22.3.2013 | 22:50
Er eitthvað mikilvægara en fólk??
Eitthvað æðra en mennskan??
Hverju er alltaf bjargað fyrst úr háska??
Vestræn siðmenning á aðeins eitt svar við þessari spurningu.
Ekkert.
Og fólki er alltaf fyrst bjargað áður en hugað er að björgun verðmæta.
Verðmæti eru forgengileg, mannslíf er heilagt.
Þar til ESB fann upp evruna.
Evran er mikilvægara en fólk.
Fjármagni er bjargað, fólki fórnað.
Samkvæmt vestrænni siðmenningu er þetta siðvilla.
Eitthvað sem er ómennskt.
Og er ekki kennt við björgun.
Kveðja að austan.
Kýpverjar samþykkja samstöðusjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ja- bullið í Jóni Bjarnasyni sem kemur miklu oftar en hjá öðrum þegar maður ýtir á reload
Rafn Guðmundsson, 23.3.2013 kl. 01:19
Sama liðið þar og hér sem æpti hæst um dýrðina rétt fyrir hrunið: Verslunarráðið og banksterarnir og auðmannaeleítan hér sem á Kýpur æpa enn ... sjáiði ekki veisluna ... og þingmenn voru þá sem nú svo ölvaðir af eigin taumlausu gleði í veislunni að þeir ræddu helst um vín og meira um vín og allra helst um kampavín enda mikið um dýrðir hjá þeim. Bakslagið og timburmennirnir verða svakalegir. Þeir tímar munu brátt koma. Helferð hins almenna Kýpverja er hafin.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 02:06
Þá æsti sig upp Einar Már Guðmundsson á fundi í Háskólabíói og þrumaði yfir þessu liði og gerði það bara vel og fékk ferðir út um öll norðurlöndin og var þar hampað í lista- og menningarelítu klúbbunum þar,
en nú þegir hann enda hans lið við stjórn hér á landi. Undarlegt er að spyrja mennina, sem eitt sinn þorðu, en þegja nú í sínum flokksklafa. Fyrirgefðu mér það Einar Már, minn gamli góði vinur, ég hafði trú á því að þú værir heill maður í gegn.
En þú stóðst Þig þó betur en öll lista- og menningarelítan samanlögð, sú á ríkisfóðrum og útrásarvíkinga snaperíi, en það dugir þér skammt til sáluhjálpar, því byltingin er ekki ein helgi, hún er eilíf.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 02:17
Hafðu ekki áhyggjur Pétur.
Einar mun ekki lesa þessi orð þín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2013 kl. 16:47
Ég mun þá senda honum þessi ummæli mín í tölvupósti og það núna strax!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 20:11
Lífsháskinn gæti brennt hann.
Það er ekki á skáldið leggjandi.
Lykla Pétur mun virða málsbætur hans.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.