20.3.2013 | 08:57
Hinn leyndi þráður milli Brussel og Heimsýnar.
Blasir kannski ekki öllum við en ætti að verða mönnum ljós þegar menn íhuga að eigendur verðtryggingarinnar, eiga Heimssýn.
Og eigendur verðtryggingarinnar vilja evru því hún gerir þeim kleyft að flytja góss sitt óhindrað úr landi.
Í þessu ljósi verður að skoða þessa tillögu Þorgerðar Katrínar, og síðan ákafan málflutning Heimssýnar í þágu húsbónda sinna, eiganda verðtryggingarinnar.
Eigendur verðtryggingarinnar gera sér grein fyrir því að ekki er víst að áframhald verði á beinu aðlöguninni að ESB eftir kosningar og hugmynd þeirra með tillögu Þorgerðar Katrínar er að nýta sér óvinsældir verðtryggingarinnar til að fá fólk til að kjósa með áframhald viðræðna við ESB og binda þannig hendur næstu ríkisstjórnarinnar.
Í þröngri stöðu vegna hins óendanlegs klúðurs ríkisstjórnarinnar ætla þeir að nýta sér styrk andstæðinga sinna í eigin þágu.
Það er ljóst að stór hluti af stuðningnum við aðild að Evrópusambandinu kemur frá fólki sem hefur fengið uppí kok af verðtryggingunni. Fólk sér alveg ástandið í Evrópu, en það telur að ef við byrjum með hreint borð þá nái þjóðin að halda sjó, og þá er það allavega laust við stökkbreytingu lána sinna.
Nógu slæm er efnahagskreppa, þegar verðlag hækkar og tekjur dragast saman, að þurfa ekki líka að glíma við stórhækkun lána og þá erfiðleika sem af því hlýst.
Ef lán væru ekki verðtryggð væri stuðningurinn við ESB jafnmikill og stuðningurinn við auðrán, og auðþjófa, um eða yfir 10%.
Til að þetta plott gangi upp skiptir miklu máli að samtök eins og Heimssýn, Vinstrimenn gegn ESB, og þekktir talsmenn Evrópu andstöðunnar kasti af sér grímunni og mæri verðtrygginguna.
Hingað til hefur ekki komið eitt orð frá mönnum eins og Birni Bjarnsyni og Styrmi Gunnarssyni, sem kalla sig því fína nafni Evrópuvaktin, eða Hjörleifi Guttormssyni og Ragnari Arndals sem kenna sig við Vinstri vaktina gegn ESB,um verðtrygginguna og skaðsemi hennar fyrir heimili landsins. Þó vita þessir menn mæta vel að það er verðtryggingin sem smalar sauðunum í réttir evrusinna.
Þó tugþúsundir landa þeirra þjáist vegna þessa þjófatækis fjármagnseiganda þá þegja þeir og þegja, og þegja og þegja.
Og þegja.
En Heimssýn er látið í skítverkið, að æsa þjóðina upp gegn krónunni.
Ég vil vísa hér í pistil frá því á mánudaginn á bloggi Heimssýnar, sem heitir Útgjöld og laun í sama gjaldmiðli!, og biðja menn að lesa hann vel (linkur í athugasemd).
Tölfræði andskotans er mjög þekkt og evrusinnar nota hana líka.
Það er tekið nógu langt tímabil frá hörmungum til að sýna að tækið sem veldur hörmungunum, hvort sem það er evran eða hin verðtryggða króna, hafi haft lítil áhrif.
Sem er svipuð röksemd og þegar kínversk stjórnvöld afneituðu aids faraldrinum með þeim rökum að fjöldi tilvika frá 1970 væri ekki nema x tala, en skautuð alveg framhjá að 99% af x-inu kom síðustu 3 árin fyrir yfirlýsinguna, og það væri einmitt merki um faraldur.
Bæði evran og hin verðtryggða króna skaða ekki efnahagslífið þegar það er í uppsveiflu, þá má líkja þeim við krabbameinsfrumu sem er að dreifa sér, en engin einkenni koma fram fyrr en kreppir að.
Og þá eyða þessir fastgengisgjaldmiðlar efnahagslífi landanna, gera slæmt vont og síðan óviðráðanlegt.
Bæði evran og hin verðtryggða króna eru í þeim fasa núna, búin að gera slæmt vont, og ástandið er að verða óviðráðanlegt.
Það er fyrir almenning en ekki þá sem eiga. Þeir verða aðeins ríkari og ríkar því æ stærri hluti þjóðarkökunnar rennur í þeirra vasa.
Sami málflutningur er aðeins útskýrður með leyndum þráðum.
Leyndum þráðum sem kallast sameiginlegir hagsmunir.
Þegar tillaga Þorgerðar kemur til afgreiðslu, þá mun verða gerð skoðanakönnun sem mælir fylgið við tillögu hennar.
Til að tryggja góða útkomu, verður keyrt á verðtryggingarást hinna meintu andstæðinga Evrópusambandsins, orð þeirra og röksemdir þeirra verða breidd út um Netheima.
Til dæmis þessi orð Páls Vilhjálmssonar sem eru hugsuð sem rauð dula framan í þá tugþúsundir samlanda hans sem glíma við að halda heimilum sínum.
En skjaldborg heimilanna hljómar betur en hagsmunabandalag skuldsettra einstaklinga. Með stöðugu tali um ,,heimilin" en ekki einstaklingana sem taka sjálfstæðar ákvarðanir um sín fjármál er alið á ábyrgðarleysi. Ef fram heldur sem horfir verða íslensk heimili ríkisrekin enda einstaklingum ekki treystandi fyrir rekstri þeirra. Við eigum ekki að láta skuldugasta fólkið stjórna ferðinni. Það hefur sýnt að það kunni ekki fótum sínum forráð.
Það þarf ekki að segja meira.
Svona skrifa aðeins þeir sem þjóna húsbændum sínum.
Og þeir sem borga kaupið, vilja í ESB.
Vegna þess að evran er tækið sem gerir þeim kleyft að flytja ránsfeng sinn úr landi.
Það er minni vík milli Þorgerðar Katrínar og Heimssýnar, en sú vík sem er á milli vina.
Þau lúta sama húsbóndavaldi.
Eigendum verðtryggingarinnar.
Munum fundinn í kvöld.
Kveðja að austan.
Kosið verði um ESB 27. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gögni sem þeir vísa til eru líka ekki rétt túlkuð. þar sést skýrt að á þessu 18 ára tímabili 1994-2012 hefur kostnaður vegna fermeters í húsnæði hækkað sem hlutfall af launum um 10% það sem kémur líka fram á vef hagstofunar er að meðalstærð þess húsnæðis sem hver einstaklingur þarf hefur aukist meira eða um 20% á sama tíma. því má draga þá ályktun að kostnaður meðalfjölskyldu á íslandi vegna húsnæðis sé nálægt 30% hærri 2012 en hann var 1994.
Af því leiðir að verðtryggingin hefur í reynd étið upp alla kaupmáttaraukningu almennings á þessum tíma með tilliti til húsnæðiskaustnaðar.
Svo verður maður líka að spyrja sig hverskona fávitar það eru sem líta svo á að sjálfsagt sé að gera alla kaupmáttaraukningu í landinu upptæka til handa frjámálstonunum. ?
Guðmundur Jónsson, 20.3.2013 kl. 11:46
Það er ekki stór spurning Guðmundur.
Þeir sem ganga erinda fjármálastofnana telja ekkert athugavert við það. Enda þiggja þeir laun fyrir.
En raunverulegir andstæðingar ESB, eru líka andstæðingar verðtryggingarinnar, því verðtryggingin er aðal fóður evrutrúboðsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.3.2013 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.