Hvað er Kýpur búið að vera með evruna lengi??

 

Hvað tók það evruna mörg ár að gera landið gjaldþrota??

Hvað tók það evruna mörg ár sem Tyrkjum tókst ekki um aldir??

 

Fjögur ár, svarið er fjögur  ár.

Og það fyndna er rökin fyrir skuldaþrælkun almennings er hin skelfilega hótun; "þá myndi Kýpur ekki lengur vera hluti af evruríkjunum".

 

Hvaða viðrini náðu að láta þjóðmálaumræðuna snúast um hvort íslenska þjóðin ætti fríviljug að gerast aðili að hörmunginni sem hin sameiginlega mynt ESB er.  

Þar sem þjóðir eru skornar upp þegar fjármagnið fær flensu. 

 

Svarið er þeir sem fjárfestu í verðtryggingunni, þeir sem keyptu afskrifaðar kröfur útrásarinnar á hrakvirði en ætluðu innheimta þær í botn, eða alveg þar til síðasta krónan væri horfin í vasa þeirra.

Efnahagsböðlar vogunarsjóðanna mættu strax á fyrsta degi, settu upp aðgerðamiðstöð á hótel Borg (bara líking) og hafa stjórnað síðan sundrungu þjóðarinnar.

Sem þeim hefur tekist mæta vel.

Eða alveg þar til þjóðin fékk nóg.

 

Hún vill ekki evru hörmungar.

Hún vill ekki tal um orð á pappír, þó orðin eigi að heita ný stjórnarskrá.

Hún vill ekki lýðskrum frjálshyggjunnar.

Hún vill ekki hin ótal framboð sem bjóða fram sérvisku og sundrungu.

Hún vill ekki lengur þetta rugl.

 

Hún vill réttlæti, hún vill von, hún vill framtíð.

Og hún vill fólk sem hugsar um hag þjóðar en ekki sinn eigin hag.

 

Og við því eiga efnahagsböðlar vogunarsjóðanna ekkert svar.

En reyndar andófið ekki heldur.

 

En Framsókn fattaði þetta.

Kannski.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Versti efnahagsvandi í 40 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það grátvroslegasta er þó að "neyðahjálpin" var einungis veitt vegna tengsla við sársjúkt bankakerfi Grikklands.

Það var ekki umhyggja fyrir Kýpur sem réði þeirri ákvörðun þríeykisins, heldur ótti við að þessi tengsla við hið sjúka bankakerfi Grikklands gæti verið ógn við evruna!

"Neyðarhjálpin" til Kýpur er ekki fyrir kýpverja, heldur til að reyna að treysta feysknar stoðir evrunnar!

Gunnar Heiðarsson, 17.3.2013 kl. 22:28

2 identicon

Í einu orði sagt frábær pistill Ómar.

Hver einasta setning meitluð og skýr og í lokin allt sem segja þarf um stöðu mála í dag:  "Kannski"

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 01:51

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Gunnar, það eina sem er öruggt þegar orðið björgun kemur fyrir í orðskrúði Brussel, að þá fer almenningur viðkomandi lands með bænir sínar, líkt og fólk gerði á öldum áður þegar drepsóttir gengu yfir, og ekkert var við ráðið.

Pétur, ég var nokkuð ánægður með þessa;

Og við því eiga efnahagsböðlar vogunarsjóðanna ekkert svar.

En reyndar andófið ekki heldur.

En það er svona, alltaf gaman að skemmta sjálfum sér og öðrum sem leið eiga hjá.  

En ólíkt væri það skemmtilegra ef eigendur verðtryggingarinnar hefðu ekki náð að kaupa upp allan manndóm þjóðarinnar.  Þá væru við í miðri lokaorrustu ICEsave stríðsins, að smala málaliðum breta í jailið.  

Og skrýtið, þá væri ekkert fár gegn baráttumönnum réttlætis í skuldamálum heimilanna.

Því málaliðar breta eru núna í fullri vinnu að níða niður þá sem vilja sanngjarna leiðréttingu á skuldum heimilanna.

Ætli þetta sé skýringin á því að allir fengu afskrifað nema hinn venjulegi maður, og heimili hans??

Sama skýringin og að bændur töpuðu alltaf þegar þeir risu upp gegni aðli miðalda, þrátt fyrir að þeir væru miklu fjölmennari.

Skortur á forystu??

Veit ekki, kemur í ljós á miðvikudaginn.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 570
  • Sl. sólarhring: 639
  • Sl. viku: 6301
  • Frá upphafi: 1399469

Annað

  • Innlit í dag: 486
  • Innlit sl. viku: 5341
  • Gestir í dag: 446
  • IP-tölur í dag: 440

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband