Sterkara evrusvæði sýndi styrk sinn í gær.

 

Enn ein þjóðin var sett í kvörnina, kemur úr henni rúin eignum og framtíð.

Þó voru erfiðleikar Kýpur aðeins brotabrot af þeim erfiðleikum sem hér urðu haustið 2008.

Erfiðleikar Grikkja voru aðeins brot af þeim erfiðleikum  sem urðu hér haustið 2008.

Og menn vissu ekki einu sinni að Spánn ætti í erfiðleikum, jafnvægi var á ríkisfjármálum og hagvöxtur hafði verið mikill.

 

Rústir einar blasir við ungu fólki í þessum löndum í dag.

Atvinnuleysi um eða yfir 50%, æ fleiri þurfa að treysta á matargjafir Rauða krossins líkt og á hamfara eða stríðstímum.  Skólum er lokað, þeir sem eru opnir fá ekki rekstrarfé fyrir mannsæmandi kennslu.  Sjúkrahús hökta, við því að loka vegna fjárskorts.

Hvernig væri ástandið hér, ef við hefðum verið með evruna og þurft að sæta bjargráðum Evrópusambandsins, að skattfé almennings væri notað til að bjarga gráðugum fjármálamönnum en eftir stæði sviðin almannaþjónusta.

Hér væru ekki rústir, hér væri ekki neitt.  Gjaldþrota þjóð í örbirgð.

 

Samt segir utanríkisráðherra landsins það óhjákvæmilegt að við göngum í þessar hörmungar.

Og er ekki samstundis settur á hæli fyrir siðblindingja, fyrir þá sem eru haldnir dauðahvöt fyrir hönd annarra. 

Vegna þess að hann er ekki einn um þessa skoðun.  Að vilja rústa þjóð sinni, gera íbúa landsins endanlega að þrælum fjármagnsins.

 

Björt Framtíð fær 15% fylgi út á þessa framtíðarsýn hörmunganna.

Hennar eina kosningamál er rjúkandi rústir evrusvæðisins. 

Fjöldaatvinnuleysi ungmenna, ónýtir skólar, einkavætt heilbrigðiskerfi í dauðteygjum.

Matargjafir, matarbiðraðir.

 

Þið stáluð framtíð okkar segir ungt fólk í Evrópu í dag við stjórnmálamennina sem bera ábyrgð á hörmungunum.  

Á Íslandi kýs ungt fólk slíkan þjófnað, þjófnað á sjálfri framtíð þess, vegna þess að því finnst það fyndið.  

Björt framtíð er svo fyndin, þess vegna kýs það flokkinn.  Svo hristi maður hausinn yfir strákfíflunum í Gosa sem breyttust í asna og enduðu í námum vogunarsjóðanna.  Fannst það svo absúrd, of súrt til að eiga heima í ævintýri.  

Sér það svo raungerast á Íslandi í dag.  

 

Þetta hlýtur að vera plastinu í drykkjarföngum að kenna.

Það var vitað að það drægi úr æxlun karlmanna, en virðist úrkynja þá á mun alvarlegri hátt. 

Þeir missa hvötina að verja líf sitt.

 

Kjósa fjöldaatvinnuleysi, kjósa hörmungar, kjósa endalok þess samfélags sem við þekkjum.

Í stað þess að safna liði og losa sig við hið skítuga fjármagn í eitt skipti fyrir öll.  Sinna síðan kalli náttúrunnar, og gera það sem lífið ætlast til af þeim.  Að geta af sér líf og koma því á legg.

 

Svoleiðis var það fyrir daga plastsins.

En er ekki lengur.

 

Aðeins konur andæfa.

Aðeins konur skilja að það þarf að vernda lífið.

 

Konur munu leiða byltingu lífsins.

Það er fundur á miðvikudagskvöldið.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Óhjákvæmilegt að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar hvern and$#"Qs skiptir það okkur máli með sterkt ESB frekar en Ameríkönum eða Japönum. Við erum ekkert að ganga í ESB. Skilur þú ekki að 75% vilja ekki ESB og 9% vilja ESB ert þú ''daft'' vangæfur ef þú skilur ekki enska orðið daft. Þessar tölur eru frá ESB könnunum.

Svaraðu mér og Segðu hvort þú skiljir þessar kannanir ESB. Bara nokkur orð sem sína að þú skilur prósentureikning.     

Valdimar Samúelsson, 18.3.2013 kl. 10:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Valdimar.

Eiginlega held ég að þú hafir lesið annan pistil og lent svo með athugasemd þína óvart inná mig. 

Reyndar er möguleiki að þú hafir lesið fyrirsögnina eina, sem er byggð á orðum Össurar um "sterkt evrusvæði" og ekki lesið síðan pistil minn.  

En setningar eins og "rúin eignum og framtíð", eða  "Hér væru ekki rústir, hér væri ekki neitt.  Gjaldþrota þjóð í örbirgð" er vart hægt að misskilja á þann hátt sem þú ert að gera Valdimar.

Restin af pistlinum fer síðan í að hæðast af ungu fólki sem kýs yfir sig þessa örbirgð.  Ég veit að það er vita gagnslaust Valdimar,  því þetta unga fólk les ekki bloggið mitt.

En ég hef bara svo gaman að hæðast að evrutrúboðinu og einn og einn masókisti evrutrúboðsins les þessa pistla.  

Ekki bara fyrirsagnirnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 10:42

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar ég biðst velvirðingar þótt ég eigi það ekki skilið. Ég er orðin svo svekktur á Evrópusinnum að ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég hitti einn. :-) Ég las grein þína. Spurnin ert þú Evrópusinni eða ekki ef ég má spyrja. Stundum hefir mér fundist þú vera það á skrifum þínum.

Valdimar Samúelsson, 18.3.2013 kl. 10:57

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Evrípusinni Valdimar, nú er stórt spurt. 

Eigum við ekki að ræða þá spurningu þegar við stöndum yfir höfuðsverði Brusselvaldsins, það er ekki nóg að hrekja þessi óféti frá ströndum landsins, það þarf að ráðast að rót meinsins, og fjarlæga það eins og hvert annað krabbameinsæxli.

"First we take Manhattan, then we take Berlin". 

Þetta er verkefni sem þarf að leysa svo að hinn venjulegi maður fái frið með líf sitt.

Síðan má ræða og skeggræða framtíðarsýn okkar.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 1224
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1083
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband