Hagfræði andskotans.

 

Lætur skort ráða verði á markaði þar sem nóg er til að íbúðum.

Þúsundir íbúða eru í eigu Íbúðalánasjóðs, aðeins spurning um vilja að koma þeim á leigumarkaðinn.

Vilja sem ekki er til staðar hjá ríkisstjórn sem lítur boðvaldi fjármagnseiganda og braskara.

Blóðmjólkun og arðrán er drifkraftur kerfisins sem við kennum við hagfræði andskotans, frjálshyggjuna.

 

Hinsvegar er hagfræði lífsins drifinn áfram af mannúð og mennsku.

Í þjóðfélagi alsnægtanna þar sem nóg er til af mat, þar sem nóg er til af húsnæði, líður enginn skort, býr enginn á götunni.

Verðmætasköpun okkar ræður verðinu á Landkrúsernum, ræður verðinu á flatskjánum.

En okkar eigin vilji sker úr um hvort  allir þegnar þessa lands lifi mannsæmandi lífi.

 

Skortur og arðrán er ekkert hagfræðilögmál, ójöfn dreifing lífsgæða er ekkert hagfræðilögmál, sundrung og stöðugar deilur um gögn og gæði er ekki lögmál lífsins.

Allt þetta er mannanna verk, knúið áfram af sérgæsku og græðgi.  Að sá sem á mikið meir en nóg, vill eignast ennþá meira mikið meir en nóg.

Og til að þetta óeðli sé ekki nakið fyrir mannasjónum í öllum sínum illa þefjandi viðbjóði, er það klætt í búning hagtrúar, hagfræði andskotans, og fólki talið í trú um að bæði sé viðbjóðurinn hagfræðilögmál og að ólyktin sé drifkraftur hagvaxtar og velmegunar.

 

En hin tilbúni skortur, stöðugar deilur og sundrung, útilokun hluta af þegnum þjóðarinnar frá mannsæmandi lífi, er ekki drifkraftur hagvaxtar, heldur átaka, eyðileggingar, og loks algjörar auðnar mannlegs samfélags.

Enda er hagfræðin ættuð úr neðra.

 

Í komandi kosningum er ekki kosið um hagfræði lífsins versus hagfræði andskotans, hagfræði dauðans.

Vegna þess að vel meinandi fólk náði ekki saman um Framboð lífsins, Samstöðu um lífið.

Öll umræðan er á forsendum hagfræði andskotans, allar lausnir eru markaðar af kviksyndum hennar.

 

Þessi fréttaskýring um bága stöðu leigjanda er ekki hugsuð á neinn hátt til að bæta kjör þeirra heldur er hún liður í atlögu leppa vogunarsjóða að tillögunum sem þeir óttast svo mjög.

Leiðréttingu á forsendubrest verðtryggingarinnar.

Hún er hugsuð til að grafa undan því fólki sem krefst réttlætis og sanngirnis í skuldamálum heimilanna.

 

Og þegar lygar ICEsave hagfræðinganna og neikvæður áróður fjölmiðla valdsins duga ekki til, þá er reynt að skapa sundrungu meðal kjósenda með því að læða að þeirri hugsun að réttlæti í skuldamálum vinni gegn réttlæti annarra hópa sem hafa orðið fyrir barðinu á skjaldborg fjármagnsins.

Sem er hin algjöra rökvilla, réttlæti eins vinnur aldrei gegn réttlæti annars.

Réttlæti er afl sem sameinar, knýr fólk til að berjast fyrir betri heimi, mannsæmandi lífi, öllum til handa.

 

Réttlæti í skuldamálum heimilanna ýtir undir velmegun og velsæld sem kemur öllum til góða.

Réttlæti eins er krafa um réttlæti annars.

Samstaða er leið lífsins til sigurs.

 

Þetta vita eigendur verðtryggingarinnar, þetta vita málaliðar vogunarsjóðanna.

Þeirra von er að hinir kúguðu og rændu átti sig ekki á þessu.

Að þeir sameinist um að einum hóp sé neitað um réttlæti því það geti verið á kostnað þeirra.  

Aðeins þannig getur hið skítuga fjármagn staðist réttlætiskröfur almennings, aðeins þannig getur það sogið til sín þjóðarauðinn.

Að fólk vegi hvort annað í stað þess að vega að hinu arðrænandi fjármagni.

 

Málaliðar vogunarsjóðanna, hinir svokölluðu efnahagsböðlar sérhæfa sig í slíkri sundrungu.

Þeim tókst að sundra Framboðinu eina niður í frumeindir svo að öruggt er að óánægjan leiti í tómhyggju Pírata eða Bjartrar framtíðar.  

Og þeir ætla sér að sundra sjálfri kröfunni um réttlæti.

 

Þetta eru vanir menn, það er full ástæða til að óttast þá.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Ekkert í boði sem ég ræð við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna ætli fjármagnseigendur ráði við að halda húsunum tómum án þess að skila arði?  Ekki síst í ljósi þess að ekki er beðið með að henda íbúunum út þegar þeir geta ekki borgað lengur af stökkbreyttu lánunum,svo þegar íbúarnir eru farnir (og þurfa raunar að halda áfram að greiða því engin eru lyklalögin) þá liggur allt í einu ekkert á og allt í lagi að láta húsið standa autt frekar en að sætta sig við lága greiðslugetu leigjendanna!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 13:32

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Lægri leigugreiðslur er eitur í augum eiganda.

Með því að taka á móti þeim, þá væri það viðurkenning eiganda á minni eign. Við þá  viðurkenningu ber þeim að niðurskrifa eignina í bókum sínum og um leið "lækka" ímyndaðan eignarhluta (gróðagjöf Ríkisstjórnar) sem mun þá endurspegla minni ýmyndaðan hagnað og þá minni  arðgreiðslur til eiganda sinna.

Allir vita að bankanir  munu ekki gefa neitt eftir sjálfviljugir. 

Ég tek undir lokaorð Ómars hér í þessum pistli eða "Þetta eru vanir menn, það er full ástæða til að óttast þá." 

Eggert Guðmundsson, 17.4.2013 kl. 14:31

3 identicon

Fínn pistill. Tek undir allt nema niðurlagið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 15:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Bjarni, svona virkar lögmálið um skort.

Eggert, líklegast voru stærstu mistök ríkisstjórna AGS (núverandi og fyrrverandi) að láta afhenda bönkunum sjálfdæmi í endurskipulagningu  skulda, hvort sem það var hjá heimilum eða fyrirtækjum.  Ég held að þetta sé stóri undirliggjandi þátturinn að falli þríflokksins.  Hrein gremja.

Þó það nú væri Elín, þú mátt ekki bregðast mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2013 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 488
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 6219
  • Frá upphafi: 1399387

Annað

  • Innlit í dag: 414
  • Innlit sl. viku: 5269
  • Gestir í dag: 381
  • IP-tölur í dag: 376

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband