21.3.2013 | 22:42
Alþingi smánar þjóðina.
Það ræðir dag og nótt um pappír, um orð á pappír.
Um stjórnarskrá af öllum hlutum.
Yfir 400 milljarðar hafa verið stolnar af heimilum landsins frá Hruni með röngum útreikningum á verðbólgu. Tekjutap þjóðarinnar vegna fall fjármálakerfisins kom fram í gengisfalli, sem kemur verðbólgu ekkert við. Að hækka lánin á þeim forsendum er beint brot á eignarréttarvernd stjórnarskráarinnar.
Alþingi ræðir það ekki.
Yfir 4.000 íbúðir hafa verið seldar nauðungarsölu frá Hruni. Segir á vef verkalýðsfélags Akranes.
Eftir góðum manni hef ég þessi orð:
...og hversu margt fólk, hversu mörg tár, brostnar vonir og óörugg börn. Hvar eru þeir fjármunir sem fólkið greiddi í útborgun og afborganir og svo rekið út af heimilum sínum að kröfu Mammons og af þjónum samfélagsins.- Allt vegna verðtryggingarvélarinnar sem gefur eigendum sínum " eðlilegt verðgildi fjármuna sinna" Það er mikið að í samfélagi sem fer svona með þegna sína,-því þarf að breyta.
Alþingi er ekki að ræða þennan napra raunveruleika fjölda fjölda fólks.
Á þetta var bent á í athugasemd á Feisbók í kvöld.
". hvað kemur það til með að kosta þjóðfélagið að gera ekkert, þegar 26 þúsund heimili fara á uppboð það er enginn sem talar um það eingöngu hver á að borga leiðréttinguna. Ástandið er vægt til orða tekið skuggalegt".
Rökin voru þessi; "staða alvarlegra vanskila hjá Creditinto. En ef þetta er reiknað upp með meðalfjölskyldu skv. Hagstofu Íslands þá eru þetta um 110.000 Íslendingar eða um 1/3 þjóðarinnar.".
Alþingi ræðir ekki þessa skuggalegu staðreynd. Það er að ræða stjórnarskrána.
Og þegar eini hagfræðingurinn á þingi vekur athygli hvað felst í þeim orðum seðlabankastjóra að undirliggjandi vöruskiptajöfnuður dugi ekki til að þjóðin standi í skilum á lánum sínum, að hún þurfi að treysta á endurfjármögnun á hluta þeirra, að þá þegir þingheimur. Eða réttara sagt, hann ræðir stjórnarskrána.
Í stað þess að ræða hina miklu vá sem blasir við og þá einu lausn sem kemur til greina ef á að bjarga samfélagi okkar frá glötun.
Ég ætla að enda þennan pistil með því að vitna í frétt á Smugunni, frétt sem Kastljós telur ekki ástæðu til að fjalla um, enda komin í kaf í kosningabaráttuna fyrir ríkisstjórnarflokkana.
að ræða nauðsyn þess að afskrifa snjóhengjuna svokölluðu í ljósi upplýsinga sem fram koma í nýrri skýrslu bankans um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins. ,,Þjóðarbúið getur ekki að óbreyttu aflað útflutningstekna til að leyfa útstreymi snjóhengjunnar, segir Lilja. ,,Snjóhengjuna verður að skrifa alla niður en hún samanstendur af aflandskrónum, krónukröfum erlendra aðila í þrotabú gömlu bankanna, eignarhlutum kröfuhafa í nýju bönkunum og erlenda skuldabréfi Landsbankans til gamla Landsbankans. Um 75% niðurskrift til að undanskilja erlenda skuldabréf Landsbankans mun ekki duga til.
Af hverju látum við bjóða okkur þetta???
Eigum við ekki börn sem eiga rétt á framtíð??
Hvað er eiginlega að okkur??
Af hverju gerum við ekki neitt??
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
Jóhanna leggur til þingfrestun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 585
- Sl. sólarhring: 642
- Sl. viku: 6316
- Frá upphafi: 1399484
Annað
- Innlit í dag: 500
- Innlit sl. viku: 5355
- Gestir í dag: 458
- IP-tölur í dag: 451
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viðbjóðurinn nær hámarksdýpt í svimandi gróða innheimtumanna og innheimtustofnana sem reikna út ábatavonir í ógæfu eigin samborgara.
Fjármálasiðferði andskotans.
Árni Gunnarsson, 22.3.2013 kl. 12:42
"Fjármálasiðferði andskotans".
Takk fyrir innlitið Árni.
Ómar Geirsson, 22.3.2013 kl. 16:43
Með kveðju að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2013 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.