17.3.2013 | 12:27
Svo taktlaust, svo sorglega taktlaust.
Hvað brennur á fólki í dag??
Smá hint, það er ekki ESB, svo ágæt sem sú umræða er að sækja um aðild að dauðabandalaginu sem skuldaþrælkar almenning í þágu fjármagns og auðmanna.
Lesið þessa annars ágætu fréttaskýringu, það er ofsalega margt sagt, en hvergi minnst á heimili eða vanda þeirra, hvergi minnst á svikin við fólkið, við fólkið í landinu.
Ef þessir heiðursmenn hefðu minnstu grænu glóru um hvað vinstri mennska snýst, um hvað býr að baki félagshyggju og velferð, þá hefðu þeir strax yfirgefið VG eftir að ljóst var að flokkurinn tók að sér böðulsverkið fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, því þá voru hin helgu bönd við mannúð og mennsku slitin.
Aðeins þeir sem þekkja ekki muninn á réttu og röngu taka að sér verktaka vinnu fyrir hið skítuga alþjóða fjármagn sem er langt kominn með að eyða velferð og velmegun Vesturlanda, og er langt komið að breyta heiminum í eitt stórt þrælahagkerfi.
Og það er greinilegt að þeir félagar þekkja ekki þennan mun, að þeir hafa ekki ennþá hugmynd um af hverju siðað fólk gerir ekki sumt, étur ekki fólk, drepur ekki náungann, vinnur ekki í verktöku hjá AGS við að eyða innviðum samfélaga.
Það er ekki spurning um lagaboð að siðaður maður lætur ógert fyrstu tvö atriðin sem ég taldi upp og það síðasttalda er ekki leyfilegt þó lögin banni ekki slíkt.
Sumt er einfaldlega ekki gert, ekki ef maður er siðaður, ekki ef maður þekkir muninn á réttu og röngu.
Þess vegna skiptir það engu máli þó VG hefði lagst gegn ESB, og meint það, og það skiptir engu máli þó VG hefði bannað alla olíuleit á Drekasvæðinu.
Fylgi flokksins hefði samt farið í um eða undir 5%.
Því siðblinda er ekki mjög algengi, og vinstri flokkur sem svíkir mennskuna, er ekki flokkur sem vinstra fólk kýs aftur.
Fólkið sem sá ekkert rangt við þrælabúðir Stalíns eða telur að vandi Rauðu Kehmranna hafi verið ímyndunarvandi, þá kýs VG áfram, aðrir ekki.
Og nýr flokkur sem leggur ekki höfuðáherslu á vanda heimilanna, verður ekki kosinn, sama hvað annað verður sagt, um þarft sem óþarft.
Nýr flokkur um sérvisku, eða þá súperlausn, að vandi þjóðarinnar felist í að viðkomandi séu ekki við stjórnvölinn, mun ekkert fylgi fá.
En hann þjónar einu afli.
Viðurstyggðinni sem sýgur til sin öll verðmæti frá heimilum og fyrirtækjum, og skilur eftir sig sviðna jörð þar sem fólk hefur vart í sig og á.
Hinni svörtu frjálshyggju sem ógnar tilveru mannsins.
Hin ótal framboð eru engin tilviljun.
Skrípaumræðan um stjórnarskrána er engin tilviljun.
Þetta eru vanir menn.
Kveðja að austan.
Sýður upp úr hjá VG vegna ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 15
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 1239
- Frá upphafi: 1412793
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1089
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er akkúrat málið meistari.
Og umræðan er stútfull af afneitun hjá sjöllunum líka. Skoðið þráðinn hjá Halldóri Jónssyni sem spyr af hverju fylgi flokksins sé að minnka. Eftir 13 innlegg á þræðinum þá hefur enginn komið auga á stóra bleika fílinn í stofunni sem eru skuldamál heimilanna. Sjöllunum verður trúlega ekki bjargað úr þessu.
Seiken (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 13:22
Fílarnir eru reyndar tveir; sá bleiki í stofunni (eins og Seiken nefnir hann) og svarti ESB fíllinn í forstofunni.
Þessir tveir eru náskyldir og nauðsynlegt að fella þá báða.
Kolbrún Hilmars, 17.3.2013 kl. 15:08
Blessaður Seiken.
Ég held að seinni grein Jóns Steinar hafi endanlega afhjúpað rökþrotið, þegar hann kom með dæmið af Olla vini sínum, sem leigði í blokk, og safnaði fyrir íbúð, þá skellti ég upp úr.
Það safnar enginn fyrir íbúð sem leigir í dag, það er eiginlega skýring á mörgum íbúðakaupum, fólk sagði að það eignaðist þó hugsanlega eitthvað með tímanum.
Þegar rökin í svona stóru máli er að tala við fólk eins og það sé hálfvitar þá eiga menn frekar að sleppa þessu og fara að tala um ísbirni. Eða ekki um neitt eins og Hanna Birna.
Sjöllunum verður ekki bjargað, ekki fyrir þessar kosningar. Og verður yfir höfuð aldrei bjargað ef þeir trúa að frjálshyggja Hönnu Birnu sé svarið.
Þeir þurfa leiðtoga sem stígur fram og gerir upp við valdatíma Kjartans Gunnarsson og hugmyndafræði Hannesar og Friedmans.
Sem setur fram klassík rök kristilegrar íhaldsmennsku gegn sérhyggjunni, siðleysinu og hinni taumlausri græðgi. Eitthvað sem Ragnar Önundarson var að benda á, muninum á braski og verðmætasköpun.
Ekki veit ég hvort þú hefur tekið eftir því Seiken, en Davíð þegir, hann hefur ekki skorið Bjarna niður úr snörunni. Hann er sá eini í Sjálfstæðisflokknum sem hefur penna sem gæti fundið vitrænan flöt á núverandi stefnu flokksins, ef hann getur það ekki, þá getur það enginn.
Og hefur þú íhugað af hverju Davíð þegir??
Davíð var sá fyrsti sem lenti í kvörn Kjartans, hnífarnir voru þegar komnir í bak Davíðs þegar veikindi hans voru notuð sem skálkaskjól til að senda hann á eftirlaun í Seðlabankann. Hið nýja afl í flokknum, sem Kjartan var í bandalagi við, gullgerðarmennirnir, þvingaði Davíð til að segja af sér. Valkosturinn var opinber uppreisn, framboð gegn honum á forsendum ESB armsins, og kostað af hinu nýja gulli.
Hafi gróið, þá rifnuðu öll þau sár upp þegar sami armur gerði bandalag við Samfylkinguna um að nýta Hrunið til að koma landinu beint í ESB. Þaðan áttu bjargráðin að koma. Og hindrunum átti að ryðja úr vegi.
Barbabrellunni um Davíð átti sér ekki síður upptök í skúmaskotum Sjálfstæðisflokksins en á flokksskrifstofu Samfylkingarinnar.
Verkfæri Kjartans í þeirri brellu voru hluti af krökkunum sem núna stýra flokknum, og hún Hanna Birna.
Geymt en ekki gleymt.
Og óuppgert.
Þessir menn þurfa enga óvini.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2013 kl. 15:48
Takk fyrir innlitið Kolbrún.
Ég held að sá sem talar um tvennt fyrir þessar kosningar, ESB og stjórnarskránna, sé fyrirfram búinn að dæma sig úr leik.
Í dag er þetta einfaldlega baráttan um brauðið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2013 kl. 15:56
Jú Ómar, ég hef einmitt tekið eftir því að Davíð þegir.
En hérna áður fyrr, á meðan hann réð ríkjum, þá var mynstrið hjá sjöllunum þannig að þegar þeir vildu koma einhverju áleiðis þá lagði Davíð það fram og Hannes eða Jón Steinar mættu svo í Kastljósið í framhaldinu til þess að verja það. Þannig að í hvert skipti sem ég heyri Jón Steinar tjá sig þá hef ég þann fyrirvara á málflutninginum að hann gæti mögulega verið að tjá fyrst og fremst hug gamla formannsins.
En ég hafði ekki séð í gegnum þetta með Kjartan og Davíð en mér finnst þetta hljóma trúlega núna þegar ég hugsa um það. Kjartan fékk jú fyrir ferðina frá DO eftir hrun á einhverjum fundinum sem sjallarnir héldu í þeim tilgangi að reyna að tjasla flokkinum saman.
Ég hef aldrei haft trú á Hönnu Birnu, en einhvern veginn virðist það vera í tísku þessa dagana að færa til metorða stjórnmálamenn sem í gegnum langan tíma ná að komast hjá því að gera grein fyrir hverju þeir standa. Og ekki byrjar það gæfulega hjá henni blessuninni þegar hún byrjar að tjá sig um landsmálin.
Seiken (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 16:29
"Svo taktlaust, svo sorglega taktlaust"
ekkert nema sundruð sérframboð, samkvæmt forskrift ógnarvaldsins, Divide et Impere.
Hér þarf samstöðu lífsins, ekki sundrungu.
Meðan menn sjá ekki hinn augljósa sannleika ljóssins og tærleika vatnsins og eilífðarinnar
þá leika ógnaröflin sér, sem kettir að músum.
Héraðsbrestir og hrossabrestir leika um allt.
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 17:00
"We are god´s frozen people" sagði Davíð eitt sinn við einhvers konar Golíat, höfðingja í Ísrael
sem sagði að þeir væru "God´s chosen people."
Mun Davíð nú loks vakna til lífsins eftir sinn frostakafla og afneita landstjóra Golíatanna,
Kjartani Gunnarssyni og tvíhöfða þursaklíkunni, Hönnu Birnu og Bjarna Ben.?
Hver veit, hver veit? Margt er nú skrýtið í loftinu og margir þegja um sinn,
en kannski íshjartað taki nú brátt að slá undir þagnarskelinni?
Sprungan í íshelluna varð ljós þegar Icesave Landsbanka Björgólfa og Kjartana bar á góma.
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 17:28
Nei Seiken, Hanna Birna er afurð slagaorðaflaums tómhyggjunnar sem frjálshyggjan nýtti sér á þeim tímum þegar fólk almennt taldi hugsun um samhengi hluta og dýpri rök tilverunnar vera úti, en lifa fyrir núið var málið.
Svo þegar kreppir að, og fólk fer aftur að hugsa, þá er frjálshyggjan föst í sinni eigin taktík. Sem betur fer.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2013 kl. 20:33
Blessaður Ljóðskáld.
Þetta er nefnilega stóra spurning íslenska stjórnmála í dag, af hverju þegir Davíð. Hann er eini maðurinn sem hefur burði til að rífa flokkinn upp úr pyttinum sem hann gróf sér á landsfundinum þegar hann ákvað að svíkja heimili landsins, þvert á fyrri yfirlýsingar.
Fólk áttar sig nefnilega ekki á því að þeir eru ekki lengur Kjartan og Davíð, við borgum ekki skuldir óreiðumanna var sneið Davíðs til Kjartans og félaga.
Og sú sneið á sér forsögu.
Ekki veit ég hvar Davíð stóð í uppgjörinu sem varð innan flokksins í byrjun þessara aldar, uppgjörinu milli hinna nýju tíma gullgraftarins og eðlislægri varkárni íhaldsmanna. Líklegast stóð hann fyrir utan, reyndi að sætta og halda flokknum saman.
En Jón Steinar vann ákveðið verk fyrir vin sinn Kjartan, hann stjórnaði aðförin að gamla Reykjavíkuríhaldinu í átökum sem kennd eru við SPRON.
Þar sigraði græðgin ráðdeildina, gamli Sjálfstæðisflokkurinn féll þegar Jón G. Tómasson féll í stjórnarkjörinu, bakland hans var keypt upp með gulli hinna nýríku. Ásamt loforðum um mikinn gróða, um mikinn hagnað.
Menn gleyma því alltaf að það voru bara örfáir auðmenn sem döðruðu við Samfylkinguna, allflestir héldu tryggð við sinn gamla flokk, og lungað af vinnumönnum þeirra voru í flokknum. Landsbankinn var orðinn uppeldisstöð SuSara.
Kjartan var sá aðili sem tengdi saman hagsmuni þessa nýja fjármagns, og hagsmuni flokksins.
Og þegar fjármagnið vildi í ESB, þá var Davíð orðinn þrándur.
Davíð var líka farinn að spyrja ýmissa spurninga hvort þjóðin væri á réttri braut. Og þar endurspeglaði hann áhyggjur hinnar gömlu borgarstéttar sem missti ítök í hverju fyrirtækinu á fætur öðru. Vissulega fyrir pening, en þetta snérist minnst um pening, heldur völd, áhrif, stöðu.
Davíð og Kjartan voru á sömu risaöldunni sem yfirtók flokkinn, en þessi alda klofnaði, Davíð varð alltaf meir og meir landsfaðir í ætt við eldri forystumenn flokksins, hann þróaðist í þjóðernissinnaðan íhaldsmann, en Kjartan fylgdi tímanum, í stað þess að berjast við hina nýríku auðmenn, þá gerði hann þeirra hagsmuni að hagsmunum flokksins. Og síðan hagsmuni flokksins að þeirra.
Og þá skildu leiðir.
Það er svo augljóst, að skurðgröfturinn undan Davíð kom úr innsta kjarna flokksins. Þaðan komu sögurnar um ráðríki hans og ofstopa, og það var varla búið að fréttast að hann væri veikur, þá átti það að skýra allt.
Davíð var ekki svona argur við hina nýríku, hann hafði orðið fyrir persónuleikaröskun. Eða þannig.
Og það var látið í það skína að hann væri á förum.
Hann væri hvort sem er orðinn svo einangraður, og hann skildi ekki hina nýju tíma.
Allskonar hálfkveðna vísur komur frá samtökum atvinnulífsins, og þá ekki bara heildarsamtökunum, heldur líka hinum einstökum deildum, og þá sérstaklega frá versluninni. Sem óvart var í vasanum á hinu nýríku.
Og unga fólkið, sem átti að erfa flokkinn, það kom aldrei Davíð til varnar. Það var svo áberandi. Það er ótrúlegt hvað var grafið undan honum á stuttum tíma. Og þegar hann náði ekki nógu góðum kosningaúrslitum 2003, þá var hnífarnir dregnir fram, og bakið á Davíð notað sem skotskífa.
Ástæðan fyrir þessu er mjög einföld, það átti að mynda ríkisstjórn um ESB, og sú ríkisstjórn var ríkisstjórn Sjálfsæðisflokksins og Samfylkingarinnar.
Og slíkt yrði aldrei gert með Davíð í forystu flokksins.
Undirróðurinn átti sér því rætur í ákvarðanatöku um og uppúr aldamótunum, blákalt mat þeirra sem vildu koma landinu í Evrópusambandið, var að Davíð þyrfti að víkja.
Ég hef ekki hugmynd um hvenær Davíð áttaði sig á hlut Kjartans í þessu plotti öllu saman, menn eins og Davíð vita að hnífar í kasta sér ekki sjálfir í bak á fólki, og aðeins þeir voldugustu ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur, en það er allavega ljóst að hann hafði gert sér grein fyrir öllu þegar Hrunið varð, og strax frá fyrsta degi vann hann gegn áformum ESB klíkunnar um snögga aðild að ESB.
Og hann er eina skýring þess að það gekk ekki upp.
Það var hann sem lagði forystuna á aukalandsfundinum, það var hann sem hélt upp merkjum ICEsave andófsins innan flokksins, en ICEsave var forsenda ESB, og það er hann sem hjálpar ekki hnífakösturunum í hremmingum þeirra gagnvart kjósendum flokksins.
Ekkert af áformum Kjartans hafa gengið eftir frá því að hann náði að hrekja Davíð burt og látið Geir Harde mynda stjórn með Samfylkingunni.
Og sköpunarverk Kjartans, Hanna Birna, hún er liðin, mun aldrei leiða flokkinn.
Það eina sem ég spyr mig að, er hvort Davíð geri sér grein fyrir hlutverki Hannesar, í öllu þessu plotti.
Það skýrist, átökunum í Valhöll er ekki lokið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2013 kl. 22:04
Mjög góð athugasemd Ómar. Davíð vitjar nú ömmu sinnar og vitsins. Það gerist oft með aldrinum.
Kjartan og Hannes Hólmsteinn eru nú guðfeður Hönnu Birnu. Þeir hampa henni nú í stað Bjarna Ben.
Það er sýndarveruleikinn sem þeir stóla á, líkt og Eve online í Hörpunni. Farsi sem allir sjá í gegnum.
Fólk veit sem er að Hanna Birna og Bjarni Ben. eru tvíhöfði sama þurs þeirra, Landsbanka Björgólfanna.
"Við borgum ekki skuldir óreiðumanna" sagði Davíð,
sem þá minntist vits ömmu sinnar fyrir langa löngu
á bökkum árinnar sem streymdi og streymir enn.
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 00:18
Blessaður Ljóðskáld lífsins.
Það er rétt að aldurinn gerir oft vitra menn vitrari, sérstaklega þá sem skáldagyðjan hefur heimsótt.
Ég hef oft spáð því að Davíð ætli ekki að láta Kjartan vin sinn móta sína grafarskrift, að hann hafi verið ábyrgðarmaður Hrunsins. Og síðan endað ævi sína geðillur út í Móum.
Við lifum skrýtna tíma, og það sem var, verður ekki.
En þar sem ég er kominn út í fínni blæbrigði þeirra atburða sem áttu sér stað, og farinn að spá ýmsum furðum, eins og þeim að Davíð snúi aftur eins og Churchil forðum, með spjót og exi á lofti, albúinn að höggva hið skítuga fjármagn vogunarsjóðanna, að þá vil ég slípa eitt betur til.
Bjarni er ekki afurð Kjartans, hann er afsprengi hins gamla valds.
Hann var plataður með tali um nýja tíma þar sem allir yrðu svo ríkir, sérstaklega þeir sem væru vel tengdir, og þar með var auðvelt að afhenda honum hníf, og benda honum á merkta skotskífu.
En Bjarni er íhald af gamla skólanum, þar er Friedman ekki mikið kenndur.
Bjarni var aðeins millileikur, það var byrjað að grafa undan honum áður en hann var kosinn, og það var laginn maður sem stýrði þeirra skurðgröfu.
Á meðan Bjarni var látinn taka á sig hremmingar flokksins eftir Hrun, þá unnu smiðir dag og nótt í hinni svörtu smiðju skítuga fjármagnsins við að hamra nýja ímynd á Hönnu Birnu, flekklaus og hrein steig hún svo fram, án fortíðar, og án skoðana.
Talaði um blóm og birtu og hvað allt yrði gott ef stórfyrirtækin fengju nógu mikið frelsi til að græða og eyða. Reyndar missti hún þetta með stórfyrirtækin aðeins einu sinni út úr sér í pistli í Sunnudagsmogganum, en sagði nóg svo ljóst var hvar hjarta hennar sló.
Ég hef ekkert á móti tali um blóm og birtu ljóðskáld, ef það tal er um þá framtíð sem við stefnum að eftir að við höfum náð verjast hinu svarta fjármagni, en þegar slíkt tal er notað til að slæva dómgreindina, til að fá fólk til að yfirgefa varnarvígin, þá er slíkt tal skaðlegt, og ættað úr ranni óvinarins eina.
Markmiðið var að skipta Bjarna út, en það þótti ekki taktískt rétt núna.
Bjarni er hins vegar hefðbundinn stjórnmálamaður sem örugglega er að reyna sitt besta innan ramma hins hefðbundna, og út frá þeim forsendum sem formenn Sjálfstæðisflokksins þurfa að virða. Það er að ganga ekki gegn falda valdinu í atvinnu og fjármálalífinu.
Hann minnir mig stundum á korktappa með vitund, áttar sig á að hann kastast fram og til baka í soginu, og skilur ekkert í því. Venjulegir korktappar hins vegar spá ekkert í hlutskipti sínu, þeir kastast bara til og frá eftir því sem kraftar vatnsins ákveða hverju sinni.
Bjarni sem slíkur er ágætur, það eru aðeins tímarnir sem eru ekki ágætir.
Hann hefur hvorki þann styrk eða það vit sem þarf til að leiða flokkinn á tímum sem seinna verða sagðir ögurtímar þjóðarinnar, það er ef þjóðin lifir af til að segja þá sögu.
Það er nefnilega aðeins einn maður í flokknum sem hefur það vit, og hefur þann kjark. Og þann styrk.
Hann er bara ennþá ekki búinn að fatta helið sem bjó að baki kenningum Hannesar, og að Hannes elti auðinn, en ekki vináttuna þegar á reyndi.
Nái hann að meðtaka raunveruleikann eins og hann er, en ekki eins og hann átti að vera, þá mun hann koma undan feldi, og lúðrar munu hljóma utan úr Móum.
Ofurskuldsett þjóð undir hrammi hins skítuga fjármagns á ekki von, Davíð mun frekar falla í stríðinu mikla við vogunarsjóðina en að láta grafarskrift þjóðar sinnar vera skráð á minnisvarða sinn að honum látnum.
Kristilegir íhaldsmenn hröktu skrímslið á flótta á sínum tíma í bandalagi við sósíaldemókratanna, þeir munu vera í fylkingarbrjósti í stríðinu mikla um framtíð mannsins.
Þeir eru liðsmenn byltingar lífsins.
Sannaðu til ljóðskáld gott.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 08:57
Hárrétt ályktað Ómar.
Bjarni er afurð hins gamla valds, en hann gekk þó veg Kjartans og Landsbanka Björgólfanna
með því að samþykkja að Icesave syndinni skyldi varpað á herðar almennings sem skuldaklafa.
Þar hlýddi hann ráðabruggi Illuga og Kjartans og hlaut bágt fyrir af heiðarlegum sjáfstæðismönnum,
en þá var Hanna Birna dregin upp úr hatti loddarans Kjartans og henni stillt upp sem gluggaskrauti
og samfylktir kratar streymdu þá í afmæli Hólmsteinsins og mærðu hann sextugan,
enda stefnan sú sama, auðkrataræðinu og nýfrjálshyggjunni allt, aumingjunum ekkert
og hvar er nú meiri eymd almennings en í ESB? Og hver borgaði veisluna? Kjartan Gunnarsson?
Nú keppast auðkratar og nýfrjálshyggjustóð við að níða Davíð sem mest fyrir hönd Landsbanka Björgólfa.
Samanherptar munnherkju kommamussur einbeita sér einnig að því og sjá ekki bjálkann í eigin augum.
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 12:32
Allt þetta vita heiðarlegir og frjálsir og sjálfstæðir menn og því hrynur fylgið af Sjálfstæðisflokknum,
enda er hann ekki lengur flokkur þeirra. Þar ræður Davíð engu lengur. Flokkseigendafélag Kjartans
dansar nú hrunadans og húla með samfylktu auðkrötunum og gömlu komma gærunum.
Og þau brugga launráðin saman gegn Davíð, sem þegir og er kominn í mótmæla þagnarbindindi.
Hann veit sem er að upprisa lífsins er fram undan og það verður ekki í liði með Flokkseigendafélaginu í Valhöll.
Nú situr hann og hugsar sinn leik og það verður leikur sem Flokkseigendafélagið í Valhöll óttast.
Hólmsteinn veit nú ekki í hvaða fót hann á að stíga, hann tekur nú við hrósi frá auðkrataræðinu.
Kjartan er refur, en sem Hólmsteinn sagði fyrr, Davíð hefur bæði kænsku refsins og hugrekki ljónsins.
Bæði Kjartan og Hólmsteinn eru í panikk og óttast með sjálfum sér þögn ljónsins,
því ljónið mun öskra
og þeir vita að Davíð væri vís til að segja sig hreinlega úr flokknum sem var rænt frá honum.
Sá tími er tími upprisu Davíðs
og hann veit það og þegir því nú,
sem lognið á undan strominum.
Þá munu afturhalds kommatittir, gluggaskraut Kjartans, ESB auðkratar og skáladrengir Hólmsteins
gera í buxurnar og allir munu þá sjá að þeir eru saurlífismenn og skækjur og viðurstyggð heilbrigðu lífi.
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 13:03
Eins og ég sagði Ljóðskáld þá var Bjarna afhentur hnífur, og skotmark, kallast að verða fyrir slæmum áhrifum.
En vissulega dreymdi marga frjálslynda menn að frjálshyggja væri svarið gegn ofstjórn og ofsköttun kratismans, en frjálshyggjan hatar frjálslyndi, hún er aðeins falleg gríma yfir forljótt andlit sérhyggju og siðlausrar græðgi hinna ofurríku.
Frelsi Hayek er frelsi lénsmanna og stóreiganda frá ríkisvaldi, til að geta höndlað lýðinn án afskipta laga og reglna, til að fá sjálfir að skattleggja og arðræna, til að vera ríki í ríkinu, óháðir lögum og reglu.
Skuldaþrælkun þjóða er viðurstyggð, ennþá meir er sú viðurstyggð að láta vogunarsjóðina komast upp með að kaupa afskrifaðar kröfur á hrakvirði og halda heilum þjóðunum í spennutreyju skulda sem almenningur bara enga ábyrgð á.
Síðasta ráðstefna um skuldir Afríku ákvað að halda skuldum vogunarsjóðanna til streitu. Skuldum sem hafa lamað innri uppbyggingu þjóða Afríku í áratugi.
Þegar ég komst að því að þetta voru hrakskuldir, löngu afskrifaðar af þeim sem veittu einræðisherrum álfunnar lánin á sínum tíma, þá varð mér endalega ljóst að spádómarnir um andkrist hefðu ræst.
Mannvonskan og mannhatrið er ekki þessa heims.
Siðblinda vestrænna ráðamanna er algjör.
Svo ég vitni í einn ágætan mann, "svona gerum við ekki". Aldrei.
Þessa ómennsku þarf að uppræta, hún er viðurstyggð.
Og hún hefur lagst eins og mara á þjóð okkar.
Eina sem ég get haft rangt fyrir mér í þessari útlistun er þegar ég ætla þeim í neðra ábyrgðina.
Raunverulega held ég að þetta sé djöfullegra en það.
Sagnir segja að jafnvel djöfullinn eigi sér sín takmörk, en hið svarta fjármagn virðist ekki eiga slík mörk.
Illskan virðist vera óendanleg og stöðvast ekki fyrr en hún verður stöðvuð.
Og hana þarf að stöðva Ljóðskáld gott.
Hana þarf að stöðva.
Áður en hún eyðir lífi barna okkar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.