Sér grefur gröf, sem grefur.

 

Og ekki er hægt að segja annað en að Samfylkingin sé dugleg við það þessa daganna.

Hún skipti um formann, til að losna við tenginguna við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, og til að skapa sér ný sóknarfæri svo flokkurinn byði ekki algjört afhroð í komandi kosningum.

Til þess að það tækist er algjört grundvallaratriði að flokksmenn láti sem svo að þeir lúti hinum nýja formanni, að hann stjórni flokknum.

 

Árni Páll mat það að aðförin að stjórnarskránni hefði mistekist, að héðan af yrði að reyna að lágmarka skaðann.  Og hann mátti eiga að hann fann leið sem gerði flokknum kleyft að gleyma málinu án þess að ósigurinn virkaði algjör.  

Kallast í einhverjum fræðum að lágmarka skaðann.  

Og gera flokknum um leið að tala um eitthvað sem hugsanlega kæmi í veg fyrir að spá mín um 10% fylgið rætist.  Ekki það að Árni hafi heyrt af þeirri spá, en ef fallistalína skoðanakannanna er framlengd, þá er stutt í 10%.  Eitthvað sem blasir við.

Ekki það að það sér mikið skárra að tala um evruna og Evrópusambandið, en ástandið þar er þó annarra klúður, ekki klúður Samfylkingarinnar eins og allt sem núverandi ríkisstjórn hefur komið nálægt.

 

En hann nýtur ekki til þess stuðnings, að það sé reynt að bjarga flokknum frá algjöru afhroði.

Forysta hans er vefengd, og Árni ekki bógur til að takast á við fólkið sem mannar skurðgröfurnar við að grafa undan honum og flokknum.

Hefur ekki manndóm til að gera upp við Jóhönnu eins og Khrushchev hafði  þegar hann gerði upp við hörmungartíma Stalíns.

 

Og eymdin í forystu flokksins blasir öllum við.  

Fíflin sem eru svo samdauna ruglinu í sjálfu sér fá að eyða því litla sem eftir er af fylgi flokksins.

Tala um kökur þegar fólk vill brauð.

Tala um stjórnarskrá þegar fólk vill réttlæti.

Berjast innbyrðis þegar fólk vill að það sé barist við fjárræningjana sem herja á strendur landsins.

Sýna að flokkurinn er algjörlega duglaus þegar kemur að leysa vandamál þjóðarinnar.

 

Fólk treystir ekki fíflum, ekki þegar sjálf tilvera þess er í húfi. 

Krakkabjánar kjósa vissulega Píratana og einhverjir sem halda að lífið sé lélegur brandari elta Gnarristaflokkinn.  

Samtals svona rúmlega 10% af þjóðinni, en það eru þegar til flokkar sem sérhæfa sig í þessu fylgi.

Þess vegna er það svo glatað að tala um stjórnaskrá þegar fólk talar um verðtrygginguna, um hin stökkbreyttu lán, um afskriftir auðmanna, um vogunarsjóði sem ætla að mergsjúga efnahagslífið í gegnum þrotabú gömlu bankanna.

 

Árni Páll hefur rétt fyrir sér.

En ræður ekki við lifandi drauga fortíðarinnar.

 

Ghostbusters.  

Skyldu þeir vera á lausu.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Óánægja innan Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin sem velur sér Vilhjálm Þorsteinsson sem gjaldkera aftur og aftur og ítrekað

þekkir ekki muninn á réttu og röngu og kann því ekki að skammast sín í siðspillingu sinni. 

Demos (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 15:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Demos.

Sú vanþekking virðist algeng þessa dagana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2013 kl. 15:59

3 identicon

Björt framtíð

sem gerir út undir handarjaðri Ólafs Stephensen og Þorsteins Pálssonar og ESB

og Mikaels Torfasonar í þágu útrásar- og endurreistra innrásarvíkinga þeirra í slagtogi með vogunarsjóðum

þekkir ekki heldur muninn á réttu og röngu og kann því ekki að skammast sín í siðspillingu sinni og fégræðgi.

Allt er það samkvæmt hinni gömlu rómversku heimsveldishyggju og nýlendustefnu, Divide et Impere.

Nú bjóða þeir hér leiki, en ekkert brauð handa hungraðri þjóð.  Þeir munu missa fylgið til sjóræningja.

Allt hangir þetta á einum streng og heimskra manna ráð þykja nú best sem í Icesave forðum.

Kannski sundrungin verði fíflunum að falli og þeir muni æpa að lokum "My kingdom for a horse"?

En lífsins skógur taka þá til sinna ráða og hefta för þeirra og ráða niðurlögum þeirra?

Þannig segir Shakespeare frá, þannig segir Tolkien frá. 

Hið illa mun alltaf lúta í lægra haldi fyrir lífinu, því lífið er okkar en ekki heimskra valdagráðugra manna.

Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 18:19

4 identicon

ESB sinnaðir sjallar fljúga nú með duldum vængslætti fárra en frekra, yfir til Bjartrar framtíðar.

Stórir hópar niðurníddra og skuldaþrælkaðra sjalla flýja hins vegar Valinn, Illfyglið

og flögra nú nærri pilsfaldi maddömunnar, en óttast þó samt að þar innandyra leynist Óhræsið.

Það er erfitt að vera lítill og hungraður fugl nærri vori,

þegar páskahretið nálgast og apríl, grimmastur alla mánaða, bíður handan við hornið.

Nú bíðum við upprisu hvers okkar og eins og ef hún mun verða, þá mun réttlætið upphefja okkur lýðinn

og við frelsast undan ánauðinni, einungis vegna okkar og fyrir okkur sjálf til frelsis okkar og fullveldis.

Fari svo,

þá mun apríl enda sem okkar ljúfasti mánuður og vekja upp gróður lífs okkar úr dvala og við blómstra.

Okkar er valið, að standa saman og blómstra, eða sundrast og farast.

Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 20:12

5 identicon

  • Ljóð eiga og mega vera hvatning til okkar allra til að “Glenna upp augun” eins og Majakovskí orðaði það á sínum tíma og sérílagi um heltu og helgimyndklastur allra hræsnara tímans.  Lista- og menningarelítan íslenska hefur kosið sér það með árunum að þegja á fóðrum sínum og loka augunum og það er dapurlegt til þess að vita hversu nátengd hún er nú auðhringadrottnunum í helgimyndaklastri þeim til dýrðar.

    En ég vona þó að sú vesæla lista- og menningarlíta kunni innst inni að meta þetta sígilda ljóð eftir hið aumingjagóða skáld, Ezra Pound, sem aumkvaði sig yfir einn bankastarfsmann, T. S. Eliot, og hjálpaði honum við að koma The Waste Land yfir á brúklegt form … hér læt ég fylgja með sígilt ljóð eftir Ezra Pound

  • LUSTRA

    And the Days are not full enough
    And the Nights are not full enough
    And the Life slips by like a Field mouse
    not shaking the grass.

    Mikið flottari gerast ekki ljóð en þetta hjá Pound, því það tjáir lífsþorsta okkar allra, en jafnframt depurð yfir því hversu margar smáar mýs leynast í grasinu og hrista það aldrei, heldur fela sig þar á bak við.

  • Þá að þessu með að glenna upp augun, sem minnir mig reyndar alltaf líka á höggmynd Einars Jónssonar, þar sem hendur Sam-viskunnar reyna að rífa upp augnlok mannveru sem engist og virðist bara alls ekki vilja sjá … eða vill bara alls ekki láta hrófla við “blindu” sinni, sem minnir mig svo reyndar áfram á marga “heilaga” og staur-blinda atvinnu-pólitíkusa og banka-ræningja … ætli þeir hafi enga Sam-visku til að glenna upp augu þeirra?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 21:06

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Vildi margt segja, og vildi óska að margur læsi sér til skilnings.  Vonandi verður það svo áður en yfir líkur.

En ég sé að einn ein spá mín varð forspá.

Akur þagnarinnar hefur þegar reynst ljóðskáldi lífsins frjó, og þó er dagur eitt varla liðinn.

Forsenda byltingar lífsins er að einhver hafi þann kynngimátt orðanna að fá fólk til að skilja einfaldleika lífsins.

Að þetta sé svo einfalt, að þráin til lífs er sammannleg, og mun að lokum sameina íbúa þessarar jarðar.  

Þeir sem halda að stríðið við vogunarsjóðina sé eins og piknikferð, munu leita í orð þín þegar önnur sund lokast.  Ef þeir lifa þá af að hafa mætt skriðdrekum valdsins berhentir og ætlað að stöðva þá með kínversku andófsaðferðinni, að leggjast flatur fyrir belti þeirra.

Svona innslög eins og ég fékk frá þér og ljóðskáldi lífsins hér að ofan, og víðar, gefa ströggli mínu lit og birtu.  

Takk fyrir mig Pétur minn.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 09:35

7 identicon

Mín er ánægjan Ómar minn, en mundu að ég er bara í mótmæla þagnarbindindi á feisinu :-)

Hvað ljóð eru og hver ljóðskáld eru veit ég minnst um ... en ég er reyna á þanþolið til lífsins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 14:48

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Pétur minn.

Þú átt að vita sem minnst um það.

Ljóðskáld lífsins veit það, það kann að sá í akur þagnarinnar.

Og ég græt ekki uppskeruna á þessari síðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 459
  • Sl. sólarhring: 726
  • Sl. viku: 6190
  • Frá upphafi: 1399358

Annað

  • Innlit í dag: 388
  • Innlit sl. viku: 5243
  • Gestir í dag: 357
  • IP-tölur í dag: 352

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband