Evrusvæðið að styrkjast segir Össur.

 

Látum það liggja milli hluta hvort það sé rétt eða rangt, það er allavega lifandi ennþá, þegar á reynir virðist evrópski seðlabankinn prenta næga peninga til að halda því gangandi.

Spyrjum okkur frekar, hvert er gjaldið við þessa styrkingu??

 

 

Alþjóða Rauða krossinn líkir ástandinu í dag varðandi þörfina á mataraðstoð við ástandið sem var í stríðslok, þegar Evrópa var ein ríkjandi rúst.

Samt hefur ekkert gerst annað en það að einn gjaldmiðill lenti í erfiðleikum, eða réttara sagt, þjóðir Evrópu lentu í erfiðleikum vegna þessa gjaldmiðils.

Össur segir að á því eru skýringar, og nefnir "skuldakreppu ríkja og banka".

 

En standast þau rök??

Í sögulegu samhengi eru skuldir þeirra evruríkja sem eiga í erfiðleikum, ekki miklar.  Forsendur evrunnar voru jú hóflegar skuldir.  Og til að komast í evrusamstarfið þurftu ríki að ná tökum á ríkisfjármálum sínum áður en þeim var hleypt inn.

Þegar evrukreppan skall á var aðeins hægt að benda á Grikkland sem skuldugt ríki, og þó hefur gríska ríkið sjaldan skuldað minna.  Gríska ríkið hefur nokkrum sinnum lent í greiðsluþroti án þess að það hafi haft nein teljandi áhrif á efnahaginn eða fólk hafði þyrpst í matarbirgðir.

Japan skuldar margfalt meira í dag en Grikkir, og þar er enginn í matarbiðröð.

Röksemd Össurar, sem hann af vanviti sínu lepur upp eftir öðrum, er því tilbúin, hún stenst ekki skoðun þekktra staðreynda.

 

Þá er það skuldakreppa bankanna, sem vissulega er alvarleg.

En hún er ekki einsdæmi, vandinn er ekki minni í Bandaríkjunum eða Bretlandi.  

Samt líkir Rauði krossinn ástandinu í þeim löndum við ástandið á stríðsvæðum Evrópu eftir seinna stríð.

 

Munurinn er sá að gjaldmiðlinum er beitt í þessum löndum til að hindra samfélagslegt hrun, ólíkt því sem evruvaldið gerir við jaðarlönd sambandsins.  

Þar er samfélagið látið borga fyrir mistök fjármálakerfisins.

 

Gjaldið við styrkingu evrunnar er eyðing samfélaga.

Og í dag finnst fólk á Íslandi sem finnst það alltí lagi.

Og er æst í samskonar eyðingu á íslensku samfélagi.  

Svipaður andlegur sjúkleiki og hjá þeim sem æstir vildu flytja inn eymd Stalíns á sínum tíma.

 

Ómennskan í sinni tærustu mynd.

Sína hvorki samhygð eða samúð með náunganum.

Völd hvað sem það kostar, jafnvel þó eymd þjóðarinnar sé gjaldið.

 

Össur má þó eiga að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur, hann játar ást sína á eymdinni.

Hann játar að honum er nákvæmlega sama um örlög náungans.

Hann játar að tekur gjaldmiðil æðri samfélagi, fjármagn æðri fólki.

 

Hann játar ómennsku sína og mannhatur.

Þó líklegast áttar hann sig ekki á hvað hann er að segja.

 

Hann er jú einu sinni bara Össur.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Evrusvæðið að styrkjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mikil lifandis blessun verdur thad fyrir thjodina, thegar thessi radherraomynd fer ad telja urrida og fylgjast med kynlifi theirra vid Thingvallavatn a ny.

Halldór Egill Guðnason, 23.3.2013 kl. 09:47

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammá þessu vinur .þetta er að detta uppfyrir loksins,kveðja að sunnan!!!!!

Haraldur Haraldsson, 23.3.2013 kl. 10:25

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""En hún er ekki einsdæmi, vandinn er ekki minni í Bandaríkjunum eða Bretlandi."" ?????

2011 Bank assets total % of GDP

EU-27 349%

USA 78%

Japan 174%

Sjá hér http://www.huntswood.com/documents/banking-2012.pdf

Samkvæmt þessu er vandinn sirka 4,5 sinnum minni í USA en í EU-27

Guðmundur Jónsson, 23.3.2013 kl. 10:59

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""En hún er ekki einsdæmi, vandinn er ekki minni í Bandaríkjunum eða Bretlandi."" ?????

??

??

??

2011 Bank assets total % of GDP

EU-27 349%

USA 78%

Japan 174%

Sjá hér http://www.huntswood.com/documents/banking-2012.pdf

Samkvæmt þessu er vandinn sirka 4,5 sinnum minni í USA en í EU-27

Guðmundur Jónsson, 23.3.2013 kl. 11:00

5 identicon

Við erum að horfa á mannlegan harmleik endursýndan hægt. Aftur og aftur.

Össur hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala.  Hann hefur eins og samfylkingin öll veðjað öllu sínu pólítíska kapítali á að ESB sé svar við óljósri spurningu sem engin veit eiginlega hver er.

Og hann veðjar þessu aftur og aftur eins og fjárhættuspilari á gjaldeyrismarkaði veðjar á það út í hið óendanlega að einhver tiltekin mynt muni styrkjast.  Að öllu jöfnu þá kemur einhvern tímann að því, ef veðjað er nógu lengi, að það rætist. En áður en að þvi kemur þá geta menn einfaldlega verið búnir með allt það fjármagn sem menn hafa til ráðstöfunnar þegar stöðugt þarf að framlengja stöðutökuna án þess að veðmálið skili sér í hús.

Þetta er það sem er að gerast hjá samfylkingunni. Hið pólitíska kapital er því sem næst upp urið. Ég myndi kæra mig kollóttan ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þetta ESB veðmál er á góðri leið með að setja efnahagskerfið á hausinn, því landið á ekki þann gjaldeyri sem þessir klaufar eru búnir að lofa ESB, að skaffa Bretum og Hollendingum í gegnum nýja Landsbankann.  Tjónið vegna þessa, var metið af Lilju Móses í vikunni. Það er af stærðargráðunni 150 miljarðar. 

Seiken (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 15:29

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Guðmundur, fjármálakerfi Vesturlanda er gjaldþrota eins og það leggur sig.

Stóra hrunið er yfirvofandi.

En ég er ekki að pistla um það, heldur benda á hvernig brugðist er við vandanum.

Og þar skorar ESB áður óþekkt stig í ómennsku.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.3.2013 kl. 16:50

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það kann að vera að fjármálakerfi vesturlanda sé "gjaldþrota" . það breytir því þó ekki að lönd eins og USA geta rekið sín hagkerfi áfram án kollsteypu með stöðugum eða vaxandi lífsgæðum fyrir íbúanna á meðan íbúar allrar suður evrópu horfa bara ofan í svarthol í fyrirsjáanlegri framtíð.

Guðmundur Jónsson, 24.3.2013 kl. 10:57

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

USA er í sama öngstræti og Evrópa. 

Blue collar verkamenn eru þriðja flokks borgarar og millistéttin lifir á lánsfé, komin þar á endamörk.  

En þegar á reyndi þá nýtti Bush stjórnin sér kosti sjálfstæðs gjaldmiðils til að bjarga hagkerfinu frá hruni.

Í stað þess að stefna beint í svartholið eins og Evrópa gerir í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband