Vilhjálmur Bjarnason segir Davíð Oddsson ræfil.

 

Hann hafi leyft tveimur  framsóknarmönnum að setja Íbúðalánasjóð á hausinn.

Meiri maður var Davíð ekki.

 

Vilhjálmur Bjarnason fetar þar traust fótspor Vilhjálms Egilssonar sem gaf út skýrslu á fyrsta landsfundi flokksins eftir Hrun, þar sem hann kvað stjórnlausa útþenslu ríkisins á valdaárum Davíðs Oddssonar hafa leitt til Hrunsins mikla haustið 2008.

Stjórnlaus útþensla bankanna, samþjöppun efnahagslífsins undir yfirskrift skulda, hafði þar ekkert um að segja.

 

Skýrsla Vilhjálms Egilssonar var uppklöppuð og samþykkt tvisvar á landsfundi flokksins ef marka má Reykjavíkurbréf Moggans í dag.

Fyrstu fréttir úr Garðabæ herma að fundamenn hafi fengið í lófana, svo mikið klöppuðu þeir fyrir ræflaskýringu Vilhjálms Bjarnasonar.

 

Kaldar eru kveðjurnar sem berast uppí Hádegismóa, öflugasti formaður flokksins fyrr og síðar er meginskýring ófara hans.

Sérstaklega kaldar því Davíð Oddsson var eini maðurinn á ögurstundu þjóðarinnar sem hafði manndóm til að standa gegn kröfum hins meinta alþjóðasamfélags um að skuldir útrásarinnar yrðu settar á almenning.

Neyðarlögin sem samin voru af hans frumkvæði eru skýring þess að við erum ennþá sjálfstæð þjóð, og að við eigum ennþá von um að lifa mannsæmandi lífi í landi feðra okkar og mæðra.  

Sem er svo líklegasta skýring atlaga Vilhjálmanna að Davíð Oddssyni.  Hann stóð með þjóð sinni í stað þess að standa með peningunum.

 

""Ræfill ertu og ræfill skaltu vera", og klappið þið svo hinu tryggu og trúu". 

Þessi lína á að snúa við frjálsu falli flokksins svo það verði eins og dýfa í svifdrekaflugi, að það leiti uppá við á ný, upp til hæstu hæða, eða í 36% eins og haft er eftir annarri meintri vinkonu Davíðs, Ragnheiði Ríkharðsdóttur.

Hængurinn á þessari stefnu er sá að Morgunblaðið undir ritstjórn Davíðs Oddssonar á að beita sér að alefli fyrir kosningar, að fleiri Reykjavíkurbréf verði ekki skrifuð um sagnfræði Vilhjálma.  Heldur verði tónn sleginn sem flokksmenn skilji og fylki sér um.

Því Davíð Oddsson er eini penninn sem flokkurinn á eftir.  Eftir að Styrmir fór í ellifrí.

 

Þessi hængur ásamt skrípakönnun Viðskiptablaðsins segir allt um ástandið á vitsmunum núverandi atburðasmiða í Sjálfstæðisflokknum.

Orðið heimska nær ekki að lýsa þeim, vanvit ekki heldur.

Vitglöp kemst næst því, en nær alltof skammt um fólkið sem eyðilagði sögulegt tækifæri flokksins við að nýta sér algjört klúður og söguleg svik vinstri flokkanna.  

 

"Davíð, þú ert ræfill, varst í vasanum á Framsókn, og þú barst líka ábyrgð á Hruninu, líkt og Samfylkingin sagði frá fyrsta degi Hrunsins".

"En Davíð, viltu bjarga okkur!!!".

 

Þetta er svo heimskt að einu sinn stórar mútur vogunarsjóðanna geta ekki útskýrt þennan farsa.

Spurning hvort Davíð geri það í næsta Reykjavíkurbréfi, nógu illa flengdi hann Villa rektor í dag.

