23.3.2013 | 17:13
Eitt er að vera bjáni, annað að vera lygari.
Víkjum fyrst að meintum bjánaskap Bjarna.
Það er rétt hjá honum að á krepputímum þarf hagkerfi síst á auknum sköttum að halda.
En það sama gildir um niðurskurð sem Bjarni boðar.
Hvorutveggja dýpkar kreppu og seinkar bata.
Gangi niðurskurðarstefna Sjálfstæðisflokksins eftir, þá er það rothögg fyrir hagkerfið.
Það þarf ekki að deila um það, það dugar að sjá hvað er að gerast í Evrópu í dag.
En lygin er öllu alvarlegri. Lygin sem er lýðskrum af verstu gerð;
Hagvöxtur sé enginn, vextir háir sem og verðbólgan. Það sé afsprengi þeirrar skattastefnu sem fólkið í landinu hefur mátt þola.
Ríkisstjórnin hefur í einu og öllu farið eftir aðgerðarplani AGS, sem Sjálfstæðisflokkurinn samdi um á sínum tíma.
Þegar samstarfinu við AGS lauk, þá fór AGS yfir samstarfið og það eina sem sett var út á, var að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa gefið það skýrt út að ekki yrði um frekari aðgerðir í skuldamálum heimilanna. Eitthvað sem allir geta lesið í skýrslu AGS.
Hávaxtastefnan var eitt lykilatriðið í aðgerðarplani AGS. Og virkaði alveg eins og hún átti að gera, drap niður hagvöxt.
Það var bent á þetta fyrirfram, allar þær spár hafa ræst.
Verðbólgan er vegna launahækkana þar sem launþegar reyna að elta skottið á verðhækkunum.
Undirliggjandi er ofurskuldsetning heimila og fyrirtækja.
Sem leiðir til skuldakreppu sem engin sér fram úr fyrr en skuldir eru afskrifaðar og hagkerfið endurræst.
Að kenna skattheimtu um ástandið í dag, er ekki einu sinni heimskt, það er lygi.
Sem skýrir hið frjálsa fall Sjálfstæðisflokksins.
Kjósendur hafa fengið uppí kok af frösum og hálfsannleik, af heimsku og bjánaskap.
Og kjósa því ekki Sjálfstæðisflokkinn undir núverandi forystu.
Kveðja að austan.
Enginn skattlagt sig úr kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 440
- Sl. sólarhring: 712
- Sl. viku: 6024
- Frá upphafi: 1399963
Annað
- Innlit í dag: 397
- Innlit sl. viku: 5161
- Gestir í dag: 385
- IP-tölur í dag: 381
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trúir því einhver lengur að AGS sé einhver sérlegur vinur okkar?
Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2013 kl. 20:08
Þetta er hvöss ádeila hjá þér Ómar og þörf ábending sem flestir eða allir kjósendur ættu að lesa fyrir kjördag.
Árni Gunnarsson, 23.3.2013 kl. 22:20
Ég rændi þessu og setti inn á Facebook.
Árni Gunnarsson, 23.3.2013 kl. 22:23
Nú gerst menn harðir að mér finns,eftir allt sem þessa ríkisstjórn hefur gert,kennirðu öfugum um,segir svo vera heiðalegur þetta kalla ég það ekki als ekki/Kveðja að sunnan
Haraldur Haraldsson, 24.3.2013 kl. 00:40
Ég ætti ekki að vera "kommenta" við þennan pistil þar sem ég er 100% sammála og þar með enginn rökræðugrundvöllur, en geri það nú samt ;-)
Þessi ríkisstjórn Haraldur @4 hefur verið afar dygg í stuðningi sínum við fjármagnið gegn fólkinu. Verðtryggingarvítisvélin er meira að segja stillt þannig af að það eina sem gæti markað hana sem vinstristjórn, skattahækkanirnar, verður til þess að ausa enn meir í sjóði lánadrottna úr vösum almennings! Semsagt bullandi hægri stjórn í raun.
Ef skattamál eru lögð til hliðar í hvaða málum eru sjálfstæðismenn (eða hefðu verið) tilbúnir að gera öðruvísi og taka afstöðu með fólkinu gegn fjármálaófreskjunni? Líklega hvergi! Eins og Ómar bendir á hér að ofan þá var hér fylgt plani a.þ.gj.sj., plani sem sjálfstæðisflokkurinn lagði upp með og hefði því fylgt, ekki síður en þessi svokallaða vinstristjórn. Kanski með smá varíasjónum í skattamálum .
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 01:23
Amen eftir efninu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 02:07
Ef og hefði já en við dæmum ekki eftir því. Ég ætla að reyna koma í veg fyrir að esb stjórn komist að,það virðist ójöfn barátta,en spyrjum að leikslokum.
Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2013 kl. 04:49
Það virðist vera orðinn fastur siður hjá forustu Sjálfstæðisflokks að ganga þvert gegn samþykktum Landsfundar. Varla getur verið neinn vafi um hvað eftirfarandi samþykkt merkir, eða skilur Bjarni ekki mannamál:
Fyrri helmingur samþykktarinnar segir að aðlögun skuli hætt og sá síðari að samningar um aðlögun skuli EKKI teknir upp aftur nema þjóðarkönnun sýni meirihluta þjóðarinnar fyrir aðlögun.
Nú segir Bjarni Benediktsson að Sjálfstæðisflokkur muni í ríkisstjórn beita sér fyrir að þjóðarkönnun um ESB-samning fari fram á fyrri hluta nærsta kjörtímabils. Morgunblaðið segir:
Hvað merkir "umboð fyrir þjóðina". Ekki er hægt að draga aðrar niðurstöður af orðum Bjarna, en eftirfarandi:
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 24.3.2013 kl. 08:51
Blessuð Helga.
Það er ekkert ef og hefði í þessum pistli, aðeins skýrar staðreyndir.
Ef andstaðan við ESB ræður atkvæði þínu, þá skaltu íhuga það sem Loftur bendir á hér að ofan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 10:39
Haraldur.
Ég þykist ekki eitt eða neitt, ég er það sem ég er.
Þú mátt íhuga tvennt.
Það fyrra er að innkoma þín er með nákvæmlega sömu formerkjum og þegar vinstrimenn komu hér inn í árdaga ICESave deilunnar.
Það seinna er að sá maður sem barðist hatrammast gegn samkomulaginu við AGS og benti strax á afleiðingar þess, er þinn gamli formaður. Sem þið sjálfstæðismenn sviku í tryggðum, hentum honum fyrir varga Samfylkingarinnar.
Stefna ESB, stefna hörmunga og þjóðargjaldþrots er ekki sjálfstæðisstefna.
Þó hún sé stefna núverandi forystu flokksins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 10:46
Blessaður Loftur.
Þú kveikir aðeins fyrr núna en þegar ég benti þér á sínum tíma á yfirvofandi svik Bjarna í ICEsave deilunni.
Það eina sem er fast í hendi um raunverulegan hug núverandi forystu flokksins gagnvart ESB, er tillaga hennar á aukalandsfundi flokksins í janúar 2009. Þegar hún beið ósigur fyrir Davíð og Styrmi, þá voru orðin aðlöguð að raunveruleikanum, en hver segir að hugur hafi fylgt máli.
Þeir sem vísa í núverandi heitstrengingar, mega rifja það upp fyrir sér hvað sagt var á tímabili í ICEsave deilunni, og síðan hvað var gert þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir komst ekki lengra með svikasamninga sína.
Einnig má minna á fyrirheitin í þágu heimilanna sem reyndust ekki pappírsins virði þegar á reyndi.
Bæði í ICEsave sem og varðandi leiðréttingu hinna stökkbreyttu skulda voru samþykktir landsfundar skýrar, en það hvarflaði aldrei af núverandi forystu að fara eftir þeim.
Það þarf ekki stóran skammt af heilbrigðri skynsemi til að sjá Loftur að ályktanir þínar eru réttar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 10:54
Annars takk fyrir innlitið kæra fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 10:54
Ómar, ég vil alltaf/oftast gefa mönnum færi á heiðarlegri framkomu, þrátt fyrir grunsemdir um annað. Ég er einnig fljótur að láta af gagnrýni ef ég hef haft menn fyrir rangri sök. Ef forusta Sjálfstæðisflokks tekur upp á því að fylgja samþykktum Landsfunda, mun ég taka aftur upp stuðning við Flokkinn, en ég er ekki bjartsýnn.
Kveðja - Loftur.
Samstaða þjóðar, 24.3.2013 kl. 12:16
Þar ber á milli þín og Churchil Loftur.
Honum fannst óþarfi að reyna oftar það sem var fullreynt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 12:49
Mart kemur manni á óvar með þig Ómar þú talar túngum tveim og mörgum,talar um gyldin gömlu góðu hjá sjálstæðisflokk,og svo ekki heil brú í honum mnúna,bara auðmenn og fjarplógsmenn,þetta móttó þitt er ekki trúverðugt,kvar væri landið stadd án duglegera frmkvæmdamanna????en þessir pislar þinir eru sumir mjög góðir ,en alhæfing þeirra jaðra við að vera á móti öllu,og ekki sammála neinu!!!!með þessu og móti því einnig!!!!!þetta er mín skoðun bara fyrirgefðu mér!!!!!!
Haraldur Haraldsson, 24.3.2013 kl. 14:10
Ómar!
Aldeilis kórrétt hjá þér frá A-Ö.
Kveðja.
Jóhanna (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 17:11
Haraldur.
Hefur aldrei hvarflað að þér að Davíð geti haft rétt fyrir sér??
En ef þú fylgir núverandi forystu flokksins, þá skaltu ekki vísa í duglega framkvæmdarmenn, þeir eru það fyrsta sem stefna AGS slátrar.
Takk Jóhanna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.