16.3.2013 | 16:58
Sátt um heimilin í sjónmáli??
Áður en Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og VinstriGrænir bíða sögulegan ósigur.
Hver veit, annað eins hefur nú gerst.
Menn seldu heimilin fyrir völd, kannski kaupa þeir þau til baka til að halda völdum.
Hver veit.
Kveðja að austan.
Sátt í sjónmáli? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mestu efnahagsmistök Íslandssögunnar eru þau að vísitalan hafi ekki verið tekin úr sambandi, strax eftir Hrun, allavega tímabundið,það hefði sömuleiðis verið hægt að sætta sig á 2.5% þak á verðtrygginguna, og breytilegir vextir á verðtryggð lán hafi verið festir í 2%.
Þeir sem komu í veg fyrir að þetta var gert, þarf að leita uppi. og láta þá svara til saka, því þetta er eitthvert mesta nýðingsverk í Íslandssögunni,og búið að valda flestum heimilum landsmanna og fyrirtækjum, þvílíkum skaða og hörmungum sem aldrei verður hægt að bæta.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 17:20
Voru það ekki höfðingjarnir innan ASÍ sem það gerðu, og þóttust vera að verja lífeyrissjóðina?
Sandy, 16.3.2013 kl. 17:31
Mikið sammála þér Jón Ólafur, nema reyndar að það er hægt að bæta úr þessu, en það þarf þá að stökka upp allt peningakerfið, núllstilla það og byrja uppá nýtt á skynsamari nótum.
Núverandi skuldir, sem eru að stærsta leiti uppreiknaðar vegna verðtryggingarinnar, eru ósjálfbærar og verða aldrei greiddar.
Og valda eins og þú segir hörmungum ef ekkert er að gert.
Í dag er hægt að afskrifa skuldir og endirstilla fjármálakerfið með góðu, en á morgun verður það gert með illu.
Annað val á valdastétt landsins ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.3.2013 kl. 20:48
Blessuð Sandy.
Hinir svokölluðu höfðingjar ASÍ eru fyrst og síðast að verja sín eigin völd og ítök.
Að minnast á hagsmuni almennings, á hagsmuni alþýðunnar, er argasta guðlast í þeirra eyrum.
Og þess vegna þarf að skipta þessum mönnum út.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.3.2013 kl. 20:50
Ómar. Ef allt væri eðlilegt á Íslandi, þá ætti launþegi að hafa fullan rétt til að neita að borga í lífeyrissjóð! Lífeyrissjóðsgjald er einungis rændur aukaskattur frá verkafólki sem ekki vinnur í opinbera geiranum, (í stjórnsýslunni of-vernduðu)!
Það rökstyð ég með þeirri staðreynd, að það sem tekið er af launþega skilar sér ekki aftur til alþýðu/verkamanna-launþega, og stjórnendur lífeyrissjóðanna komast upp með að viðurkenna, að þeir spiluðu ábyrgðarlaust, heimskulega og djarft með lífeyri launþega, og töpuðu öllu!!!
Engum í stjórnsýslunni (mafíuherteknu) dettur í hug að gera þessa skipulögðu glæpamafíu lífeyrissjóðanna ábyrga fyrir sinni skatta-þrælahalds-ræningjastarfsemi. Landið er gjörsamlega stjórnlaust, löglaust og réttarfarslega siðlaust!!!
Ég styð Helga Vilhjálmsson í sinni baráttu gegn löglausu, siðblindu og hættulegu glæpastofnunum landsins, sem eru fjölmargir lífeyrissjóðir landsins. Hins vegar tortryggi ég Hægri Græna sem hann ætlar að styðja. En tíminn leiðir alltaf sannleikann í ljós að lokum. Og skömm svikaranna verður skráð í sögu sannleikans að lokum.
Stjórnmálaöfl komast ekki langt með því að misnota heiðarlegt baráttufólk, því það eru aðrir tímar í dag, heldur en voru á blekkingar-bóluárunum, og á allri síðustu öld.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.3.2013 kl. 21:20
Blessuð Anna.
Ég deili þessari skoðun þinni, "Stjórnmálaöfl komast ekki langt með því að misnota heiðarlegt baráttufólk, því það eru aðrir tímar í dag, heldur en voru á blekkingar-bóluárunum, og á allri síðustu öld.". Og blogga grimmt þar um.
Hins vegar er ég ekki sammála þér með lífeyrissjóðskerfið, það er grunnhugsunina á bak við það. Sé ekkert athugavert við sparnað fólks, og tel hann reyndar forsendu uppbyggingar.
Ég er alveg sammála því sem þú ert að segja um hvað gert er í dag, en svarið er ekki að leggja niður lífeyrissparnaðinn, heldur að ráðast á meinið, sem er frjálshyggjumódel sjóðanna.
Menn eiga ekki að fjárfesta í pappír, menn eiga að fjárfesta í verðmætum. Það eru óhemju fjármunir sem leita árlega úr landi vegna þess að hið opinbera fjármagnar framkvæmdir sínar með erlendu lánsfé. Á sama tíma fjárfesta lífeyrissjóðirnir í bréfum, í pappír, í lofti.
Ég er sammála Helga að lífeyrissjóðirnir eigi að lána í nytsamar framkvæmdir, eins og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Og fá í staðinn fé sitt til baka með hóflegri ávöxtun.
Það er leiðin til að fá sem mest fyrir peninginn og halda honum innan kerfisins. Láta sömu krónuna velta aftur og aftur innan samfélagsins, en leita ekki strax úr landi.
Málið er Anna að það er ekkert lögmál að almenningur lúti stjórn leppa sírænandi yfirstéttar, að braskið fái að mergsjúga samfélögin.
Samfélagið mun virka fínt án þess, við þurfum að eins að trúa því, og trúa á okkur sjálf.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2013 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.