Skinhelgi VinstriGrænna á sér engin takmörk.

 

Forsenda þessa ræfla fyrir ICEsave samningnum var fjárfestingar í virkjunum og stóriðju fyrir um 300 milljarða árlega út kjördæmatímabilið.

Og það átti ekki að virkja sjóinn.

Allt sem var virkjanlegt, hvort sem það var í jörðu, eða rennandi eftir jörðu, átti að virkja.

Og það átti ekki að breyta fyrri samningum.

 

Þjóðin sagði Nei og herferðin gegn landinu gekk ekki eftir.

En þeir reyndu, þeir reyndu þessi ræflahjörð.

 

Aumt er það fólk sem vitnar í þetta pakk, núna í dag, þegar þau reyna að afla sér fylgis út á stóriðjustefnu fyrri ríkisstjórna, þau sem gerðu sitt besta til að toppa allar fyrri hörmungar.

Aumt er það fólk sem vitnar í fótgönguliða Vinstri Grænna sem láta eins og það eigi sér enga fortíð, að það hafi ekki stutt ICEsave stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.

Aumt er það fólk sem berst við drauga fortíðar í stað þess að hindra óhæfu nútíðarinnar, þess sem er að gerast í dag.

 

Það er rétt að Lögurinn var drepinn, Kárahnjúkar voru hörmungar, erlendu auðhringarnir spiluðu með viljuga ráðherra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

En það er liðið.

Gagnrýni ICEsave pakksins er gagnrýni þess sem skorti afl til að selja þjóðina endanlega.

 

Spyrjið Láru Hönnu Einarsdóttir af hverju hún studdi ICEsave, spyrjið Árna Finnsson af hverju hann studdi ICEsave.  

Og ég skal vitna í Jóhönnu Sigurðardóttir, um af hverju það þurfti að samþykkja ICEsave 2.;

 
Forsætisráðherra boðar fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og tengdum virkjanaframkvæmdum upp á þrjú til fjögur hundruð milljarða á næstu þremur til fimm árum. Stefnt er að amk tveimur umfangsmiklum fjárfestingaverkefnum í orkufrekum iðnaði auk þeirra umfangsmiklu framkvæmda sem þegar eru komnar á stað við Búðarhálsvirkjun, álverið í Straumsvík, Kísilverksmiðju í Helguvík, Gagnaver á Suðurnesjum, álverið á Reyðarfirði og víðar. Ég reikna með að nú styttist verulega í að tilkynnt verði um framkvæmdir í tengslum við orkufrekann iðnað á Norðurlandi. Ég er líka orðin mun bjartsýnni en áður, um að Norðurál nái semja við HS orku og Orkuveituna um nægilega orku til að álver þeirra í Helguvík geti orðið að veruleika með tilheyrandi framkvæmdum við Hverahlíðarvirkjun, Reykjanesvirkjun og línulagnir í tengslum við orkufrekann iðnað á Suðurnesjum. Ef ofangreind verkefni ganga öll eftir gætum við því verið að tala um fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og tengdum virkjanaframkvæmdum uppá 300-400 milljarða á næstu þremur til fimm árum og sex til sjö þúsund ársverk við uppbygginguna," sagði forsætisráðherra." (Vísir 29. mai 2011)

Jóhanna leyndi aldrei áformum sínum, hinir skinheilögu hræsnarar vissu alveg hvert var gjaldið við ICEsave samningana. 

Þeir vissu nöfnin, þeir vissu hvað virkjanir var um að ræða.  Reykjanesskaginn eins og lagði sig, svæðið milli Mývatns og Húsavíkur, Þjórsá, Jökulsá á Fjöllum, nefnið það bara.  

Um tugir virkjana var að ræða til að standa við þessi ICEsave áform ríkisstjórnarinnar.

 

Fólkið sem laug, fólkið sem sveik, á ekki að fá fylgi út á lygi sína og svik, þó það þjóðin hafi forðað mestu hörmungunum með því að segja Nei við ICEsave.

Pakkið sem reynir að afla VinstriGrænum fylgi út á stóriðjum fortíðar, á ekki að komast upp með áform sín.

 

Sjálft landið okkar er í húfi.

Þjóð okkar er undir.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Tókust á um ívilnanir til stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VG er flokkur blindrar afneitunar á eigin illvirkjum.  Hann nærist á heift út í fortíðina,

en forðast að horfast í augu við eigin illvirki.  VG er svikulasti og hræsnisfyllstur allra flokka hér á landi.

VG er flokkur Steingríms J., Álfheiðar, Svavars og Ögmundar og stofnanavæddra skækja á ríkisframfæri.

VG er virkisturn valdagráðugra svína sem selja hvað sem er fyrir glerperlur og eldvatn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 16:12

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Einu sinni hélt ég Pétur að þetta fólk ætti sér hugsjónir.

Ég var fastagestur á bloggi Láru Hönnu, eða alveg þar til að ég fattaði að hún var málaliði.

Og það kæmi mér ekki á óvart að þegar fjárstreymið er rakið, að ál komi við sögu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2013 kl. 16:42

3 identicon

Fyrir utan Icesave, þá hef ég alls enga ástæðu séð til að lasta Láru Hönnu

enda voru pistlar hennar um Nubo og Magma mjög góðir og gildir á sínum tíma.

En þar sem ég virði ætíð mikils dómgreind þína Ómar, þá langar mig til að biðja þig um að færa rök

fyrir fullyrðingu þinni, sem ég skil ekki alveg, um að hún sé "málaliði".

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 16:59

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Fyrir utan ICEsave já Pétur.

Fyrir utan ICEsave.

Fyrir utan Auswitch, var Himmler ágætis maður, hann klappaði börnum og þoldi ekki blóð.

Fyrir utan þjóðarmorðið var Pol Pot víst skáld, og meintur mannvinur.  

Fyrir utan ICEsave.

Þetta eru ICEsave virkjanirnar, það er þær sem áttu að skapa hinn meinta hagvöxt til að borga bretum og Hollendingum.

Frá Orkuveitu Reykjavíkur:

Bitruvirkjun og Hverahlíðarvirkju, stækkun Hellisheiðarvirkjunar.

Frá HS Orku:

Í matsskýrslunni um álver í Helguvík er þetta skýrt nánar (tafla 11.2 á bls. 65) og gerð frekari grein fyrir þeim 260 MWe rafafls sem HS ætlar að útvega. Nokkurt hlaup er í tölum varðandi afl frá einstökum svæðum en ætla má að 75 MWe eigi að koma frá Reykjanesi, 25 MWe frá Svartsengi/Eldvörpum og 160 MWe frá Krýsuvíkursvæðinu, samtals 260 MWe. Samanlagt útvegar OR þá 175 MWe og HS 260 MWe, alls 435 MWe, sem er talið nægja fyrir 250 þús. tonna álver.

Úr grein Sigmundar Einarssonar jarðfræðings.

Hvernig má það vera að í stað 497 MWe umframafls (932alls-435virkjað=497 MWe) á suðvesturhorninu vantar nú 75 MWe til að unnt sé að fóðra 250 þús. tonna álver í Helguvík? Hér munar 497 MWóvirkjað +75 MWReykjanes=572 MWe. Hvað varð um þau? Höfundur hefur skorið orkugetu á Krýsuvíkursvæði niður um 320 MWe, Orkustofnun hefur skorið Reykjanessvæðið niður um 100 MWe (75+25) og höfundur sker Eldvörp/Svartsengi niður um 20 MWe. Þá reyndust 90 MWe vera eyrnamerkt álveri á Grundartanga og 40 MWe eru eftir óhreyfð í Brennisteinsfjöllum (320Krýs+100Reykjanes+20Eldvörp+90Grundart+40Brennist=570). Tvö MWe standa útaf á Hengilssvæði.

Miðað við ofangreint er ljóst að það vantar 75 MWe til að jarðgufuvirkjanir á suðvesturhorninu nægi til að fóðra 250 þús. tonna álver í Helguvík og ekki meira að hafa. Og hvað skyldi þurfa til að slökkva raforkuþorsta 360 þús. tonna álvers? Það vantar 200 MWe til viðbótar. Samtals vantar því um 275 MWe. Nú kynni einhver að halda að einfaldast væri að skreppa austur í Þjórsá og Tungnaá til að sækja meira rafmagn. Viðbótarorku mætti t.d. fá frá vatnsaflsvirkjunum á Suðurlandi. Þar er gert ráð fyrir Búðarhálsvirkjun í Tungnaá með 80 MWe en þau ku vera eyrnamerkt stækkun álvers í Straumsvík. Í Þjórsá neðan við Búrfell er gert ráð fyrir 80 MWe frá Hvammsvirkjun, 50 MWe frá Holtavirkjun og 125 MWe frá Urriðafossvirkjun. Þar mætti því fá 255 MWe. Niðurstaðan er sú að orkan frá neðri hluta Þjórsá dugar ekki til.

Miðað við forsendur höfundar er ljóst að bygging 360 þús. tonna álvers í Helguvík hreinsar ekki bara upp alla fyrirliggjandi og væntanlega virkjunarkosti á Suðvesturlandi, heldur líka á Suðurlandi.

Vegna álvers á Bakka.

3.    tafla. Orkuvinnslusvæði fyrir álver á Bakka, tæknilega vinnanlegt rafafl og stærð virkjana. Heimildir: Mannvit (2009b), Sveinbjörn Björnsson (2006), Hönnun hf. (2003).

VirkjunTæknilega vinnanlegt afl (MWe) skv. mati Orkustofnunar 2006Afl fyrirhugaðrar virkjunar (MWe)
Þeistareykir240200
Gjástykki6045
Krafla (stækkun)samtals 24040
Krafla II-150
Bjarnarflag9090
Samtals630525
Samkvæmt töflunni nægir öll tæknilega vinnanleg orka svæðanna nokkurn veginn fullvöxnu áveri á Bakka. Aftasti dálkurinn sýnir hugmyndir framkvæmdaraðila um virkjanir. Hér eru tiltekin 525 MWe og vantar um 100 MWe til að rafaflið nægi.

Þetta er kostnaðurinn við ICEsave, og segir raunverulegan hug Láru Hönnu til náttúru landsins.

Og meira í næstu færslu.

Ómar Geirsson, 22.3.2013 kl. 17:21

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er fórnarkostnaðurinn við ICEsave Pétur, og þetta gekk ekki eftir vegna þess að Ólafur vísaði samningnum til þjóðarinnar.

Lára Hanna, af öllu, útbjó sérstakt níðmyndband um Ólaf, rétt fyrir EFTA dóminn.  Reiknaði með að hann yrði tekinn í bólinu.

Hvað segir það þér??

Hvað segir það þér að fólk skuli þykjast berjast gegn hinu skítuga fjármagni, en um leið berst hatrammri baráttu gegn almenningi, í þágu böðla þjóðarinnar.

Hvort segir til um hug þess??

Spáðu í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2013 kl. 17:33

6 identicon

Svar mitt eftir greinargóð rök þín Ómar minn er vitaskuld:

Skinhelgi VinstriGrænna á sér engin takmörk.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 17:45

7 identicon

Forgangsröðunin er á hreinu hjá VG:

Happdrætti (Happdrættisstofa og bann við greiðsluþjónustu) 477. mál, lagafrumvarp innanríkisráðherra. 2. umræða.

Áfengislög (skýrara bann við auglýsingum) 134. mál, lagafrumvarp innanríkisráðherra. 2. umræða.

Merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu 236. mál, þingsályktunartillaga ÁÞS. Síðari umræða

? (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 18:57

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna í þínum rökræðum erum við alveg sammála,Ómar!!!! samt ertu að eltast við skotið á þér í mörgum málum að mér finnst/Kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 22.3.2013 kl. 19:05

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Hvernig er hið raunverulega: ICEsave íslendinga?

Það dugar skammt að redda Íslandi bara yfir eitt kjörtímabil með ICEsave. Það þarf raunverulegt Íslands-save!

Blekkingunum rignir yfir kjósendur þessa dagana, og fjölmiðlarnir eru herteknir af...?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2013 kl. 19:18

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Haraldur.

Anna, ICEsave var engin redding, ICEsave var beinn dauðadómur hagkerfisins.

Í þessum pistli er ég að benda svo á þann fórnarkostnað náttúrunnar  sem var forsenda samningsins.

Og á þá skinhelgi fólks að þykjast um leið vera náttúruverndarfólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2013 kl. 23:02

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Tvískinnungur ráðamenna er of mikill, og alls ekki trausts verður.

Kárahnjúka-"Icesave", var dauða-agnið sem stjórnvöld voru látin kokgleypa fyrir nokkrum árum siðan, eftir því sem ég hef komist næst.

Það er sorglegt að fylgjast með bankamafíu-keyptum/mútuðum/kúguðum Steingrími litla í dag, þegar hann er sjálfur látinn bera vindmyllu-kostnaðarkross Þýskalands alla leið inn fyrir Búrfellsvirkjun, til að kosta sæstreng til Bretaveldis. Svo skal flytja orkuna á útsöluverði til Bretlands, og á okurverð aftur til Íslands!

Ætlum við að horfa þegjandi og hljóðalaus upp á að ráðherrar Íslands séu teknir í gíslingu, með aðstoð fjölmiðla?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2013 kl. 00:20

12 identicon

Álverin auka vaxtatekjur af gjaldeyris mismun vegna vaxta ákvæðis seðlabankans sem sett var eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á.

Renault (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 01:00

13 identicon

Og gleymum ekki fyrirhugaða Hátæknisjúkrahúsinu við Hringbraut upp á 100.000 milljónir króna.

Þar sat Álfheiður, þar sat Steingrímur og heill haugur af skinheilögu fólki með SF/BF glottandi í kring

og skrifuðu undir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar hvernig skuli krossfesta hina deyjandi og

binda börn hinna deyjandi og barnabörn þeirra í endalausan skuldaþrældóm

fyrir þessa hina miklu dýrðarframkvæmd sem bjóða skal út á sameiginlega evrópska efnahagssvæðinu.

Á meðan var skorið niður um 30 milljónir á td. Króknum og annað eins á Húsavík og allt skorið þar inn að beini.

Enda engir peningar sagðir til og heldur ekki fyrir sjúkrahúsin í Reykjavik.

En hinum skinhelgu leiðist ekki að skrifa upp á óútfyllta tjékka á kostnað íslensks almennings,

svo lengi sem þeim blæðir, sjúga hinir skinhelgu fyrir hönd auðdrottna sinna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 01:48

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rónarnir sem koma óorði á brennivínið!!!!!!!

Er sanngjarnt að yfirfæra gerðir þess óhappafólks sem hér að ofan hefur verið nefnt til sögunnar- á allan hópinn sem sem studdi framboð Vinstri grænna?

Ég svara hiklaust neitandi.

Ég stórefa að ég hafi nokkru sinni orðið vitni að jafn lúalegum og svívirðilegum svikum alþingismanna við sína umbjóðendur og þingflokkur og forysta Vg hefur orðið uppvís að á útlíðandi kjörtímabili.

Reyndar hæfir ekki orðið "efasemdir" því þetta er fremur fullyrðing.

Og það er slæmt fyrir þann fjölda af ágætu fólki sem í góðri trú styrkti þessa svikara að fá að launum ámæli þjóðarinnar. 

Árni Gunnarsson, 23.3.2013 kl. 11:19

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Ég held að enginn sé að hnýta í hina sviknu, en þeir sem styðja svikin, þeir eru skinheilagir, gagnrýna gömul mál en þegja yfir nútíðinni.

Í þeirra huga skiptir ekki gjörðin máli, heldur hver framkvæmir gjörðina.

Það sem er rangt, er rangt eða alveg þar til þeirra fólk er gerandinn.

Ógeðið er síðan  að hervirkið gagnvart náttúrunni átti sér engin takmörk ef ICEsave hefði verið samþykkt, og forsendur samningsins um fjárfestingar í virkjunum gengið  eftir.

Síðan má líka spyrja þá sem klappa upp þetta ógæfufólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.3.2013 kl. 16:46

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Álfheiður Ingadóttir er í raun aðal-stjórnandi þessarar ríkisstjórnar, eftir því sem ég hef skynjað þetta leikrit á hinu "háa" alþingi.

Hún er mikill blekkingarmeistari, sem kemur með mjög sterkar áherslur á þarfar breytingar, en fer svo í bakherbergin með Steingrími og co, og styður alskonar svik VG í síðustu kosningum.

Hún ætlar í ESB-sambandið með öll óhreinindin, og reiknar með að sviknir þrælar og atvinnulaust verkafólk í ESB, hafi bara eintóman hagnað og gleði af að þvo óhreina tauið í poka íslenskrar embættis/stjórnmála-elítu! Kjör verkafólks á Íslandi verða enn verri en áður, með inngöngu í bankaveldið ESB. Lengi getur vont versnað.

Það þarf að styrkja lýðræðið og réttlætið, en ekki veikja það með endanlegri inngöngu í ESB. Fólk verður að horfast í augu við þá staðreynd, að ESB er ekki það samband sem það hefur litið út fyrir að vera síðustu áratugina.

Þetta er auðvitað hrikalegur blekkingarleikur og tvískinnungur hjá þessari nýju áldrottningu Íslands, og stuðningsfólki hennar. Gjaldþrota ESB-bankar munu ekki hjálpa neinum, og hvers vegna ættu þær glæpastofnanir ásamt AGS að hafa áhuga á að hjálpa þeim sem þeir rændu?

Hvenær breyttust AGS-EES-ESB og seðlabanki Evrópu í hjálparstofnanir nauðstaddra og bankarændra?

Ég skil ekki pólitík og kúgunar-óréttlætið sem henni fylgir.

Minni á myndina:  Draumalandið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2013 kl. 19:23

17 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Vil bæta við að gamla áldrottingin Valgerður Sverrisdóttir er heiðursfrú í Framsóknargenginu fyrir austan, og Framsóknarkonan Jónína Ben. lætur það afskiptalaust, þrátt fyrir að hafa birt opið skammarbréf til iðnaðar og viðskiptaráðherra (Valgerðar Sverrisdóttur), í bók sinni á blaðsíðu 291?

Það heyrist heldur ekkert í Jónínu lengur, um svik Halldórs Ásgrímssonar við þessa þjóð, þótt hann sé enn á vappi í kringum toppana í Framsókn?

Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvers konar kúganir og blekkingar eru í gangi hjá Framsóknar-toppunum (flokkseigendunum). Ég get ekki sagt annað en að Framsókn er ekki ný, nema Valgerður Sverrisdóttir, Halldór Ásgrímsson og nýja stuðnings-áldrottingin Vigdís Hauksdóttir yfirgefi flokkinn endanlega. Þetta er mín skoðun og ég væri ekki heiðarleg né samkvæm sjálfri mér, ef ég styddi þetta gamla spillta gengi í flokknum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2013 kl. 19:51

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Það er mikil réttlætiskennd sem knýr þig áfram. 

Ég veit að margir hafa hana, en það eru ekki margir sem stíga skrefið og tjá hana opinberlega.  

Hafðu þökk fyrir það.

En þú lýsir vel af hverju ég treysti ekki Framsókn.  Ég ber mikla virðingu fyrir Sigmundi Davíð, og Frosti Sigurjónsson er eins og Lilja mín, gullmoli innan um hraungrjótið.

En hið falda vald í flokknum ræður öllu þegar á reynir.  

Ef Sigmundur virkilega vildi þjóð sinni vel, þá léti hann sverfa til stáls við þetta fólk.  

Jafnvel þó það klyfi flokkinn.

Ísland er  einnar messu virði.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 1237
  • Frá upphafi: 1412791

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1087
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband