21.3.2013 | 18:41
Þegar hávaðinn heldur að hann sé fjöldinn.
Þá skilur hann ekki sinn vitjunartíma.
Dögun fannst það sniðugt að taka þingheim í gíslingu, og hindra þar með framgang nauðsynlegra mála.
Og er fyrir vikið stimplaður sem flokkur vitleysinga.
Samt er ofsalega margt þarft og gott í stefnuskrá Dögunar, og mikið að hæfu og góðu baráttufólki.
Fólki sem vill vel, baráttumál sem skipta þjóðina miklu máli.
Það er því ekki einleikið hvað Dögun hjakkar í stjórnarskránni, eins og nokkur meðal almennings sé að hugsa um hana, hér og nú.
Þó fylgið hrynji af flokknum, úr heilum 4% niður í og niður fyrir 1%, þá er samt haldið áfram.
Eftir því sem fækkar í hópnum, þá kalla hinir hærra.
Og hærra.
Eins og mesti ótti þessa fólks sé að fá fylgi, að málefni þess fái brautargengi.
Þetta er ekki einleikið.
Ekki nema menn þekki til sögu CIA í Suður Ameríku eða lesið bók John Perkins um efnahagsböðla.
Þá veit maður að það sem er ekki einleikið.
Er ekki einleikið.
Ekki ef miklir hagsmunir eru í húfi.
Svona er Ísland í dag.
Þjóðin er varnarlaus gagnvart því ógnarafli sem fjárfest hefur í verðtryggingunni, og ætlar að fá ránsfeng sinn úr landi eftir kosningar.
Sundrungin er keypt, heimskan er kostuð.
Og vonin á vergangi.
Kveðja að austan.
Tómur fíflagangur á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 559
- Sl. sólarhring: 640
- Sl. viku: 6290
- Frá upphafi: 1399458
Annað
- Innlit í dag: 477
- Innlit sl. viku: 5332
- Gestir í dag: 438
- IP-tölur í dag: 431
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek undir þetta hjá þér og hef velt því sem þú dregur fram hér afar mikið fyrir mér án þess að komast að einhlítri niðurstöðu.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2013 kl. 22:49
Dögun hefur sagt að endurvinnsla á málmum megi stórauka á íslandi og eins vinna málma úr jörðu og stórauka álframleiðslu á íslandi aukþess að virkja bæði Þjórsá og Völundarskjálfana en þar er gríðarlegt hverasvæði. Ég er ekki mótfalinn hugmyndum þeirra um stóriðju svo ekki sé talað um bændur sem munu fá rafmagn á betri kjörim.
Duo (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 03:49
Blessuð Rakel.
Án þess að ég komi með beina tilvitnun, þá held ég að niðurstaða þín hafi verið nokkuð einhlít í lokablogggrein þinni í uppgjöri þínu við Borgarhreyfinguna.
Leikstjórnendurnir á Alþingi
Og ég tel skýringu þína vera eins nærri lagi og hægt er að álykta utan frá.
Þetta er ekki einleikið, og þegar miklir hagsmunir eru í húfi, þá er alltaf skýring á hinu einleikna.
Sorglegast er að sjá allt þetta góða fólk misnotað.
Og góðan málstað dreginn í skítinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2013 kl. 17:05
Þú segir það Duo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2013 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.