25.3.2013 | 14:54
Réttlæti.
Þó Ögmundur hafi ekki gert neitt annað um ævina, þá mun skipan þessa starfshóps, ásamt lagafrumvarpi um endurupptöku málsins, halda nafni hans á lofti um ókomna tíð.
Réttarmorð, pyntingar, þjóð án sóma og æru.
Slíkan smánarblett getur engin þjóð burðast með til lengdar.
Það sér nú loksins fyrir endann á þessu sorglega máli.
Hafi Ögmundur mikla þökk fyrir hans framlag.
Kveðja að austan.
Málið verði tekið upp á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 447
- Frá upphafi: 1412809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 386
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú talar ekki um að spara þarna gefa bara mönnum dánum og lifandi sýknun það er málið,þetta er of mikið tekið frá málum sem þola enga bið,bara sýknun og læra af mistökunum!!!/Kveðja Að sunnan
Haraldur Haraldsson, 25.3.2013 kl. 15:11
Það þarf meira en bara orðin tóm, ef á að komast til botns í hvernig dómskerfið virkar á Íslandi og víðar.
Hvað með þýska blekkingarmeistarann, sem var fenginn til að bjarga íslensku ríkisstjórninni út úr þessum spillingar-afbrotamálum? Það var ekki verið að grafa upp sannleikann í þá daga frekar en nú í dag, heldur bjarga "íslensku ríkisstjórninni"!
Það tók Ögmund allt of langan tíma að koma þessu á borðið, enda kosningar á næsta leiti.
Ögmundur blekkingarmeistara-fræðingur "íslensku ríkisstjórnarinnar"!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2013 kl. 15:28
Haraldur, réttlæti er einn af þessu sjaldgæfu hlutum sem er aldrei of dýru verði keypt.
Anna, ferlið gat ekki verið öðruvísi en það var.
Og réttlæti kemur stjórnmálum aldrei við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.3.2013 kl. 16:05
Nú er það svo að réttlæti hefur lítið með lög og dóma að gera og er oft aðeins persónulegt mat. Þeir eru fáir fangarnir sem telja réttlætinu fullnægt samt er þeirra skoðun jafn rétthá þinni. Og hvað á að fara langt aftur í leit að þessu vanfundna réttlæti? Á að endurupptaka öll mál þar sem lögum hefur verið breytt aftur til landnáms? Ekki var neitt réttlæti í galdrabrennum þó dómar þar hafi verið samkvæmt lögum. Auk þess sem réttlætinu getur verið fullnægt þó dæmt sé fyrir annað eins og þeir sem lentu í því að vera bendlaðir við þetta mál af sakborningum og báru af því varanlegan skaða geta vitnað um.
Ertill (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 17:27
Veistu það Ertill.
Þessi athugasemd þín segir ofsalega mikið til um þig en ekkert um það mál sem þessi pistill fjallar um.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.3.2013 kl. 18:31
Ómar. Það er frá stjórnarheimilinu og alþingi, sem lögin og réttlætið á að stjórnast.
Hvernig veist þú að þetta gat ekki verið öðru vísi, og fyrr upplýst á kjörtímabilinu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2013 kl. 23:14
Anna, valdið er þrískipt.
Dómsvaldið er sjálfstætt.
Ef ráðherra gætir ekki þess að fara rétt að, þá er alltaf hættan á umræðum um form en ekki innihald.
Að skipa rannsóknarnefnd er þekkt leið og bretar nota hana mikið til að takast á við afglöp dómskerfisins. Má minna á mál Birmingham fjórmenningana.
Ögmundur kom og fór sem ráðherra, og var ekki alltaf dómsmálaráðherra.
Hvort hann gat eitthvað fyrr, það er alltaf spurning.
En hann brást við þegar málið kom upp.
Brást rétt við.
Að hnýta í hann núna er næstum eins og manni finnst annað skipta meir máli en að loksins sé reynt að afmá þennan smánarblett af þjóðinni.
Það finnst mér ekki rétt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.3.2013 kl. 06:15
það er nú það þetta að eggið kenni Hænuni er gömul og gyld saga,ég er svoltið meir inni þessu en þú metur mig Ómar en þú að vera að mæra þessa Komma er kannski eitthvað til að segja þig doltið tvöfaldan,að mínu áliti,en fyrgefðu ef það er ekki rétt/Kveðja að sunnan
Haraldur Haraldsson, 28.3.2013 kl. 17:37
Hvort ég mæri komma eða mæri ekki komma, skammi Sjálfstæðisflokkinn eða skammi ekki Sjálfstæðisflokkinn, hefur ekkert með það að gera hvort ég er einfaldur, tvöfaldur, þrefaldur eða jafnvel margfaldur Haraldur.
Hvað þá að slík fjölfeldni tengist því hvort menn fylgi Bjarna Ben að málum eður ei.
Varðandi þennan pistil þá fjallaði hann um réttlæti, og þá í kjölfar mestu smánar sem íslenskt réttarkerfi og íslenskt samfélag hefur gert sig sekt um.
Það er ekki þannig Haraldur að pyntingar Stalíns og réttarmorð hefðu verið röng vegna þess að Stalín var kommúnisti, heldur vegna þess að pyntingar og réttarmorð eru röng, rangindi, andstæða siðari hegðun.
Og þetta veit siðað fólk, þetta vita siðaðar þjóðir.
Meðal annars þess vegna þurfti valdbeitingu til að koma á kommúnisma.
Gleymdu því svo ekki að fyrsti alþingismaðurinn sem notaði orðið dómsmorð, var Davíð Oddsson.
Við Davíð erum líka samherjar í andstöðu okkar gegn óbermum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og mjög andsnúnir efnahagsráðstöfunum ESB.
Davíð er nefnilega enginn bjáni og hann veit að sumt gerir maður ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2013 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.