16.3.2013 | 20:41
Er vinstridraugurinn síðasta hálmstrá Bjarna.
Ef það hann sem á að bjarga fylgi flokksins á elleftu stundu.
Fattar hann ekki að þegar fer sem horfir þá myndar Framsókn framsóknarstjórn, ekki vinstri eða hægri stjórn.
Því þjóðfélagið er að kafna undan skuldum hrunsins, leiðrétting á hinum stökkbreyttu skuldum er eina von efnahagslífsins, eina vona þjóðarinnar.
En það er rétt hjá Bjarna að þjóðin óttist nýja vinstri stjórn, fylgistölur ríkisstjórnaflokkanna undirstrika það. Þeir verða ekki aftur kosnir í núverandi mynd, til þess voru svik þeirra of mikil, þjónkun þeirra við hið svarta fjármagn algjör.
En þjóðin vill ekki heldur lýðskrum Bjarna Benediktssonar, vill ekki sjá það.
Þjóðin sér alveg í gegnum skrumið sem þessi orð hans tjá.
"Við ætlum að tala fyrir lækkun skatta og munum leggja áherslu á kraftmikið atvinnulíf og raunhæfar aðgerðir fyrir heimilin sem steypa ekki fjármálum ríkisins í algjört óefni. ".
Ofurskuldsett atvinnulíf verður aldrei kraftmikið, skuldirnar kæfa það.
Heimilin álíta það ekki raunhæfan valkost að vogunarsjóðirnir fái líka sparnað þeirra ofaná alla blóðpeningana, og mæður og feður eru ekki tilbúin að láta loka spítölum svo hægt sé að nýta skattkerfið til að greiða hinar stökkbreyttu skuldir.
Og stefna Sjálfstæðisflokksins mun einmitt koma fjármálum ríkisins í óefni. Það gilda sömu náttúrulögmál hér og í öðrum löndum. Stefna Sjálfstæðisflokksins, að skera niður til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum, er þrautreynd á evrusvæðinu, og alltaf með sömu afleiðingum. Ósjálfbær ríkisfjármál því samdrátturinn í efnahagslífinu sem honum fylgir kallar alltaf á nýjan og nýjan niðurskurð, auk skattahækkana, þekktur vítahringur skuldakreppunnar.
Þjóðin sér í gegnum skrumið og vill ekkert með Sjálfstæðisflokkinn vita.
Þjóðin vill réttlæti, hún vill von, og hún vill framtíð.
Hún vill ekki gömlu stjórnmálaklíkunnar sem hygla aðeins auðfólki, og skríða í duftinu fyrir hrægömmum hins skítuga svarta fjármagns sem hefur sótt að þjóðinni frá Hruni.
Þjóðin vill ekki lifa í skuldaánauð, eymd og örbirgð, arðrænd og kúguð í sínu eigin landi af fjármagni og fjárúlfum.
Hún vill lifa hér sjálfstæð, stolt og með reisn hins frjálsa manns.
Sem var einu sinni stefna Sjálfstæðisflokksins en er það ekki í dag.
Síðasta hálmstráið mun ekki duga.
Kveðja að austan.
Lágmarksreisn fyrir þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 556
- Sl. sólarhring: 647
- Sl. viku: 6287
- Frá upphafi: 1399455
Annað
- Innlit í dag: 474
- Innlit sl. viku: 5329
- Gestir í dag: 435
- IP-tölur í dag: 428
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðasta hálmstrá Bjarna er að afskrifa kosningarnar....
Pakkakíkir (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 06:39
Sæll Ómar og takk fyrir góð blogg, þetta er það sama og kom upp í huga minn þegar ég sá greinina sem þú blggar um hér. Ég held að það sé öllum ljóst að ef Framsókn nær þeirri stöðu eftir kosningar sem skoðankannanir hafa verið að sýna undanfarið, þá held ég að það skipti ekki miklu máli hvort þeir velja sér samstarfs flokka til hægri eða vinstri Framsókn mun þá ráða ferðinni eftir næstu kosningar. Á hinn bóginn þá held ég að það sé ekki fýsilegt fyrir Samfylkinguna að fara í stjórn með Framsókn eða Sjálfstæðisflokknum vegna þess að þau yrðu að bakka með sitt eina stefnumarkmið. Ég held a grýlur séu hættar að virka á okkur nema þá kannski með öfugum formerkjum.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 08:09
ja hérna
Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2013 kl. 10:57
Sæll.
Ég held að mest fari fyrir brjóstið á Bjarna Ben að hann sér fram á að hann geti ekki orðið forsætisráðherra og það hugnast honum lítt. Þess vegna fer í hann í fýlu út í Framsókn í stað þess að líta í eigin barm.
Sjallarnir væru mun öflugri ef þeir hefðu rænu á að skipta almennilega út þingliði sínu og forystu - flestir þarna virðast ekki vera í þessu af hugsjón heldur bara til að eiga fyrir salti í grautinn. Fólk finnur það.
Helgi (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 13:52
Takk fyrir innlitið félagar.
Pakkakíkir, góður.
Kristján, ég er sammála því mati að grýlur séu hættar að virka á fólk, hafði vissar áhyggjur en hef þær ekki lengur. Vandinn sem brennur á fólki er það alvarlegur að fólk vill ekki lengur eitthvað skrum og frasa.
Það vill aðgerðir, það vill að þjóðinni verði bjargað.
Hinsvegar óttast ég nornafárið, sem mun dynja á Framsókn eftir kosningar, og að þá muni hið falda vald í flokknum rísa upp gegn Sigmundi og Frosta. Þess vegna þarf afl utan fjórflokksins sem valdið óttast ennþá meira en skynsemi Sigmundar, og fyrir því afli hef ég bloggað.
Blessuð Sleggja mín, sé að þú ert orðvarari en venjulega svo þú lendir ekki í að þurfa að standa fyrir máli þínu. Vissulega skynsöm taktík þegar menn hafa sérstakan sens fyrir glötuðum málstað. Huggaðu þig samt við að í dag er mikið úrval af glötuðum flokksformönnum sem ná ekki sambandi við raunveruleikann, þeir kunnu örugglega að meta stuðninginn þinn. Einsemd er alltaf leiðinleg.
Helgi, góður punktur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2013 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.