflóði.

Þá er ég viss um að allir muni kjósa rétt og þola ekki órett. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 00:58

6 identicon

Á síðustu fjórum árum hafa ýmis mistök verið gerð. En að mínu viti blikna þau í samanburði við þann árangur sem náðst hefur. Ég ætla að rifja upp nokkrar staðreyndir:



1. Ríkisstjórnin hefur náð fjárlagahallanum úr 216 milljörðum niður í 3,6 milljarða.



2. Þegar stjórnin tók við nam atvinnuleysið 9,3 prósentum. Í dag er það 4,7 prósent.



3. Þegar ríkisstjórnin tók við var verðbólgan 18,6 prósent en í dag er hún um 4 prósent.



4. Seinni hluta kjörtímabilsins hefur hagvöxtur á Íslandi verið með því besta sem gerist í Evrópu.



5. Á útrásarárunum var Ísland í hópi þeirra þjóðfélaga sem bjuggu við mesta misskiptingu auðs og tekna. Í dag skipar Ísland sér í hóp þeirra ríkja þar sem jöfnuður er mestur.



6. Líklega hefur engin ríkisstjórn barist jafn ötullega gegn kynbundnu ofbeldi og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Austurríska leiðin, sem veitir lögreglu heimild til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum, hefur loksins verið lögfest. Kaup á vændi hafa verið bönnuð. Samningur Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi hefur verið fullgiltur – og að sama skapi samningur Evrópuráðsins um baráttu gegn mansali. Þar að auki hefur verið gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynferðisofbeldi.



7. Fyrst nú hefur ríkið tekið að sér að niðurgreiða almennar tannlækningar barna.



8. Ríkisstjórnin hefur hækkað veiðigjald til að tryggja almenningi aukna hlutdeild í gróðanum í sjávarútvegi. Áætlað er að veiðigjaldið skili ríkissjóði 15 milljörðum á þessu ári sem nýtast munu til fjárfestinga af ýmsu tagi.



9. Bókhald ríkisins hefur verið gert opnara og gegnsærra en það var, meðal annars með nýjum upplýsingalögum.



10. Eftirlaunaforréttindi þingmanna ráðherra og æðstu embættismanna hafa verið afnumin.



11. Ríkisstjórnin „skipaði nýjan forstjóra Landsvirkjunar sem hefur gjörbreytt stefnu fyrirtækisins í þá átt að hámarka verðið (og þar með arðinn) sem við fáum fyrir auðlindina. Fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar neitaði Landsvirkjun af einhverjum ástæðum að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju. Öll umræða um skynsemi stóriðjuframkvæmda var af þeim sökum út og suður. Þessu var strax breytt eftir að ný forysta tók við.“ (Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla: http://www.visir.is/nytur-rikisstjornin-sannmaelis-/article/2012709069963)



12. Davíð Oddsson var rekinn úr Seðlabankanum.



13. Ráðuneytum hefur verið fækkað úr 12 niður í 8.



14. Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sent Ísraelsríki fingurinn.



15. Fyrir hrun bjuggu Íslendingar við flatan tekjuskatt og eitt hægrisinnaðasta skattkerfi í Evrópu. „Á síðustu árum fyrir hrun var skattkerfið orðið þannig að þeir sem mestar tekjur höfðu greiddu lægra hlutfall tekna sinna í skatt en meðaljóninn. Þessu hefur núverandi ríkisstjórn breytt. Fyrir vikið hafa skatthlutföll lækkað hjá stærstum hluta þjóðarinnar,“ skrifar Jón. Ásakanir stjórnarandstöðunnar og hægrimanna um „skattpíningu vanhæfu vinstristjórnarinnar“ eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Tekjuskattar eru ennþá lægri hér en víðast hvar á Norðurlöndunum og fyrirtækjaskattur einn sá lægsti í heiminum.



16. Útgjöld til þróunarmála hafa verið aukin til muna en á árum áður stóðum við samanburðarlöndum okkar langt að baki í þessum málaflokki.



17. Fyrst nú hafa ein hjúskaparlög verið lögfest.



18. Tekist hefur að hlífa heilbrigðis- og menntakerfinu í mun meira mæli en annars staðar í Evrópu. Samkvæmt einu virtasta tímariti heims um heilbrigðismál er Ísland gott dæmi um ríki sem tókst að skera rækilega niður í ríkisrekstri án þess að það kæmi verulega niður á heilbrigðiskerfinu. Í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafa framlög til tækjakaupa á Landspítalanum og fjórðungssjúkrahúsunum verið aukin.



19. Sótt hefur verið um aðild að Evrópusambandinu, enda bendir margt til þess að innganga í sambandið geti bætt lífskjör hér á landi. Aðildarsamningurinn verður borinn undir þjóðina þegar hann liggur fyrir.



20. Ríkisstjórnin hefur „staðið sem klettur gegn ævintýralegum þrýstingi um almenna skuldaniðurfellingu. Slík skuldaniðurfelling hefði haft afleitar afleiðingar,“ skrifar Jón. „Hún hefði kostað ríkið hundruð milljarða og því í raun þýtt miklu hærri skatta í áratugi.“ Þá hefði hún gagnast stóreignafólki mest og lágtekjufólki minnst. „Í stað almennrar niðurfellingar hefur ríkisstjórnin staðið fyrir aðgerðum sem beinast sérstaklega að þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda.“



21. Fyrst nú hefur barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verið lögfestur.



22. Í stað þess að halda bönkunum í greipum ríkisins og stunda fyrirgreiðslupólitík á borð við þá sem tíðkaðist á Íslandi á árum áður, „einkavæddi þessi fyrsta vinstristjórn Íslandssögunnar tvo af bönkunum þremur á skömmum tíma án spillingar. Það verður að teljast talsvert afrek.“



23. Árið 2012 skipaði Ísland fyrsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í heiminum. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða taka gildi á þessu ári og „hlutur kynjanna í ríkisstjórn og í æðstu embættum ríkisins hefur að fullu verið jafnaður.“ (Stjórnarráðið: http://www.stjornarrad.is/rikisstjorn/frettir/nr/502)



24. Gerð hefur verið skýrsla um eflingu græna hagkerfisins og grænna starfa.

Helgi Jonsson (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 08:10

7 identicon

@Helgi Jonsson.

Þú hefðir trúlega gott af því að lesa það sem Einar Björn skrifar um þessa afrekaskrá sem VG og SF liðar eru að senda á hvern annan á fésinu þessa dagana.

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1293704/

Til þess að ná góðum árangri í þessum kosningum þá hefðu vinstri menn trúlega þurft að horfast í augu við stöðuna eins og hún er og koma svo með raunhæft plan til þess að vinna okkur út úr henni. Það verður því miður ekki undið ofan af 2000 milljarða ríkisskuldum, 150 milljarða holu ÍBLS og 1200 milljarða snjóhengju með skýrslu um eflingu græns hagkerfis. 

Seiken (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 08:28

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Árangur frjálshyggjunnar var nú meiri á fyrstu stjórnarárum Pinochet en hann dó nú samt á fangelsissjúkrahúsi.  

Kæmi mér ekki á óvart að sama hlutskipti byði þeirra skötuhjúa sem borga þér kaup fyrir að spamma netheima.

Pétur, ég mæli samt ekki með að menn gráti skoðanakannanir, það tengist eitthvað kennslu árinnar.

Góð hugmynd Guðni.

Eggert, einhvern veginn grunar mig að stjórnmálamennirnir munu ekki kjósa hagsmuni þjóðarinnar þó hún sameinist í einum grátkór.

Grímur, þú vilt sem sagt meina að viðbrögð við gráti sé að fólk setjist niður og lesi stefnuskrár??

Takk Jóhanna.

Takk fyrir innlitið góða fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2013 kl. 08:32

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Seiken.

Má ekki nota grænu skýrsluna í grænt te??  Er hún ekki í úr lífrænum pappa??

Allavega þá skaðar hún ekki eins og fylgispektin við Friedman og kreppukenningar hans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2013 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 322
  • Sl. sólarhring: 781
  • Sl. viku: 6053
  • Frá upphafi: 1399221

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 5128
  • Gestir í dag: 257
  • IP-tölur í dag: 255

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband