15.3.2013 | 21:25
Sjálfstæðisflokkurinn feisar raunveruleikann.
Kjósendur flokksins eru ekki fífl.
Og eru óðum að verða fyrrverandi kjósendur flokksins.
Eina vika í viðbót með skrumi og lýðskrumi, og flokkurinn fer niður fyrir 25% múrinn.
Tvær greinar í viðbót frá Jóni Steinari þar sem hann vanvirðir vitsmuni flokksmanna, og Sigmundur Davíð fer að ógna 40% þakinu, fylgi sem enginn flokkur utan Sjálfstæðisflokkinn hefur náð.
Á þetta var bent á þessu bloggi strax eftir ræðu formanns flokksins, að flokkurinn myndi grafa sína eigin gröf ef hann fylgdi formanni sínum.
Allt sem sagt var hefur gengið eftir.
Og því engin ástæða til að ætla annað en að restin af forspánni gangi rætist.
Að flokkurinn í alvöru herji á 20 % markið, að hann fari niður fyrir það.
Fyrir tæpum 4 árum síðan, sumarið 2009 spáði ég því í athugasemdarkerfi mínu að Samfylkingin færi í 10% fylgi, og VG myndi berjast við að ná 5% markinu.
Að flokkarnir myndu uppskera svik sín.
Þessi skoðanakönnun bendir til þess að sú spá sé að rætast.
Þá var hlegið, núna hlær enginn stuðningsmaður þessara flokka, þeir óska þess að þeir hefðu betur hlustað.
Því kjósendur eru ekki fífl, og þeir fyrirlíta svikara.
Aðeins skortur á valkost hindra algjört hrun fjórflokksins.
Mín spá er sú að sá flokkur sem skorar spillinguna og svínaríið á hólm, muni uppskera um þriðjungs fylgi þjóðarinnar.
Flokkurinn sem boðar réttlæti og von, og uppgjör við fjárkúgarana og vaxtaþjófana.
Aðrar spár á þessu bloggi hafa ræst.
Og þessi gerir það líka.
Það er ef handbendi vogunarsjóða hafa ekki náð að kaupa upp andófið.
Næstu dagar skera úr um það.
Hvort fólk heyri herhvöt lífsins.
Aðeins vogunarsjóðirnir geta hindrað það, með mútum sínum og undirróðri.
Hin ótal framboð eru ekki einleikin.
Það er ekki einleikið að vonin gaf upp öndina daginn fyrir ICEsave dóminn.
Það er ekkert einleikið í þeirri atburðarrás sem einkennt hefur hið sjálfskipaða andóf þjóðarinnar.
Aðeins miklir hagsmunir, aðeins fjárfesting vogunarsjóðanna í verðtryggingunni skýrir hana.
Sem og skortur á manndómi hins venjulega manns, að þora ekki að risa upp, og segja, "Nú er komið nóg,."
Við látum ekki bjóða okkur þessa spillingu, og þessi undirmál lengur.
Við krefjumst réttlæti, öllum fórnarlömbum auðræningjanna til handa.
Ekki bara að ég fái réttlæti, eða þú, eða við hin, heldur við öll.
Allir fái haldið heimilum sínum, allir fá tækifæri til mannsæmandi lífs.
Allir fái sitt annað tækifæri.
Við erum ein þjóð.
Þess vegna þurfum við aðeins eitt framboð.
Framboð um Samstöðu um lífið.
Um réttlæti, von og framtíð.
Án auðráns, án auðræningja.
Bless vogunarsjóðir, bless hrægammar.
Engin blessun fylgir brotthvarfi ykkar.
Aðeins smánin og fordæming mennskunnar.
Farið og komið aldrei aftur.
Kveðja að austan.
Framsókn með 32% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 276
- Sl. sólarhring: 831
- Sl. viku: 6007
- Frá upphafi: 1399175
Annað
- Innlit í dag: 234
- Innlit sl. viku: 5089
- Gestir í dag: 225
- IP-tölur í dag: 222
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hefði gaman af því að sjá greiningu á því hvernig fjöldi óákveðinna hefur þróast undanfarna 6 mánuði. Ég velti því fyrir mér hvort að 40-50% óánægju fylgið hafi núna fundið það framboð sem það ætlar að veðja á í von um úrlausn í skuldamálunum. Þessi hluti kjósenda hefur ekki hreyft sig allt kjörtímabilið nema eitt augnablik þegar Lilja fór upp í 20% en vera má að hann hafi bara verið að bíða eftir traustum vísbendingum um að réttlæti í skuldamálunum væri mögulegt.
Ég ætla ekki að halda því fram að ég viti þetta fyrir víst en ef að það er þetta sem er að gerast þá gætum við séð svipaða dýnamík og í borgarstjórnarkosningunum, þ.e.a.s. að fylgi Framsóknar haldi áfram að aukast alveg fram á kjördag og hin framboðin sitji eftir gjörsamlega ráðalaus. Og takið eftir því að ekkert hefur skort á svívirðingar og úrtölubull síðustu vikurnar frekar en var tilfellið í tilviki Besta Flokksins. Þrátt fyrir þetta eykst fylgi Framsóknar.
Það eina sem vantar núna er að Jón Steinar taki að sér hlutverk Sóleyjar Tómasdóttur og láti hafa eftir sér tveimur dögum fyrir kjördag: "En hvað verður þá um börnin?"
Seiken (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 22:48
Frábær grein hjá þér.
Sigurmundur Davíð verður að biðla til þjóðarinnar - ekkert minna en 51% :-)
Sjálfstæðisflokkurinn uppsker núna eins og flokkurinn hefur sáð til. Landsfundurinn var að mínu mati gjörsamlega úr takti við þjóðina og heimilin í landinu. Sýnist að fleirum finnist þetta því fylgið hefur minnkað síðan þá.
Nú er talað um að framboðin verði allavega 19. Því fleiri vinstri framboð því minna fylgi fá Sandfylkingin og Vinstri Gramir. Þau hafa svikið allt sem hægt var að svíkja sl. 4 ár og er það fagnaðarefni að þessum árum sé að ljúka. Fólk hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og ætla í framboð eins og Séra Halldór í Holti. Það hlýtur að hafa áhrif á fylgi flokksins.
Kveðjur úr firðinum fagra.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2013 kl. 03:56
Í húsi Framsóknarflokksins eru margar vistarverur. Ekki er víst að allir gangi þar í takt við væntingar kjósenda um réttlæti í skuldamálum.
Hvað er með Frosta? Eru hugmyndir hans um nýtt peningakerfi í frosti? Ekki er nóg að afnema verðtryggingu og láta þar við sitja. Verðbólguna þarf að uppræta, af hverju er dauðaþögn um hugmyndir sem lúta að því að innsigla peningaprentunarvélar fjármálastofnananna?
Hvað með lausn snjóhengjuvandans? Ætlar Framsókn að taka upp nýkrónu þar sem menn skila þeirri gömlu inn á mismunandi gengi?
Eru gamlir sjóðasukkarar enn við völd í Framsókn að leggja sína helköldu hönd yfir framfarahugmyndirnar?
Vonandi ekki en nú þarf að tala skýrt og standa svo við það sem sagt er!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 09:01
Smá heilræði til Framsóknarmanna.
Til að sýna að ykkur sé alvara um leiðréttingar og umbætur í skuldamálum og til að sýna að þið stefnið ótrauðir að hagsmunum þjóðarinar en ekki sérhagsmunum innvígðra, þá skuluð þið bjóða Lilju Mósesdóttur til samstarfs. Hún er sá þingmaður á síðasta þingi sem hvað ótrauðast hefur barist fyrir hagsmunum almennings á móti sérhagsmunum og sem stjórnarþingmaður mátt þola ákúrur og níð sérhagsmunanna fyrir.
Með því að fá Lilju til samstarfs þá innsiglið þið að um raunverulegan vilja til framsóknar og framfara sé að ræða.
Þá mun ég a.m.k. kjósa Framsókn með glöðu geði og góðum væntingum!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 09:12
Frosti er súkkulaðið sem Framsókn vantaði. Hann er trúverðugur og talar mannamál án frasa og þrugls . Glæsilegasti fraambjóðandinn. BjBe fjasar og skilur ekkert eftir nema moðreik. Kjósum ekki XD meðan BB Illugi og Þorgerður eru í brúnni.
Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 12:50
Bjarni Jóns. Er hjartanlega sammála þér um Lilju. Hún yrði flokksprýði hverjum flokki.Get ekki til þess hugsað að missa hana af þingi. Þar fer manneskja sem vinnur af heilindum.
Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 13:00
Bjarni Gunnlaugur afsakaðu rangt ávarp.
Bjarni Gunnlaugur átti ávarpið að vera hér á undan.
Góðar kveðjur.
Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 13:09
Þetta er gaman að lesa,og í raun kotsulegegt að halda þessi flokur Framókn sé einhver töfralaustn,nei ef ekki vinstri sjón aftur veður að kjósa sjáfstæðisflokk hann er ómissandi sem flokkur allra stétta sem hann á að vera,als ekki bera auðmanna ,þeir eru rkki siður í Framsókn,og það er ekki ljóður að hafa þá með,þeir geta stofnað fyrirtæki og atvininnu,ekkert skeður án þessa,það er og verður alltaf einkvrerjir sem auðgast öðrum fremur!!en að við öll lifum mnnsæmandi lífi er málið en það gerist þvi miður ekki með vinstri sjórn við völd,en Sjáfsæðisflokkur og Framsókn geta vel starfað saman,þar ber ekki mikið á miilli með nýjum mönnum!!!!
Haraldur Haraldsson, 16.3.2013 kl. 13:18
Það er eitt varðandi áætlanir um afnám verðtryggingar sem þarf að ræða en það er lífeyrissjóðakerfið. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu neytendalána og halda lífeyrissjóðakerfinu í óbreyttri mynd.
Lífeyrissjóðakerfið byggir upp á fáránlegri 3,5% raunávöxtunarkröfu sem setur vaxtagólf fyrir verðtryggð húsnæðislán Íslendinga. Þessa kröfu þarf að lækka, sér í lagi í ljósi þess að lífeyrisréttindi aldraðra þarf alltaf að skera niður. Það þýðir að lífeyrir þinn er ekki að fullu verðtryggður á meðan almenningur greiðir að minnsta kosti 3,5% raunvexti af verðtryggðum lánum sínum. Það gengur ekki upp.
Afnám verðtryggðra lána helst í hendur við breytingar á lífeyrissjóðakerfinu.
Flowell (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 16:47
Alveg sammála @9, lífeyrissjóðskerfið virðist að hluta, vera loftbóla sem byggir á hinum ósanngjarna ávinningi stökkbreytingarinnar. Enda sýndi það sig þegar Gylfi Arnbjörnsson sagði þvert nei við því að taka vísitöluna úr sambandi þegar í óefni stefndi. Þetta vil ég kalla að ætla á sjálfstýringunni í gegnum neyðarástand, einmitt þegar þörfin er mest á upplýstri handstýringu!
Til að bakka út úr þessu lífeyriskerfi væri ráð að
1. Afnema skyldu til að greiða í lífeyrissjóði,
2. Skylda lífeyrissjóði til að greiða til baka til þeirra sem hafa áunnið sér rétt og það kjósa, mögulega með aðkomu ríkissins.
3.Skerða lífeyrissjóði hins opinbera meðalskerðingu til jafns við almennu sjóðina og síðan sama og að ofan.
4. Taka upp gegnumstreymis kerfi þ.e. fólk greiði 10 til 12% launa sinna til ríkisins sem síðan greiðir út til lífeyrisþega.
Óskar @7 þú gast nú ekki hitt á betra "rangnefni" en nafn elskulegs föður míns heitins ;-)
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 19:37
Já Bjarni, það er lífeyrissjóðakerfið sem er lykillinn að þessu öllu. Góðir punktar hjá þér um breytingar en skorturinn á þeirri umræðu veldur því að maður efast um að menn ætli sér að afnema verðtryggingu yfirhöfuð. Vonandi að umræðan um lífeyrissjóðina eigi eftir að aukast fyrir kosningar, algjört þarfaþing. Ég treysti Ómari fyrir að vekja athygli á því :)
Flowell (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 20:08
Takk fyrir innlitið kæra fólk og ágæta umræðu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.3.2013 kl. 20:52
Ég er farinn í mótmæla þagnarbindindi fram að páskadegi hershöfðingi lífsins.
Enginn hlustar á það sem þú hefur viturlega sagt allan tímann
og ég hef reynt að miðla til fólks hér syðra, en nánast enginn hefur áhuga á að skilja,
að það þarf ekkert annað en Samstöðu um lífið ... og stefnuskráin er til.
Mér varð þetta ljóst í gær ... að við tölum fyrir daufum eyrum og skilningsvana
og nú er það mótmæla þagnarbindindi fram að páskadegi
en með voninni um fólk rísi svo unnvörpum upp á páskadag.
Þetta tilkynni ég þér hér og nú.
Ljóðskáld lífsins.
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 00:19
Gangi þér vel í baráttunni um aurinn Ljóðskáld gott. Hafði nasaþef af þessu í gegnum feisbókina. Takk samt að láta mig lifa.
Mótmælaþagnarbindindi er ekki svo slæmt fyrir ljóðskáld, þau eru oft akur nýrrar uppskeru.
Mundu líka að engir góðir spámenn tala fyrir fullum húsi, allavega ekki í upphafi ferils síns. Slíkt er yfirleitt merki um eitthvað fals, einhverja styttingu, einhvern barnaskap.
Þannig að það bendir allavega til þess að við séum á réttri leið.
Og á leiðarenda mun bylting lífsins komast, því eins og þú veist þá er hinn valkosturinn ekki í boði.
Eða hver kýs endalokin??
Allavega ekki fólk sem á líf sem þarf að vernda.
Það er engin ástæða til að gráta gang mála, allt þarf sinn gang.
En munum aðeins eitt ljóðskáld gott, og megi akur þagnarinnar fóstra með þér ljóð þar um, að það rís enginn annar upp fyrir mann.
Upprisa mannsins, er upprisa hans sjálfs.
Þess vegna höfum við byltingarmenn lífsins engar áhyggjur af upprisu annarra.
Eigum nóg með okkar eigin.
Bið að heilsa öllum þeim sem koma í instant og suðu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2013 kl. 15:11
Það koma engir lengur til mín í instant og suðu;
allir eru að sjóða bara upp einhverja moð-suðu
og sullum-bullast í henni og grugga vatnið;
sumir í skipulögðu undanhaldi samkvæmt áætlun
og enn aðrir í smáhópa áætlun um að grugga vatnið
og enginn sér þá tærleikann í instanti eilífðarinnar.
Þó er allt er instant, augnablik eilífðarinnar, í suðinu
og hljóðum vængslætti fiðrildanna og söng fuglanna.
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 15:46
Blessaður Ljóðskáld.
Ég sé að akurinn er þegar farinn að skila uppskeru.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2013 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.