 

En snaran þarf ekki að óttast Davíð.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is „Syndir framsóknarmanna eru stórar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég skil ekki hvers vegna flokkarnir einbeita sér ekki að því að selja sína stefnu í stað þess að vera allir með einhvern leiðindi í garð Framsóknar. Kjósendur vilja heyra hvað flokkarnir ætla sér að gera og leggja mat á það hvort viðkomandi stefna er líklegt til árangurs eða ekki.

Flestir kjósendur eru illa að sér en það að vera með skítkast held ég að sé ekki líklegt til árangurs. Ég vil ekkert heyra hvað þingmönnum og þingmannsefnum finnst um stefnu annarra flokka heldur hvernig þeir ætla sér að koma málum hér í eðlilegt horf aftur eftir 4 glötuð ár.

Hvað á að gera varðandi Bakka, Helguvík og fleira slíkt sem skapað getur góð störf? Hvað á að gera varðandi þennan alltof stóra opinbera geira sem við búum við? Á að lækka álögur á eldsneyti og innflutning? Á að lækka skatta til að gera íslensk fyrirtæki fær um að ráða til sín fólk og lækka kostnað þeirra svo þau geti betur keppt erlendis?

Það er ekki stefna að gagnrýna aðra flokka og frambjóðendur!

Helgi (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 17:58

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef ekki áhyggjur af flokkum og samspillingar-framboðs-hrærigraut þeirra, heldur hef ég áhyggjur af launakjörum réttindalausra láglauna-verkamanna, fátækra eldri borgara og margsvikinna öryrkja, ef Íslandi verður endanlega troðið í ESB-launaréttina/kjararéttindasvikna-aftökubandalagið.

Raddir þeirra sem minnst mega sín, hverfa fyrst af mannréttinda, lífskjara og tilverulistanum, sem ESB-elítan "virðir", sem borgara með mannréttindi. Þeim verður fyrst hent út af lifenda-listanum, sem ekki er hægt að græða falsaða peninga á! Þrælahald til að bjarga bönkum, er stefnan!

ESB-veldið á sér bæði falskan loforða-front, og raunverulega undirheima-pólitík!

Þeir frambjóðendur sem ekki hafa kynnt sér þessar staðreyndir, ættu að skammast sín!!!

Það var fundur í dag, um svör frambjóðenda til að bæta lífskjör öryrka í dag, á hótel Hilton, og ekki hefur komið ein frétt um þennan fund í netfjölmiðla-flórunni, eftir því sem ég hef best séð og skilið!

Hvað veldur þessu fálæti?

Eru netfjölmiðlar bara til fyrir baktjalda-blekkingar-valdstjórnar-glæpaliðið og Sjálfstæðisflokks-klíkuna og þeirra svikaviðhengi, sem telur sig þurfa að klaga alla aðra syndaseli heldur en sjálfa sig?

Svari hver fyrir sig!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2013 kl. 18:53

3 identicon

@Helgi. Það er stefna að gagnrýna aðra flokka og frambjóðendur... þegar þú ert í íslenskum stjórnmálum. Þannig heldurðu aftur af mögulegum lausnum sem þarf að framkvæma og fólk spyr ekki um þær á meðan heldur festir sig inni í sápuóperu vanhæfra stjórnmálamanna og veðjar á persónur í stað málefna. Þannig heldur maður völdum hér á landi. Hlutirnir munu breytast með nýrri kynslóð sem rífur kjaft og heimtar sannleikann og kemur sjálft með lausnir fyrst ekki er hægt að treysta á þtta pakk. Löngu kominn tími til.

Flowell (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 19:01

4 identicon

Það væri best að framsókn skoraði svo vel í kraganum að Vilhjálmur túlípanahagfræðingur nǽði ekki kjöri til Alþingis.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 19:08

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

JÁ Davíð var hálfgerð lufsa.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2013 kl. 20:00

6 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Staðan er þessi í dag: Fjölskyldufólk í stórum hluta heimila landsins stendur upp í háls frammi fyrir erfiðleikum m.a. vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána og kikna ef ekki er brugðist hressilega við eins fljótt og verða má.
Framsóknarflokkurinn hefur með styrk sínum sett sem forgangsmál á stefnuskrá sína að koma til móts við heimilin í þessum vandræðum og ætlar að taka á þessum svo um munar.
Sjáfstæðisflokkurinn fer undan í flæmingi varðandi slíka leiðréttingu og bendir í staðinn á kengbognar leiðir sem líta má á ekki síst sem óbeinan ríkisstyrk til lánveitenda. Frambjóðandi þeirra Vilhjálmur fjárfestir berst einna harðast fyrir óbreyttri verðtryggingu lána og hefur ekki verið leiðréttur með þá stefnu af Sjálfstæðisflokknum sem býður hann fram sem fulltrúa sinn og er honum því í reynd sammála. Hann er dyggur talsmaður lánveitenda sem vilja óbreytt kerfi verðtryggingar áfram sér til hagsbóta - og skuldurum til óbóta, þar á meðal mörgum heimilum landsins.

Fyrir umrædd heimili í vanda vegna forsendubrests varðandi verðtryggð lán ætti valið að vera auðvelt að sjá hvor kosturinn býður raunhæfari stefnu og úrlausnir fyrir þau hér og nú og þar með efnahagslífið í landinu.

Kristinn Snævar Jónsson, 13.4.2013 kl. 21:06

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Vilhjálmur Bjarnason verður Pétur Blöndal næsta kjörtímabils. Þó ég sé ekki alltaf sammála Pétri Blöndal, hefur hann oft komið með punkta sem hafa verið mjög gagnlegir í umræðunni. Vilhjálmur Bjarnason er afar sérstakur maður og alls ekki allra. Talar stundum tæpitungulaust eins og sjómanna er siður. A ekki von á að Davíð Oddson taki það nærri sér þo Vilhjálmur Bjarnason kallaði hann ræfil.

Sigurður Þorsteinsson, 13.4.2013 kl. 21:29

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Ómar og tek undir með Kristjáni B. Kl 19,08 sem og þau orð Sigurðar Þorsteinssonar kl. 21,09. að ekki sé ástæða til að taka alvarlega orð Vilhjálms Bjarnasonar.  

En þannig er með Vilhjálm þennan Bjarnason að hann hefur skipað sér í lið með óvinum Íslendinga, Evrópusinnum svo sem vant er með peninga púka sem aldrei hafa smíðað nokkurn gagnlegan hlut.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 14.4.2013 kl. 09:49

9 identicon

Eitt sem virðist hafa farið hljótt í umræðunni undanfarnar klukkustundir er sú staðreynd, að bakvið Hvítabirnuna er LÍÚ hópurinn, sem á og rekur Mbl. og fylginautar þeirra. Nú má ætla, að sá stóri hópur sjálfstæðismanna, sem hefur fengið upp í háls af ofríki þess fjársterka hóps, muni átta sig á að þau hafa náð undirtökunum í flokknum. Innan um og saman við í stuðningsmannahópi BB eru svo einni ESB-sinnar í flokknum. Þessi hluti flokksins mun aldrei láta það henda sig að mynda stjórn með framsókn, aldrei. Allar líkur eru því á að undir stjórn BB muni þeir að afloknum kosningum mynda stjórn með Samfylgingu og Bjartri framtíð. Það mun trúlega valda varanlegum klofningi í xD og eftir muni standa frjálslyndur borgaraflokkur svipaður þeim, sem þekkjast í Skandinavíu. Áhugavert scenario að velta fyrir sér.

E (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 10:57

10 identicon

þessi innlegg eru öll bráðagóð en það siðasta alveg snild ..þvi þetta gæti alveg gerst ..en verður þá önnur1oo daga stjórn !! lengra færi það ekki ...en engu siður til umhugsunar og óneitanlega til að brosa ...eins og að Villa sem óneitanlega er bráðfyndin of !

rhansen (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 16:36

11 identicon

Sammála Hrólfi Hraundal, það er skelfilegt hvernig fólk eins og téður peningapúki sem aldrei hefur hendi sinni difið í kalt vatn er tilbúið að rústa tilveru hinna vinnandi stétta.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 19:07

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk og ykkar ágætu innlegg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2013 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband