15.4.2013 | 09:57
Þegar sjálfstæðismenn sjá skemmra en nef þeirra nær.
Þá heldur hið frjálsa fylgisfall þeirra áfram.
Í síðasta pistli benti ég á hvað fælist í þessum orðum Vilhjálms Bjarnasonar sem þeir klöppuðu hendur sínar sárar að hrifningu fyrir.
<> Það kom fram í blaði í þessari viku að Íbúðalánasjóður hefði verið settur á hliðina. Það er verk framsóknarmanna, tveggja framsóknarmanna. Um þetta má ekki ræða,.<
Að Davíð Oddson væri réttur og sléttur ræfill sem léti 2 framsóknarmenn setja íbúðalánasjóð á hausinn.
Í ljósi þess að Davíð er eini penni flokksins sem hugsanlega gæti náð til að þjappa flokksmönnum saman þá eru þessi billegheit ákaflega heimsk.
Enda blasir álit Davíðs við. Síðasta Reykjavíkurbréf hans fjallaði um naflann á honum, og hið næsta mun örugglega fjalla um lúpínuna í Heiðmörk.
Davíð er ekki að hjálpa mönnum sem telja það sitt eina ráð að skíta niður ríkisstjórnartíð hans að hætti Samfylkingarinnar.
Og hver þá??, hver þá??
Mun heimskan skera flokkinn úr snörunni??
Hver kýs flokk sem heyir kosningabaráttu sína á þeim forsendum að vandi þjóðarinnar sé honum að kenna. Að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi sett Íbúðalánasjóð á hausinn, og að lánastefna hans sé skýring á skuldavanda heimilanna.
Hver kýs flokk sem lét samstarfsflokk sinn, sem var í sárum eftir afhroð í kosningum, kúga sig til að samþykkja stefnu sem honum var andstæð??
Gefum okkur að sú fásinna að Íbúðalánasjóður hafi eitthvað með skuldaerfiðleika fólks að gera, sé rétt, og að Framsóknarflokkurinn beri þar alla ábyrgð á, og að flokknum sé því ekki treystandi til að takast á við þær afleiðingar, af hverju ætti þá þeir kjósendur sem snúið hafa bakið við núverandi stefnu Sjálfstæðisflokksins, að snúa til baka???
Þeir yfirgáfu flokkinn vegna þess að þeir sáu í gegnum blekkingar hans og lýðskrum í málefnum heimilanna, og þeir koma ekki til baka þó flokkurinn nái til að sá vantrausti í garð Framsóknarflokksins.
Þeir hljóta að leita þá að framboðum, eins og Hægri Grænum, sem hafa ekki þessa fortíð, en hafa einbeittan vilja til að leiðrétta forsendubrest verðtryggingar og þá grófa eignaupptöku, andstæða stjórnarskránni, sem hækkun lána vegna hrun fjármálakerfisins var.
Að annar sé sama fífl og ég er ekki rök til að kjósa fíflið mig.
Og jafnvel erkifífl ættu að átta sig á því.
Síðan má spyrja, er kjósendur nokkuð að spá í fortíð Framsóknarflokksins??
Flokkurinn hefur endurnýjað forystu sína, og sú forysta talar af þekkingu og viti um núverandi erfiðleika þjóðarinnar.
Að öðrum ólöstuðum er Frosti Sigurjónsson hæfasti frambjóðandinn í dag.
Það er þekking hans og reynsla sem bakkar Sigmund Davíð Gunnlaugsson upp, og þeir félagar gera fátt annað en að vísa í viðurkennda hagfræði máli sínu til stuðnings.
Ofurskuldsett þjóðfélög daga uppi, flóknara er það ekki.
Og jafnvel erkifífl ættu að vita það, það er ef þau hafa á annað borð lært að lesa.
Nálgun framsóknarmanna á efnahagsvandanum þarf ekki að vera sú réttasta, en það er rangt að láta eins og skuldavandinn sé ekki til staðar, og framtíð þjóðarinnar er undir því kominn að brugðist sé við honum.
Þeir sem eru fastir í fortíðinni, munu ekki ná eyrum kjósenda.
Drukknandi maður spyr um björgunarhring, ekki ferilskrá þeirra sem eru á hafnarbakkanum.
Ekkert vitrænt getur því útskýrt hið sára klapp flokksmann, og ég ætla þeim ekki þá heimsku að skilja ekki þær einföldu staðreyndir sem ég rek hér að ofan, aðeins sár örvænting býr þar að baki.
Flokkurinn er forystulaus, að drukkna í sínu eigin lýðskrumi og hagsmunagæslunni í þágu fjármagns, og engin týra til að vísa þeim veginn í andblæstrinum.
Flokksmenn hefðu klappað jafnmikið þó Sigurður Sigurjónsson hefði brugðið sér í gervi Dolla og boðið fram krafta sína.
Ógæfa þeirra var að Dolli var ekki á svæðinu.
Þess vegna heldur þeirra frjálsa fall þeirra áfram.
Formaður flokksins var tekinn af lífi í síðustu viku en samsærismenn höfðu ekki kjark til að láta fjarlæga líkið.
Næstu dagar munu líða í frjálsu falli þar sem umræðan um formann flokksins glymur í eyrum kjósenda.
Og kjósendur dagsins í dag er ekki að leita að flokki sem enginn stýrir.
Flokki sem á enga aðra rödd en þá sem keypt er á auglýsingastofu.
Margt er óljóst með niðurstöðu komandi kosninga.
En auglýsingarstofur munu ekki hafa áhrif á þá niðurstöðu.
Um það eru kjósendur sammála.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 426
- Sl. sólarhring: 736
- Sl. viku: 6157
- Frá upphafi: 1399325
Annað
- Innlit í dag: 358
- Innlit sl. viku: 5213
- Gestir í dag: 331
- IP-tölur í dag: 327
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki ætla ég að fara að verja gerðir hinna svokölluðu framsóknarmanna í aðdraganda hruns. En einhverjir eru að reyna að hengja bjölluna á framsóknarköttinn varðandi íbúðalanasjóð og þátt hans í hruninu, eins og þú bendir á í pistli.http:
Friðrik Jónsson skrifaði stórmagnaðan pistil á Eyjuna um daginn (http://blog.pressan.is/fridrik) þar sem hann bendir á sannleikann í málinu,tilvitnun hefst:
"Það virðist oft gleymast þegar orsaka hrunsins er leitað að stór hluti upphafs útrásar bankanna hefði líklega aldrei átt sér stað ef ekki hefði verið fyrir verðtryggingu og verðtryggð ríkis- og húsnæðisbréf með meintri ríkisábyrgð. Eftir brösulegt gengi húsnæðisbréfa og nýs húsnæðiskerfis núverandi forsætisráðherra allan tíunda áratuginn fór að horfa betur við í upphafi nýrrar aldar. Ætli það hafi ekki verið Kaupþing í gegnum lítinn kontór sinn í Köben sem fór fyrst fyrir alvöru að selja íslensk íbúðabréf til erlendra fjárfesta. Fór það svo að eftir að erlendir fjárfestar áttuðu sig á eðli þessara bréfa að framboð annaði ekki eftirspurn. Bréf þessi voru í raun einsdæmi á markaði, þ.e. með jafn mikla ávöxtun og raun bar vitni, verðtryggt í þokkabót, sem var þess eðlis að hún var gengistryggð í raun og vel það. Síðan var meint ríkisábyrgð ofan á allt saman. Áhættuminni pappírar með jafnmiklar væntingar um endurheimtur og ávöxtun voru líklega vandfundnir.
Enda fór það svo að íslensku bankarnir sáu sér þarna leik á borði. Í stað þess að sitja og bíða eftir íbúðabréfaútgáfu hins þunglamalega ríkisbatterís Íbúðalánasjóðs, hví ekki að gefa út slík bréf sjálfir?
Og það gerðu þeir!"
Tilvitnun líkur.
Ekki eru framsóknarmenn saklausir af lausung fjármálakerfisins í aðdraganda hruns, það þýðir samt ekki að þeir séu hinir einu seku.
Vilhjálmur Þorsteinsson fer svipaðar ruglleiðir (og þeir sem kenna framsókn einni um útlánasprengingu íbúðarlána) í pistli. Ég hélt satt að segja að hann væri skarpasti hnífurinn í skúffu kratanna, þótt eins og nafni hans Bjarnason virðist vilja sveigja meintar staðreyndir að eigin hagsmunum. Í pistli nýlega virtist hann þó að mestu úti að aka og hélt uppi þversögnum og staðreyndavillum m.a. því að framsóknarmenn hafi einir staðið að því að setja á verðtryggingu (eithvað eru hnífarnir orðnir sljóir enda gamla brínið komið til Kína) . Eins og Marínó Njálsson bendir á í athugasemdum þá tóku kratarnir þátt í því að setja verðtrygginguna á! http://blog.pressan.is/vthorsteinsson/2013/04/13/ast-framsoknar-a-kronunni/
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 12:41
það er kannski rétt fyrir þig að vera ánægðan í bili þú ræðst á allt eins og bsagtver um margan vinur minn,en laustnir eru færri það er gott að standa á hliðarlínunui og setja út á allt og alla,en koma með leutsnir sem eru þær sem ég hefi rekið mig á að eru réttar!!! komdu blessaður minn með eina og lofaðu mér að sjá!!!!kveðja að sunnan!!!!
Haraldur Haraldsson, 15.4.2013 kl. 13:41
Blessaður Bjarni.
Svona í ljósi þess að þeir voru litli flokkurinn í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, þá lýsa svona aularök alvarlegum dómgreindarbresti.
Og sýnir í raun hvað innistæða þessara manna er lítil, fyrir utan frasana.
Það má hins vegar lengi deila um hve mikil áhrif 90% lánin höfðu.
Þau voru með þaki á lánsupphæð og í raun áttu þau að virka sem hemill en ekki þensluhvetjandi.
Hafa ber í huga að bankarnir fjármögnuðu það sem uppá vantaði og fólk sem á annað borð hafði tekjur, keypti hús.
En stærðirnar hjá Íbúðalánsjóði voru litlar miðað við allt fjármagnsflæðið sem var í umferð.
Þú bendir á einn skýringarþátt.
Annar var vaxtamismunurinn vegna hávaxtastefnu Seðlabankans.
Þriðji var endurfjármögnun Actavis, þar komu tugir milljarðar í gjaldeyri inní hagkerfið.
Fjórði er glórulausar stóriðjuframkvæmdir, og þá er ég ekki að taka afstöðu til þeirra sem slíkra, heldur voru þær glórulausar að umfangi miðað við stærð hagkerfisins.
Svo má benda á falskan kaupmátt, fóðruðum af miklum viðskiptahalla, á hlutabréfamarkaðinn, nefndu það bara.
Það var ekki eitt, það var allt.
En undirliggjandi voru reglur ESB um frjálst flæði fjármagns, og yfirtaka örfárra auðmanna á hagkerfinu í gegnum skuldsetningu.
Að baki vextinum voru annars vegar skuldir, hins vegar loft.
Slíkt fellur alltaf, óhjákvæmilega.
Og þeir sem skilja það ekki, munu aftur festa þjóðina í sömu hjólförum út í miðju kviksyndi.
Nema núna er ekkert uppá að hlaupa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2013 kl. 16:45
Blessaður Haraldur.
Hefur þú spáð í það hvað málflutningur þinn er keimlíkur félaga minna til vinstri þegar þeir reyndu að verja ICEsave stefnu ríkisstjórnarinnar og þjónkun hennar við óráð AGS??
Þegar menn þora ekki í rökræðuna, þá nota þeir persónurökin.
Þér til upplýsingar þá hef ég frá fyrsta degi ráðist að efnahagsáætlun AGS, og öllu sem frá þeim ófétum kemur. Þar á meðal ICEsave.
Ég hef gert það með rökum klassískrar hagfræði sem var óumdeild meðal hægri manna í um 50 ár, enda bjargaði hún kapítalismanum og er skýring mestu hagsældar Vesturlanda.
Þessi hagfræði var kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins frá því á Viðreisnarárunum og alveg þar til Friedmanistar náðu völdum.
Og það var þessi hagfræði sem bjargaði Vesturlöndum haustið 2008.
Þú mátt gera það upp við þína samvisku Haraldur að fylgja mönnum sem sjá ekkert athugavert við óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ætla steypa þjóðinni í sama kviksyndið og þjóðir Evrópu er í í dag.
En það hefur ekkert með sjálfstæðisstefnuna að gera, heldur fylgisspekt forystu flokksins við hagsmuni hinna ofurríku.
Og fórnarlömbin eru flest úr kjósendahópi flokksins. AGS sérhæfir sig í að útrýma millistéttinni, hinu sjálfstæðu fólki sem eitthvað á, hús sín, fyrirtæki sín.
Hinar stökkbreyttu skuldir sem forysta Sjálfstæðisflokksins slær skjaldborg um, hafa rænt hinn sjálfstæða mann öllu sínu eigin fé. Niðurskurðarstefna flokksins mun ganga af hagkerfinu dauðu löngu áður en skattalækkanirnar skila sér í auknum umsvifum þess
Þetta er einföld staðreynd sem þjóðir Evrópu hafa reynt á sínu skinni en ekki þú Haraldur. En þú og aðrir eldri borgarar munu gera það ef flokkur þinn nær völdum. Gamla fólkið var fyrst til að þjást á Spáni, í Portúgal og á Írlandi.
Þá muntu rifja upp þau orð mín að höfuðóvinur frjálshyggju hinna ofurríku er hinn sjálfstæði maður með sínar kristilegu lífsskoðanir. Það voru kristilegir íhaldsmenn sem vógu frjálshyggjuna á sínum tíma, þeir munu gera það aftur.
Því þá er ekki hægt að blekkja endalaust.
Varðandi lausnir þá er ekkert flókið við vanda þjóðarinnar í dag.
Það þarf að losa um skuldirnar og henda út aflandskrónunum. Og síðan að láta fólk í friði með athafnasemi sína.
Athafnalífið dafnar nefnilega þegar það fær frið fyrir ræningjum.
Hvernig það er gert er ákaflega einfalt, lestu tillögur Lilju Mósesdóttur þar um.
Í kosningunum eru síðan margir flokkar sem ætla að reyna að takast á við vandann, þinn flokkur er ekki einn af þeim.
Vegna þess að það var þaggað niður í þeim flokksmönnum sem vildu það.
Þess vegna fer fyrir Sjálfstæðisflokknum eins og hinum stuðningsflokkum AGS, VinstriGrænum og Samfylkingunni, þið þurrkist út.
Eins og þið eigið skilið eftir að þið tókuð fjármagn fram yfir fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2013 kl. 17:11
Ef forsendubresturinn verður ekki leiðréttur, t.d. ef Framsóknarmenn komast til valda og segja svo "því miður, við fundum/náðum engum pening hjá vogunarsjóðunum" þá lít ég svo á að ég sem lántaki, sé búinn að greiða skatt fyrir lífstíð og mun þar eftir aldrei kjósa nokkurn flokk nema þann sem hverju sinni boðar lægstu skattana.
Fari svo að órétturinn verði látinn standa þá lít ég svo á að svokölluð félagshyggja á Íslandi sé algjört prump sem byggir á því að ræna einn til að styðja annan. Hingað til hef ég litið á mig sem heldur hlynntan sterku ríkisvaldi og góðu menta og velferðarkerfi sem byggi á eðlilegri skattlagningu. Verði forsendubresturinn látinn standa eins og svo ótrúlega margir svokallaðir félagshyggjumenn tala fyrir, þá get ég ekki séð að ég eigi nokkra samleið með slíku hræsnishyski. Það getur þá átt sinn yfirdrepsskap og sína sjálfsupphöfnu aumingjagæsku fyrir sig.
Það er aumingjaskapur hjá Framsókn að segja ekki eins og er að þeir sem græddu á stökkbreytingunni skuli greiða þann gróða til baka. Ekkert síður þó um ríki og lífeyrissjóði sé að ræða. Stór spurning hvort þeir séu kjósandi fyrir vikið!
Þetta hörmungarlið sem ekki getur rekið ríkissjóð eða lífeyrissjóði án þess að þurfa að sitja á ránsfeng stökkbreytingarinnar er ekki á vetur setjandi.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 19:31
"Ekki á vetur setjandi", meir er ekki um málið að segja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2013 kl. 19:55
Svo mörg voru þau svör Ómar!!!! engin vandi bara ræningjar í mínum flokki,þakka svarið,mer mundi ekki endast síðan að benta á aðra jafnvel verri,en kveðja að sunnan
Haraldur Haraldsson, 15.4.2013 kl. 23:51
Haraldur, ekki veit ég hvar þú færð það út að það sé enginn vandi.
Og þú gerir mér upp skoðun þegar þú slærð því fram að það séu bara ræningjar í þínum flokki. Ef samviska þín er slæm að fylgja forystu flokksins gegn kjarna sjálfstæðisstefnunnar, þá máttu ekki yfirfæra hana yfir á aðra.
Ég benti þér á að fylgispekt forystu flokksins við hagsmuni hinna ofurríku.
Þeir hagsmunir létu forystu Sjálfstæðisflokksins slá skjaldborg um sjálfvirkt tæki, verðtrygginguna sem hefur rænt stóran hluta kjósendahóp flokksins öllu eigið fé, hvort sem það er eigið fé heimila hans eða fyrirtækja.
Síðan benti ég aðeins á einfalda staðreynd að hinn meinti efnahagsvandi er heimatilbúinn, að "Athafnalífið dafni þegar það fær frið fyrir ræningjum". Efnahagslíf okkar er rjúkandi rúst eftir athafnasemi auðmanna, því er að blæða út á Vesturlöndum vegna sömu athafnasemi.
Hinir ofurríku hafa margfaldað auðævi sín eftir að Friedmanistar tóku yfir stjórnmála Vesturlanda, þá margföldun kalla ég rán, og hef fært rök fyrir.
Í kjarnanum sömu rök og ég nota þegar ég fjalla um rán kommúnista á eignum og eigum almennings.
En vissulega nota kommúnistar orðið þjóðnýting og Friedmanistar orðin "frelsi" og "alþjóðavæðinga". Niðurstaðan er sú sama, eignalaus almenningur, grotnandi efnahagslíf.
Síðan er það ekki góð huggun að til séu aðrir sem ennþá einbeittir eru í stuðningi sínum við hinar stökkbreyttu skuldir og óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Alla vega ekki fyrir aldin Sjálfstæðismann sem ákvað að fylgja flokki þar sem mætir menn höfðu það að kjörorði að gjöra rétt, og þola ei órétt.
Þessi orð, sem tjá svo mikið, eiga rætur í baráttu borgarastéttarinnar við gjörspilltan aðal og embættismenn úrkynjaðra konungsvelda.
Þau eru ennþá í fullu gildi í dag þó gjörspilltir auðmenn hafi tekið yfir hlutverk hins gjörspillta aðals.
Það skiptir ekki máli hvað ræningjarnir heita, hvað blóðsugurnar á samfélögum hins venjulega manns kalla sig.
Það eru athafnir þeirra og gjörðir sem skipta máli.
Og stjórnmálaflokkur sem lýtur peningavaldi hinna ofurríku, getur ekki þegið af sér óhæfu þeirra með fallegum orðum.
Vissulega eru orðin falleg en niðurstaðan er ömurleg.
Líttu í kringum þig Haraldur, sjáðu hvað er að gerast í Evrópu.
Þetta er ekki það sem flokkur þinn boðaði þegar þú varst ungur maður.
Og ég ítreka að þennan ófögnuð frjálshyggjunnar, skuldaáþján almennings, niðurbrot velferðar og velmegunar, mun hinn kristilegi íhaldsmaður brjóta á baka aftur.
Því trú hans byggist á siðferði sem þekkir muninn á réttu og röngu.
Og veit að svona gerir maður ekki fólki eins og er verið að gera því í dag.
Hann veit hvaða siðferðisleg hugsun er að baki kjörorðinu "gjör rétt, þol ei órétt".
Og ég skal útskýra það aðeins betur í næsta innslagi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.4.2013 kl. 08:47
Gömlu mennirnir sem ákváðu að fylkja sér undir orðunum, "gjör rétt, þol ei órétt" áttu það til að líta í biblíuna, enda kristin fræði hluti af uppeldi þeirra og heimsmynd.
Þeir vildu betri heim, þeir vildu bæta heiminn.
Öll orð þeirra og athafnir benda í þá átt.
Í einni setningu reyndu þeir að koma að mikilli hugsun, sem tjá var á margan hátt, með mörgum orðum.
En Páll postuli gerði það ágætlega í bréfi sínu til Filippímanna, og ég ætla að vitna í orð hans, þau segja svo margt um það sem fólk þarf að skilja til að börnin okkar eigi minnstu von á þessum tímum sundrungar og ofbeldis, þar sem menn víla sér ekki að sprengja upp saklaust fólk, eða láta sjálfvirkt tæki eins og verðtrygginguna ræna samlanda sína á kreppu og erfiðleikatímum.
Og uppskera hatur, heift, og stigmagnandi hefndaraðgerðir.
Á svona tímum mættu fleiri lesa þessi orð sér til gagns og skilnings.
Gjörið rétt, þolið eig órétt.
Efnahagsmál eru ekki flókin ef menn virða haga annarra eins og sinn eigin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.4.2013 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.